Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 3
DAGUR FERÐABLAÐ — 3 Hríseyjarferjan Ferjan fer frá Árskógssandi til Hríseyjar kl. 9.30, 13.30, 16.30, 18.30 og 22.30. Frá Hrísey kl. 9.00, 13.00, 16.00, 18.00 og 22.00. Nánari upplýsingar í símsvara 96-61797. Verið velkomin til Hríseyjar. Ferðaskrifstofan NONNI Alhliöa ferðaskrifstofa í Miðbæ Akureyrar ★ Umboð fyrir ATLANTIC ★ Sérfræðingar í Mallorca og Júgóslavíuferðum ★ Farseðlar innanlands og utanlands ★ Ferðaþjónusta bænda og fleira Ferðaskrifstofan NONNI Brekkugötu 3 Símar 27922 og 27923. Egill hótelstjóri er bjartsýnn á sumarið en hann er hér með tveimur starfsstúlkum á hótelinu þeim Kristínu Helga- dóttur og Hrafnhildi Guðnadóttur.' Mynd: -bjb „Það er hægt að Ferðamenn! gera ýmislegt héma“ rætt við nýjan hótelstjóra Hótel Blönduós, Guðmund Egil Ragnarsson í vor tók til starfa nýr hótelstjóri á Hótel Blönduósi og heitir hann Guðmundur Egill Ragnarsson, valinn úr hópi 20 ann- arra umsækjenda. Hann er lærður mat- reiðslmnaðxu, starf- aði áður hj á Veitinga- manninum í Reykja- vík og þar áður á hótelinu í Stykkis- hólmi í tvö ár. Auk þess að stjómahótel- inu á Blönduósi, mim Egill einnig matreiða í eldhúsinu. I stuttu spjalli við blaðamann Dags á vordögxun, sagði Egill að sér lit- ist vel á nýjan stað og var nokkuð bjartsýnn á sumarið. „IJað er hægt að gera ýmis- legt héma við þetta hótel, ég er búinn að sjáþað. Við ætlum að fara í breytingar á anddyrinu og sjón- varpsherbergi. Pað er eitt af þeim atrið- um sem ég lagði áherslu á að þyrfti að gera,“ sagði Egill. Egill var spurður að því hvað hafi ráðið því að hann sótti um stöðu hótelstjóra á Blönduósi. Hann sagði að það hefði fyrst og fremst verið þörfin fyrir að breyta til. „Þegar ég vann á Veit- ingamanninum, þá vann maður frá kl. 8 á morgnanna til 4 á daginn, þetta voru miklar tarnir. I hádeginu t.d. vorum við með, þetta 600-800 manns. Maður var úttaugaður þegar maður kom heim eftir vinnuna. Síðan vorum við með veislueldhús um helgar. Hérna er þetta allt öðruvísi, við afgreiðum af diskum, hitt fór allt í matarbakka. Það er eitt af því sem ég ætla að breyta hérna, það er matseðillinn. Ég er mjög hrif- inn af sjávarréttum og mun því vera með meira af fiski. Um helg- ar ætla ég að stefna á að bjóða salatbar á föstud_ags- og laugar- dagskvöldum.“ „Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“ - Hvernig sýnist þér sumarið ætla að koma út? „Það lítur mjög vel út. Þaö er búið að panta nokkuð mikið, en eftir að staðfesta eitthvað af pöntunum. Ég er mjög bjartsýnn, það þýðir ekkert annað.“ - Nú vantar ekki hótelin í Reykjavík, af öllum stærðum og gerðum. Hvað með hótelrekstur úti á landi, horfa menn á hann með bjartsýnum augum í fram- tíðinni? „Ég skal ekki segja, sam- keppnin er auðvitað miklu minni heldur en í Reykjavík. Við höf- um upp á allt annað að bjóða úti á landi, það er náttúran í kring. Hérna eru það t.d. veiðiárnar, ekki vantar þær í Húnaþingi. Ég held að það sé ekki hægt að bera saman, hótel í Reykjavík og hótel úti á landi. Það er vínbar hérna á hótelinu og það getur stundum verið erfitt að vera með diskótek, vegna ónæðis fyrir hót- elgesti. Þannig að þegar eru fáir hótelgestir, reynir maður að stíla upp á að hafa diskótek. Það hef- ur mælst ágætlega vel fyrir." 10-11 manns vinna á hótelinu í sumar - Hvernig ferðamenn færðu í sumar? „Það verða aðallega hópar ferðamanna, sem ég á von á, en þeir koma í gegnum ferðaskrif- stofur. Reksturinn byggist aðal- lega á slíku yfir sumartímann.“ Hótel Blönduós býður upp á 18 gistiherbergi, en auk þess hef- ur hótelið yfir að ráða 10 her- bergjum og svefnpokaplássi í bakhúsi, eða „Blöndu", eins og Egill kallaði húsið. „Við bjóðum upp á þetta, ef allt skyldi fyllast hjá okkur á hótelinu," sagði Guðmundur Egill. Egill sagðist búast við að vera með um 10-11 manns í vinnu í sumar á hótelinu. „Þetta er gott starfsfólk og ég kvíði engu með að hafa það í vinnu hjá mér, það hefur flest unnið hér áður,“ sagði Egill að lokum. -bjb DAGUR Sauðárkróki S 95-35960 Norðlenskt dagblað •nattntt.i S.*f>ifSl Hjá okkur er opið allar helgar. Fjölbreytt vöruval. Mikið úrval af kjötvörum. Allt í grillveisluna. Opið alla virka daga kl. 9-22. Laugardaga og sunnudag kl. 10-22. Eina kjörbúðin á Akureyri serxi er opin um helgar. MATVÖRU MARKAÐURINN Kaupangi v/Mýrarveg Sími 96-21234 • Akureyri. IS • IS • IS Hafið þið reynt sJzafísinn okkar vinsæla með piparmyntu-, karamellu,- appelsínu-, bláberja- eða jarðarberjabragði Samlokur • Gos • Sælgæti ísbúðixi Kaupvangsstræti 3 • Sími 22266

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.