Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 1
fjArmAl PlN SÉRGREIN OKKAR FJARFESTlNGARFElAGlDj Ráðhústorgi 3, Akureyri > ■ ■ . : Umhyggja Protabú Versl. Sig. Pálmasonar Hvammstanga: Verslunarhúsnæðið slegið OÍfe á 7,5 miUjónir Annað uppboð í eignir þrota- bús Verslunar Sigurðar Pálma- sonar á Hvammstanga fór fram sl. miðvikudag hjá sýslumanni. Verslunarhúsnæði að Höfða- braut 6 var slegið Olís h/f á 7,5 milljónir króna, en Olís var cinn af stærstu kröfuhöfum í þrotabúið. í samtali við Dag sagðist Jón ísbcrg sýslumaður gera ráð fyrir að hann myndi samþykkja tilboð Olís. Á slát- urhúsi og frystihúsi þrotabús- ins var krafíst þriðja og síðasta uppboðs, sem fer fram 10. maí nk. Fyrsta uppboð á þrotabúi Verslunar Sig. Pálmasonar fór fram 5. apríl sl., en gjaldþrotið var þingfest 22. mars sl. Verð- mæti verslunarhúsnæðisins, sem Olís bauö í, er mun meira en til- boðið segir til um, en með tilboð- inu ætti Olís að hafa tryggt sig upp í kröfurnar sem lágu á þrota- búinu. -bjb „Mjólkursamlaga- skýrslan“: Lögð fram eftir tvær vikur Mjólkurframleiðendur bíða nú spcnntir eftir því að svoköll- uð „mjólkursamlagaskýrsla“ verði lögð fram, sem líklega verður gcrt að hálfuni mánuði liðnum. I skýrslunni veröur lagt til livcr örlög mjólkurframleiðslu í land- inu verða í framtíðinni. Sá orð- rómur hefur heyrst, að þar sé tal- að um að nóg sé aö hafa sex mjólkursamlög á öllu landinu, cn mjög skiptar skoðanir eru um hvort fækka beri mjólkurbúum eða ekki. VG ASÍ, VSÍ og Vinnumálasamband samvinnufélaganna: Nást samningar um helgina? - formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna vongóður um samning fyrir 1. maí Allt bendir til þess að lokalota samningaviðræðna VSÍ, Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og ASÍ fari fram í dag. í fyrrakvöld komu þessir aðilar sér saman um ákveðið verklag í viðræðunum og jafnframt var ákveðið að reyna til þrautar að ná sam- komulagi fyrir mánaðamót. Grundvöllurinn er BSRB samningurinn en jafnframt vilja vinnuveitendur fá skýr svör frá ríkisstjórninni um t.d. gengis- og skattamál. Skriður virðist hafa komist á viðræð- urnar þegar aðilar komu sér saman um að rétt væri að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamót og með vilyrðum ríkisstjórnarinnar fyrir að liðka fyrir samningum var hægt að setjast niður og hefja viðræð- ur. „Það má segja að allir þessir aðilar hafi slakað á. Það hefur enginn hag af því að fara út í verk- föll og þessi samningur BSRB og ríkisins er fordæmisgefandi fyrir aðra. Menn reyna því að líta á þær staðreyndir. En síðan eigum við eftir að sjá hvernig menn vilja túlka þennan samning og þetta gæti allt strandað ef ASI túlkar samninginn á annan veg en við gerum, þ.e. að þeirra kröfur verði hærri en við teljum eðlilegt. Við höfum einsett okkur að reyna að ná samningi fyrir I. maí og ég er vongóður um að það takist,“ sagði Hjörtur Eiríksson formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna við upphaf samningalotunnar í gær. Aðspurður um hvað vinnuveit- endur setji á oddinn í spurning- um sínum til ríkisstjórnarinnar segir Hjörtur að stjórninni hafi verið grein fyrir þeirri stöðu sem atvinnurekstur á landinu sé í í dag. Þar á bæ viti menn hver staðan sé en nú þurfi ríkisstjórnin að meta hvernig hún taki á málum. Þeir sem blaðið ræddi við í gær töldu að miklu máli hafi skipt um að þessar viðræður fóru í gang af krafti að um helmingur aðildar- félaga ASÍ hefur aflað sér verk- fallsheimilda á fáum dögum. Á öllum þessum fundum hefur ver- ið mikil eining og svo var einnig um fund Einingar á Akureyri í fyrrakvöld þar sem hátt á annað hundrað manns samþykktu sam- hljóða að veita trúnaðarmanna- ráði heimild til að boða verkfall með 7 daga fyrirvara. Þessi ein- ing í verkalýðsfélögunum virðist því setja mjög stífa pressu á samningsaðila að reyna til þraut- ar nú um helgina. .^i.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.