Dagur


Dagur - 02.06.1989, Qupperneq 7

Dagur - 02.06.1989, Qupperneq 7
Hvaðeroð gerast Föstudagur 2. júní 1989 - DAGUR - 7 l Sjómanna- dagurinn á Skagaströnd sjómannamessa. Kl. 13.30 verður Karneval- skrúðganga frá kaupfélagsplani að Hafnarhúsi. Kappróður hefst í höfninni kl. 14.00 og klukkutíma síðar hefst hátíðardagskrá. Mál- verkasýning verður í skólanum kl. 16, þar sem Sveinbjörn Blöndal sýnir verk sín. Einnig verður kaffisala í skólanum. Kvikmyndasýning verður kl. 17 og um kvöldið enda Skag- strendingar Sjómannadaginn með dansleik í Fellsborg fram eftir nóttu. Það er hljómsveit Geirmundar sem leikur fyrir dansi. ur miöbænum — og munum sameinast Brunabótafélagi íslands innan skamms, en starfsemin verður komin á 0v.V»( Glerárgötu 24, eftir helgi. Kveð/a Starfsmenn Vátryggingadeildar KEA/Samvinnutryggingar g.t. Skagstrendingar þurfa ekki tvo daga tii þess að halda upp á Sjómannadaginn. Þeir ætla að gera sér glaðan dag á sunnudag- inn og það er Slysavarnadeildin sem sér um hátíðarhöldin. Þau hefjast með skemmtisiglingu kl. 9.30 og eftir liana verður skrúð- ganga til kirkju, þar sem verður ✓ @ 0 Akureýrarkirkju „Laugardaginn 10. júní nk. verð- ur haldið söngmót kirkjukóranna í Eyjafjarðarprófastsdæmi og hefst það kl. 2 e.h. Þar verða samankomnir kórar víðs vegar úr prófastsdæminu og syngja þeir bæði einir sér og sam- eiginlega. Er það mjög tilkomu- mikið, að hlýða á svo stóran kór, sem lauslega áætlað mun verða um 160 til 170 nranns. Fyrsti sam- söngur á vegum K.S.E. var hald- inn 18. nóvember 1951 í Akur- eyrarkirkju, við mikla aðsókn og góðar undirtektir áheyrenda. Jakob Tryggvason og Áskell Jónsson organistar, ásamt fleiri góðum mönnum, stofnuðu þetta samband og stýrðu því í marga áratugi, með miklum ágætum. Samsöngvar hafa verið haldnir á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík óg Akureyri. Kirkjudagur, svo kall- aður, var haldinn í Grundar- kirkju 1953. Voru þar sungin sameiginlega mörg fögur sálma- lög og þótti viðstöddum unun á að hlýða. Söngmót, sem þessi, hafa afar mikla þýðingu, fyrir allt sönglíf í héraðinu, það vekur áhuga, með- al söngfólks, bætir og fegrar sönginn í kirkjunum og einnig utan hennar." (Frcttatilkynning.) Sjómannadagurinn: Margt til skemmtunar á Sauoarkróki og Hofsósi Sjónrannadagurinn á Sauðár- króki fer fram með hefðbundnu sniði. Forskot er tekið á sæluna á morgun, laugardag, með undan- úrslitum í kappróði og um kvöld- ið verður dansleikur í Bifröst með hljómsveit Geirmundar. Að morgni sjómannadags byrjar skemmtisigling kl. 9 frá höfninni og eitthvað út á fjörð. Sjómannamessa verður í Sauð- Mikið um dýrðir á Blönduósi á sjómannadag Sjómannadagurinn á Blönduósi verður haldinn hátíðlegur af miklum myndarskap. Blönduós- ingar láta sjálfan Sjómannadag- inn ekki nægja, heldur byrja hátíðina á morgun, laugardag, með leik Hvatar og UMSE b í 4. deildinni. Eftir hann verður skemmtisigling frá bryggjunni, eða kl. 16.00. Hópur frá vinabæ Blönduóss í Svíþjóð, Karlstad, treður upp kl. 17 og um kvöldið verða stór- tónleikar í Félagsheimilinu með Skareblaset og Skare big band. Að þeim loknum verður stiginn dans við undirleik Nýja Árbands- ins. Á sjómannadag hefjast hátíðar- höldin með skrúðgöngu kl. 10 frá SAH plani upp að nýju kirkj- unni, þar sem sjómannamessa hefst kl. 11. Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti predik- ar. Eftir hádegi, kl. 14, hefst svo hátíðardagskrá í Fagrahvammi, þar sem flutt verða m.a. ávörp og skemmtiatriði. Kynnir verður Jón Ingi Einarsson. árkrókskirkju kl. 11. Eftir hádegi, kl. 13, hefjast svo úrslit kappróðursins, þar sem áhafnir báta og útgerðarfyrirtækja reyna með sér. Það þarf vart að taka það fram að kappróðurinn fer fram í Sauðárkrókshöfn. Að honum loknum verða skemmti- atriði á íþróttavelli og verðlauna- afhending. S'lysavarnadeildin er með kaffisölu í Bifröst að vanda, og hefst hún kl. 15.00. Hátíðarhöld Sjómannadagsins á Hofsósi hcfjast með helgistund við höfnina kl. 13.00. Síðan verð- ur skemmtisigling og ýmislegt fleira gert til gamans við höfnina og á skólavelli. Kaffisala verður í Höfðaborg frá kl. 16.00. Líkt og á Sauðárkróki, ætla Hofsósingar að taka forskot á sjómannasæl- una með dansleik í Höfðaborg í kvöld, föstudagskvöld, þar sem hljómsveitin Miðaldamenn leikur fyrir dansi. Akureyri: Sjómannadagsmessa í kirkjukapellunni Þar sem verki er ekki lokið við kirkjutröppur og aðgengi fatl- aðra við Akureyrarkirkju verður ekki unnt að ganga um aðaldyr kirkjunnar nk. sunnudag. Því verður sjómannadagsmessan flutt niður í kirkjukapelluna. Nauðsynlegt var að grípa til sörnu ráða þegar pípuorgelið var sett í kirkjuna og eins þegar hún var máluð. Djass á Akur- eyri og Húsavík Norska stórsveitin „Gladiolus" heldur djasstónleika í Samkomu- húsinu á Akureyri, sunnudaginn 4. júní kl. 20.30 og í samkomusal Barnaskólans á Húsavík mánu- daginn 5. júní kl. 21.00. Stórsveitin cr frá Steinkjer í Norður-Þrændalögum og er hún skipuð 18 djassáhugahljóðfæra- leikurum. Hún mun ferðast hér á landi í 1 viku og halda ferna tónleika á Akureyri, Húsavík og í Hafnar- firði og Reykjavík. Stórsveitin leikur hefðbundinn sveiflu-Big Band-jass. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla djassunnendur til að hlýða á skemmtilega tónleika. Það var mál manna, að stund- irnar í þessum litla helgidómi væru líka blessunarríkar. Það sannaðist, að þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni Drottins þar er hann mitt á meðal þeirra. Sú verður áreiðanlega raunin í kirkjukapellunni á sjó- mannadaginn. Ferða- eigið húsnæði - opið hús á simnudaginn Ferðafélag Akureyrar keypti sl. vetur húsnæði í Strandgötu 23. Unnið hefur verið að lagfæring- uni og endurbótum á húsnæðinu og nú um mánaðamótin verður skrifstofa félagsins opnuð þar. í tilefni af því að félagið hefur nú í fyrsta sinn aðstöðu í eigin hús- næði verður þar opið hús sunnu- daginn 4. júní kl. 16-18 og eru félagar og velunnarar sérstaklega boðnir velkomnir að líta inn og þiggja veitingar á þessum tíma. Við flytjum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.