Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1989 K * Laugardagur 29. apríi 1989 - DAGUR - 11 Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík er í helgarviðtalinu. Bjarni Þór svarar greiðlega spurn- ingum um aldur, ættir, menntun og fyrri störf en síðan er víða komið við, m.a. rætt um atvinnumál, útgerð, fiskvinnslu, kvótamál, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, flugvallarmálið og framkvæmdir á vegum Húsavíkurbæjar. En gefum bæjarstjóran- um orðið. „Ég er fæddur á Hvammstanga 31. mars 1948 og síðan sleit ég barns- skónum á Béssastöðum á Heggstaða- nesi. Þetta nes er á milli Hrútafjarð- ar og Miðfjarðar. Bessastaðir eru vestan á nesinu sem tilheyrir Ytri- Torfustaðahreppi, sveitarfélagi sem er að austanverðu við nesið, en svona er nú landafræðin þarna. For- eldrar mínir eru Einar Björnsson og Helga Þorsteinsdóttir. Við erum sex systkinin. fimm strákar og ein stelpa. Systir mín var tvíburi og mamma sagði að það hefði endilega þurft að fylgja henni strákur. Onnur móðurættin mín er angi af Hraunkotsætt. Helga Sigurgeirsdótt- ir var gift Birni Eysteinssyni, hann var þekktur maður á sinni tíð fyrir ýmislegt en þó aðallega fyrir að flýja á fjöll. Björn var þríkvæntur og Helga var miðkonan hans, hún var uppalin í Svartárkoti í Bárðarda! en fluttist vestur í Skárastaði í Austur- árdal með foreldrum sínum. Ég er mikið ófróðari um föðurættina mína, og nóg var af músíkfólki til að spila fyrir dansi fram eftir nóttu, eða þar til mcnn þurftu að koma sér heim til að fara í fjósið." - Vaknaði síðan áhugi þinn á frekara námi? „Ég gerði mér ekki grein fyrir að ég þyrfti á því að halda meðan ég vann við að hirða skepnur. Reyndar stundaði ég byggingavinnu á sumrin, vann fyrst við byggingu Miðfjarðar- árbrúarinnar hjá Laugarbakka og var með alveg afbragðs brúarvinnuflokki sem Guðntundur Gíslason var verk- stjóri fyrir. Það voru margir ákaflega skemmtilegir karakterar í þessum flokki, sem ég vann svo með í mörg sumur. Þarna voru tveir mjög færir og góðir smiðir sem unnu saman ailt sumarið og voru ákaflega hamingju- samir á vorin þegar þeir hittust. Ég var svo heppinn að vera látinn vinna með þessurn mönnum og lærði mikið af því. f fyrstu steypuvinnu tíðkaðist það alltaf að menn urðu brjálaðir. að þessi strákbjálfi sem var að koma úr skóla gæti sagt þeim mikið til. Þessi samskipti, eins og önnur mann- leg samskipti, voru þannig að maður varð að sýna að eitthvert gagn væri að manni áður en maður var viður- kenndur. Það tókst einhverntíma á þessari leið, en þarna var ég í sjö ár. Guðmundur var rnjög stórhuga og var löngu búinn að sjá að það var mjög óheppilegt húsnæði sem byggt hafði verið fyrir verksmiðjuna að Laugavegi 166. Hann vildi byggja verksmiðjuhús, sem mest á einni hæð svo hægt væri að beita annarri flutn- ingatækni en hægt var í þessu hús- næði. Það lenti í mínum verkahring að hanna verksmiðjuna, í samvinnu við marga afbragðs menn m.a. frá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen. Það var hönnuð þarna mjög fullkomin verksmiðja til að framleiða eiginlega hvað sem mönnum sýndist úr plötum, plastlögðum eða spón- lögðum, eða úr massífum viði. Þetta gekk mjög hratt og vel fyrir sig að öðru leyti en því að á þessum árum var feikileg verðbólga. Guðmundur sá að fjármálin yrðu ekki leyst nema að selja gamla Víðishúsið, hann var reyndar búinn að fá tilboð í það frá ríkinu sem var sanngjarnt. Verðið sem um var talað var eins og fyrir tæplega fokhelt hús, því húsið var illa útlítandi og hafði alltaf verið notað sem verksmiðjuhúsnæði. Guðmundur var mikill sjálfstæðis- Það var að vísu töluvert sárt að yfir- gefa Trésmiðjuna Víði, af því að ég vissi að það þurfti breyting að eiga sér stað og það þurfti að gerast fljótt, en af því að ég og forstjórinn vorum ekki sammála um aðferðir ákvað ég að við yrðum að fara hvor sína leið. Guðmundur var mér mjög góður vinnuveitandi, sem ég lærði mikið af og margt sem ekki er kennt í skólum. Það var lífsreynsla að sjá hvernig hann talaði við og umgekkst fólk þegar hann var að vinna það á sitt band. Ég get ekki skilist svo við Víði að geta ekki tveggja manna, auk Guð- mundar, þó margir fleiri séu þess verðir, en það yrði of langt mál. Sá fyrri heitir Þórsteinn Bjarnason, son- ur Bjarna frá Vogi. Hann fór til Dan- merkur og lærði þar körfugerð, til þess að kenna blindum þá iðn hér heima. Hann stofnaði Blindravina- félagið og vann mikið og gott starf í þágu blindra löngu áður en þörfum þeirra var gaumur gefinn af samfé- laginu. Hinn heitir Sigurður Þórólfs- son og er ættaður frá Baldursheimi í Mývatnssveit. Hann var skrifstofu- stjóri hjá Trésmiðjunni Víði þann tíma sem ég var þar og ég held að hann sjái um fjármál og bókhald fyrir það fyrirtæki sem reist var á rústun- um, það heitir Viðja og gengur sem betur fer ágætlega. Samstarfið sem ég átti við þessa menn hefur verið mér ómetanlegt síðan.“ starf.“ - Þú fórst að takast á við ný verk- efni, en hvernig var að takast á við Húsvíkinga? Erum við öðruvísi en annað fólk? „Nei, það held ég alls ekki. Mér hefur fundist mjög fljótlegt og gott að kynnast fólki hér á Húsavík. Ég hafði t.d. heyrt að Akureyringar væru ákaflega seinteknir og að það tæki langan tíma að verða Akureyr- ingur. Mér fannst það taka tiltölu- lega stuttan tíma að verða Húsvík- ingur, eiginlega styttri tíma en ég átti von á. Þetta stafar ef til vill að hluta til af því að ég þykist eiga ættir mínar að rekja inn í stóra ætt, sem sagt er að hafi þau ættareinkenni .að vefa klofin upp að herðablöðum og kyss- ist í tíunda lið. Þar sem þessi skyld- leiki hingað austur er aðallega í sjötta og sjöunda lið þá telst hann sennilega nægilegur. Ég get ekki annað en borið Húsvíkingum ákaf- lega vel söguna.“ Ekki nægilega gleyminn - Þú sækir síðan um stöðu bæjar- stjóra á Húsavík, hvenær var það? „Fyrirrennari minn, Bjarni Aðal- geirsson ákvað að hætta þegar eitt ár var liðið af kjörtímabilinu, sem er óvenjulegra en að menn hætti eftir sveitarstjórnarkosningar. Ég sótti um starfið vegna þess að ég var hvattur til þess, m.a. af Bjarna Aðal- geirssyni. Það sóttu um fleiri menn - rœtt við Bjarna Þór Einarsson, bœjarstjóra ó Húsavík en hún er bæði vestan af Ströndum og úr Húnavatnssýslu. Ég er ekki orðinn nógu gamall til að hafa kynnt mér ættirnar en það stendur til að eldast nægilega til þess. Konan mín heitir Árndís Alda Jónsdóttir og er ættuð vestan úr Arn- arfirði, Ketildalahreppi. Hún erfædd á Bíldudal en þegar hún var átta ára fluttist fjölskyldan til Reykajvíkurog þar búa foreldrar hennar. Við eigum þrjú börn og þau eru 16, 11 og 9 ára.“ Tíðkaðist ekki í minni sveit að menn færu í menntaskóla - Hvernig var með þína skóla- göngu? „Ég fór í skóla eins og tíðkaðist í þá daga, var samtals þrjá vetur í barnaskóla, hálfan mánuð í einu í skólanum og svo hálfan mánuð heima. Að þessari skólagöngu lok- inni tók ég fullnaðarpróf og var svo heima við að hirða kýr og kindur þar til ég fór í Reykjaskóla. árið sem ég varð 15 ára. Reykjaskóli var þá þriggja ára skóli og á þriðja ári tóku menn landspróf og gagnfræðapróf um leið, en í öðrum skólum var gagnfæðaprófið yfirleitt einum vetri lengra nám. Ég tók þessi próf, en það tíðkaðist bara ekki að menn færu í menntaskóla þarna í minni sveit svo ég gerði það ekki. Ég var því heima og hirti kýr og kindur í eina tvo vetur í viðbót, og tók þátt í félagslífinu og skemmtilegheitunum sem tíðkast í sveitunum yfir vetrartímann. Þarna er starfandi Ungmennafélagið Grett- ir og bæði ungir og aldnir stunduðu sína menningu sem samanstóð af ýmsu. Innan félagsins starfaði leikfé- íag og haldnar voru innansveitar- skemmtanir sem á mættu allir sem vettlingi gátu valdið, bæði ungir og gamlir. Þarna skemmti fólk sér sjálft þetta gekk undir nafninu steypu- brjálæði, þá urðu þessir tveir smiðir brjálaðir, yfirleitt hvor út í annan. Þetta gerðist hjá þeim í fyrstu, ann- arri eða síðasta lagi þriðju steypu, þá varð þeim sundurorða þannig að þeir gátu ekki talað meira saman það árið, og þá töluðu þeir saman í gegn um mig það sem eftir var sumarsins. Svo var allt fallið í ljúfa löð þegar þeir hittust næsta vor, og svona gekk þetta ár eftir ár. Veturinn '67-’68 ákvað ég að læra eitthvað meira og sótti um inngöngu í Tækniskólann, sem var þá tiltölu- lega ný stofnun en hafði í nokkur ár verið rekin sem undirbúningsdeild fyrir nám sem menn stunduðu er- lendis. Ég fékk inngöngu út á gömlu landsprófseinkunnina og vottorð sem ég hafði um að ég gæti neglt nagla. Ég settist á skólabekk og gekk að námi eins og ég væri að moka flórinn, það gafst mjög vel og þetta gekk alveg ágætlega. Þarna kynntist ég mörgum og merkilegum persón- um, bæði kennurum og nemendum. Ég útskrifaðist vorið 1972 í bygg- ingatæknifræði, var í öðrum árganginum sem útskrifaðist hér heima og það sem mér finnst að mig vanti kannski helst í mitt nám er að hafa stundað nám erlendis, það eyk- ur víðsýni." Hjá Trésmiðjunni Yíði „Að loknu námi réði ég mig í vinnu hjá Trésmiðjunni Víði. Þar var Guðmundur Guðmundsson forstjóri, blindur maður, feikilega vel gefinn og gerður að mörgu leyti. Hann varð fyrir slysi sem unglingur og missti sjónina. Fyrirtækið gekk á því að með honum hafði safnast samstæður og góður hópur af afbragðs verk- mönnum. Guðmundur var sannfærð- ur um að hann vantaði einhvern með sér til að stjórna þessu en hinir voru nú ekkert sannfærðir um það strax, maður og líklega hafa alþýðubanda- lagsmenn séð færi á að klekkja vel á honum því Þjóðviljinn blés þarna upp mikið mál, um að hið argasta svindl og svínarí væri á ferðinni þar sem ríkið væri að kaupa handónýtt hús af Guðmundi. Þetta varð til þess að bakslag kom í söluna, það drógst í ár að húsið væri selt. Að vísu keypti ríkið húsið en ári seinna á sama verði og upphaflega var samið um, og ætli verðbólgan hafi ekki verið 40-50% þetta ár. Ég held að þetta hafi verið upphafið að því sem gerðist löngu seinna er Trésmiðjan Víðir fór á hausinn. Þarna tapaði Trésmiðjan Víðir miklum peningum og þetta var allt á röngum forsemdum, því húsið var vel byggt að því leyti sem búið var að byggja það og verðið var í samræmi við það í upphafi. Nýja verksmiðjan að Smiðjuvegi 2 í Kópa- vogi gekk alveg eins og til stóð, fram- leiðslan varð kannski aldrei nægilega mikil vegna þess að verkefnin sem voru til staðar voru frekar sntá og mörg, það hentaði þessu apparati að vera að hluta til með mjög stór verk- efni. Þetta var sem sagt mjög gott verkfæri, en það fór með þetta fyrir- tæki eins og stefnir í með mörg önnur í dag, að það var fjármagnskostnað- urinn sem það réði ekki við þó rekst- urinn gengi vel. Sótti um af rælni Ég taldi að stjórnkerfisbreyting þyrfti að verða t Trésmiðjunni 1978 og við vorum ekki alveg sammála um hvernig hún ætti að verða svo ég ákvað að breyta til, og þegar ég sá auglýsta bæjartæknifræðingsstöðu hér á Húsavík sótti ég um af rælni. Ég átti viðtal við fyrirrennara minn í þessu starfi, Bjarna Aðalgeirsson og kom síðan norður og ræddi við bæjarráð, og þetta þróaðist þannig að ég ákvað að ráða mig í þetta starf. Bæjartæknifræðingur á Húsavík „Við fluttum hingað fyrir tíu árum og þá var svona kalt og leiðinlegt vor, eins og núna. Við komum hérna um mánaðamótin apríl-maí og fannst þetta fjandi kuldalegt. Það var allt á kafi í snjó í Ljósavatnsskarði og Kinninni en fyrir sunnan hafði dálítið verið farið að grænka. Ég man hvað konunni minni fannst þetta kulda- legt.“ - Hvernig hefur Húsavík svo farið með ykkur? „Alveg ágætlega. Við byrjuðum á að flytja inn í íbúð sem bæjarstjórinn hafði útvegað okkur og þá var sama vandamál og er í dag - húsnæði fékkst til mjög skamms tíma. Fyrstu þrjú árin fluttum við hér fram og aft- ur um bæinn og ég held að við höfum búið á sjö stöðum á Húsavík, á þess- um tíu árum. Þetta er ágætis aðferð til að kynnast bæjarbúum - að þeyt- ast fram og aftur og eignast stöðugt nýja nágranna. En það endaði með að við gáfumst upp á þessu og keypt- um hús að Laugarbrekku 12, þá var spurning hvort við ættum að setjast hérna að eða ekki og það var ekki eining um það í fjölskyldunni. Ég réði því f bili, hvernig sem það endar. Þegar ég kom hingað fór ég að tak- ast á við allt aðra hluti en ég hafði gert áður. Gatnaframkvæmdir, alls- konar viðhald og svo var sem betur fer mikið af nýbyggingum, sumarið '79 var verið að múra og innrétta dagheimilið. Stærsta og eftirminni- legasta verkefnið fyrir mig er bygging íþróttahússins. Ef ég man rétt var fyrsta skóflustungan tekin 4. apríl '81 og þetta er verkefni sem ég hafði eftirlit með frá hönnunarstigi og þar til því var svo til lokið, þó eftirlit með lokafrágangi kæmi á annarra hendur þar sem ég var kontinn í annað og margir þeirra sjálfsagt ekkert síð- ur færir til starfsins en ég. Þetta varð niðurstaðan, ég held einfaldlega af þeirri ástæðu að menn þekktu mig og vissu að ég þekkti bæjarkerfið nokk- uð vel. Önnur ástæða er kannski sú að ég hef alla mína tíð passað mig að skipta mér ekki af pólitík. Menn hafa verið að spyrja mig hvernig standi á þessu þar sem ég hef nú stundum gaman af að þrasa um pólitík. Ég hef stundum svarað því til að ég sé ekki nægilega gleyminn og því ónothæfur í pólitík. Ég tók við stöðu bæjar- stjóra 1. maí fyrir tveim árum.“ - Hvernig hefur þér líkað starfið og hvað gerir bæjarstjóri? Er þetta 24 tíma starf á sólarhring? „Það er alveg óskaplega mikill dagamunur á því hvað hann gerir. Auðvitað hættir maður ekkert að vera bæjarstjóri klukkan fimm og ég reikna með að ef sá maður sem gegn- ir þessari stöðu hætti mjög oft að vera bæjarstjóri, þá yrði hann það ekkert mjög lengi. Þetta er partur af tilverunni meðan maður gegnir þessu starfi og það þýðir ekki annað en að umgangast það á þann hátt. Hinsveg- ar er þetta ekkert það merkilegt starf að maður þurfi að vera tilgerðarlegur eða taka sjálfan sig mjög alvarlega. Ég er fyrst og fremst ráðinn til að vinna ákveðin stjórnunarstörf fyrir Bæjarstjórn Húsavíkur og koma fram sem fulltrúi fyrir hennar hönd, þegar þannig stendur á, ýmist í henn- ar hópi eða sérstaklega. Það sem mér þykir ef til vill þvingaðast í þessu starfi er þegar maður þarf að sinna verkefnum þar sem ætlast er til að maður sé mjög settlegur og formleg- ur, það hentar rnér ekkert sérstak- lega vel. Hinn parturinn af starfinu hentar mér miklu betur. Hins vegar venst þetta eins og hvað annað, og það er mikill munur hvað fer nrikið minni orka hjá mér í dag í að undir- búa mig undir svona hluti, heldur en það gerði þegar ég byrjaði. Þetta kemst sem sagt upp í vana. Að vera bæjarstjóri - þetta er aðallega stjórn- unarstarf og það sem er kannski mikilvægast er fjármálastjórnun. Hér er afbragðsstarfsfólk sem stjórnar sér að miklu leyti sjálft, þannig að stór hluti af starfstímanum hjá mér fer bara í að tala í símann, eins og þú hefur orðið vör við meðan á samtali okkar hefur staðið.“ Okkur vantar sterkan iðnað - Atvinnumál er hlutur sem brennur mjög á fólki í dag. „Þetta er eitt af því sem kemur upp á borð hjá bæjarstjórn og bæjar- stjóra, þegar eitthvað bjátar á í atvinnumálum. Og það er raunar að gerast í fyrsta skipti í fjöldamörg ár, núna síðastliðið haust og fram á þetta vor, þó að sem betur fer séu aðstæður orðnar sæmilegar í dag. Atvinnulífið hér er í sjálfu sér ekkert mjög einhæft; það er í fyrsta lagi sjávarútvegur og fiskiðnaður honum tengdur, það er þjónusta við land- búnaðarhéruðin hér í kring, það er opinber þjónusta og síðan allskonar önnur þjónusta. Það sem okkur vant- ar inn í þessa mynd er einhver sterk- ari iðnaður. Það sem skeð hefur er mikill sam- dráttur, bæði hjá landbúnaðinum og einnig í heimildum til fiskveiða. Það eru 54% bæjarbúa sern vinna við þjónustustörf en 46% við fram- leiðslu- og úrvinnslustörf, svona var skiptingin við atvinnumálakönnun sem gerð var 1. okt. sl. Samdráttur í kjötframleiðslu frá árinu '86 til þess sem spáð er í ár er 26%, einnig er mikill samdráttur í mjólkurfram- leiðslunni í héraði. Þetta hefur auð- vitað áhrif á afkornu byggðarinnar í sveitunum og þar af leiðandi á okkar hérað og þjónustugrcinarnar, þær sem þjóna bændum og búaliði. Þó er hitt kannski enn stærra, sam- dráttur í fiskafla og offjárfesting í fiskvinnslu, það er hægt að vinna þá fiska sem hér koma á land kannski tvisvar, þrisvar sinnum hvern - afkastalega séð.“ - Framtíðin, ertu bjartsýnn á það fari að rætast úr málum? „Það fer mest eftir okkur sjálfum. Ég tel að það einfaldasta sem við get- um gert í atvinnumálum sé að fara að drekka mjólk í staðinn fyrir kók. Ef við förum að huga að því að nýta það sem er heimafengið og leggjumst á eitt, er ég sannfærður um að okkur mun vel til takast, og þetta á einnig við almennt á íslandi." Kvótinn til sveitarfélaga - Hver er staða Húsavíkur miðað við aðra bæi og sveitarfélög á land- inu? „Það er svolítið misjafnt eftir því hvað þú ert að horfa á, t.d. höfum við hér mjög vel uppbyggða opinbera þjónustu. Þá á ég við skóla, dagvist- unarpláss og heilsugæslu, það er eng- inn stórmunur á þessu miðað við Akureyri, sérstaklega eftir að Fram- haldskólinn var stofnsettur hérna. En Framhaldsskólinn er tvímæla- laust eitt það stærsta sem gert hefur verið í atvinnumálum á Húsavík í langan tíma. Þarna fáum við vel menntað og fært fólk til’að kenna börnunum okkar, sem hefðu af því vinnu einhversstaðar annarsstaðar ef það væri ekki gert hér. Síðan höfum við unga fólkið okkar heima, alla- vega þessum fjórum árum lengur, plús það að miklu meiri líkur eru til að það komi hingað aftur og setjist hér að þegar það hefur lokið sínu framhaldsnámi heldur en þegar það fer að heiman til náms 16 ára. Ef við berum okkur aftur á móti saman við staði sem eru jafnstórir eða minni en við, þá stöndum við vel þjónustulega séð. Hins vegar hefur maður vissar áhyggjur núna af nýrri verkaskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga. Það er verið aða færa þjón- ustu ýmist alveg yfir til sveitarfélag- anna eða alveg yfir til ríkisins. Þetta er þarft og gott, að hafa þarna hrein skil og skörp, en það má ekki verða til þess að sú þjónusta sem ríkið yfir- tekur alveg, verði flutt í burtu um leið. Þar þarf að spyrna fast við fótum, þar sem til þess er fyrirstaða. Það sem ætti að vera inntak í byggðastefnunni, sem ég vil meina að hafi mistekist hafi hún einhvern tíma verið til, það er að almennar jafnréttisaðgerðir, t.d. samgöngur, sama verð á rafmagn, sama verð á síma, sömu aðstæður til að lifa eftir því sem hægt er. Það er sama verð á olíu og sementi um allt land, af hverju ekki eins á þessum þáttum líka. Fyrir utan jafnréttisaðgerðirnar þarf valddreifingu, ákvarðanirnar þurfa að vera teknar þar sem fjár- mununum er ráðstafað, og vissulega er verið að taka eitt lítið skref í þá átt með verkaskiptingarfrumvarpinu sem væntanlega verður samþykkt nú á vorþingi. Það sem var reyndar for- senda fyrir því að þetta gæti gengið var að nú fylgir þessu nýtt frumvarp unt tekjustofna sveitarfélaga. Þar er verið að brydda á vissum jafnréttis- aðgerðum, því að aðstöðugjöld skuli vera hin sömu af starfsemi hvar sem er á landinu, og að grunnur fast- eignaskatts sé sá sami alls staðar á landinu en ekki eftir verðmæti húsa á hverjum stað. Ég sé nú ekki að mcnn framkvænti þetta á þessu stigi máls- ins en það má segja að það sé jafn- réttismál að lögin séu þannig að það megi framkvæma þetta. Þegar þessi skilyrði eru uppfyllt þá þarf að virkja samfélagið. Það er til norsk aðferð til þess sem kölluð hef- ur verið átaksverkefni. rey'nt hefur verið að ýta slíku úr vör og það styrkt svolítið hér af bænum. Vonandi verður útkoman úr því einhver iðn- aðarvalkostur. það er verið að skoða nokkra álitlega þessa dagana. Hver útkoman verður er ekki gott að segja og gallinn við þessar skoðanir er að þær kosta heilmikla fjármuni sem ekki eru til. Einn þáttur átaksverkefnisins sýn- ist mér að sé að takast nokkuö vel. það er landnýtingar- og gróðurátak. Þetta er dæmigert verkefni til að virkja samfélágið til að vinna sameigin- lega verk sem stuðlar að því að gera staðinn betri og byggilegri. Ég bind miklar vonir við að fólk og félög gerí mikið í þessu máli í suntar. Við þurfum að auka okkar hlut- deild í sjávarfangi. Hún hefur rýrnað með tilkomu kvótareglna og af fleiri orsökum. Leið til úrbóta er að stjórnvöld verða aö koma sæmilegu lagi á stjórnun veiða og vinnslu, það vcrður að gera með það að markmiði að hámarksarðsemi fáist af veiðum og vinnslu til samans. Eins og kerfið er í dag eru svo miklir hagsmuna- árekstrar þarna á ntilli að ég tel að því verði að brcyta þannig að sveitar- félöguin verði úthlutað kvóta en ekki skipum. Þetta eru verðmæti sem ekki er liægt að sætta sig við að einstakl- ingar geti selt sín á ntilli og skilið heil byggöarlög eftir á vonarvöl, vegna þess að einstaklingur hefur vald til að selja í burtu það sem fólkiö lifir á. Þetta gcngur ekki upp. Það þarf að úthluta kvótanum á byggðarlög eða sveitarfélög og taka um leið tillit til þess að þau sveitarfélög sem geta lif- að af öðru, fái lítið sem ekkert af kvótanum. Þar á ég t.d. við Reykja- vík. Þegar svona er komið verður hvert byggðarlag að fá sem besta nýtingu út úr sínum hlut. Það gerist hugsanlega með því að bjóða út veiðar til allt of margra skipa sem til eru í landinu, til að ná niður kostnaði þar. Það verður að gera allt aðrar gæðakröfur til afla, hann er sem betur fer nokkuð góður hér en þegar verið er að draga margra nátta netafisk nær það nátt- úrlega engri átt. Þetta skeður þó út af veðri, þó menn ætli sér þctta ekki. Það þarf að setja mjög strangar reglur um nýtingu ferksfisksmarkað- anna í Evrópu. Það á að sjálfsögðu að fullnýta svoleiðis markaði, en svelta þá hæfilega til að þeir borgi alltaf hámarksverð. Ef menn leita þessara leiða og gera hlutina á þennan hátt, þá hef ég trú á að sjávarútvegurinn geti skilað miklu meiru, í krónum og aurum til okkar íslendinga, með þeim afla sem er leyft að veiða í dag. Þetta er það sem við hérna lifum á, og raunveru- lega allir íslendingar að meira eða minna leyti. Þó járnblendiverk- smiðja og aluminiumverksmiðja séu góð fyrirtæki þá eru þar litlar tölur miðað við sjávarútveginn." Vantar upplýsingar um flugvallarmálið - Nú er eitt mál ofarlega á baugi í héraði og skoðanir talsvert skiptar. Þar á ég við flugvallarmálið sem margir horfa til með von um aukna atvinnu. „Það er engin spurning um að meðan á uppbyggingu stendur skiptir þetta feikilega miklu máli og verður gríðarlega stórt atvinnutæki- færi ef af verður. Að vísu svo stórt að meginhlutinn af því verki sem þarna yrði unnið, yrði unnið af verktökum sem kæmu lengra að og það yrði miklu frekar þjónustan við þá sem kæmi í hlut heimamanna. Síðan kemur spurningin um reksturinn, þegar búið yrði að byggja þetta upp. Samkvæmt þeini upplýsingum sem fengist liafa á völlurinn að vera alfar- ið í höndum íslendinga, sem þýðir náttúrlega einhver störf, ég heyri töl- ur frá fáeinum til allt að hálfu hundr- aði, eða svo. Til að geta sagt sína meiningu um þetta mál vantar mann í rauninni við- bótarupplýsingar. Það sent liggur fyr- ir í dag er að slíkur flugvöllur yrði héraðinu gífurleg lyftistöng, jafnvel þó liann yrði eingöngu notaður af heimamönnum til að flytja út ferskan fisk. Við höfum í mörg ár reynt, en gengið heldur dauflega, að auka atvinnuframboð í ferðamannaþjón- ustu, slíkur flugvöllur væri stórt og gott inníegg til þcirra mála. Annars er upptalningin í ályktun Bæjar- stjórnar Húsavíkur utn flugvallar- málið rnjög góð, þar er það tíundað scm máli skiptir. Við vitum að þaö er mjög hörð andstaða gegn þcssu af hópi manna og það sem er skynsamlegt aö gera viö slíkar aðstæður, hvort sem þú ert fylgjandi eða andvígur, er að upplýsa hlutina. Þarna er cg að tala um upp- byggingu vallar scm væri hcrnaðar- mannvirki, sem er raunverulega fors- enda þcss að völlur verði gerður í náinni framtíð. Það þurfa að liggja fyrir þannig upplýsingar að það geti ekki tveir mcnn staðið og sagt hver framan í annan að þctta sé svona, haldið fram gjörsamlega gagnstæð- um pólum, og það er enginn sem get- ur sagt að annað sé rétt og hitt sé vitlaust. Þessi staða er til að espa upp deilur, búa til nýja Laxárdeilu, leiðin til að komast að skynsamlegri niður- stöðu er að afla upplýsinga og vita í raun hvað um er að ræða. Upplýsing- arnar liggja ekki alveg á lausu, en viö fáum þær. Þriðji þátturinn er síðan trúar- brögð, hann fjallar um hvar fólk er statt í pólitík og slíkt, og það ætla ég ekki að blanda mér í.“ Endurfjármögnun fyrirtækja - Hvaða framkvæmdir verða á veg- um Húsavíkurbæjar í sumar? „Hafnarframkvæmdirnar verða stærstar hjá okkur. Framkvæmdafé við höfnina á þessu ári verður rúm- lega 40 milljónir, eða álíka og í fyrra. Fyrir þessa peninga Ijúkum við vænt- anlega grjótvörninni norðan við Norðurgarðinn og fyllum í lónið sem þar hefur myndast. Því til viðbótar göngum við frá sjóvörn fyrir neðan bakkann, suður að Þorvaldsstaðaá. Sem betur fer eru dálitlar bygging- arframkvæmdir í gangi. við heilsu- gæslustöð og fjölbýlishús, en þvf miður er lítið um byggingar á vegum einstaklinga. Gatnagerðarfram- kvæmdir verða litlar í sumar, fjár- hagsáætlun bæjarins er mikið aðhalds- og niðurskurðarplagg, en gangstéttarframkvæmdir fyrir tvær og hálfa milljón eru á dagskrá. Endurfjármögnun á fyrirtækjum í bænum má telja til framkvæmda. Þessi fyrirtæki eru Hótel Húsavík, Fiskiðjusamlagið og Höfði. Varð- andi sjávarútvegsfyrirtækin er um verulega fjármuni að ræða, af stærð- argráðu kannski 80-100 milljónir í það heila, sem bærinn og aðrir hlut- hafar koma til með að leggja fram. Þetta væri vissulega gott og gaman að taka þátt í ef verið væri að gera nýja hluti, t.d. kaupa viðbótarskip. En því miður erum við aðeins að ná sömu stöðu og við höfðum fyrir ári síðan, greiða tap síðasta árs. í raun- inni er verið að bjarga undirstöðunni sem bæjarfélagið stendur á. En það er töluvert mikilll munur á að setja fjármuni í hluti sem eru undirstaða atvinnulífsins eða hluti eins og t.d. íþróttahús. Við aukum útgjöld með byggingu íþróttahúss og heilsugæslu- stöðvar, en tryggjum okkur tekjur með því að setja peninga í Höfða og Fiskiðjusamlagið. Það sem við þyrft- um þó að gera, er að ná í skip til við- bótar.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.