Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 20
20 — DAGUR FERÐABLAÐ / —----------------------- HÓTEL KIÐAGIL V/Sprengisandsveg Bárðardal S.-Þing. Sími 96-43290 Gisting • Svefnpokapláss • Morgunverður Smáréttir ■ Kaffi og kökur • Gufubað ★ Við bjóðum ykkur velkomin á nýjan gisti- og veitingastað. ★ Opið júlí og ágúst. ★ Kvöldverður og nestispakkar ef pantað er. HÓTEL KIÐAGIL _________________________/ Ferðalög erlendis Fjölmargir kjósa að fara út fyrir land- steinana og eyða sumarí'ríiiiii á sólar- strönd, í sæluhúsum, vera á eigin vegum með bdaleigubdum eða fara á nýja og framandi staði í öðr- xun heimsálftun. Hér gefst lesendum kost- ur á að fræðast um það helsta sem í boði er hjá nokkrum ferða- skrifstofum. Samvinnuferðir-Landsýn Fyrst ber að nefna sólarlanda- ferðirnar til Mallorca og Benidorm á Spáni, Rimini og Riccione á Ítalíu, Grikklands og Hawaii. Til Mallorca eru farnar fjöldinn allur af ferðum í sumar þar sem boðið er upp á gistingu á mismunandi hótelum eða í íbúðum. Gististað- irnir eru á Santa Ponsa og Cala d’Or. Um árabil hafa íslendingar flykkst til þessarar eyju sem er ein frægasta sólskinsparadís ver- aldar. Par eru auk sólbaðs- stranda, diskóteka og úrvals veit- ingastaða, 9 vel útbúnir golfvellir svo kylfingum ætti ekki að leiðast á meðan. í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á ferðir til Cala d’Or, en þar er náttúrufegurðin meiri en víð- ast hvar, staðurinn er á austur- ströndinni þar sem m.a. vaxa möndlutré og sítrónutré á land- búnaðarsvæðunum. Frá Cala d’Or er farið í skoðunarferðir; m.a. sjóræningjasiglingu, heim- sókn í vatnsleikjagarð og nætur- klúbbur er heimsóttur. Strandbærinn Santa Ponsa er skammt vestur af Palma höfuð- borg eyjarinnar. Þaðan er boðið upp á skoðunarferðir í dreka- hella, safaríferðir og kvöldsigl- ingu til Palma svo eitthvað sé nefnt. Þá fara að sjálfsögðu allir ferðalangar í grísaveislu að hætti Spánverja þar sem dansað er fram á nótt. Vinsældir ferða til Benedorm hafa verið miklar, þar eru hvítar sandstrendur og meðalhiti í júní- ágúst 27-30 gráður á celsíus. Benedorm byggist út frá tveimur sandströndum, Levante og Poni- ente. Þaðan er svo til jafn langt til Barcelona í norðri (480 km), Madrid í vestri (458 km) og Malaga á Costa del Sol í suð- vestri (562 km) svo upplagt er að leigja bíl meðan á dvölinni stendur. Frá Benedorm er farið í skoðunarferðir t.d. jeppasafarí og dagsferð til Valencia. Til Ítalíu stefnir hugur margra því saga og mannlíf þar á engan sinn líka. Á Rimini og Riccione geta listunnendur, sóldýrkendur og nátthrafnar fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að fara í skoðunarferðir til Rómar, Flór- ens og Feneyja svo eitthvað sé nefnt. Grikkland er heillandi sumar- leyfisstaður en SL bjóða ferðir til Vouliagmeni og Rohdos. Ekkert jafnast á við skoðunarferðir í Grikklandi, Aþena og Akrópólis eru sögufrægir staðir og á Rhodos er gamli bæjarhlutinn á norður- odda eyjarinnar einstaklega skemmtilegur. í sumar býður SL í fyrsta skipti upp á vikulegar ferðir til Hono- lulu og Waikiki-strandarinnar á Hawaii. Ferðast er hálfa leiðina umhverfis hnöttinn og dvalið á framandi slóðum í tvær eða þrjár vikur. Honolulu er höfðuborg Hawaii og stendur á eyjunni Oahu en þar er líka hin fræga höfn, Pearl Harbour. Boðið er upp á skoðunarferð þangað, auk ferða um Oahu, í Pólinesíku menningarmiðstöðina og ferða til annarra eyja. Sæluhúsadvöl nýtur sífellt meiri vinsælda. SL býður sæluhús í Hollandi, Englandi og Frakk- landi í sumar. Dvöl í sæluhúsi er upplögð fyrir alla fjölskylduna þar sem allir geta fundið sér skemmtun við hæfi. Sæluhúsa- hverfin þrjú eiga það sammerkt að vera ákaflega vel í sveit sett og segja má með sanni að þaðan sé stutt til allra átta. Margir áhuga- verðustu staðir Hollands, Belgíu og V-Þýskalands eru steinsnar frá Kempervennen; Skírisskógur er nálægt því að vera nafli Englands og Les Bois franxs er mitt á milli Parísar, Normandí og Bretagne- skaga og Lorie-dals. Þá býður SL dvöl í sumarhúsum í Danmörku, nánar tiltekið í Karlslunde örskammt frá Kaupmannahöfn og í Middelfart við strönd Litla- beltis á Fjóni. Þá gefst viðskipta- vinum sömuleiðis kostur á flugog bíl og ráða þannig ferðinni sjálfir, og rútuferðum um Evrópu. Útsýn Aðall Útsýnar eru vafalítið ferð- irnar til Costa del Sol. Þangað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.