Dagur - 20.04.1989, Side 3
Sauðfjárbændur langeygir eftir greiðslum fyrir ull:
Steftium á að ljúka uppgjöri
fyrir mánaðamótin aprfl-maí
- segir Ingi Björnsson, prmálastjóri Alafoss hf.
Samkvæmt upplýsingum Inga
Björnssonar, fjármálastjóra,
hjá Alafossi hf., er stefnt að
því að gera upp allar skuldir
við bændur vegna kaupa á ull
fyrir mánaðamótin apríl-maí.
Mikill dráttur hefur orðið á
greiðslum fyrir ullina, eða allt
að fimm mánuðir, og var af
því tilefni samþykkt mjög
harðorð ályktun á aðalfundi
Félags sauðfjárbænda við
Eyjafjörð sl. föstudag. í álykt-
uninni lýsir fundurinn „megnri
óánægju með framkomu
stjórnenda ullarkaupafyrir-
Slippstöðin og Útgerðar-
félag Akureyringa:
Bæjarstjóm
tflnefhir
tækja undanfarin misseri. Fer
fundurinn fram á að á hegðun
þessara manna verði veruleg
breyting hvað varðar samskipti
við ullarframleiðendur.“
í greinargerð með ályktun
aðalfundar Félags sauðfjárbænda
við Eyjafjörð er vitnað til bréfs
Kristins Arnþórssonar, ullar-
fræðings hjá Álafossi hf. til
umboðsmanna, dagsett 12. janú-
ar. Þar kemur fram að sé ullin
metin fyrir gjalddaga, þá skuli
hún að fullu greidd 20. dag ann-
ars mánaðar eftir innleggsmán-
uð. „Því miður hefur þetta ekki
staðist og langt frá því. Nú er
skuldahalinn við bændur orðinn 5
mánuðir auk vaxta sem skuldari
virðist ætla að ákvarða upp á sitt
eindæmi,“ segir síðan í greinar-
gerðinni. Og ennfremur segir:
„Engar skýringar eða afsakanir
hafa verið gefnar að fyrra bragði
vegna þessa háttalags. Slíkt hefur
þó fengist umbeðið. Meðal sið-
aðra manna tíðkast sú venja þeg-
ar ekki er hægt að standa í skilum
að rætt er við skuldareiganda og
reynt að semja, til dæmis um
vexti. Það mun nánast einsdæmi
að skuldari ákveði vexti af skuld
einhliða án viðræðna við hinn
aðilann. Þetta er ekki hægt að
líða.“
Kristinn Arnþórsson segist
vissulega geta fallist á þá gagn-
rýni sauðfjárbænda að rétt hefði
verið að ræða miklu fyrr við
skuldareigendur og leita eftir
samningum við þá um greiðslu á
ullarskuld. „Eins og flest önnur
útflutningsfyrirtæki í landinu hef-
ur Álafoss hf. verið að berjast við
fjárhagsvandræði. Við höfurn
reynt að gera okkar besta. En
það má segja að við hefðum átt
að gera bændum fyrr grein fyrir
seinkun á uppgjöri,“ segir Krist-
inn Arnþórsson. óþh
Fimmtudagur 20. apríl 1989,- DAGUR - 3.
Hin árlega
vorútsala
er hafin
Komið og geríð góð kaup.
M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103 Sunnuhlíð 12.
stjómarmenn
Bæjarstjórn Akureyrar til-
nefndi fimm aðalmenn og jafn-
marga varamcnn í stjórn
Útgerðarfélags Akureyringa
hf. á fundi sínum s.l. þriðju-
dag. Jafnframt voru tilnefndir
tveir aðalmenn í stjórn SIipp-
stöðvarinnar hf, en aðalfundir
þessara fyrirtækja verða
haldnir á næstunni.
Tillögur bárust um að þeir
Sverrir Leósson, Halldór
Jónsson, Pétur Bjarnason,
Sigurður Jóhannesson og Erling-
ur Sigurðarson yrðu aðalmenn í
stjórn félagsins og var það
samþykkt. Varamenn í stjórn
Ú.A. eru þau Knútur Karlsson,
Júlíus Snorrason, Alfreð Óskar
Alfreðsson, Ásgeir Arngrímsson
og Þóra Hjaltadóttir. Gunnar
Sólnes og Kristján frá Djúpalæk
eru endurskoðendur en varaend-
urskoðendur þeir Jón Ellert Lár-
usson og Jóhannes Jósefsson.
Aðalgeir Finnsson og Guð-
mundur B. Friðfinnsson voru til-
nefndir í stjórn Slippstöðvarinnar
en þeir Gísli Bragi Hjartarson og
Gunnar Helgason til vara. EHB
Akureyrarbær:
Verulegur áhugi
fyrir kaup-
leiguíbúðum
Umsóknarfrestur um kaup á
10 kaupleiguíbúðum og íbúð-
um í verkamannabústöðum
rennur út þann 2. maí nk. og er
eftirspurn eftir íbúðunum þó
nokkur, að sögn Erlings Aðal-
steinssonar á skrifstofu verka-
mannabústaða, en þar fer sala
allra íbúðanna fram.
Hjá verkamannabústöðum
verða til sölu 45-50 íbúðir í þess-
ari lotu, ýmist nýjar eða eldri. Á
næstu mánuðum hefst bygging
2ja til 5 herbergja íbúða sem
áætlað er að afhenda seinni hluta
árs 1990 og fyrri hluta árs 1991.
Þá hefur verulegur áhugi verið
sýndur þeim tíu kaupleiguíbúð-
um sem Akureyrarbær hefur aug-
lýst til sölu við Helgamagrastræti.
Um kaupleiguíbúðirnar geta t.d.
þeir sótt sem eru með tekjur ofan
við þau mörk sem verkamanna-
bústaðir setja sem skilyrði fyrir
kaupum í sínu kerfi. VG
verður laugardaginn
22. apríl og sunnudaginn
23. aprfl frá kl. 13.00 til
1 7.00 báða dagana í
sýningarsal okkar að
Draupnisgötu 4.
Sýndar verða ’89 árgerðirnar frá:
Chrysler • Dodge • Plymouth
o Skálafell sf.
Draupnisgötu 4 - Sími 96-22255 - Akureyri
Chrysler Le Baron GTS
Dodge Shadow Turbo