Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 22

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 22
 Ferðalög erlendis . . . og rútuferðir um Frakkland og Sviss. Framandi ferðir til Tyrklands, Kína, Sovétríkjanna og Egyptalands eru sömuleiðis í boði hjá Úrvali. Ferðaskrifstofan Saga Boðið er upp á sólarferðir til Costa del Sol í sumar þar sem boðin er gisting í íbúðum eða hótelherbergjum. Ferðirnar eru 2ja eða 3ja vikna langar. I Portúgal eru gististaðir Sögu á Algarve sem oft hefur verið nefnt „Gullhornið11. Þessi syðsti hluti Portúgal er afmarkaður með fjallgarði í norðri og sjó í suðri en hann hefur á síðari árum orðið einn besti og vinsælasti ferða- mannastaður landsins. Kýpur er paradís þeirra sem vilja njóta lífsins í sól og sjó en farþegar Sögu gista á hótelum í Limassol sem er næst stærsta borg eyjunnar. Þá bjóðast við- skiptavinum ferðaskrifstofunnar ferðalög til Túnis og Marokkó. Túnis hefur skipað sér fastan sess sem vinsælt ferðamannaland og er ferðamannaþjónusta þar þróuð. í Túnis hefur borgin Hammamet orðið fyrir valinu sem dvalarstaður farþega en bær- inn er nýtískulegur með enda- lausar baðstrendur og glæsileg hótel. Skammt frá bænum eru Nabeul, Karþagó og Sidi Bou Said sem áhugaverðir eru vegna fornra minja og fjölbreytts mannlífs. Saga býður ferðir allt árið til Agadir í Marokkó auk mögu- leika á viðkomu í Marrakesh og/ eða Casablanca. Casablanca er mjög vestræn stórborg og hafnar- borg. Þar er spennandi að fara um, iðandi verslunargötur og gamli bærinn með sínu sérkenni- lega mannlífi. Margir staldra við á Hótel Hyatt Regenci og fá sér Humphrey Bogart og Ingrid Bergmann kaffi og koníak, en það er orðinn fastur liður ferða- manna er til Casablanca koma. Auk ofnagreindra ferða eru skipulagðar orlofsferðir í Hol- landi, úrvals gististaði í Frakk- landi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu. Fjölbreyttar rútuferðir um Evrópu eru sömuleiðis á dagskrá auk sérferða til Kína, skútuferða á Miðjarðarhafi, siglinga um Karabíska hafið og ferðar til Sovétríkjanna. Thailand og Flor- ída eru sömuleiðis meðal við- komustaða ferðaskrifstofunnar. Veröld Leiðir Veraldar liggja m.a. til Spánar í sumar, á Costa del Sol og til Benedorm. Flogið er í beinu leiguflugi vikulega og segja þeir veðursældina á Sólarströnd- inni hafa mjög slakandi áhrif á föla og þreytta gestina úr norðri. Costa Blanca á Benedorm er sögð ein af hreinustu ströndum Evrópu. í bænum eru. fjöldi góðra veitingastaða og blómleg verslun. Þá er verðlag á Beni- dorm snöggtum lægra en á öðrum ferðamannastöðum á Spáni. Sögueyjan Kýpur er meðal dvalarstaða í sumar hjá Veröld. Eyjan er sú þriðja stærsta í Miðj- arðarhafinu og hefur verið í þjóðbraut milli þirggja heims- álfa, Evrópu, Asíu og Afríku í árþúsundir. Farþegum Veraldar Tívolígaðurinn dregur til sín flesta ferðamenn sem koma til Kaupmannahafnar. Þar geta bæði fullorðnir og börn fundið eitthvað við sitt hæfi. er sinnt af íslenskum fararstjóra í Limassol. Ferðaskrifstofan býður nýjung í ferðamöguleikum. Eyjahopp kalla þeir þetta og geta farþegar kynnst fjórum eyjum og ákveðið sjálfir dvalartíma í hverri þeirra, Pú kemst skjótt og greiðlega á áfangastað innanlands með því að ferðast fijúgandi. Með örygglð að ieiðarljósi greiða Flugleiðir götu þína og bjóða áætlunarflug tll 10 staða á landinu. ísamvinnu við önnurflug- félög og sérleyfishafa áttu síðan kost á tengiferðum til alls 42 staða. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn - taktu flugið. Með Flugleiðum. Allar nánari upplýsingar á sölu- skrifstofum Flugieiða, hjá umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR INNANLANDSFLUG þó að lágmarki fjórtán daga í heild. Einnig stendur til boða að leigja skútu og gerast eiginn skip- stjóri á siglingu um heimshöfin. Atlantik Mallorka er meðal áfangastaða Atlantik í sumar. Vinsældir Mallorka stafa sennilega af því að þar er að finna óskablöndu auðugs mannlífs, fagurrar nátt- úru og blíðrar veðráttu. Langanir farþega geta verið mismunandi, sumir vilja helst slappa af á tandurhreinni strönd, aðrir telja það hápunkt tilverunnar að dreypa á góðu víni, borða sælkerafæðu eða rölta um og anda að sér fornri menningu og sögu. Flug og bíll er vinsæll fararmáti og getur Atlantik tekið þátt í skipulagningu vel heppnaðrar ferðar frá einhverjum áfanga- staða Arnarflugs eða Flugleiða. Portoroz í Júgóslavíu hefur um árabil verið vinsæll ferðamanna- staður en á 13. öld voru Bene- diktínusarmunkar farnir að nota saltið, leirinn og sjóinn þar sér til lækninga. Því hefur einnig verið haldið fram að sjávarloftið við Portoroz hafi lækningamátt. Auk þessa er næturlífið á staðnum líf- legt þrátt fyrir rólegt yfirborð. Atlantik býður sumarhús í Þýskalandi og Hollandi, ensku- nám í Englandi og rútuferðir um suður Frakkland, Sviss og Aust- urríki, Norður-Ítalíu, Júgóslavíu og Ungverjaland og loks um Aust- ur-Þýskaland og Tékkóslóvakíu. Pólaris Á hverju sumri streymir hresst fólk á öllum aldri til Ibiza til að njóta veðurblíðu og fjölbreyti- legs mannlífs. Leiðir Pólaris liggja til Ibiza og þar verður m.a. í fyrsta skipti starfræktur orku- klúbbur fyrir fólk á öllum aldri sem vill nota fríið til að hressa upp á líkamann. Þá er Mallorka sömuleiðis á ferðadagskrá Pólar- is, en eyjan er sem kunnugt er einn vinsælasti sumarleyfisstaður Evrópu. Pólaris leggur líka áherslu á ferðalög til vesturálfu. Dvalar- staðir í Bandaríkjunum eru aðal- lega á Florída og í Orlando en báðir eru þeir vel þekktir ferða- mannastaðir. í Orlando er frægasta sædýrasafn heims, Sea World auk Disney World sem ekki þarf að kynna nánar fyrir lesendum. Ævintýraferðir til Tyrklands, Thailands, Mexico og Brasilíu ættu ekki að svíkja þá sem áhuga hafa á að kanna framandi slóðir. Á dagskrá í Brasilíu er m.a. sigl- ing á Amaozonfljótinu og ferð inn í Ieyndardómsfullan frum- skóginn. Hinum megin Atlantshafins eru möguleikar á ferðum til Portugal, Madeira, Egyptalands, ísraels, Tyrklands, Kýpur og Mið- Evrópu. Ymsar nýjungar líta dagsins ljós hjá þessari ungu ferðaskrifstofu, þeir bjóða gist- ingar hjá íslendingum erlendis, t.d. hjá Ingu og Kalla á Le Roi Dagobert í nágrenni Luxemburg- ar og fleirum víðar um heim. Þá er Ratvís með einkaumboð á sölu á ferðum á heimsmeistarakeppn- ina í fótbolta á Ítalíu á næsta ári. Aðgöngumiðar á Ieiki, hótel og ferðir milli staða er innifalið í pökkum sem í boði eru og er þeg- ar farið að bóka í þessar ferðir. Ratvís Ferðaskrifstofan Ratvís sérhæfir sig í sölu á ferðum til Bandaríkj- anna og fjarlægra landa auk þess að einbeita sér að einstaklings- og viðskiptaferðum. Þeir sem kjósa að ferðast til sólarlanda fá að sjálfsögðu þjónustu við hæfi líka, en þeir verða sífellt fleiri sem vilja ferðast á eigin vegum, sameina dvöl í stórborg og sólar- strönd og fá aðstoð við skipu- lagninguna. í Bandaríkjunum er um margt að velja. í Flórída liggja tækifær- in við hvert fótmál, þaðan er boðið upp á skemmtisiglingar í Karabíska hafinu og til Bahama eyja auk ferða í Disney World og Sea World svo eitthvað sé nefnt. Vesturströndin heillar en þar er boðið upp á 5-13 daga skoðun- arferðir í loftkældum rútum, Hawai gleymist ekki og þá er Ratvís umboðsaðili fyrir „Trek America" sem skipuleggur ævin- týraferðir fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.