Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 17

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 17
'*‘'*»**' »• -,0 ...... í W Laugardagur 29. aþríl 1989 - DAGUR - 17 dagskrá fjölmiðla 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Dagskrá um Jón Leifs. 18.00 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.31 Daglegt mál. 19.35 Um daginn og veginn. Tryggvi Þór Aðalsteinsson talar. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Sögusinfónían op. 26 eftir Jón Leifs. 21.00 Lýsingarháttur nútíðar. 21.30 Útvarpssagan: „Löng er dauðans leið" eftir Else Fischer. Erla B. Skúladóttir les (3). 22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 „Það er maísólin hans." Dagskrá um 1. maí í íslenskum bók- menntum. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Hans Eisler - Tónskáld verkalýðs- ins. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Laugardagur 29. apríl 8.10 Á nýjum degi Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöð- in og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynn- ir dagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. 15.00 Laugardagspósturinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður lögum á fóninn. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Kvöldtónar. 22.07 Út á lífið. Anna Björk Birgisdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Eftirlætislögin. 03.00 Vökulögin. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2,4, 7, 8, 9,10,12.20,16,19, 22 og 24. Rás 2 Sunnudagur 30. apríl 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Úrval vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Spilakassinn. 15.00 Vinsældalisti Rásar 2. 16.05 Á fimmta tímanum. - Pete Seeger sjötugur. 17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akureyri) 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Á elleftu stundu. - Anna Björk Birgisdóttir í helgarlok. 01.10 Vökulögin. Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir sagðar kl. 2, 4, 8, 9, 10, 12.20,16, 19, 22 og 24. Rás 2 Mánudagur 1. maí 7.03 Morgunútvarpið. 10.05 Morgunsyrpa Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur. 12.10 Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis Reykjavík á löglegum hraða með Lísu Pálsdóttur. 14.05 Milli mála. Pétur Grétarsson leikur tónhst í tilefni dagsins. 16.03 Dagskrá Ævars Kjartanssonar um málefni dagsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. - Unga fólkið og verkfall kennara. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. 01.10 Vökulögin. Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 1. maí 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 29. apríl 09.00 Ólafur Már Björnsson. Það leynir sér ekki að helgin er byrjuð þegar Ólafur mætir á vaktina. Hann kem- ur öllum í helgarskap með skemmtilegri tónlist úr ýmsum áttum. 13.00 Kristófer Helgason. Leikir, uppákomur og glens taka völdin á laugardegi. Uppáhaldslögin og kveðjur í síma 611111. 18.00 Bjarni Haukur Þórsson. Laugardagskvöldið tekið með trompi. Óskalög og kveðjur í símum 681900 og 611111. 22.00 Sigursteinn Másson mættur á næturvaktina, næturvakt sem segir „6“. Hafið samband í síma 681900 eða 611111 og sendið vinum og kunningj- um kveðjur og óskalög á öldum helgar- ljósvakans í bland við öll nýjustu lögin. 02.00 Næturdagskrá. Bylgjan Sunnudagur 30. apríl 09.00 Haraldur Gíslason. Hrífandi morguntónlist sem þessi morg- unglaði dagskrárgerðarmaður sér um að raða undir nálina. Förum snemma á fætur með harðsnúna Halla! 13.00 Ólafur Már Björnsson. Þægileg tónlist er ómissandi hluti af helg- arstemmningunni og Ólafur Már kann sitt fag. 18.00 Kristófer Helgason. Helgin senn úti og virku dagarnir fram- undan. Góð og þægileg tónlist í helgar- lokin. Ómissandi við útigrillið. 24.00 Næturdagskrá. Bylgjan Mánudagur 1. maí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvad finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Ttt sö/u Gott fundarborð úr eik, 165x93 cm. Þrjú notuð vel með farin skrifborð, fjórir stólar og samlagningarvél. Upplýsingar gefur Áskell Einarsson. Fjórðungssamband Norðlendinga, Glerárgötu 24, Akureyri. og kynntir þér allt úrvalið $em hér er upptalid Avon, Triel, General, Passport einnhj Michelen hin ágæta sort. Kemur þú, þá kemstu inn og við munum sjá um bíti ©v Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 ri Ijósvakarýni Litli maðurinn íLödunni Nú ætla ég að ræða um helstu tromp Sjón- varpsins, sem að mínu mati eru, fyrir utan hinar ómissandi fréttir og fréttatengda efni, joættír á borð við Taggart og 89 á stöðinni. Ég held svei mér þá að Taggart, þessi háðski, drykkfelldi og fýldi yfirlögregluþjónn, slái Ijúfmennið Derrick út hvað vinsældir varðar. Enda eru margir búnir að fá nóg af lögregluforingjanum þýska og endurteknum atriðum með sömu leikurunum og ég veit ekki einu sinni hvort þættirnir eru enn á dagskrá Sjónvarpsins á föstudagskvöldum. Mildu hundsaugun hafa glatað aðdráttarafli sínu, en kannski eru miðaldra konur þessu ósammála. Viskívot augu Taggarts eru auðvitað ekk- ert á við hundsaugu Derricks en engu að síður er þetta dásamlegur karakter. Við sem lærum Oxford-ensku í skólunum höfum líka ægilega gaman af því að heyra skoskuna, sem hljómar líkt og gróflega afbökuð enska í okkar eyrum. Sérkennilegur húmor hans er líka heillandi og yfirleitt eru þættirnir, s.s. síðasta syrpa, hæfilega spennandi og mála- lokin veit maður aldrei fyrr en á síðustu stundu. Sjónvarpið gerði líka vel með því að sýna þessa þrjá þætti þrjú kvöld í röð. Það fyrir- komulag er ólíkt betra en einn þáttur á viku, eða eitthvað slíkt. Hins vegar réði tilviljun ein því að þættirnir fjölluðu um svipað mál og er í fréttunum í Bretlandi þessa dagana, eitur eða aðskotahluti í matvælum. Þetta eru sannarlega óhugnanleg hryðjuverk og von- andi að öfgahópar fari ekki að stunda það í stórum stíl að eitra fyrir saklausu fólki. Tökum upp léttara hjal. Uppáhaldssjón- varpsmaður minn um þessar mundir er eng- inn annar en Ragnar Reykás. Hver? Jú, full- trúi almennings, litli maðurinn í Lödunni, afsprengi Sigurðar Sigurjónssonar í 89 á stöðinni. Þetta kostulega mannkerti er ekki bara gróflega ýkt þjóðarsál því hin snöggu skoðanaskipti Ragnars eru algengari en menn gera sér grein fyrir. Tökum dæmi: „Atvinnuleikhús á Akureyri? Jú, það er af hinu góða. Auðvitað er það réttlætismál að landsbyggðin njóti leiklistar ekki síður en fólk á höfuðborgarsvæðinu og mér finnst bara sjálfsagt að efla þetta leikhús og styrkja með öllum ráðum og ég skil bara ekki fólk sem er að setja út á þetta fallega leikhús og þessa yndislegu leikara og... Ha, kostar það hvað margar milljónir? Nei, þetta er náttúrlega fár- ánlegt að halda uppi atvinnuleikhúsi í ein- hverju krummaskuði og láta okkur borga fyrir þessa skrælingja. Það nær bara ekki nokkurri átt verð ég að segja og ég skil ekki fólk sem styður þennan ósóma og...“ Svona hugsa nú margir og því hittir Ragn- ar Reykás beint í mark. Lítið í eigin barm næst þegar þessi yndislegi karakter skiptir um skoðun. Stefán Sæmundsson ÞÚRSHÖFN: Sparisjóður Þórshafnar, Fjarðarveg 5. RAUFARHÚFN: Vigdís Þórðardóttir, Nónás 1. , KÓPASKER: Skúli Þór Jónsson, Melum. MYVATN: Ingibjörg Þorleifsdóttir, Esso skáianum. HÚSAVÍK: Jónas Egilsson, Kaupfélag Þingeyinga. GRENiVÍK: Guðrún ísaksdóttir. AKUREYRI: Guðmunda Pétursdóttir, Umb. Strandgötu 17. DALVÍK: Sólveig Antonsdóttir, versl. Sogn, Goðabraut 3. , HRÍSEY: Erla Sigurðardóttir, Hólabraut2. ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, Egill Sigvaldason, Aðalgötu 16. SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal, versl. Suðurgötu 6. HAGANESVÍK: Jón K. Ólafsson, Haganesvík, Fljótum. GRÍMSEY: Vilborg Sigurðardóttir. HOFSÓS: Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19. SAUDÁRKRÓKUR: FriðrikA. Jónsson, Skógargötu 19 B. SKAGASTRÖND: Hrönn Árnadóttir, Túnbraut 5. BLÖNDUÓS: Elín Grímsdóttir, versl. Ósbæ. HVAMMSTANGI: Eggert Levý, Garðaveg 12. BORDEYRI: Tómas Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, Brú. HÓLMAVÍK: Guðlaugur Traustason. KALDRANANES: Erna Arngrímsdóttir. NORÐURFJÖRDUR: Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA Ellum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.