Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 26
26 — DAGUR FERÐABLAÐ
FERÐAÞJÓNXJSTA. BÆNDA
Frábær ferðamöguleiki innanlands
Gisting á sveitabæjum ★ Sumarhús
★ Hestaleiga ★ Veiðileyfi o.fl.
Gistiflakkari ★ Veiðiflakkari
Ódýrarí og frjálsarí ferðamáti.
Ferðaþjónusta bænda,
Bændahöllinni v/Hagatorg,
107 Reykjavík, sími 91-623640 - 91-19200.
Ferðamenn!
Ástarsögurnar frá Snorrahúsi
njóta sívaxandi vinsælda.
Tvær nýjar bækur koma út í
hverjum mánuði.
Fást í bókabúðum og blaðsölu-
stöðum um land allt.
Tilboð
Tvær eldri ástarsögur
í pakka á aðeins kr. 499.-
Þrjár eldri sakamálasögurí pakka
í pakka á aðeins kr. 499.-
Grípið meðykkurgóðar bækur í sumarleyfið.
SNORRAHÚS
StrapdgötuJX; Sími 96-24222■Akureyrí
Margir koma og skoða mikið
— Jón Pétur Líndal,
sveitarsdóri á íjölsóttasta ferðamannastað Norðurlands
Jón Pétur Líndal sveitarstjóri í Mývatnssveit.
Mývatnssveit, ein feg-
ursta og sérstæðasta
náttúruperla okkar,
er fjölsóttasti ferða-
mannastaður norðan-
lands. Sveitarstjóri
Skútustaðahrepps er
Jón Pétur Líndal.
Dagitr sló á þráðinn
til sveitarstjórans og
spurði eftir hvaða
leiðum allir þessir
ferðamenn bærust í
sveitina og hvaða
staði þeir skoðuðu
helst.
„Á þessum tíma koma flestir
með Norrænu til Seyðisfjarðar og
hingað frá Egilsstöðum. Eftir að
hálendið opnast koma flestir í
hópferðum með ferðaskrifstof-
urn. Af helstu skoðunarstöðum
má nefna: Elverasvæðið austan
við Námafjall, Námafjall, Kröflu
og Víti, Dimmuborgir og Höfða,
Skútustaðagíga og svo skoða
menn mikið fuglalífið við vatnið.
Nokkrir ganga á Hverfjall og það
er gaman að kíkja þangað upp.“
- Hvernig er aðstaða til að
taka á móti öllu þessu fólki? Fer
kannski að verða heldur mikill
átroðningur af ferðamönnum?
„Ef við lítum fyrst á gistirými,
þá er búinn að vera skortur á hót-
elplássi í nokkur ár yfir hásumar-
ið. Þó hefur verið reynt að bæta
úr þörfinni með gistingu hjá
bændum og ódýrri gistingu
innanhúss sem töluvert framboð
er af, þannig að þetta mætti
nokkurn veginn eftirspurninni á
síðasta ári. Svo eru nokkur tjald-
svæði og þau hafa verið alveg
fullnýtt yfir topptímann og ekki
mátt vera minni. Verið er að
vinna að breytingum á stærsta
svæðinu, sem hreppurinn rekur
hér við Reykjahlíð, og verður
það væntanlega gott að þeim
loknum, þó þar sé óvistlegt eins
og er.“
- Hvað með tekjur sveitarfé-
lagsins af ferðamönnum, skoða
þeir mikið en skilja kannski lítið
af peningum eftir?
„Ferðamennirnir koma margir
og skoða mikið. Það sem þeir
skilja eftir er það sem menn hafa
í gegn um sölu, þá aðallega á mat
og gistingu. Svo kemur önnur
þjónusta, aðilar hér innansveitar
eru með hópferðir og bjóða bæði
rútuferðir, flugferðir og ferðir á
hestum. Ferðamannaþjónustan
skapar vinnu innansveitar, þó er
það orðið svo að mikið af utan-
sveitarfólki, sem kemur allsstað-
ar að af landinu, vinnur hér á
sumrin, svona rétt eins og menn
sem fóru á vertíðir í gamla daga.
Fólk hefur gaman af að koma hér
og skemmta sér um leið.“
- Þið hafið eitthvað fitjað upp
á þeirri nýbreytni að selja inn á
skoðunarstaði?
„Þetta var gert við Höfða í
fyrra, og ekki er hægt að segja
annað en það hafi gefist vel.
Flestir, sem voru á ferðinni á eig-
in vegum, komu þarna og borg-
uðu án þess að setja út á þetta en
meira var um að innlendir aðilar,
ferðaskrifstofur og aðrir slíkir,
væru óánægðir með gjaldtökuna
og gerðu frekar í að sneiða hjá
staðnum. Þar mun hafa átt sinn
þátt að þetta var ákveðið mjög
seint svo þessir aðilar höfðu ekki
tíma til að kynna þetta fyrir sín-
um viðskiptavinum.
í vetur var verið að ræða um
gjaldtöku í Dimmuborgum, en
svæðið er í eigu ríkisins og
Landgræðslan hefur umsjón með
því. Ferðamálaráð og fleiri þurfa
að fjalla nánar um þetta áður en
leyfi fæst til gjaldtökunnar svo
ekki verður af þessu í sumar. Ef
af þessu verður næsta sumar,
verður það kynnt tímalega svo
menn geti undirbúið sig fyrir
það.“
- Hvernig mynduðust
Dimmuborgir, þessi stórkostlega
náttúrusmíð?
„Þarna mun hafa myndast
hrauntjörn, en hraunið fundið
sér farveg og tjörnin tæmst eftir
að storknun var hafin, og því
standa eftir þessir mikilfenglegu
hraundrangar og stólpar og finna
má hella og kirkjur."
- Svæðið á í vök að verjast,
ekki satt?
„Frá gamalli tíð hefur sandfok
ógnað og sunnantil í Dimmu-
borgum sjá menn að sandurinn er
kominn. Þar er líka kominn mel-
ur sem notaður hefur verið til að
stöðva sandfokið inn í borgirnar,
en hluti þeirra hefur farið undir
sand. Sandur hefur borist víða
um Dimmuborgir og þétt botn-
inn, þannig að vatn stendur frek-
ar uppi og for myndast, þannig
að ógeðslegt verður yfirferðar.
Menn sjá því fram á að þurfa að
gera ákveðnar gönguleiðir sem
standa betur af sér gagnvart vatn-
inu, og verða það þrifalegar að
fólkið fari eftir þeim en klifri ekki
allsstaðar upp um brekkurnar. Ef
tugir þúsunda ferðamanna ganga
utan stíga í rigningartíð, fer land-
ið að muna um þá umferð og því
er nauðsynlegt að ganga vel frá
stígum svo landið verði ekki ljótt
og leiðinlegt ásýndar.
Þeir aðilar sem ráða ferðinni
hafa ekki haft mikla peninga til
að setja í aðstöðu á ferðamanna-
stöðum. Að vísu veitti Ferða-
málaráð peninga í aðstöðu fyrir
ferðamenn í Mývatnssveit fyrir
nokkrum árum og ekki er verið
að vanþakka það. En það sýnir
sig að þegar verulega fer að
fjölga ferðafólki á stöðunum
þurfa menn að taka sig virkilega
á. Þá gengur ekki lengur gamla
lagið, að ætla öllum að fara inn
og skoða sig um að vild. Það þarf
að hafa stjórn á þessu og afla
peninga til að standa undir þjón-
ustu og aðstöðu fyrir ferðafólkið.
Hugsunarhátturinn verður að
breytast í þessum efnum.“
-Eykst aðsóknin að Dimmu-
borgum stöðugt?
„Eiginlega er það ekki vitað.
1987 var gerð talning í nokkra
daga í júlí og ágúst og með því að
miða við fjölda ferðafólks á tjald-
stæðum og víðar yfir talningar-
dagana og aðra daga sumarsins,
var álitið að 30-40 þúsund manns
gætu hafa komið þarna það
sumar. Ef marka má spár um
aukningu fjölda ferðamanna sem
koma til landsins, má ekki bíða
lengi með að gera einhverjar ráð-
stafanir þarna.“
- Fer sveitarstjóri Skútustaða-
hrepps oft í Dimmuborgir og
Höfða?
„Spurningin er hvað er oft? Ég
fer þangað nokkrum sinnum á
hverju sumri og kíki í Dimmu-
borgir nokkrum sinnum yfir vet-
urinn líka. Það er einnig gaman
að skoða sig um í Mývatnssveit á
veturna.“ IM
Mývatnssveit. Mynd: Ki.