Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 20
Dalvíkurkirkja: Steftit að byggingu saftiaðarheimilis Stefnt er að því að ráðast í byggingu safnaðarheimilis við Dalvíkurkirkju. Á þessu stigi er þó ekki Ijóst hvenær fram- kvæmdir hefjast eða hvernig húsið muni líta út. Að vísu liggja fyrir teikningar að safn- aðarheimili, unnar af Hauki Haraldssyni, tæknifræðingi á Akureyri, en hugsanlega verð- ur þeim lítillega breytt í Ijósi framkominna athugasemda á almennum fundi sem sóknar- nefnd stóð fyrir í Ráðhúsi Dal- víkur nýverið. Að sögn Jóns Helga Þórarins- sonar, sóknarprests, er við það miðað að halda annan fund um málið fljótlega eftir mánaðamótin þar sem kynntir verða frekari möguleikar í byggingu safnaðar- heimilisins auk grófrar fjárhags- áætlunar. „Ég tel mikilvægt að menn velti þessari byggingu vel fyrir sér og að góð samstaða náist Blak: Öldungamót í Hölliimi Öldungamót Blaksambands ís- lands hófst í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Keppnin stendur ylir í þrjá daga en mót- inu lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu í Sjallan- um á sunnudagskvöld. Mót þetta er íslandsmót öld- unga og eitt fjölmennasta hrað- mót sem haldið er hérlendis. Það eru 38 lið sem mæta til leiks með rúmlega 300 keppendur í bæði karla- og kvennaflokki og koma þeir víða að. í dag laugardag hefst keppni kl. 9 og stendur til kl. 21 í kvöld en á morgun hefst keppni kl. 9 og stendur til kl. 17. Varaflugvallarmálið: Undirskriftalistar hverfa á Húsavík undir höndum hefðu 360 skrifað austur úr sveitum og frá vinnu- og sér ættu eftir að berast listar | stöðum í Mývatnssveit. IM Drangey SK-1: Léleg sala í Bremerhaven - þrátt fyrir góðan fisk „Það er rétt að listar eru horfnir á fjórum stöðum en ég hef ekki ennþá beðið lögreglu að rannsaka hvarf þeirra, veit satt að segja ekki hvað á að gera í svona máli því ég átti aldrei von á þessu, en mér þykja þetta lúalegar aðfarir,“ sagði Starri Hjartarson á Húsavík, aðspurður um hvarf undirskriftalista um stuðning við varaflugvöll í Aðaldal. Þegar Starri, sem beitt hefur sér fyrir undirskriftasöfnun- inni, kom á tvo vinnustaði og tvo bensínafgreiðslustaði á Húsavík til að safna saman list- unum, voru þeir horfnir og enginn hefur getað gefið ncina skýringu á hvarfi þeirra. Full- yrt er að um 100 nöfn hafi ver- ið á einum listanna sem hvarf. „Ég er búinn að auglýsa eftii listunum og ætla að sjá til hvort einhver gefur sig ekki fram. Það getur einnig vel verið að ég bjóði mönnum að koma til mín og skrifa undir aftur, til að fá nöfn þeirra sem voru á listunum sem hurfu,“ sagði Starri. Listarnir hafa víða legið frammi, en málið fengið misjafn- ar undirtektir á vinnustöðum, að sögn Starra. Á mörgum smærri vinnustöðum hafa allir starfs- ntenn skrifað undir listana en á stærri vinnustöðunum er lítil þátttaka í undirskriftasöfnuninni. Starri sagðist hafa fengið mjög góðar viðtökur á flestum bæjum í Aðaldal, er hann safnaði undir- skriftum þar. í Kinn hafði hann heyrt að skrifað hefði verið undir á flestum bæjum. Starri var byrj- aður að safna í Reykjahverfi en hafði fáa hitt heirna. í Mývatns- sveit voru margir á tónleikum, en þeir sem heima voru tóku Starra vel þar til fór að nálgast Garðs- bæi að fólk hætti að vilja skrifa undir. Starri sagðist þó eiga eftir að fara og sýna Starra, nafna sín- um í Garði listann, þó hann ætti ekki von á að hann skifaði undir. Starri sagðist reikna með að nú hefðu safnast tæplega 500 nöfn á listana, á þá lista sem hann hefði Drangey SK-1, togari ÚS, seldi í Bremerhaven í Þýska- landi sl. fimmtudag. Aflinn var 147 tonn, aðallega karfi, og fengust aðeins 7 milljónir króna fyrir hann, sem er með lélegustu sölu sem skagflrskt skip hefur átt á erlendum mörkuðum. Meðalverðið var 48 krónur fyrir kílóið. Mjög lágt verð hefur fengist á Þýskalandsmarkaði undanfarna daga, en fiskurinn sem Drangey var með var talinn mjög góður. Hefði skipið verið á góðum tíma hefði fengist toppverð fyrir afl- ann. Hegranes SK-2 kom til heima- hafnar í gærmorgun með rúm 100 tonn, aðallega þorsk, sem var vænn mjög, að sögn útgeröarfé- lagsmanna. -bjb Norðurland vestra: BúQártalningu að ljúka um þá lausn sem ofan á verður," sagði Jón Helgi. Samkvæmt fyrirliggjandi teikn- ingum verður safnaðarheimilið áfast kirkjunni út úr „norður- krossinum“. Gert er ráð fyrir að í tengibyggingunni verði væntan- legu nýju pípuorgeli komið fyrir ásamt kór. Nú er hljóðfæri og kirkjukór á sönglofti yfir inn- gangi í kirkjuna. Jón Helgi sagði að Sóknar- nefnd þyrfti að fjármagna bygg- ingu safnaðarheimilis af eigin tekjum. Þó er möguleiki á styrk- veitingu til byggingarinnar úr Jöfnunarsjóði sókna. óþh Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri gleymdu verkfallsraunum í gær og cfstu bekkingar dimmiteruðu á viðeigandi hátt. Mynd: TLV Siglfirðingar byggja íþróttahús: - „Hefur tekist án þess að vera með hnefarétt“ segir Jón ísberg sýslumaður Kerfið hefur verið tregt í taiuní við byggingu hússins - segir fsak Ólafsson, bæjarstjóri Lokið er fyrri umræðu fjár- hagsáætlunar Siglufjarðarbæj- ar og því liggur ekki endanlega fyrir með stærstu framkvæmd- ir á vegum bæjarfélagsins á þessu ári. Þó er Ijóst að þráður verður tekinn upp við ýmsar framkvæmdir sem þegar eru komnar á rekspöl. Má í því sambandi geta byggingar glæsilegs íþróttahúss. Ef allar áætlanir standast verður því lokið á haustdögum eða áður en næsta vetraríþróttavertíð hefst. Að sögn ísaks Ólafssonar, bæjar- stjóra á Siglufirði, nemur kostn- aður við íþróttahúsið 27 milljón- um króna á núvirði. Fullbúið er áætlað að það kosti 38 milljónir króna. Sem stendur er ekki unnið við frágang hússins en ólokið er uppsetningu lýsingar og lagningu parkets á gólf. Þá er eftir að ganga frá tengigangi við sund- laugina því hugmyndin er að samnýta búningsaðstöðu sund- laugar og íþróttahúss. Óhætt er að segja að kostnaði við byggingu íþróttahússins hafi verið unnt að halda í lágmarki. Ódýrar leiðir voru valdar og leit- ast við að forðast allan íburð án þess þó að það kæmi á nokkurn hátt niður á notagildi hússins. ísak orðar það svo að bæjaryfir- völd hafi staðið í miklu stríði við ríkið um byggingu íþróttahúss- ins. „Það er nú svo að kerfið hef- ur verið mjög eindregið á móti byggingu slíks húss. Líklega vegna þess að það þyki of ódýrt," segir ísak. „Við höfum þó fengið fjármuni frá ríkinu til byggingar- innar en við teljum að vegna þess að hér var farin ný og ódýrari leið, miðað við þá leið sem sveit- arfélögin hafa farið í íþróttahúsa- byggingum, hefði ríkið átt að veita okkur fjármuni til hennar af mun meiri krafti en raun ber vitni,“ segir Isak Ólafsson. óþh Búfjártalningin margfræga er nú á lokastigi og aö sögn sýslu- manna Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslna hefur hún víðast hvar gengið áfallalaust og bændur yflrleitt tekið henni vel. Samkvæmt skipunum að ofan átti talningu að vera lokið 30. apríl og sögðu sýslumenn að það dæmi ætti að geta geng- ið upp. „Auðvitað hafa komið upp vandamál, en fram að þessu hefur ekkert komið sem hefur verið óleysanlegt. Eins og t.d. með Björn á Löngu- mýri, þeir sátu yflr honum þangað til hann féllst á þetta og lét telja hjá sér,“ sagði Jón ísberg, sýslumaður Húnvetn- inga, í samtali við Dag. „Okkur hefur tekist þetta án þess að vera með nokkurn hnefa- rétt, það hafa hreppstjórar og forðagæslumenn verið inn á líka, að melda málin til. Það hefur hvergi verið fyrirskipuð talning ofan að og ég vonast til að þess þurfi ekki,“ sagði Jón ennfremur. í Húnaþingi hafa lögreglumenn tekið þátt í talningu, þar sem þess hefur verið óskað. í Skagafirði er talningu lokið í mörgum hreppum og er að ljúka í öðrunr. Lögregla var kvödd til talningar í tveimur hreppum, Hofshreppi og Lýtingstaða- hreppi, þar sem hreppstjórar voru forfallaðir. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.