Dagur - 29.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1989
Eg veit að söngvarínn
er stuttklipptur og
ættaður frá Dalvik
í sjöunda einvíginu í helgar-
blaöi Dags eru tveir valinkunn-
ir sveitarstjórnarmenn. Full-
trúi Olafsfirðinga er sjálfur
bæjarstjórinn, Bjarni Kr.
Grímsson en andstæðingur
hans er harðskeyttur Eyfirð-
ingur, Auður Eiríksdóttir,
oddviti Saurbæjarhrepps og
varaþingmaður fyrir Samtök
jafnréttis og félagshyggju. Ein-
vígi þeirra er það næst síðasta í
undanrásum en að þeim lokn-
um verða sigurvegararnir átta
leiddir saman í úrslitum þar til
einn stendur uppi sem sigur-
vegari.
Fyrsta spurningin vafðist ekki
fyrir keppendum. Bjarni naut
þess að vera á heimavelii og kom
með lengd ganganna upp á meter
og óbeðinn greindi hann frá
lengd vegskála beggja megin
fjalls. Auður hugsaði sig vel um
og kom síðan með þaulhugsað
svar: 3100 metrar. Aðeins 30
metrum frá réttu svari, en samt
innan skekkjumarka. 1-1 eftir
fyrstu spurningu.
Heræfingarnar voru ekki nein
fyrirstaða. Auður og Bjarni
höfðu greinilega fylgst vel með
fréttum í vikunni og sögðu því
rétt til um upphafsdag heræfinga
Bandaríkjamanna. Afram jafn-
tefli 2-2.
Þá var það bensínið. Bjarni
kom eins og skot með rétt verð á
bensínlítranum og sagði það
helgast af því að liann væri
nýbúinn að kaupa bensín á
bílinn. Auður var aðeins 65 aur-
um frá réttu verði. 3-2 fyrir
Bjarna.
Sveitarstjórnarmenn hafa
mikil samskipti við Byggðastofn-
un og því kom ekki á óvart að
báðir keppendur vissu nafn for-
stjóra þeirrar stofnunar. Staðan
4-3.
Bjarni hafði vegalengdina frá
Reykjavík til Akureyrar á
hreinu. Hann sagði að það væru
422 km á Moldhaugnahálsinn og
ekki væri fjarri lagi að þaðan
væru um 10 km til Akureyrar.
Niðurstaðan því 432 km og svarið
fullkomlega rétt. Auður skaut á
483 km, sem ekki reyndist innan
i skekkjumarka. „Hvað segirðu.
Er ekki nema 423 km til Reykja-
víkur? Vegagerðin hlýtur að hafa
notað vitlausa dekkjastærð þegar
hún mældi þessa vegalengd.“
Bjarni eykur forystuna í 5-3.
„Myglingur segirðu. Bíddu nú
við. Þetta gæti verið annanhvort
skapvondur maður eða gömul
matvæli," sagði Bjarni. Og Auð-
ur velti lengi vöngum yfir merk-
ingu orðsins: „Ég hef aldrei heyrt
þetta áður. Er þetta ostategund?
Jú, ég skýt á að myglingur sé ný
ostategund frá KEA - þetta
hljómar voða gómsætt." Hreint
prýðisgóðar uppástungur en því
miður ekki réttar. Óbreytt staða
5-3.
Þá var röðin komin að Júróvis-
ion. Bjarni sagðist ekkert hafa
fylgst með þessari keppni en
kvaðst þó vera þess fullviss að
hún færi fram í V-Þýskalandi.
„Ég veit að söngvarinn er stutt-
klipptur og er ættaður frá Dalvík.
En nafninu kem ég ekki fyrir
migi“ sagði Bjarni. Auður vissi
að keppnin færi fram í Sviss en
nafn söngvarans vafðist fyrir
henni. Tvö stíg gefin fyrir þessa
spurningu og Auður krækti í
annað. Staðan 5-4.
Bjarni var með blakíþróttina á
hreinu og vissi því að KA hamp-
aði íslandsmeistaratitli á dögun-
um. Auður kvaðst vera „vangefin
á sviði íþróttamála" og því hefði
hún ekki svar á reiðum höndum.
Bjarni eykur forystuna í 6-4.
Sigló hf. hefur verið mikið í
fréttum að undanförnu vegna
gjaldþrotamálsins. Nafn nýja
hlutafélagsins var því keppend-
um engin fyrirstaða. Staðan 7-5.
Þá var komið að 10. og síðustu
spurningunni. Bjarni hugsaði sig
um skamma stund og svaraði síð-
an „Alexander'" af miklu öryggi.
Fyrrverandi félagsmálaráðherra
vafðist heldur ekki fyrir Auði.
„Þetta á ég auðvitað að vita. Það
eru tveir sem koma til greina,
Alexander og Friðjón Þórðar.
Alexander hlýtur að vera í topp-
sætinu,“ sagði Auður.
Einvíginu lokið og úrslitin
liggja Ijós fyrir. Bæjarstjórinn
sigraði oddvitann með tveimur
stigum, 8-6. óþh
matarkrókur
Bjarni Kr. Grímsson.
Auður Eiríksdóttir.
1. Krafttaksmenn eru nú komnir rítlega einn kílómeter inn í
Ólafsfjarðarmúla. Hversu löng verða jarðgöngin í Múlanum
fullbúin (skekkjumörk +/- 100 m)? (1)
3130 metrar (1) 3100 metrar (1)
2. Utanríkisráðherra hefur nú heimilað Bandaríkjamönnum
heræfingar hér á landi á komandi sumri. Hvaða dag munu
æfíngarnar hefjast? (1)
20. júní(l) 20. júní(l)
3. Hvað kostar einn líter af 92. oktan bensíni? (1).
43.80 krónur (1) 43.15 króniir (0)
4. Hver er forstjóri Byggöastofnunar? (1)
íliÉ
Guðmundur Malmquist (1)
Guðmundur Malmquist (1)
5. Hvað er langt milli Reykjavíkur og Akureyrar (skekkjumörk
+/-10 km)? (1)
432 km (1) 483 km (0)
Hvað er ntyglingur? (1)
Skapvondur maður eða
mygluð matvæli (0)
Ný ostategund frá KEA (0)
7. Senn líður að úrslitum í söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. í hvaða landi fer úrslitakeppnin fram og hver syngur
lag Valgeirs Guðjónssonar í keppninni? (2)
V-Þýskalandi (0) Sviss - man ekki nafnið (1)
8. Hvaða félag varð íslandsmeistari í blaki karla áriö 1989? (1)
KA(1) Veit það ekki (0)
9. Hvert er nafn hlutafélagsins sem tók rekstur þrotabús Sigló hf.
á Siglufírði á leigu? (1)
Siglunes hf. (1) Siglunes hf. (1)
10. Hver er fyrsti þinginaður Vesturlandskjördæmis? (1)
Alexander Stefánsson (1) Alexander Stefánsson (1)
Stig samtals:
8 6
Rétt svör
3130 metrar
20. júní
43.80 krónur
Guðmundur
Malmquist
432 km (samkv.
uppl. Vegag.)
Þoka með lítilli
fíngerðri snjókomu
Sviss - Daníel
Haraldsson
KA
Siglunes hf.
Alexander
Stefánsson
11
Góðgæti af ýmsu tagi
/ Matarkróknum cið þessu
sinni gröfum við upp þrjá
gjörólíka rétti sem eiga ekk-
ert sameiginlegt nema það að
þeir eru allir mjög bragðgóð-
ir og býsna tilþrifamiklir. Pó
er engum vandkvæðum bund-
ið að matreiða réttina, enda
hráefnið allt vel þekkt og til
sölu í flestum matvöruversl-
unum. Það er gaman að
dunda dálítið við matseldina
og ekki síður gaman að sjá
og njóta árangursins.
Franskur lambaréttur
1 kg súpukjöt
250 g hvítar baunir
'ó l vatn
200 g laukur
2 hvítlauksrif
1 lárviðarlauf
1 gulrót
2 tsk. salt
400 g niðurlagðir tómatar
1 tsk. timian
'/2 tsk. sykur
salt, pipar
Baunirnar eru Iagðar í bleyti yfir
nótt. Vatnið síað frá þegar mat-
seld hefst. Kjötið brúnað og sett
með baununum í pott með ca.
V21 af vatni. Laukurinn brúnaður
og settur saman við. Að síðustu
er hvítlauk, lárviðarlaufi, gulrót-
arbitum og salti bætt út í. Soðið í
u.þ.b. 45 mínútur. Þá er tómöt-
um og kryddi bætt í réttinn og
hann síðan borinn fram með
brauði.
Sunnudags-fantasía
500 g hakk
100 g bacon
1 laukur
1 msk. kartöflumjöl
salt, pipar
2'á dl vatn
1 tsk. kjötkraftur
2 msk. tómatmauk
IV2 dl makkarónur eða spaghetti
1 dl rifinn ostur
Steikið smátt skorinn lauk og
bacon. Brúnið hakkið og
kryddið. Mjöli stráð yfir. Soðn-
um makkarónum, baconi, lauk
og tómatmauki hrært saman við.
Sett í eldfast mót og rifnum osti
stráð yfir. Bakað í u.þ.b. 40
mínútur. Borið fram með kartöfl-
um og rifnum gulrótum.
Ananasbaka
175 g smjörlíki
3 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
'/2 tsk. salt
■/4 dl sykur
Fylling:
IV2 dl þeyttur rjómi
IV2 dl sýrður rjómi
3 egg
Franskur lambaréttur.
rifinn börkur af 1 sítrónu
V2 dl sykur
1 dós ananasbitar
Smjörlíkið er brætt, sett saman við
þurrefnið og deigið hnoðað.
Deigið er síðan látið í eldfast mót
og því þrýst upp með börmunum
til að búa til pláss fyrir fyllinguna.
Egg og sykur þeytt saman,
rjóma, sítrónuberki og ananas
bætt í. Þetta er sett yfir deigskel-
ina og bakan bökuð við 175 gráð-
ur í 45-60 mínútur. Ananasbaka
er góður eftirréttur, volg eða
köld, og hentar einnig vel á kaffi-
borðið.