Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 8
ÆTLAR ÞU
AÐ VEITA
VEÐLEYFI
í ÞINNIÍBÚÐ?
Haföu þá í huga, að ef lán-
takandinn greiðir ekki af lán-
inu, þá þarft þú að gera það.
Getir þú það ekki, gæti svo
farið að þú misstir þína íbúð á
nauðungaruppboð. Um slíkt
eru fjölmörg dæmi.
VEÐLEYFIER TRYGGING
Með því að veita veðleyfi í
íbúð, hefur eigandi hennar lagt
hana fram sem tryggingu fyrir
því að greitt verði af láninu,
sem tekið var, á réttum gjald-
dögum.
ÞÚ GÆTIR ÞURFT
AÐ BORGA
Greiði lántakandinn ekki af
láninu á tilskildum gjalddögum,
þá þarf íbúðareigandinn að
gera það, eða eiga á hættu að
krafist verði nauðungar-
uppboðs á íbúð hans.
Hafðu eftirfarandi hugfast áður
en þú veitir vini þínum eða
vandamanni veðleyfi í íbúð
þinni:
GETUR ÞÚ GREITT AF
LÁNINU
EF LÁNTAKANDINN 81
GETUR ÞAÐ EKKI?
Við leggjum til að þú fylgir
þeirri reglu að veita aldrei
öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir
láni sem þú getur ekki sjálfur
greitt af, nema þú sért viss um
að lántakandinn muni standa I
skilum.
FÓLK HEFUR MISST
ALEIGU SÍNA VEGNA
VINARGREIÐA.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
RÁÐGIAFASIDÐ
HÖ»3ÆÐISSIÖFNIM\R
Kl. 13.30 safnast saman við Alþýðuhúsið.
Gönguleið frá Alþýðuhúsinu í Skipagötu 14,
norður Skipagötu, niður Strandgötu, suður Glerárgötu,
upp Kaupvangsstrætið, norður göngugötu, yfir torgið
að Landsbankanum, suður Skipagötu að Alþýðuhúsinu.
Baráttufundur kl. 14.00
í Alþýðuhúsinu
1. Fundurinn settur.
2. Lúðrasveit Akureyrar leikur
alþjóðasöng verkalýðsins.
3. 1. maí ávarp verkalýðsfélag-
anna á Akureyri. Ræðumað-
ur: Ármann Helgason, for-
maður 1. maí nefndar.
4. Lúðrasveit Akureyrar leikur.
5. Aðalræða dagsins. Ræðu-
maður: GuðmundurÞ. Jóns-
son formaður Landssam-
bands Iðnverkafólks.
6. Passíukórinn syngur lög eft-
ir Mikis Theodorakis.
7. Valdimar Gunnarsson kenn-
ari, flytur ávarp.
8. Passíukórinn syngur.
9. Björn Snæbjörnsson,
varaformaður Verkalýðsfé-
lagsins Einingar, flytur
ávarp.
Kaffi vei tingar.
Fjölmennið til hátíðahaldanna.
Berið merki dagsins.
1. mai nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri.
Þakkir til
stuðnings-
fólks kristni-
boðsins
Kristniboðsfélagi kvenna á Akur-
eyri bárust 398.610 kr. til kristni-
boðsins á árinu 1988. Félagskon-
ur þakka af alhug öllum þeim
sem stutt hafa starfið með fjár-
framlögum og fyrirbæn.
Starf kristniboðsins í Kenýu og
Eþíópíu vex stöðugt. Nýir lifandi
söfnuðir hafa myndast. Það sem
er að gerast í báðum löndunum
sannar áþreifanlega að fagnaðar-
erindið um Jesú Krist er kröft-
ugur boðskapur sem frelsar frá
ótta og bjargar úr fjötrum ilira
anda.
Margra ára skólastarf skilar sér
í því að nú eru margir sem geta
hjálpað fólkinu sínu til betra lífs
og framfara. Það er ánægjulegt
að geta hjálpað þeim sem minna
mega sín og fá að sjá árangur og
framfarir.
Það eru 35 ár síðan íslensku
kristniboðarnir hófu störf í
Konsó í Eþíópíu. Innlendir
menn hafa nú tekið við starfinu
þar. Þeir eru vel í stakk búnir til
að halda því áfram. Þann stutta
tíma sem starfið hefur verið í
þeirra höndum hefur það eflst
mikið.
Eðli kristniboðsins er að vera á
stöðugri hreyfingu til nýs fólks
með andlega og líkamlega hjálp.
Verið er að hefja nýtt starf á
meðal Tsamai þjóðflokksins sem
býr um 100 km fyrir vestan
Konsó. Fólkið þar skortir flest
allt sem við Islendingar teljum að
ekki sé hægt að komast af án. Við
treystum því að velunnarar kristni-
boðsins standi með okkur í þessu
nýja starfi eins og þeir gera í öðru
starfi kristniboðsins. Guð blessi
ykkur.
Fyrir hönd Kristniboðsfélags
kvenna.
Ingileif Jóhannesdóttir formaður,
Grenivöllum 14.
Sigríður Freysteinsdóttir gjaldkeri,
Þingvallastræti 28.
Hanna Stcfánsdóttir ritari,
Brekkugötu 9.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Nemendur VMA
Aðalfundur skólafélagsins verður haldinn á Eyr-
arlandsholti mánudaginn 1. maí kl. 20.30.
Farið yfir atburði vetrarins.
Ársreikningar kynntir.
Önnur mál.
Kvöldvaka og kaffiveitingar.
Stjórnin.
Akureyri - Nærsveitir!
Guðmundur og Valgerður verða til viðtals á skrifstofu
Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyrí,
laugardag frá kl. 10.00 til 12.00.
Komið og fáið ykkur morgunkaffi og
spjaHið við þingmennina um þjóðmálin.
Frá og með 2. maí
verðar afgreiðsla Dags
opin í liádegiiiti.
auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222
Systir okkar,
ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. maí kl.
13.30.
Systkini hinnar látnu
og aðrir vandamenn.