Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 19

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. apríl 1989 - DAGUR - 19 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Hneykslið sem velti Macmiilan -ny Hún heitir einfaldlega Scandal, eða Hneyksli upp á íslensku, og fjallar um eitt af mörgum hnýsi- legum ástarævintýrum sem tengst hafa breska þinginu. Það er raun- ar með ólíkindum hvað þing- menn á Bretlandseyjum hafa oft látið flækjast inn í kynlífsævintýri sem reynst hafa ferli þeirra skeinuhætt. Það er nánast komin hefð fyrir framhjáhaldi þing- manna hennar hátignar. Hneyksli er byggð á samdrætti John Profumo, sem var hermála- ráðherra í stjórn Harolds Mac- millans 1963, og símavændis- konunnar Christine Keeler. í kosningunum 1959 hafði Mac- millan, leiðtogi íhaldsmanna, unnið stórkostlegan kosningasig- ur. Fjórum árum síðar varð bresk mynd vekur umtal uppvíst að Profumo var í tygjum við vafasama konu sem, til að kóróna allt, var einnig í vinfengi við rússneskan sendimann. Allt ætlaði af göflum að ganga. Hróp- að var á hverju götuhorni um njósnir og Maemillan, sem gekk ekki heill til skógar, sagði af sér. Ríkisstjórnin féll. Með þetta í huga er það því varla neitt undrunarefni að fram- leiðanda Hneykslis, hinum rúm- lega þrítuga Stephen Wolley, gekk ákaflega erfiðlega að fá stuðning við gerð myndarinnar. Hún átti raunar í upphafi að verða myndaflokkur fyrir sjón- varp en engin sjónvarpsstöð vildi leggja nafn sitt við Profumo- hneykslið. En Stephen gafst ekki uppog í samvinnu við leikstjórann Michael Caton-Jones hefur hneykslið mikla sem skók undir- stöður íhaldsflokksins 1963 nú verið endurlífgað. Frumsýning myndarinnar í Bandaríkjunum stendur fyrir dyrum en vegna mergjaðra kynlífsatriða hefur bandaríska kvikmyndaeftirlitinu þótt vissara að vara við henni. Leikarar voru valdir af mikilli kostgæfni. Shakespear-Ieikarinn Ian McKellan er í hlutverki John Profumo (sem nú er 74 ára gam- all og þekktur fyrir störf sín í þágu bágstaddra). Bridget Fonda, dóttir Peters Fonda, leik- ur Mandy Rice-Davies, og Joanne Whalley, sem við munum eftir sem dóttur vondu drottning- arinnar í Willow, er sjálf Christ- ine Keeler. Verður næsta stórstirni Holly- wood af dönsku bergi brotið? Eftir velgengni síðustu tveggja ára á kvikmyndasviðinu eru Dan- ir aldeilis komnir með stjörnur í augun. í lok þessa mánaðar mun hin 19 ára yngismær Camilla Overby flytja til New York og gera landar hennar því skóna að hún verði næsta stórstjarna hvíta tjaldsins. Hún er þegar komin á samning hjá sama umboðsfyrir- tæki og fer með málefni Joan Collins, Agency For The Per- forming Arts (APA). Pað tók Camillu ekki nema tvo mánuði að sannfæra menn vestan hafs um getu sína. Ken Kaplan, einn af forráðamönnum APA, segir dönsku stúlkuna ákaflega athyglisverða: „Hún hefur hæfi- leika, kynþokka og er lagleg. Hún veit hvað hún vill og fer ekki í launkofa með skoðanir sínar. Camilla á mikla möguleika á að slá í gegn í kvikmyndaheimin- um.“ I hinni 19 ára Camillu Overbye sjá Danir fædda nýja stórstjörnu í kvik- myndaheiininum. Camilla hefur þegar skrifað undir samning hjá sama umboðsfyrirtæki og Joan Collins. Byrjunin er því ekki slorleg. Þrátt fyrir ungan aldur er Cam- illa enginn nýgræðingur í leikara- stéttinni. Hún byrjaði að leika þriggja ára og hefur síðan verið með í yfir 30 leikhús- og sjón- varpsverkum. Fjölskylda hennar Danir í sjöunda himm Það er víst ekki ofsögum sagt að danskir kvikmyndagerðarmenn kunna sér ekki læti þessa dagana. Annað árið í röð hampa þeir ósk- arsverðlaunum fyrir bestu mynd- ina með erlendu tali. Daninn Bille August hreppti þau fyrir Pelle Erobreren. Myndin fjallar um leit vinnumanns og sonar hans að betri framtíð. Til að bæta hlátri ofan á bros var Max Von Sydow, sem leikur titilhlutverkið í Pelle, tilnefndur við sama tæki- færi til verðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þar lét hann þó í minnipokann fyrir Dustin Hoffman. Bille August situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hann er að velja leikara í nýjustu kvik- mynd sína sem byggir á skáld- sögu ísabelu Allende, Húsi and- anna. En vegna óskarsins getur Bille August hampar óskarnum en hann vinnur nú að því að festa sögu Isabelu Allcndc, Hús andanna, á filmu. hann gert ráð fyrir dyggum stuðningi frá Hollywood við kvikmyndagerðina. er einnig vel þekkt í kvikmynda- heiminum danska. Það var Steve Tannebaum, sem hefur það fyrir iðju að finna hæfileikaríka en óþekkta leikara, sem „uppgötvaði“ Camillu þegar hann fyrir tveimur árum síðan sá hana í kvikmynd von Triers, Forbrydelsens Element. Það frestaðist þó um tvö ár að Cam- illa færi vestur um haf: „Ég vildi fyrst sjá svolítið af heiminum og ganga úr skugga um hvort ég væri reiðubúin að ganga í leikinn með bandarískum kvikmyndafram- leiðendum." Og Danir eru sannfærðir um að Camilla þeirra Overbye eigi eftir að standa sig. Hún á að baki mörg erfið hlutverk og setur markið hátt, Hún ætlar sér ekki að feta í fótspor Joan Collins og þiggja hlutverk í sápuóperum. Hún héfur þegar hafnað hlut- verki í slíkri mynd. Samningur hennar við APA er til eins árs og fyrstu þrjá mánuðina getur hún sagt honum upp hvenær sem er hafi henni ekki boðist bitastætt hlutverk. í staðinn mun APA fá tíu prósent áf launum Camillu þegar hún hefur fengið hlutverk við sitt hæfi. Og nú er bara að fylgjast með nafninu Camillu Overbye í fram- tíðinni. Rætist draumsýn Dana eða er of hátt reitt til höggs? Christine Keeler 1963 . . . og 1989. Whalley í hlutverki Keeler. Hin fræga stólamynd endurvakin. Líf Keeler hefur aldrei orðið sanit aftur eftir Prof- unio-hneykslið. Hún átti sér enga vörn gagnvart hræsninni sem svo injög set- ur mark sitt á kristið siðferði. Aðalpersóna myndarinnar er þó Stephen Ward, sem John Hurt leikur. í lifanda lífi kallaði Ward sjálfan sig listamann sem „skapaði" stúlkur handa valda- miklum stjórnmálamönnum. Og hann grobbaði af því að Keelcr væri hans mesta listaverk. „Ward færðist einfaldlega of mikið í fang“, segir aðalleikarinn John Hurt. „Og það gerðu raun- ar allir þátttakendur þessa hneykslis. En að svo miklu leyti sem Hneyksli fjallar um eitt atriði þá má segja að hún sc um vörn Wards. Myndin er alls ekki nein endurtekning á fordæmingu Profumo 1963. Hún fer þvert á móti mjög mildum höndum um ráðherrann fyrrverandi eins og þeir, sem hafa hæst núna, eiga eftir að sjá. Það eru engar hetjur cöa þorparar í þessari mynd. Og það á örugglega eftir að koma öllum á óvart að bíómyndin um alræmdasta kynlífshneyksli okk- ar tíma er þegar allt kemur til alls svolítið óvenjuleg en mjög falleg ástarsaga." Þrátt fyrir þessi orð Hurts er Hneyksli þegar orðin umtalað- asta breska myndin á þessu ári. Bretar vildu fá frið til að gleyma Profumo-hneykslinu. Þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Fegurð í Sjallanum 3. maí 1989 Kynnir kvöidsins útvarpsmaðurinn kunni Jón Axel Ólafsson. Heiðursgestur kvöldsins alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir. Stúlkurnar tíu sem keppa til úrslita í fegurdarsamkeppni íslands 1989 verða kynntar í Sjallanum miðvikudagskvöldið 3. maí. Tískusýning frá tískuvöruversluninni Sautján. Stúlkurnar sjálfar sýna. Rokkbandiö leikur fyrir dansi til kl. 03.00. ☆ Matseðill Sjávarragú í búttudeigi. Verð með mat kr. 1.600,- Verð eftir mat kr. 1.000,- SjoMúta Miða- og borðapantanir í síma 22970. -1 í*j nrp* * *« um uííuhí í ísuu i miuuutt t in ut timuiuiui utuimti •imiuimwi íufitíMi mimnfutimu iimiiiivi miiin rmu mmi n.n»m<cu uu*i tflifi >■>■ i ■ V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.