Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 28

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 28
 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni jlaesta GPe<k6myndii~ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Ferðanámstefha á Akureyri: Skortur á samvinnu aðila í ferðaþjónustu — meðal þess sem rætt var um á vel heppnaðri námsteíhu Nýlega var haldin ferðanámsstefiia á Akure\ ri en þar komu saman hinir ýmsu aðilar sem á einhvem máta em tengdir ferðaþjón- ustu á svæðinu. Námsstefiian var öll- um opin og vom þátt- takendur um 25-30 talsins. Á dagskrá voru erindi og í kjölfar þeirra, umræður með' þátttakenda. í upphafi náms- stefnunnar kynnti Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar skipan Þorleifs Þórs Jónssonar í stöðu ferðamálafulltrúa IFE, en honum er ætlað að vinna að efl- ingu á stöðu Eyjafjarðarsvæðis- ins í ferðamálum. Markmið námsstefnunnar var m.a. að fá fram hugmyndir aðila í ferða- þjónustu á svæðinu um starf Þor- leifs og gefa þeim um leið tæki- færi til að hafa áhrif á uppbygg- ingu starfs hans. Sigurður kom í máli sínu inn á ýmsa þætti í ferðaþjónustu sem hann telur að hafi verið vanrækt- ir. Skortur á samvinnu aðila í ferðaþjónustu sagði hann hafa staðið í vegi fyrir bættu ástandi og að með meiri skipulagningu og samstarfi væri hægt að gera átak í ferðaþjónustu á svæðinu. Nú stendur til að í stað hefð- bundinnar kynningar á einstaka stöðum eigi að beina athyglinni meira að svæðinu í heild. Þorleifur Þór Jónsson ferða- málafulltrúi flutti næst erindi um umfang og þýðingu ferðaþjón- ustu fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Hann fjallaði um helstu ytri þætti þjónustunnar og benti á athygl- isverða þætti í máli sínu. Þorleif- ur segir, að sá þáttur sem mest er vanmetinn og mesta áherslu eigi að leggja á sé afþreying fyrir ferðamenn. „Ferðamennirnir verða að hafa nóg að gera, því þeir sem hafa það staldra lengst við. Við þurfum að halda í ferða- mennina og gott dæmi um aðferðir til þess eru Sæluvikur á Sauðárkróki svo eitthvað sé nefnt,“ sagði hann. Þorleifur lagði fram ýmsar athyglisverðar tölur sem snerta ferðaþjónustu. Á árunum 1980- 1987 var t.d. um 95% aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins. Á tímabilinu 1984-1987 jókst gistirými á Norðurlandi eystra um 30% á meðan það jókst um 37% í Reykjavík og 32% á landinu öllu. Þá benti hann á þá athyglisverðu stað- reynd, að íslendingar eigi um 60% gistinátta á Norðurlandi eystra og því þurfi að beina athyglinni í auknum mæli til þeirra. í könnun sem framkvæmd hef- ur verið kemur fram að megin ástæðan fyrir komu erlendra ferðamanna til íslands séu ummæli annarra. Því beri að leggja áherslu á þann þátt kynn- ingarinnar með því að sjá til þess að ferðamennirnir fari héðan ánægðir eftir góðar viðtökur. Á námsstefnunni fóru fram líf- legar umræður meðal þátttak- enda og er sýnt að tilgangi henn- ar var náð. Áð afloknum hádeg- isverði hélt Bjarni Sigtryggsson markaðsfræðingur erindi um hvernig ná eigi til ferðamanna og Reynir Adólfsson ferðamálafull- trúi Vest Norden nefndarinnar fjallaði um samstarf í tengslum við ferðakaupstefnur. VG ÚTILEGAN heppnast betur með niðursuðuvörum frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Matreiðslan gengur fljótar, innihaldið helst óskemmt þrátt fyrir hita og holótta vegi - en umfram allt er maturinn góður. Við bjóðum þér tæpan tug mismunandi rétta - hvorki meira né minna. :: Sími: 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.