Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. apríl 1989 - DAGUR - 5 sögubrot Stormasamt líf Jóns Arasonar Hólabískups Ritið Öldin sextánda er að miklu leyti helgað Jóni Arasyni, sem varð Hólabiskup eftir að Gottskálk féll frá. í þessu Sögubroti ætlum við að rifja upp nokkur atriði sem tengjast Jóni Ara- syni og fjölskyldu hans en vegna umfangs efnisins verður aðeins stiklað á stóru. Við hefjum söguna árið 1521 er hinn umdeildi Jón Arason bar sigur úr býtum í togstreitunni um forræði á Hólum í Hjaltadal. Jóni er lýst sem uppgangsmanni miklum á þessum árum. Hann hafði lengi verið prestur á Hrafnagili og jafnframt ráðsmað- ur á Hólum um skeið. Auk þess hafði hann sýsluvöld í Vaðlaþingi og eitt tekjumesta brauð landsins, Odda á Rangárvöllum, sem hann fékk að veitingu sér til tekju- auka árið 1519. Fram kemur að það voru einkum prest- ar norðan Öxnadalsheiðar sem fylgdu séra Jóni að málum en ýmsir aðrir lögðust gegn honum. í fyrstu var málum miðlað þannig að Jón og séra Pétur Pálsson í Grímstungu skyldu báðir hafa forræði Hólastóls en síð- an var gerð sú breyting á að séra Jón skyldi einn vera ráðsmaður og umboðsmaður Hólakirkju. Séra Pétur og séra Finnbogi Einarsson á Grenjaðarstað héldu þá til Noregs á fund erkibiskupsins í Niðarósi. Árið 1522 var Ögmundur Pálsson kom- inn í stól Skálholtsbiskups og fól hann þeim Pétri og Finnboga, sem hann hitti í Noregi, forræði yfir Hólakirkju. Mæltust afskipti hans illa fyrir en norðlenskir prest- ar höfðu í tvígang kjörið Jón Arason biskupsefni sitt. Séra Jón Arason brýst til valda Árið 1523 sauð upp úr í deilunni um Hóla- biskup. Um veturinn kom Ögmundur Pálsson með her manns í Skagafjörð og slapp séra Jón Arason naumlega í skjóli þýskra kaupmanna. Skálholtsbiskup þröngvaði norðlenska klerka til þess að taka aftur biskupskosningu sína og dæma séra Jón ránsmann og fallinn í forboð og bann. Síðar fréttist af séra Jóni í Danmörku þar sem hann hafði fengið stuðning Frið- riks konungs fyrsta sem þá var nýtekinn við völdum. Haustið 1524 vígði erkibiskupinn í Nið- arósi Jón Arason loks til biskups að Hól- um að undangengnum dómsúrskurði ellefu biskupa og kórbræðra um mál þeirra Ögmundar Skálholtsbiskups. Dómsorð urðu þau að Ögmundur Pálsson hefði ekki verið vígur Hólabiskup og ekki fengið skipun um að hafa fjárforræði kirkjunnar og skyldi Jón Arason fá allt til baka sem hann gæti sannað að Skálholtsbiskup hefði tekið frá honum. Þá voru afturköllunar- bréf norðlensku prestanna metin ógild. Jón Arason kom síðan heim vorið 1525 eftir rösklega tveggja vetra útivist. Um þessar mundir var Hólastóll gífur- lega auðugur að löndum og lausum aurum. Dómkirkjan var að sama skapi forkunnar- vel búin að skrúða og helgigripum og var hinn dýrasti talinn jafnvirði á þriðja hundra kúa. Biskupsdóttir ekkja 17 ára gömul Víkur þá sögunni um stund að Þórunni, dóttur Jóns biskups Arasonar. Árið 1526 spyrjast þau tíðindi að Hrafn Brandsson, sem þá var nýorðinn lögmaður að norðan og vestan, hafi gengið að eiga Þórunni, en hún var þá aðeins fjórtán eða fimmtán ára gömul. Jón biskup hafði inikið dálæti á dóttur sinni og því til staðfestingar er þess getið að hann hafi gert hana jafnt til arfs borna sonum sínum, er hann ættleiddi nokkur barna sinna með fylgikonu sinni Helgu Sigurðardóttur. Annars voru lögin þannig að dætur fengu ekki nema hálfan arf til móts við syni. Hrafn lögmaður lét fljótlega til sín taka og árið 1527 rak hann Teit ríka Þorleifsson brott frá Glaumbæ, en Teitur og Jón biskup höfðu lengi deilt um jaröir. Þeir höfðu þó náð sáttum er Hrafn hóf skyndi- lega mál gegn Teiti, settist í bú hans og lagði undir sig hálfar eignir hans, sem voru firnamiklar, og dæmdi þær fallnar undir konung. í október 1528 er Hrafn hins vegar fall- inn í valinn. Hann hafðist við í Glaumbæ á búi því sem Teitur rfki átti áður og í sumbli miklu varð honum sunduroröa við svein sinn, Filippus. Deila þeirra leiddi af sér vopnaskak og hlaut Hrafn sár og hneig niður. Hann sættist þó við Filippus og var fluttur að Hofi á Höfðaströnd þar sem hann lést þremur dögum eftir viðureign- ina. Sagt er að hann hafi hlotið banasár sitt á þeim stað í Glaumbæ þar sem hann lét lesa stefnuna yfir Teiti ríka. Þar með var Þórunn, dóttir Jóns Ara- sonar, orðin ekkja aðeins sautján ára að aldri. Vegleg brúðkaupsveisla á Hólum Nú líða nokkur ár í upprifjun okkar og stöldrum við næst við árið 1533. Þá var haldin vegleg brúðkaupsveisla á Hólum. ísleifur Sigurðsson á Grund í Eyjafirði gekk þar að eiga Þórunni, dóttur Jóns biskups Arasonar og ekkju Hrafns lög- manns Brandssonar. Segir svo um atburð þennan í Öldinni sextándu: „Að brúðkaupi þessu voru flestir hinir vildustu menn á Norðurlandi, kirkjumenn og klaustra og veraldlegir höfðingjar, og var stórmannlega véítt og hvorki til sparað í mat né drykk né ríkmannlegum gjöfum, Kórkápa Jóns biskups Arasonar. svo að ckki hefur verið haldin önnur veizla betri nú um skeið. Margt af fátæku fólki kom einnig til Hóla veizludagana, og lét Jón biskup gefa hvcrjum þeim, sem hann vissi snauðan, einhverja ölmusu, svo að allir mættu fara glaðari heim en þeir komu á staðinn. Námu ölmusur þær, sem gefnar voru, stórmiklu fé, er saman kom. Þórunn flyzt nú með bónda sínum að Grund í Eyjafirði.“ (bls. 93) Hólabiskup stóð sem fyrr í ýmsum stór.- ræðum og hann réðist m.a. í það verkefni að koma upp prentsmiðju á Hólum. Til verksins fékk hann sænskan prentara til landsins og var bókaprentunin á kostnað biskups. Fyrsta bókin sem prentuð var á Hólum var Breviarium Holense, latnesk tíðabók handa prestuni í Hóla- biskupsdæmi. Þá var málaferlum og deilum um stór- eignir Teits ríka ekki enn lokið. Jón biskup fékk loks eignir þær sem Hrafn lög- maður hafði náð af Teiti og árið 1534 festi hann kaup á þeim helmingi eignanna sem dæmdar voru erfingjum Teits. Málin voru þó enn og aftur tekin upp og loks skotið undir konung 1538 og 1539 skrifar Kristján konungur III að Jóni Arasyni bcri þessar eignir meðan hann lifir en síðan skuli þær renna til Hólastóls. Nýjum átrúnaði mótmælt Um 1540 fer sannarlega að draga til tíð- inda í trúarlífi íslendinga þegar ný trúar- stefna, kennd við Martein Lúther, heldur innreið sína í hið kaþólska þjóðfélag. Hólafeðgar, þeir Jón biskup og Ari lög- maður, sonur hans, og fjöldi sýslu- og lög- réttumanna skrifuðu konungi bréf þar sem þeir mótmæltu nýjum átrúnaði og kenni- mannlegum umskiptum. Hin nýja kirkjuskipan var lögleidd í Skálholtsbiskupsumdæmi eftir að Ögmundur Pálsson var tekinn höndum árið 1541 og voru þá tvenns konar kirkju- lög á íslandi. Jón biskup Arason heldur sínu striki hvað trúarstefnu varðar og hann heldur líka uppteknum hætti við eignasöfnun. Árið 1545 leggur hann undir sig Bjarnar- neseignir í Hornafirði sem Teitur ríki hafði selt Ögmundi Pálssyni. Þáverandi Skálholtsbiskup, Gissur Einarsson, skaut málinu til konungs sem kvað upp þann úrskurð að Jón skyldi hafa eignirnar. í ágúst 1547 er greint frá því að Jón biskup hafi farið aðra herferð til Horna- fjarðar með sveit klerka og tuttugu vopn- aða sveina. Þar mun hann hafa gert aðför að efnuðum bónda og biskupsmenn hafi misþyrmt heimafólki á bænum. Undruðust menn mjög þetta athæfi biskups. Árið 1548 er Gissur biskup fallinn frá og Jóni Arasyni falin umsjón Skálholtsbisk- upsdæmis uns nýr biskup hefur verið vígður. Sama ár snýr Jón sér til Páls páfa III og leitar ráða hjá honum um málefni kirkj- unnar. Jón biskup Arason lýstur útlægur Árið 1549 gerist það helst að Kristján kon- ungur III lýsir Jón biskup Arason útlægan og „friðlausan fyrir oss og öllum vorum trúnaðarmönnum og undirsátum, andleg- um og veraldlegum." Þá gaf hann út verndarbréf til handa öllum prestum í Skálholtsbiskupsdæmi, þeim til halds og trausts ef Jón ætlaði að þröngva þeim til hins forna siðar. Sama ár var Marteinn Einarsson vígður biskup í Skálholti og lél hann ógilda alla dóma og gerninga Jóns Arasonar í umdæminu. Jóni berst svar frá páfa þetta ár og heitir páfi á hann að standa stöðugur í trúnni. Greinilegt er að loft er lævi blandið í trú- málum þjóðarinnar og lét Jón biskup reisa virki, búið fallbyssum, að Hólum. Um haustið sendi Jón syni sína, þá Björn og Ara, suður yftr fjöll með fjöl- menni og handtóku þeir Martein biskup Einarsson og fluttu til Hóla svo og séra Árna Arnórsson. Voru þeir sakaðir um að fremja rangan átrúnað t'yrir mönnum. Árið 1550 ítrekar konungur í bréfi að Jón biskup Ara'son hafi verið gerður útlæg- ur. Konungur leggur svo fyrir að valinn verði nýr Hólabiskup, er vilji predika guös heilagt orð og vera kirkjuskipaninni hlýðinn. Mælir hann með séra Gísla Jóns- syni í Selárdal, en hann var flúinn úr landi undan Hólamönnum. Þetta ár, 1550, eru gífurlegar sviptingar í kringum Jón Arason. Danir reyndu að telja honum hughvarf en allt kom fyrir ekki. í alþingisreið biskups tók hann Skál- holt á sitt vald nteð her manns, lét grafa Gissur biskup upp, hreinsaði dómkirkjuna og dæmdi sjálfum sér allt forræði í Skál- holtsbiskupsdæmi. Hólafeðgar hálshöggnir án dóms og laga í október 1550 handtók Daði Guðmunds- son í Snóksdal Jón biskup Arason og syni hans, Björn og Ara, í kirkjunni á Sauða- felli. Þriðji sonurinn, séra Sigurður á Grenjaðarstað, komst ekki á leiðarenda með liðsauka. Biskup og synir hans voru í haldi hjá fógeta á Bessastöðum en kveðið var á um að þeir skyldu frióhelgir til næsta Öxarár- þings. Þessi úrskurður var brotinn hinn örlaga- ríka dag, 7. nóvember 1550, er Hólafeðgar voru hálshöggnir í Skálholti án dóms og laga. Taliö var, að fógetinn á Bessastöö- um, Kristján skrifari, hafi verið t'rumkvöð- ull aftökunnar og aðrir fyrirmenn í Skál- holti samþykkt hana. Aftökunni ersvo lýst í Öldinni sextándu: „Ari var fytst leiddur á höggstokkinn, og fylgdi honum prestur sá, sem vakað hafði hjá honum um nóttina. Vildi Ari ekki, að bundið væri fyrir augu sér. Hann gaf böðlinum gjöf til þess, aö hann ynni verk sitt hreinlega eins og alsiða er erlend- is. Baö hann alla mcnn, sem hann kynni að hafa misgert við, að fyrirgefa sér, lagðist að því mæltu niður og teygði fram hálsinn, svo að sá til allra æða. Síðan hjó böðullinn hann og fórst allvel. Þessu næst var höggstokkurinn færður og séra Björn leiddur til höggs. Virtist honum nokkuð brugðið. Böðlinum fatað- ist fyrsta höggið, og varð þá stanz á, og bað séra Björn sér lífs vegna barna sinna. Hljóp Daði í Snóksdal þá til og skipaöi böðlinum að t'ullkomna verk sitt, svo að hann talaði ekki fleira. Murkaði böðullinn loks af honum höfuðið’í fjórða höggi. Síðastur var Jón biskup höggvinn, og fylgdi séra Hemingur Höskuldsson á Stóru-Völlum í Landi honum til aftökunn- ar. Var biskup með glöðu bragði, hafði kross í hendi og blessaði alla, sem á vegi hans urðu, og féllu flestir á kné fyrir honum. Þegar hann gekk hjá Daða, rétti hann þegjandi fram hægri hönd og gerði krossmark. Við höggstokkinn kraup hann sjálfur á kné og signdi sig. Þegar biskup var lagztur á höggstokk- inn, reiddi böðullinn öxi sína til höggs. En höggið geigaði hjá honum sem fyrr, og við þriðja högg mælti biskup: „In manus tuas, dornine, commendo spiritum meum" - herra, í þínar hendur fel ég anda minn. Það heyrðu menn hann mæla síðast orða, en í sjöunda höggi tók loks af höfuð- ið.“ (180-181) Segir þá ekki frekar af þeim Hólafeðg- um. SS (Heimild: Öldin sextánda - minnisverö tíðindi 1501-1550, Iðunn, Rvík, 1980.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.