Dagur - 20.04.1989, Page 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 20. apríl 1989
'
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðflegs siimars
Pökkum veturínn sem er að líða.
Skóversltin M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103, sími 23399.
Sunnuhlíð 12, sími 26399.
/
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs samars
með þökk fyrir veturinn.
V,
SIOVATirTAI MENNAR
Ráðhústorgi 5, sími 22244.
/
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn sem er að líða.
Blikkrás hf.
Hjalteyrargötu 6 • Sími 26524.
%
/
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðflegs sumars
með þökk fyrir veturinn sem er að líða.
AKURi
Kaupangi.
Sími 96-24800
og 96-24830.
■P
\
Ié|| Framsóknarfélag
Akureyrar
óskar félagsmönnum sínum og öðrum
Norðlendingum gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
-P
»
■v
/
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðBegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
Hótel KEA
Handknattleikssambandið leitar til þjóðarinnar
um fjárstuðning:
„Vil sjá stefnumótim í afreks-
íþróttum og handboltmn verði skil-
greindur sem þjóðaríþrótt íslendinga"
- segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í viðtali við Dag
Handknattleikssamband ís-
lands hefur nú hatíð undirbún-
ing fyrir þátttöku karlalands-
liðsins í heimsmeistaramótinu í
handknattlcik í Tékkóslóvakíu
á næsta ári. Síðustu daga hefur
bréf frá sambandinu komið inn
um bréfalúgur landsmanna en í
því er að finna mynd af liðinu
sem sigraði í b-keppninni í
Frakklandi fyrir skemmstu og
gíróseðil að upphæð 400 kr.
Ljóst er að fjárhagur sam-
bandsins er erfiður um þessar
mundir eftir þátttöku í stórmót-
um að undanförnu og Jón
Hjaltalín Magnússon, formað-
ur HSI, telur viðtökurnar í
þessari söfnun ráða miklu um
hvernig hægt verður að standa
að undirbúningi fyrir mótið í
Tékkóslóvakíu.
Viljum ganga beint
til þjóðarinnar
„HSÍ hefur verið með gríðarlega
mikla starfsemi á undanförnum
árum og þá sérstaklega á síðasta
ári þegar við fórum á Olympíu-
leikana. Pað má segja að sá
árangur sem við náðum þar sé
góður en hann hefði getað verið
betri. Við treystum á ákveðna
fjáröflun í kringum leikana en
þær vonir brugðust að mestu leyti
þannig að fjárhagur HSÍ var orð-
inn slæmur eftir leikana en versn-
aði þó með þeim mikla kostnaði
sem fylgdi keppninni í Frakk-
landi. Pað eru mörg verkefni
framundan hjá sambandinu og
fjárhagurinn slæmur og þess
vegna verðum við að leita fjár og
viljum þá helst ganga beint til
þjóðarinnar vegna þessa að við
teljum vera mikinn áhuga á
handboltanum hér á landi. Við
höfum nú fengið eina milljón
króna frá afreksmannasjóði ISI
og það er að sjálfsögðu von okk-
ar að við fáum eitthvað frá ríkis-
stjórn íslands eins og margir
aðrir íþróttahópar sem náð hafa
góðum árangri en slíkt vilyrði er
ekki komið. En í stuttu máli sagt
má segja um þetta átak okkar
núna að við viljum senda lands-
mönnum mynd af þessu liði sem
náði svo góðum árangri í Frakk-
landi og um leið gefa þeim kost á
að styðja við liðið og leggja hönd
á plóg í undirbúningi jress fyrir
heimsmeistarakeppnina í Tékkó-
slóvakíu," segir Jón Hjaltalín.
Jón segir að undirbúningur
liðsins fyrir keppnina í Frakk-
landi hafi kostað um 12 milljónir
króna. Kostnaður við keppnina
sjálfa hafi numið um 2,8 milljón-
um króna eða um 125 þús. kr. á
mann.
„Við erum með 8 landslið, þ.e.
16, 18 og 20 ára landslið pilta og
stúlkna, svo og A-landslið karla
og kvenna. A-landslið kvenna
lék á síðastliðnu ári 27 landsleiki
sem er meira en liðið hefur
nokkru sinni leikið á einu ári. Öll
okkar unglingalandslið kosta
mikið í sambandi við æfingar,
keppnisferðir og annað en skila
engum tekjum til sambandsins,
hvorki tekjum af áhorfendum né
sjónvarpstökum. Pess vegna er
spurningin hjá okkur um að
draga saman seglin í unglinga-
starfseminni og í eflingu kvenna-
handboltans ef fjáröflunin geng-
ur illa nú. Þetta viljum við að
sjálfsögðu helst ekki gera en get-
um séð okkur tilneydda ef við-
brögð í landssöfnuninni verða
ekki nægilega góð.“
Getum tryggt okkur
farseðla til Svíþjóðar og
Spánar í Tékkóslóvakíu
HSÍ hefur nýverið skrifað undir
samning við Bogdan Kowalzyk
og þar með er komin lausn á
þjálfaramálin. Jón Hjaltalín segir
að númer eitt sé nú að halda lið-
inu saman fram yfir keppnina í
Tékkóslóvakíu enda skipti sá
árangur sem þar næst miklu máli
fyrir framtíðina í handboltanum
hér á landi. Keppnisfyrirkomu-
lagi heimsmeistarakeppni og
Ólympíuleika verður nú breytt á
þann veg að 9 efstu lið frá Tékkó-
slóvakíu fara til Barcelona á
Spáni á Ólympíuleikana árið
1992, þ.e. 9 lið ef Spánverjar
verða í þessum hópi. Auk þess
fara 8-9 efstu liðin í Tékkó-
slóvakíu á heimsmeistaramótið í
Svíþjóð árið 1993 en íslendingar
verða sjálfkrafa með í heims-
meistaramótinu árið 1995 þegar
það verður haldið hér á landi.
„Þessi keppni á næsta ári er því
gríðarlega mikilvæg fyrir okkur.
Lámarksárangur er 8. sætið en
markmiðið er að sjálfsögðu að
stefna hærra og það mun þá gefa
okkur tækifæri til að eðlileg
endurnýjun fari fram í liðinu á
tveimur til þremur árum. Sú
endurnýjun miðar síðan að því
að eiga gott landslið þegar heims-
meistarakeppnin verður haldin
hér á landi árið 1995,“ segir Jón
Hjaltalín en bætir við að þrátt
fyrir að talað sé um að halda lið-
inu sem minnst breyttu frá því
sem var í Frakklandi hljóti að
koma inn 2-3 nýir leikmenn fyrir
keppnina í Tékkóslóvakíu.
Vonbrigdi með aðsókn
í Flugleiðamótinu
á Akureyri
- Nú verður það að viðurkennast
að þrátt fyrir glæstan árangur
okkar manna í Frakklandi í
febrúar þá hefur deildakeppnin
hér heima verið frekar leiðinleg í
vetur og lykilmenn í landsliðinu
hafa oft á tíðum ekki náð sér á
strik. Kanntu skýringar á þessu?
„Já, ég held að skýringin á
þessu sé einföld. Framan af var
keppnin nokkuð jöfn og
skemmtileg og dró þá að sér
áhorfendur. Síðan náðu Valur og
KR yfirburðastöðu og það hefur
sýnt sig á síðustu árum að þegar
ljóst er orðið hver hlýtur Islands-
meistaratitilinn þá minnkar
aðsóknin.
Núna eru stöðugt fleiri félög
sem farin eru að leika í eigin hús-
um og þetta skapar stemmningu.
Þetta er ánægjuleg þróun og
einnig er ég mjög ánægður með
að félögin á landsbyggðinni, KA
og ÍBV, skuli halda sér uppi í
deildinni, þetta eru félög með
efnileg lið sem geta náð langt og
stuðla jafnframt að því að hand-
boltinn breiðist út um landið.
Þess vegna tel ég að keppnin
næsta vetur eigi að geta orðið
spennandi og skemmtileg.“
- Þú talar um að breiða hand-
„Fyrstu viðbrögðin lofa góðu. Það hafa fjölmargir einstaklingar, ekki síst úti á landsbyggðinni, sent okkur háar upp-
hæðir og þar get ég nefnt bónda í Mývatnssveit sem sendi okkur 50.000 kr. Það inunar um allt og við vonum sann-
arlega að fólk sjái sér fært að styðja við landsliðið því margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon.