Dagur - 20.04.1989, Side 20
Akureyri, fimmtudagur 20. apríl 1989
TEKJUBREF• KJARABREF
TFIÁRFESriNCARFÉLACÐ
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
Ráðhústorgi 3, Akureyri
JC Akureyri stcndur fyrir myndlistasýningu á verkum barna í grunnskólum Akureyrar. Sýningin er í íþróttahöllinni
og verður opnuð í dag klukkan 14.00 og stendur hún frain á sunnudag. Hún er haldin í tengslum við Andrésar Andar
leikana á Akureyri. Tveir félagar í JC Akureyri, þau Halldór Hauksson og Kristín Þórsdóttir, sjást hér önnum kafin
við að undirbúa sýninguna. Mynd: tlv
Ferðamannaparadísin ísland:
Sólbakaðir Flórida-
búar þrá skíðasnjóinn
í IUíöarijalli
- Bandaríkjamenn skoða möguleika á
golf- og skíðaferðum til Akureyrar
Sólbakaðir íbúar Flórída í
Bandaríkjunum hafa mikinn
áhuga á snjó og íþróttum hon-
um tcngdum og hví skyldu þeir
ekki vilja fara á skíði í Hlíðar-
fjalli? Þessi möguleiki kemur
nú sferklega til greina því á
mánudag og þriðjudag voru
fullti úar frá átta ferðaskrifstof-
um í Flórída einmitt að kynna
sér aðstæður í Hlíðarfjalli og
Deildarfundir hjá KÞ:
Verulegur rekstrarhalli þrátt lyrir
hagræðingu, aðhald og spamað
Aðalfundur Kaupfélags Þing-
eyinga verður haldinn um
mánaðamótin en deildarfundir
standa yfir um þessar mundir
og var fundur í Húsavíkurdeild
haldinn sl. þriðjudag. Hreiðar
Karlsson, kaupfélagsstjóri
sagði á fundinum að Ijóst væri
að um verulegan rekstrarhalla
hefði verið að ræða á síðasta
ári, en var mjög tregur til að
nefna nokkrar tölur í því sam-
bandi.
Hreiðar rakti þær aðgerðir sem
gerðar voru á árinu til hagræðing-
ar, aðhalds og sparnaðar í
Skíðaferðalag til Sigluijarðar:
„Grófar og ósann-
gjarnar aðdróttanir
- foreldrar harma að farar-
stjórum SRA og sjómönnum
sé sýnt opinbert vantraust
Margir foreldrar höfðu sam-
band við Dag í gær vegna
mæðranna sem lýstu yfir
óánægju sinni varðandi skíða-
ferðalag akureyskra barna til
Siglufjarðar. Harma þeir við-
horf umræddra kvenna og
lýstu yfir miklum vonbrigðum
vegna ummæla þeirra í garð
starfsmanna Skíðaráðs Akur-
eyrar í blaðinu í gær.
Foreldrarnir bentu á að farar-
stjórar í umræddri ferð og aðrir
fullorðnir væru ólaunaðir sjálf-
boðaliðar sem leggðu á sig
ómælda vinnu við að stuðla að
framgangi skíðaíþróttarinnar í
bænum. Ferðin til Siglufjarðar
hefði verið eina skíðaferðalag
barnanna í vetur á vegum SRA.
Hér væri um mjög grófar og
ósanngjarnar aðdróttanir að
ræða gagnvart fólki í foreldrafé-
laginu og starfsmönnum SRA.
Bent var á að ekki væri síður
öruggt að flytja börnin með skip-
um en hópferðabílum. Fyrir slíku
væri löng hefð, ef illa viðraði, og
væru aðdróttanir um lélegan
aðbúnað um borð í togurum UA
og Samherja geysilegt vanþakk-
læti við skipverja og forráða-
menn félaganna, sem ítrekað
hefðu sýnt velvilja sinn í verki
þegar flytja þurfti skíðafólk til
Akureyrar, nú síðast frá ungl-
ingameistaramóti íslands í Siglu-
firði. Réttast væri að biðja starfs-
menn Útgerðarfélagsins og Sam-
herja afsökunar.
Kaldbakur EA var á leið til
Akureyrar á sunnudagskvöld og
bauðst útgerðin til að láta skipið
flytja börnin frá Siglufirði eftir að
lauslega hafði verið við hana
rætt. Tveir eða þrír foreldrar
höfðu þá samband við forráða-
menn félagsins og lögðust ein-
dregið gegn sjóferð. Varð því
ekkert af henni.
Foreldrarnir vildu allir koma
því á framfæri að það væru röng
vinnubrögð af mæðrunum sem
rætt var við vegna margnefndar
fréttar að tala eins og þær væru
fulltrúar foreldra. Það væru þær
alls ekki en mál þetta yrði tekið
fyrir á foreldrafundi SRA innan
tíðar. EHB
rekstri. Efnalaug KÞ var lokað
og nú er aðeins starfrækt þvotta-
hús fyrir deildir kaupfélagsins.
Hætt var rekstri Hrunabúðar á
Húsavík og húsnæði sem verslun-
in var í selt, en verslun útibús KÞ
í Reykjahlíð var leigð. Beitt hef-
ur verið aðhaldi í mannaráðning-
um og fækkaði um 32 starfsmenn
hjá kaupfélaginu á árinu 1988.
Hreiðar sagði að ef þessar að-
gerðir hefðu ekki komið til fram-
kvæmda hefði kaupfélagið verið
miklu lakar sett í dag en það er,
en þó aðhaldsaðgerðirnar hefðu
skilað sér talsvert hefði þess ekki
farið að gæta fyrr en seint á árinu.
í máli Hreiðars kom fram að
náðst hefði verulegur árangur í
sparnaði en niðurfærsla á vaxta-
kostnaði ekki tekist að sama skapi
og samdráttur orðið í veltunni.
Afurða-, framleiðslu-, og þjón-
ustudeildir hafa bætt stöðu sína
en verslunin ekki í þeim mæli sem
vonast var eftir. Ræddi Hreiðar
um fjármagnskostnað dreifbýl-
isverslunar en sagði jafnframt að
náðst hefði verulegur árangur við
samdrátt birgða. Sagði Hreiðar
að margir starfsmenn hefðu lagt á
sig mikið erfiði og fyrirhöfn, og
það bæri að þakka.
Á síðasta ári voru afskrifaðar
10-11 milljónir, vegna gjaldþrota
viðskiptaaðila á Reykjavíkur-
svæðinu, til viðbótar við 5 millj-
ónir sent afskrifaðar voru árið
áður. í framhaldi af þessum upp-
lýsingum sagði Hreiðar: „Við,
framleiðsluaðilar á landsbyggð-
inni verðum þess aðnjótandi að
borga niður þessi margrómuðu
verslunarkjör suðvesturhorns-
ins.“ IM
scinna í vikunni ætluöu þeir á
skíði í Bláfjöllum.
Gunnar Oddur Sigurðsson,
umdæmisstjóri Flugleiða á Akur-
eyrarflugvelli, var fararstjóri
bandarísku gestanna á Akureyri.
Hann sagði að ferðaskrifstofu-
fólkið hefði ætlað áð byrja á því
að skoða aðstæður í Bláfjöllum í
byrjun vikunnar en þá var þar
vitlaust veður. Gestirnir voru
hins vegar afskaplega heppnir
með veður á Akureyri og Hlíð-
arfjall skartaði sínu fegursta.
„Þetta ferðaskrifstofufólk er
sérhæft í því að auglýsa og selja
skíðasvæði víðs vegar um heim
og vonandi fáum við eitthvað af
þeirra fólki hingað. Þeim leist
mjög vel á aðstæður í Hlíðar-
fjalli, enda fengum við fínt
veður,“ sagði Gunnar Oddur.
Hann sagði að skíðaáhugi væri
mikill í Flórída þótt þar væru
hvorki fjöll né snjór, hins vegar
nóg af sól og ströndum. Þessu má
líkja við áhuga íslendinga á sól-
arlandaferðum, en við þekkjum
sannarlega snjóinn og fjöllin og
þráum stundum andstæðuna.
Bandaríska ferðaskrifstofu-
fólkið skoðaði líka golfvöllinn að
Jaðri, en golf er geysilega vinsælt
í Flórída. Golfvöllurinn að Jaðri
er nyrsti 18 holu golfvöllur í
heimi og hann hefur laðað að sér
ferðamenn vegna sérstöðu sinn-
ar, sbr. Artic Open, og því ekki
útilokað að bandarískir ferða-
inenn flykkist til Akureyrar í
golf- og skíðaferðir. SS
Nýr lyfsali ráðinn við
Sauðárkróksapótek
Nýlega auglýsti Heilbrigðis-
ráðuneytið stöðu lyfsala við
Sauðárkróksapótek lausa til
umsóknar frá og með 1. júlí
Akureyri:
Stöðumælum íjölgar
- og gjaldskráin hækkar
Stöðumælum verður fjölgað á
Akureyri næstu daga. Jafn-
framt hækkar það gjald sem
bílcigendur þurfa að greiða
fyrir tíma við stöðumæli.
Stöðumælar verða settir upp
við Skipagötu en þar voru útbúin
bílastæði í fyrra. Þá verða settir
upp stöðumælar við þau bílastæði
austan Skipagötu sem liggja næst
götunni, þ.e. sum bílastæðin sent
kennd eru við Alþýðuhúsið á
Akureyri. Stöðumælum verður
einnig fjölgað í Hafnarstræti til
suðurs en heimild mun verða fyr-
ir því að setja stöðumæla alveg
að húsi Tónlistarskólans. Ekki
verður þó farið alveg svo langt í
bili.
Gjaldbreytingin felst í því að
eftirleiðis kostar tíu krónur að
leggja ökutæki í 15 mínútur við
stöðumæli, en sá tími er jafn-
framt minnsti tíminn sem hægt er
að kaupa. Lengst er hægt að
kaupa eina klukkustund við
stöðumæli. EHB
nk. AIls sóttu 13 lyfjafræöing-
ar og lyfsalar um stöðuna og
hana fékk Jóhannes H.
Pálsson, yfirlyfjafræöingur á
Borgarapóteki í Reykjavík.
Jóhannes mun því taka við af
Sigurði Jónssyni, sem verið
hefur lyfsali Sauðárkróksapó-
teks í 19 ár, eða frá 1. maí
1970.
Umsækjendur voru víða að af
landinu, en þeir heita Böðvar
Jónsson, Finnbogi Rútur Hálf-
dánarson, Guðni Kristinsson,
Guðrún Edda Guðmundsdóttir,
Hilmar Karlsson, Hjördís
Claessen, Ingimundur Pálsson,
Jón Þórðarson, Magnús Valdi-
marsson, Óli Sverrir Sigurjóns-
son, Smári Björgvinsson og Þor-
valdur Árnason.
Fyrir Sauðkrækinga þá má geta
þess að nýráðinn lyfsali, Jóhann-
es, er bróðir Páls Pálssonar,
veitustjóra Hitaveitu Sauðár-
króks. -bjb