Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRÚS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF
SÍMFAX: 96-27639
1. mai
- baráttudagur verkalýðsins
Saga íslenskrar verkalýðshreyfingar tengist
baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, órjúfanlegum
böndum. Sú saga hlýtur að leita á huga margra
nú þegar líður að 1. maí og staðan í samninga-
málum þorra launafólks er svo óljós sem raun
ber vitni. Á baráttudegi verkalýðsins gefst tæki-
færi til að líta um öxl og bera saman fortíð og
nútíð. Á þeim degi ætti verkalýðshreyfingin að
horfa fram á við um leið og fortíðarinnar er
minnst og nota reynslu liðinna tíma til að móta
kröfugerð og áherslur.
Umræða um kaup og kjör hefur undanfarin ár
tekið aðra stefnu en þekktist á síðasta áratug.
Launafólk hefur alla tíð lagt áherslu á að kjör
þessi verði vernduð gegn utanaðkomandi áhrif-
um og opinberum aðgerðum eins og gengisfell-
ingum. Það er vissulega bitur reynsla fyrir hinn
almenna launamann að horfa upp á að gengið
sé til samninga um laun sem síðan ekki stand-
ast vegna verðhækkana, gengisfellinga eða
annarra aðgerða sem óhjákvæmilega bitna á
kjörum heimilanna. Stjórnmálamennirnir hafa
það erfiða hlutskipti að reyna að þræða hinn
gullna meðalveg milli aðgerða til að skapa
grundvallaratvinnuvegunum rekstrarskilyrði og
þess að afkoma heimilanna verði viðunandi.
Flestir íslendingar sem komnir eru til vits og
ára þekkja hvernig kröfur fólks til lífsgæða hafa
breyst undanfarna áratugi. Margt sem þótti
sjálfsagt fyrir nokkrum árum þætti ekki nokkr-
um manni bjóðandi í dag, og nægir að minna á
laugardagsvinnu á venjulegu dagvinnukaupi í
því sambandi. Kjör verkafólks hafa auðvitað tek-
ið stökkbreytingum í tímans rás eins og aðrir
þættir þjóðfélagsmála. Þó má alltaf gera betur á
þeim vettvangi og breyttar áherslur í kjara-
samningum tala sínu máli. Þættir á borð við
aðbúnað og hollustu á vinnustöðum, almanna-
tryggingamál og lífeyris- og eftirlaunamál skipa
sífellt veglegri sess í umræðunni. Kjarasamning-
ar snúast sem betur fer um margt annað en
krónu- eða prósentuhækkanir launa einar
saman.
Einn er sá þáttur kjaramála sem aldrei má
gleymast en það er kjarabarátta fatlaðra.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur skor-
að á verkalýðshreyfinguna að taka upp hansk-
ann fyrir fatlað fólk og reyna að tryggja því sam-
bærlegar hækkanir á lífeyri og bætur og fást í
almennum kjarasamningum. Ástæða er til að
beina því sérstaklega til verkalýðshreyfingar-
innar að tryggja og auka réttindi fatlaðra eftir
því sem framast er unnt því eitt er víst: þau rétt-
indi eru ekki of mikil fyrir. EHB
úr hugskotinu
Pær fréttir hafa helstar borist
frá Sigió að Sigló sé farið á
hausinn. Ekki kaupstaðurinn
auðvitað, því hann kvað nú enn
vera nokkuð stöndugur, þrátt
fyrir óáran ýmsa og arðrán mik-
ið í gegnum tíðina, heldur sá
vinnustaður sem nefndist Sigló,
þar sem meðal annars menn
fengust við að vinna rækju, svo
arbært sem það er nú á þessum
síðustu og verstu Grænfrið-
ungatímum. Og Sigló er sem
sagt farið á hausinn. Lýsti sjálft
sig gjaldþrota, gjaldþrota með
stæl.
Faraldur
Nú er það í sjálfu sér ekki svo
mikil frétt, þó að eitt fyrirtæki
verði gjaldþrota, því sá dagur
kemur varla, að ekki heyrist aí
einhverju fyrirtæki sem fer á
hausinn, einmitt svona með stæl
eins og á Siglufirði, það er að
segja þannig að eigendurnir
stofna samstundis ný fyrirtæki
um reksturinn. Þannig varð
Víðir að Viðju, Kjötmiðstöðin
að Kjötstöðinni, og fleiri svipuð
dæmi mætti telja. Það sem ef til
vill getur talist dálítið fréttnæmt
í þessu tilviki er lfklega það
hversu þó mikið var breytt
nafninu, þegar afbökunin Sigló
var allt í einu búin að fá nafn
hinnar kunnu veðurathugunar-
stöðvar Sigluness.
Eiginlega má segja það að
gjaldþrot þessarar tegundar
hafi gengið nánast eins og far-
aldur suður í Reykjavík og ná-
grenni, en hingað norður hefur
vírusinn varla náð svo heitið
geti, en vera kann að sú stað-
reynd, að eigendur fyrirtækisins
voru að miklu leyti búsettir
syðra, hafi eitthvað flýtt fyrir
því að vírusinn styngi sér niður
norðanlands, þó svo það hafi
tæpast ráðið neinum úrslitum,
þar sem þetta fyrirbæri hefði
borist norður fyrr eða síðar.
Pó má ef til vill segja, að
Siglógjaldþrotið eigi sér nokkru
dýpri orsakir en bara þennan
vírus sem herjar svo mjög á
íslenska fjárplógsmenn. Segja
má að frumorsakanna sé að
leita í þessu stórkostlega fyrir-
bæri sem kallað hefur verið
„einkavæðing", og sem mjög
var ástundað af þeim bestu vin-
um báknsins Alberti og Þor-
steini fyrrum fjármálaráðherr-
um. Einkavæðingin var fyrir-
bæri sem eins og kunnugt er
svo sannarlega átti að bjarga
heiminum og leiða okkur öll inn
hvað þá orku gáfaðra manna í
að endurprenta . . .
Sá á fund . . .
Annars finnst manni nú að sjáv-
arútvegurinn ætti sjálfur að fara
að leita að sínum eigin rekstrar-
grundvelli og þar með rekstrar-
grundvelli fyrir allt þjóðfélagið
og í leit sinni að rekstrargrund-
velli þarf sjávarútvegurinn varla
á aðstoð Porsteins Pálssonar
eða annarra að halda. Sé svo er
sannarlega illa fyrir honum
komið.
Seni fyrsta skrefið í þessari
leit hefur maður það nú á til-
finningunni, að ekki væri úr
vegi að ná í þó ekki væri nema
brot af þeim milljónum, eða lík-
lega öllu heldur milljörðum sem
sjávarútvegurinn hefur sett eða
verið látinn setja í bankahallirn-
ar í Reykjavík, og einnig kvað
víst mega spara talsvert bara
með því að fækka fiskvinnslu-
stöðvum og veiðiskipum. Pá
finnst manni nú einhvern veg-
inn að það hljóti að vera hægt
að spara eitthvað í allri þessari
yfirbyggingu innan sjávar-
útvegsins, samanber öll þessi
sölusamtök sem halda uppi
margföldu hálaunuðu skrif-
stofuliði á litlum bletti í Reykja-
vík. Það gæti orðið verðugt
verkefni fyrir hina loksins fyrir-
huguðu sjávarútvegsbraut á
Akureyri að gera á öllum þess-
um hlutum úttekt.
Ekki þar fyrir, að það er víð-
ar til yfirbygging í þjóðfélaginu
sem tæpast getur talist vera lífs-
nauðsynleg, samanber til dæmis
alla þessa lögfræðinga sem eru á
háum launum við svo lítt sér-
hæfð störf sem að borga út
atvinnuleysisbætur eða rukka
útvarpsgjöld. Og þetta hafa
forvígismenn í sjávarútvegi
réttilega bent á. En til þess að
hægt verði að taka þá trúanlega
verða þeir bara að byrja á
hreingerningu heima í eigin
ranni. Finna sinn eigin rekstrar-
grundvöll, og í því sambandi
má geta hins fornkveðna að „sá
á fund sem finnur". Takist þetta
er líklegt að gjaldþrot með stæl,
niðursoðin í „Siglóumbúðir"
rnuni heyra sögunni til, og
þvættingur breskra blaða sem
ekkert þekkja til íslenskra mála
um það að blessuð krónan okkar
sé nærfellt tvöhundruð prósent
of hátt skráð heyri til lélegum
bröndurum handa sprellikörl-
um á borð við Hemma Gunn.
Reynir
Antonsson
skrifar
í sæluríki velsældar og hagvaxt-
ar. Nú sýnist manni sem Þor-
steinn böðlist um eins og naut í
rústum þessarar sömu einka-
væðingar og heimti fyrir hana
rekstrargrundvöll frá sjálfum
erkióvininum það er að segja
ríkinu.
Taprekstrarformið
Gjaldþrot eru ekki eina rekstr-
arformið sem vinsælt er meðal
íslenskra atvinnurekenda. Ann-
að rekstrarform sem virðist
jafnvel enn vinsælla er svokall-
aður taprekstur. Að sýna rekstr-
artap er nefnilega að mörgu
leyti alveg stórkostleg leið sem
hefur marga ótvíræða kosti. Þar
má vitaskuld fyrst nefna skatta-
kerfið sem beinlínis kemur eitt
og sér í veg fyrir það að nokkur
hafi áhuga á því að græða, og
þar af leiðandi að nokkuð sé
verið að skipta alvöruverðmæt-
um í kjarasamningum. Nýjasta
afbrigði þessa er svo þegar
stöndug fyrirtæki kaupa gjald-
þrot líkt og Kókveldið gerði á
dögunum við NT-útgáfuna
sálugu eftir að Ólafur Ragnar
var búinn að strika út nokkuð af
skattaskuldum hennar . . .
Hvað mest er tapað áberandi
í sjávarútveginum, þar sem það
getur auk skattahagræðisins
verið stöðugt tilefni til gengis-
fellinga, en þær hafa þann kost
umfram aðrar efnahagsaðgerð-
ir, að vera bæði kauplækkandi
og viðhaldandi tapinu sem fyrir
var. Þar fyrir utan hafa þær
þann kost að margir á lands-
byggðinni halda að þær eigi
eitthvað skylt við sjálfsögð
yfirráð landsbyggðarfólks yfir
þeim gjaldeyri sem það skapar.
I þessa gildru ganga jafnvel svo
góðir og gegnir menn sem Tóm-
as Ingi Olrich. Annars leitt með
Tómas Inga, að svo gáfaður og
gegn maður skuli ekki hafa get-
að skrifað sjálfstæðar greinar
um efnahagsmál, heldur aðeins
tugguna upp úr Þorsteini Páls-
syni sem manni þykir nú vart
vera eyðandi prentsvertu á,
Með stæl - á hausinn