Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 16
16 — DAGUR FERÐABLAÐ Akureyri/Eyjafjörður Grnmar Karlsson, hótelstjóri Hótels KEA: Akureyrí hefiir gott orð ásér sem ferðamannabær Akureyri, höfuðstaður Norður- lands, liggur við botn Eyjafjarðar vestanverðan. Bærinn er stund- um kallaður Perla Norðursins og stendur vel undir nafni því hann er einstaklega fallegur og hefur upp á margt að bjóða. Frá bæn- um er fjallasýn mikil og fögur. Næst bænum í suðvestri eru Súlur. í suðaustri eru fjöllin aust- an Eyjafjarðardalsins, næst er Byggðarfjall og skilur Garðsár- dalur það frá Vaðlaheiði. í norðri gnæfir Kaldbakur hæst og er það eitt af svipmeiri fjöllum landsins. Akureyri er sannkölluð ferða- mannaparadís því þar getur ferðalangurinn fundið flest það sem hugurinn girnist. Verslun og þjónusta er eins og best verður á kosið, gisting af öllu tagi og afþreying sömuleiðis. Dalurinn inn af botni Eyjafjarð- ar er um 60 km á lengd og stefnir að mestu í suður. Báðum megin eru há fjöll og afdalir eru margir. Öll byggð er grösug og þéttbýl enda búsældarleg mjög. Þar hafa þeir búið margir bændurnir og til eru margar þjóðsögur um þá. „Á einum bæ í Eyjafirði bar það til einn vordag að bóndi var í baðstofu sinni og sá til fjár síns út um glugga. En þar sem féð var stóð mikið stór steinn eða klöpp og gekk sauður undir steininn og kló sér á honum. Sá þá bóndi að grá hönd kom út úr steininum og tók um afturfót sauðarins fyrir ofan konungsnef. Brá hann þá við og gekk undan steininum, en var þá svo haltur að hann dró eft- ir sér fótinn. En er bóndi hafði séð þetta rann honum í skap. Gekk hann þá út og tók lurk mik- inn í hönd sér og gekk að steinin- um og tók til að berja steininn og heitaðist mjög við það er þar byggi og kvaðst skyldi mölva ofan yfir það hel... hyski steininn nema það gerði sauðinn jafnheil- an aftur, og hefur hann þannig sagt frá: „Eg barði og ég barði svo hvítnaði við í hverju höggi. “ En að stundu liðinni var sauður- inn heilbrigður. “ Nyrsta byggða eyja við ísland er Grímsey en hún liggur 41 km frá landi. Eyjan er algróin, klöpp eða melur sést ekki. Fuglalíf er þar mikið en þar hafa um 60 teg- undir fugla aðsetur. Reglubundið flug til eyjarinnar gerir ferða- mönnum kleift að komast þangað. GISTING: Hótel: Hótel KEA á Akureyri hefur nýlega verið stækkað og endur- nýjað. Það er stærsta heilsárs- hótelið í bænum og er staðsett í næsta nágrenni við göngugötuna í Hafnarstræti. Á öllum herbergj- um er bað, beinn sími, útvarp, lit- sjónvarp og videó, mini-bar og herbergjaþjónusta á meðan veit- ingasalir eru opnir. í veitingasöl- um er boðið upp á fjölbreyttan Ijúffengan mat og drykk. Hótel Edda Akureyri er rekið í heimavist MA og hefur uppá að bjóða 77 herbergi. Frá hótelinu er stutt að ganga niður í miðbæ, á leiðinni er sundlaug bæjarins og innbærinn með minjasöfnun- um er í næsta nágrenni. Hótel Norðurland er nýtt hótel á Akureyri og stendur þar sem áöur var Varðborg. Hótelið hefur verið innréttað á smekklegan hátt og leggur áherslu á persónu- lega þjónustu. Alls eru 28 her- bergi á Hótel Norðurlandi, flest með sturtu, auk þess sem þau eru búin beinum síma, litsjón- vörpum sem taka við efni frá gervihnöttum, mini-bar og út- varpi. Veitingastaðurinn Hlóðir er rekinn innan veggja hússins þar sem m.a. er boðið upp á mexí- kanskan og ítalskan mat. Hótel Stefanía í Hafnarstræti er 25 herbergja hótel búið öllum þægindum. Flest herbergin eru meö sturtu og öll með símum og sjónvarpj. Nýr veitingastaður og bar er rekinn við hótelið þar sem framreiddir eru Ijúffengir réttir all- an daginn. Hótel Akureyri er lítið hótel í miðbæ Akureyrar sem hefur ný- lega verið gert upp. Öll herbergi eru án baðs. Hótel Edda Hrafnagili er 12 km sunnan Akureyrar. Þar er gott að dvelja og njóta eyfirskrar náttúru- fegurðar. í grennd eru gróörar- stöðvar og við hótelið er rekin sundlaug. Fjölmörg gistiheimili eru á Akur- eyri og í nágrenni. Margir kjósa heimilislegt yfirbragð þar sem þeir gista auk þess sem þessi þjónusta er ódýrari en á hótelum. Á Akureyri eru gistiheimilin þessi: Ás við Skipagötu, Brauðstofan Skólastíg, Gistiheimilið Þórunn- arstræti, Gistiheimilið Gilsbakka- vegi, Dalakofinn Lyngholti og Salka Skipagötu. í nágrenninu er Alda Melgerði og Gistiheimilið Smáratún Svalbarðseyri. Farfuglaheimili: Á Akureyri eru tvö farfuglaheimili. Annað þeirra er við Stórholt 1 og hitt að Lónsá Glæsibæjarhreppi í jaðri bæjarins. Ferðaþjónusta bænda: Þeir sem gista hjá bændum á ferðum sínum eiga þess völ að kynnast búskap af eigin raun auk þess sem bændurnir skipuleggja margir ýmsa afþreyingu fyrir gesti sína. I Eyjafirði er rekin slík þjónusta á Torfufelli sem er fremsti bær fjarðarins. Tjaldsvæði: Á Akureyri er rekið tjaldsvæði við Þórunnarstræti þaðan sem stutt er í allar áttir og í næsta nágrenni er sundlaugin á Akureyri. Þá er einnig tjaldsvæði við Vín í Hrafnagilshreppi. AFÞREYING: Ferðaskrifstofur og sérleyfishafar á Akureyri skipuleggja lengri og styttri ferðir frá Akureyri. Ferða- skrifstofa Akureyrar er stærst á þeim markaði. A hennar vegum er t.d. farið daglega í Mývatns- sveit ýmist lengri eða skemmri ferðir. Þá er kvöldökuferð til Ólafsfjarðar vinsæl ferð þar sem sólarlagið er hvergi fegurra en nú fer hver að verða síðastur að koma í „Múlann". Tveggja tíma ferð í Grímsey er farin þrisvar í viku. Ferðaskrifstofan Nonni býður fjölbreytni í afþreyingu. Skoðun- arferðir í allar áttir frá Akureyri eru á dagskrá auk ferðar á reið- hjólum um Mývatn. Þá er líka farið í skipulagðar gönguferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. Fyrir þá sem áhuga hafa á sögu er gullnáma að koma til Akureyrar. Minjasafn Akureyrar, Náttúrufræðisafnið, Nonnahús, Davíðshús, Sigurhæðir og Frið- bjarnarhús hafa upp á sitthvað að bjóða og þá eru Akureyrar- kirkja, Glerárkirkja og Lög- mannshlíðarkirkja líka verðugir heimsóknarstaðir. Listunnendum er bent á Gallerí Allrahanda en þar er til sýnis og sölu íslenskur listiðnaður og norðlenskur heim- ilisiðnaður eftir þekkta sem óþekkta listamenn. (þróttamenn ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi í bænum. Sundlaugin er á sínum stað og við hana er tennisvöllur og mini-golf. Þá er golfvöllur bæjarins í göngufæri fyrir flesta. Við Strandgötu er rekin leiga á sæsleðum, eða þotuskíðum (jet- ski) og fyrir þá sem vilja taka það rólega eru gönguleiðirnar ótelj- andi, t.d. ætti enginn að sleppa því að fara í Lystigarðinn. Kvöld- og næturlífið svíkur ekki á Akureyri. Fjölmargir góðir matsölustaðir eru í bænum, Bautinn, Smiðjan, Hótel KEA, Súlnaberg, Hlóðir, Hótel Stef- anía, Uppinn og Crown Chicken auk smærri staða eins og nest- anna við bensínstöðvarnar. Um helgar eru haldnir dansleikir í Sjallanum, á Hótel KEA og á Bleika fílnum. Kráarstemmning er í Kjallaranum og á Uppanum. Á daginn má bregða sér í verslunarferð ef tími vinnst til. í bænum er að finna allar þær verslanir sem ferðamenn kunna að þurfa á að halda auk þjón- ustufyrirtækja á svið banka, pósts eða annarar þjónustu. Ferðafélag Akureyrar rekur öfluga starfsemi í sumar eins og fyrri ár. Farið verður í fjölda ferða, langar og stuttar. Sem dæmi má nefna 4ra daga ferð í Hvannalindir-Kverkfjöll-Öskju og Herðubreiðarlindir 22.-25. júlí nk. Gist er í skálum Ferðafélags íslands. Ökuferð fram í fjörð fyrir þá sem hafa unun af að koma í gróðurhús og drekka kaffi í nota- legu umhverfi tekur stuttan tíma og er Vín þá upplagður viðkomu- staður. í leiðinni væri hægt að bregða sér í sund að Hrafnagili og þá er orðið stutt í sveitina þar sem víða er hægt að komast í veiði eða fá leigða hesta til dægrastyttingar. Hótel KEA er stórl bróðirinn í hótel- rekstrl á Akureyri og eitt stærsta hótelið utan Reykjavíktu*. Lokið var við gagn- gerar breytingar á því fyrir ári síðan, í júní 1988. í hótelinu eru nú 73 herbergi, 136 gistirúm. Þar af eru 10 eins manns her- bergi. ,A*essi breyting hcí’ur skilað sér mjög vel,“ segir Gunnar Karlsson, liótelsfjóri. „Ef litið er á fjölda útleigðra herbergja kemur í ljós að milli áranna 1986 og 1987 varð uin 26% aukning og 15% aukning milli áranna 1987 og 1988. Sem rekstrareining keniur Hótel KEA nokkuð vel út í dag." Árið 1988 var alveg sérstaklega gott fyrir rekstur Hótels KEA, að sögn Gunnars. Til marks um það varð um 50% veltuaukning á síð- asta ári miðað við fyrra ár. f nóvember tók að halla eilítið undan fæti en þegar upp var stað- ið nam veltuaukningin 46%. Samdrátturinn héjt áfram fyrstu mánuði þessa árs, fyrst og fremst vegna óhagstæðs tíðarfars, en frá páskum hefur aðsókn aftur auk- ist. „Horfurnar fyrir sumarið eru þokkalegar. Það er ekki fullbók- að, en við getum orðað það svo að það sé þéttbókað í júlí og ágúst. Mér sýnist að þær bókanir sem við höfum fengið séu nokk- uð öruggar. Við lentum í því í fyrra að fá mikið af bjartsýnis- bókunum, sem ekki stóðust, en nú höfum við fengið margar stað- festar bókanir," segir Gunnar. Hann segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að einstakl- ingar kaupi gistingu á hótelinu. „Við erum ekki mikið með hópa en treystum þeim mun meira á einstaklinga. Þá hefur breyting á hótelinu gert okkur kleift að taka við ráðstefnum og hýsa ráð- stefnugesti. Á þetta munurn við leggja frekari áherslu í framtíð- inni, ekki síst vegna þess að ráð- stefnurnar lengja tímabilið hjá okkur á vorin og á haustin,“ segir Gunnar. Oft heyrist talað um að sam- vinna aðila í ferðaþjónustu á Akureyri sé of lítil. „Jú, það er rétt. Samvinnan mætti vera meiri. Þetta hefur þó batnað verulega á undanförnum árum. Til dæmis hafa aðilar í ferðaþjón- ustu hér staðið sameiginlega að auglýsingum erlendis,“ segir Gunnar. Hann segir vissulega ástæðu til að gefa ferðaþjónust- unni gaum á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu, því hér sé um að ræða atvinnugrein sem veiti mörgum atvinnu og hafi mikil margföldunaráhrif í verslun og þjónustu. Gunnar segir að bylting hafi orðið á Akureyri í aðstöðu fyrir ferðamenn. Sem dæmi nefnir hann að hótel séu nú fleiri og betri en áður og veitingastaðir sömuleiðis. Þá megi ekki gleyma því að aðstaða fyrir tjaldfólk hafi verið stórlega bætt á liðnum árum. „Ég býst við því að ferðá- fólk sé kröfuharðara í dag en það var fyrir nokkrum árum síðan. Reynslan hefur sýnt að eftir því sem aðstaða batnar, þeim mun meiri verða kröfurnar. Akureyri hefur að mínu viti gott orð á sér sem ferðamannabær. Á tímabili ríkti hér algjör stöðnun í þessari þjónustu hvað varðar uppbygg- ingu, en frá 1980 hafa orðið geysilega miklar framfarir á þessu sviði í bænum og í dag er enginn staður utan höfuðborgar- innar sem hefur upp á jafn mikið að bjóða og Akureyri." Ekki alls fyrir löngu hætti Hótel Varðborg rekstri og í kjöl- farið var því breytt frá a til ö. Þann 9. júní s.l. opnaði Hótel Norðurland að Geisiagötu 7. Hótelstjóri Hótels KEA seg- ist ekki kvíða því að hörð sam- keppni frá Hótel Norðurlandi eigi eftir að reynast Hótel KEA erfið. „Á sínum tíma var mik- il bót að því að fá Hótel Stef- aníu og ég tel að sama skapi mjög jákvætt að fá Hótel Norðurland núna. Ég tel að eftir því sem gistirými á hótelum hér batnar, aukist líkur á því að fá hingað ferðafólk. Tilkoma Hótels Norð- urlands er mjög jákvæð með til- liti til ráðstefnuhalds, því ef við tökum við stórum ráðstefnum er mjög mikilvægt að gistirými fyrir ráðstefnugesti sé allt í svipuðum gæðaflokki," segir Gunnar Karls- son. óþh Á daginn má bregða sér í verslunarferð ef tími vinnst til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.