Dagur - 20.04.1989, Side 19
íþróttir
íþróttir helgarinnar:
Skíði og knattspyma
- Andrésar Andar-leikamir og æfingaleikir í knattspyrnunni
Þar sem ekkert blað kemur út
á morgun munum við í dag
ræða um helstu íþróttavið-
burði. Það sem hæst ber eru
Andrésar-Andarleikarnir á
skíðum í Hlíðarfjaili. Fyrir
sunnan fer íslandsmótið í júdó
fram og þar keppir fríður hóp-
ur frá KA.
Keppnin á Andrésar-Andar-
leikunum hefst í dag kl. 10.00. og
verður fram haldið á föstudag og
laugardag.
Samhliðasvig Flugleiða sem
frestað var annan dag páska,
fer fram í Hlíðarfjalli sunnu-
daginn 23. apríl. Verðlaun eru
sérstaklega glæsileg; flugferðir
til Luxemborgar á vegum Flug-
leiða.
íslandsmótið í júdó fer fram í
íþróttahúsi Kennaraháskóla
Islands á laugardag og sunnudag
og keppa þar um 100 júdómenn
frá sex félögum. Þangað fer
sterkur hópur júdómanna frá KA
og má búast við að þeir standi sig
vel, eins og fyrri daginn.
KA-liðið í knattspyrnu fer suð-
ur og keppir þar tvo æfingaleiki:
við Valsmenn í kvöld og Stjörn-
una á sunnudaginn. Þorvaldur
Örlygsson er nú kominn aftur til
er að efa að keppnin í ár verður
líka mjög spennandi og búast
má við mjög mörgum keppend-
unt því verðlaunin eru einstak-
lega glæsileg.
landsins og Erlingur Kristjánsson
farinn að æfa svo þetta er í fyrsta
skipti sem Guðjón þjálfari getur,
svona nokkurn veginn, teflt frant
sínu sterkasta liði.
Þórsarar leika tvo æfingaleiki á
Sana-vellinum. í dag, fimmtu-
dag, kl. 12.00 keppa þeir við
Völsunga frá Húsavík og á laug-
ardaginn kl. 12.30 keppa þeir við
KS frá Siglufirði. KS keppir þar
að auki annan leik gegn TBA á
sunnudaginn kl. 10.30.
Fyrsta íslandsmótið í pútti fer
frant í Broadway á sunnudags-
kvöldið kl. 18.00. Keppt verður í
fjórunt flokkum karla, kvenna,
unglinga og öldunga. Skráning
fer fram á staðnum og eru þeir
kylfingar sem verða í Reykjavík
hvattir til að taka púttið rneð sér,
en einnig veröur hægt að fá lánað
pútt á staðnum. Að mótinu lokn-
um mun John Garner landsliðs-
þjálfari halda golfsýningu.
Svona í lokin er vert að minna
á samhliðasvig Flugleiða sem
haldið er í Hlíöarfjalli á sunnu-
daginn. Glæsileg verðlaun eru í
boði og er fólk hvatt til að fylgj-
ast með spennandi keppni.
Samhliðasvig
í HKðarfjalli
- glæsileg verðlaun í boði
Fimmtudagur 20. apríl 1989 - DAGUR - 19
Kcppni á Andrésar Andar-leikunuin á skíðuin hcfst í dag kl. 10.00. Tinna
Hlín Ásgcirsdóttir verður sjálfsagt nieðal keppcnda ásaint 600 öðruni
krökkuni. Mynd: TLV.
Vara við of mikiiii bjartsýni
- segir Porvaldur Örlygsson knattspyrnumaður
Keppnin hefst á sunnudags-
morguninn í forkeppni 13-14 ára
drengja og stúlkna. Eftir hádeg-
ið, kl. 13.00, er keppt í flokki 15
ára og eldri og þeirra sem komust
áfram í forkeppninni.
Þátttöku þar að tilkynna fyrir
21. apríl í síma 21766, 22280 eða
21720.
Keppnin í samhliðasviginu í
fyrra þótti mjög skemmtileg og
dró að marga áhorfendur. Ekki
Akureyrarmót í stórsvigi 13-14
ára var haldið um síðustu
helgi. Keppnin fór fram í blíð-
skaparveðri og var árangurinn
ágætur. Hjördís Þórhallsdóttir
sigraði í stúlknaflokki en Arn-
ar Friðriksson í piltaflokki.
En lítum á úrslitin:
Þorvaldur Örlygsson knatt-
spyrnumaður úr KA hefur
undanfarna mánuði leikið með
hálf-atvinnumannaliðinu Pad-
erborne í V-Þýskalandi.
Hann er nú kominn aftur hing-
að upp á klakann og við tókum
Stúlkur:
1. Hjördís Þórhallsdóttir 1:36.08
2. Ásta Baldursdóttir 1:37.22
3. Sísý Malmquist 1:37.22
Piltar:
1. Arnar Friðriksson 1:33.40
2. Magnús Magnússon 1:34.89
3. Bjarni B. Bjarnason 1:35.26
hann tali og ræddum um dvöl-
ina hjá Þjóöverjunum.
„Þetta var á margan hátt ágætis
tími,“ sagði Þorvaldur. „Ég bjóst
að vísu við að klúbburinn væri
sterkari og meiri klassi yfir
honum. Einnig náði ég mér ekk-
ert sérstaklega vel á strik knatt-
spyrnulega séð en ég eignaðist
þarna ágæta kunningja og þetta
var því dýrmæt reynsla scm kem-
ur rnanni örugglega til nota
síðar,“ bætti hann við.
- Þú segir að þér Itafi ekki
gengið neitt sérstaklega vel
knattspyrnulega séð. En hvernig
gekk liðinu þann tíma sem þú
spilaðir með þeim?
„Liðinu gekk svona þokka-
lega. Paderbotne leikur í Ober-
ligunni svokölluðu, sem er sam-
bærileg við 3. deildina hér á landi.
Það hafði ekkert gengið áður en
ég kom og var liðið þá í bullandi
fallhættu. Ég spilaði sjö deildar-
leiki og unnust fimm þeirra. Ein-
um töpuðum við og einn var jafn-
tefli. Síðan lékum við bikarleik
sem tapaðist. Ég náði að skora
tvo mörk í þessum leikjum.“
- Er mótið búið í V-Þýska-
landi?
„Nei, það eru enn fjórar
umferðir eftir. Við vorum þarna í
óttalegu basli en náðum að sigra í
síðasta leiknum sem ég Iék með
liðinu. Það voru þýðingarmikil
stig sem við náðum þar í og lyft-
um okkur upp um 2-3 sæti. En
leikirnir sem Paderborne á eftir
að spila eru erfiðir og það er ekki
víst að liðið nái að halda sér f
deildinni.“
- Sérðu eftir því að hafa farið
út?
„Nei, alls ekki. Þarna kynntist
ég andrúmsloftinu í atvinnu-
knattspyrnu og það er reynsla
sem maður býr alltaf að. Veðrið
er búið að vera sérstaklega gott í
Evrópu að undanförnu og það
var því frábært að æfa og spila í
sól og 15 stiga hita og fá síðan
fréttirnir af fannferginu hér
heima.“ Nú hló Þorvaldur og
benti út um gluggann. „Hugsaðu
þér að þaö er mánuður í íslands-
mót, grasvöllurinn er undir ís-
klaka og það snjóar þrátt fyrir 'aö
sumardagurinn fyrsti sé á
morgun," sagði hann hugsandi.
- Nú hefur verið ncfnt að þú
værir á leið til Grikklands?
„Já, það er enn inni í mynd-
inni. Reyndar átti ég að fara út
núna þessa dagana en ég er ekki
nógu góöur í hnénu og hætti því
við þá ferð. Hins vegar er þetta
dæmi ennþá opið, en ég vil fá
betur á hreint ýntis atriði áður en
ég fer að fara þangaö og það
verður þá ekki fyrr en í haust.“
- Hvernig líst þér á tímabilið
fyrir ykkur KA-menn?
„Þaö er dálítið erfitt að segja.
Liðið styrkist mikið við af fá þá
Orntarr og Jón Grétar, en nú
verður Ormarr ekki nteð fyrr en í
júlí. Hópurinn er tvístraður, eins
og undanfarin ár og liðið er alltaf
óskrifað blað í fyrstu leikjunum.
Dæmið gekk upp í fyrra og ég sé
ekki af hverju þaö ætti ekki að
ganga upp í ár. Hins vegar vil ég
vara við of ntikilli bjartsýni því
nú taka hin liöin okkur mjög al-
varlega."
1X21X21X21X21X2 1X21X21X21X2
Ingi heldur áfram og
4 milljónir fœrasf á milli
Ingi Björnsson fjármálastjóri hjá Álafossi lagði Kristján Torfason
í síðustu viku og skorar nú á Jón H. Guðmundsson forstöðu-
mann vefdeildarinnar hjá Álafossi. „Maður varð að finna ein-
hvern nógu léttan,“ sagði Ingi og kímdi.
Potturinn gekk ekki út í síðustu viku og því bætast rúmar 4
milljónir við venjulega sölu þannig að búast má við að hátt í 6
milljónir veröi til skiptanna að þessu sinni.
Hið hörmulega slys á Hillsborough leikvanginum í síöustu
viku hangir eins og dökkur skuggi yfir knattspyrnulífinu á Eng-
landi þessa dagana. En það verður að klára mótið enda eru
ekki margar umferðir eftir.
Ingi:
Charlton-Man. Utd. 2
Coventry-Q.P.R. 1
Derby-Sheff. Wed. 1
Middlesbro-Nott. For. 1
Newcastle-Luton 1
Norwich-Aston Villa x
Southampton-Wimbledon 2
Tottenham-Everton x
West Ham-Millwall x
Brighton-Swindon 2
Chelsea-Leeds 1
Ipswich-WBA x
Jón:
Charlton-Man. Utd. 2
Coventry-Q.P.R. x
Derby-Sheff. Wed. 1
Middlesbro-Nott. For. 2
Newcastle-Luton 1
Norwich-Aston Villa 1
Southampton-Wimbledon 1
Tottenham-Everton 1
West Ham-Millwall x
Brighton-Swindon 2
Chelsea-Leeds 1
Ipswich-WBA 1
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Þorvaldur Örlygsson segir að Grikklandsferð sé enn inni í myndinni.
Mynd: TLV.
Skíði:
Ainar og Hjördís
efst í stórsvigi
- á Akureyrarmótinu