Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 8
8 — DAGUR FERÐABLAÐ s FERÐAÞJÓNUSTA, BÆNDA Barnaskóla Svalbarðshrepps Svalbarði Þistilfirði um 25 km frá Þórshöfn. Við bjóðum upp á: Venjulegar veitingar, morgunmat og heitar máltíðir. ★ Góða gistiaðstöðu í nýbyggðu skólahúsi. ★ Útvegum veiðileyfi, þar sem bæði er lax- og silungsveiði. ★ Pöntunarsímar eru: 96-81290 og 96-81219. Sími í Barnaskólanum er 96-81140. Verið velkomin í notalegt og friðsælt umhverfi. Barnaskóli Svalbarðshrepps Svalbarði, Þistilfirði. Aldeyjafoss. Mynd: KL Hópferðir íyrir Islendiriga imianlands íslendingar ferðast nú í auknuin mæll innanlands flestir þó á eigin vegum. Augu ferðaskrifstofa hafa sömuleiðis í auknum mæli beinst til þessa fólks því hvers vegna ættu íslendingar ekki að fara í hópferðir innanlands eins og þeir gera margir á erlendri grund. Samvinnuferðir-Landsýn skipuleggur tvær ferðir í sumar ætlaðar íslendingum. Par er um að ræða 10 daga ferð þar sem skoðaðar verða margar helstu perlur landsins. í ferðalagið er notaður þægilegur bíll, reyndur fararstjóri, því fylgir hálft fæði og góð hótel. Ferðin hefst á heimsókn til Þingvalla, þaðan um Kaldadal að Bifröst þar sem gist er þrjár nætur. Þaðan er haldið í ferðir urn Snæfellsnes en á fjórða degi er haldið um Skagafjörð til Akur- eyrar og gist á Laugahóteli í Reykjadal. Á Norðurlandi er far- ið á Mývatn, í Jökulsárgljúfur, Hljóðakletta, Ásbyrgi og Detti- foss. Til baka er haldið um Kjöl að Gullfossi og Geysi og gist á Hótel Eddu Laugarvatni. Um Eyjafjöllin liggur leiðin til Skóga og Dyrhólaeyjar og daginn eftir er farin Dómadalsleið og á síð- asta degi er áð í Þórsmörk þar sem slegið er upp grillveislu. Önnur ferðin verður farin í júlí og hin í ágúst. Kerlingarfjöll eða sigling með Eimskip Þeir sem geta ekki sleppt skíðun- um þó sumarið sé komið geta brugðið sér í Kerlingarfjöll. Úrval sér um skipulagðar ferðir þangað þar sem boðið er upp á mislöng námskeið sem sniðin eru að þörf- um þátttakenda. Skíðaskólinn Kerlingarfjöllum er löngu lands- frægur fyrir góða kennslu ekki síður góða stemmningu, en þar hafa margir tekið sín fyrstu spor á skíðum. Þá er hægt að fara í siglingu með hinum nýju skipum Eimskipafélagsins, Brúarfossi og Laxfossi. Þau flytja farþega, bíla og vörur vikulega frá Reykja- vík til Hamborgar, Antwerpen, Rotterdam og Immingham á Bretlandi. Aðstaða farþega um borð er þægileg. Sex káetur eru fyrir farþega á hvoru skipi með útvarpi, sjónvarpi með mynd- bandskerfi, minibar, salerni og sturtu í hverri þeirra. Hringferð Islendinga Að venju skipulegur Ferðaskrif- stofa Islands (áður Ríkisins) ferðir fyrir íslendinga innan- lands. Um er að ræða 10 daga ferð seinni partinn í júlí og fyrir Norðlendinga upplýsist það að hægt er að koma inn í þessa ferð á Laugabakka með því að missa aðeins einn dag úr ferðinni. Á öðrum degi er haldið fyrir Vatnsnes, komið að Borgarvirki milli Vesturhóps og Víðidals, en þaðan er ekið sem leið liggur um Hofsós og Fljót gegnum Stráka- göng til Siglufjarðar. Gist er á Hótel Höfn. Næsta dag er Tröllaskagi skoðaður nánar og endað á Akureyri þar sem gist er á Hótel Eddu. Mývatn, Dimmuborgir og næsta nágrenni er kannað daginn eftir og því næst haldið austur á bóginn í Námaskarð um Möðru- dalsörfi að Eiðum þar sem gist er. Næstu daga eru Austfirðir þræddir en þaðan liggur leiðin í Suðursveit að Jökullóni, staldrað við í Skaftafelli ekið yfir Skeiðar- ársand og gist á Kirkjubæjar- klaustri. Næst síðasta daginn skoða ferðalangar Systrastapa, Fjarðarárgljúfur og fleira en gist er á Skógum. Á síðasta degi er byggðasafnið þar skoðað og ferð- inni lýkur með sameiginlegum hádegisverði á Hótel Hvolsvelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.