Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
72. árgangur Akureyri, föstudagur 21. júlí 1989 137. tölublað
Raíveita Akureyrar:
Samdráttur í raforkusölu
fyrstu sex mánuði ársins
Raforkusala Rafveitu Akur-
eyrar til húshitunar hefur
minnkað talsvert fyrstu sex
mánuði þessa árs, miðað við
sama tíma í fyrra. Orkusala
samkvæmt daghitunartaxta
hefur dregist saman um 13,4%
og næturhitun um 41%. Að
sögn Svanbjörns Sigurðssonar,
rafveitustjóra, hefur tckjutap
veitunnar vegna þessa ekki
verið reiknað endanlega út
vegna samdráttarins, þar sem
um bráðabirgðatölur er að
ræða, en Ijóst er að rafveitan
verður að mæta tapinu með
einhverju móti.
Ekki er hægt að draga aðra
ályktun en þá að hluti þessa sam-
dráttar sé varanlegur, þar sem
rafveitan er smám saman að
missa húshitunarmarkaðinn yfir
til hitaveitunnar. Rafveitustjóri
var inntur eftir því hvaða við-
brögð kæmu til greina frá hendi
veitunnar til að mæta tekjutap-
inu. Sagði hann þá að 75% af
nettótekjum færu til að greiða
orku frá Landsvirkjun, en
afgangurinn í rekstur, viðhald og
nýframkvæmdir. „Niðurskurður
á kostnaði kemur ekki til greina,
því við erum búnir að vera f
algjöru lágmarki hvað það snertir
Hótel full og tjaldað úti um allt:
„Ferðainannaþjónar“
brosa út að eynun
Þeir aðilar á Norðurlandi sem
selja gistingu, hvort sem er í
uppábúnum rúmum, svefn-
pokaplássi eða tjöldum, bera
sig vel þessa dagana. Veðrið
hefur Ieikið við hvern sinn
fingur um norðan- og austan-
vert landið og það hefur virkað
sem segull á ferðafólk. íslend-
ingar jafnt sem erlendir ferða-
menn hafa lagt leið sína á
Norðurland og sleikt sólskinið.
Samkvæmt viðtölum við for-
svarsmenn hótela á Norðurlandi í
gær hefur júlímánuður verið
mjög líflegur og víðast nokkru
betri en í fyrra. Hótelin eru í
flestum tilfellum mjög vel bókuð
í ágúst. Það vekur þó athygli að
það hefur síður en svo verið
meira um sölu á gistingu á Hótel
Höfn á Siglufirði en á sama tíma
í fyrra.
Á Hótel Blönduósi hefur júlí
verið mjög góður eftir heldur
dapran júní. Þar hefur verið mik-
il umferð og virðist straumurinn
liggja í austur, til Eyjafjarðar-
svæðisins og Þingeyjarsýslna.
Forsvarsmenn tveggja hótela á
Akureyri, Hótel Eddu f heima-
vist MA og Hótel Stefaníu, bera
sig mjög vel. Ásbjörn Jensson,
hjá Hótel Stefaníu, segir að nýt-
ing þess sé betri en á sama tíma í
fyrra. Hann segir að tilkoma veit-
ingasalar hafi haft sitt að segja.
Rafn Kjartansson, hótelstjóri á
Hótel Eddu, segir að það stefni í
gott sumar. Hann segir að með
hitabylgjunni hafi ferðamönnum
greinilega fjölgað, fyrst og fremst
Islendingum. Hvað ágústmánuð
varðar segir Rafn að vel líti út
með bókanir.
I Sólborg Steinþórsdóttir, hótel-
stýra Hótel Eddu í Stórutjarnar-
skóla, tekur undir þetta og segir
að mun fleiri íslendingar virðist
nú vera á ferðinni en í fyrrasum-
ar. Hún segir að „vertíðin“ hafi
farið rólegar af stað en í fyrra en
júlí hafi verið mjög góður.
Hljóðið er einnig gott í ferða-
þjónustubændum. Klara Jóns-
dóttir á Bakkaflöt í Tungusveit
segir að miðað við að þetta sé
annað árið sem boðið er þar upp
á gistingu sé ekki hægt að kvarta.
Hún segir að útlendingar séu í
meirihluta. Jón Frímann í Blá-
hvammi í Reykjahreppi segir
hins vegar að íslendingar séu þar
í meirihluta í gistingu. Hann seg-
ist ekki hafa nærri því getað ann-
að eftirspurn, t.d. hafi liann þurft
að vísa 15 manns frá í fyrrakvöld.
Jón segir að örtröðin hafi byrjað
strax í byrjun júní og allir dagar í
júlí, að tveim undanskildum, séu
upppantaðir.
Einn er sá gistimáti ónefndur
sem nýtur mikillar hylli þ'essa
dagana, tjaldið. í stuttu máli
sagt; tjaldstæði víðast hvar á
Norðurlandi hafa verið þéttsetin
eða -legin á undanförnum dögum
og vikum. Enda ekki amalegt að
tjalda í veðurblíðunni! óþh
mörg undanfarin ár. Við erum
með einna lægsta hlutfall allra
rafveitna landsins livað þetta
snertir. Það sem liggur beinast
við að gera er að reyna að auka
orkusöluna með því að finna nýja
markaði og notendur, og/eða
hækkun raforkuverðs."
Svanbjörn sagði það vissulega
hafa verið alvarlegt vandamál
fyrir rafveituna að missa fjölda
viðskiptavina af hitamarkaðnum,
og slíkt hefði óhjákvæmilega haft
í för með sér einhver áhrif á fyrir-
tækið. Samkvæmt langtímaáætl-
un væri stefnt að því að breyta
spennu á háspennunetþ í eldri
hluta bæjarins úr 6 kV í 11 kV.
Breytingin á háspennukerfinu
miðaðist við aukningu á flutn-
ingsgetu, og ef álagið minnkaði
vegna minni orkusölu til húsitun-
ar, gæti slíkt haft einhver áhrif
þar á.
Þegar rafmagn var lagt í
„Hlíðahverfið" á Akureyri ríkti
mikil óvissa um hvort farið yrði í
hitaveituframkvæmdir eða ekki,
og lét R.A. leggja strengi heim
að öllum húsum miðað við fulla
rafhitun. En hitaveitan kom og
fjárfestingin liggur meira og
minna ónotuð í jörðu, hvað þetta
snertir. EHB
Frá hitaveituframkvæmdum í Gerðahverfi 2. Rafveita Akureyrar hefur misst
drjúgan spón úr aski sínum yfir til hitaveitunnar. Mynd kl
Aðgerðir til að rétta ríkissjóð af:
Stefiit að stórauknum lán-
tökum ríkissjóðs inna.nla.nds
- ríkisútgjöld lækkuð um allt að 800 milljónir króna
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
grípa til sérstakra aðgerða til
að minnka hallann, sem annars
hefði verið fyrirsjáanlegur á
ríkissjóði á þessu ári. I tilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu
segir að við afgreiðslu fjárlaga
hafi verið gert ráð fyrir 634
Fjórði fundur í þrotabúi Svartfugls:
Nauðasairniingar ekki í höfii
- lokatilraun fyrir fund 17. ágúst
Þann 17. ágúst nk. verður
haldinn fimmti fundur í þrota-
búi Svartfugls á Akureyri og
fyrir þann fund verður gerð
Iokatilraun til að ná nauða-
samningum fyrir hönd þeirra
aðila sem eru þar í ábyrgðum.
Fram kom á fundi í þrotabúinu
í gær að nú hefur náðst samþykki
75% atkvæðismanna, þ.e. þeirra
sem eiga kröfur í búið, til að fara
nauðasamningaleiðina. Það
hlutfall er nægilegt til að sam-
þykkja nauðasamningaleið. Hins
vegar hafa einungis 30% krafna
fengist uppáskrifaðar fyrir
nauðasamningum. Enn vantar
því 45% krafna til þess að nauða-
samningar verði samþykktir.
Vonast hafði verið til að á
þrotafundi Svartfugls í gær myndi
liggja fyrir hvort nauðasamninga-
leið væri fær. Á þrotabúsfundi
sem haldinn var 21. júní sl. kom
fram að lögmaður hluthafa í
Svartfugli hafi náð samþykki yfir
50% kröfuhafa fyrir nauðasamn-
ingum. Eins og áður segir er til-
skildum 75% kröfuhafa náð en
eftir er að afla samþykkis fyrir
45% krafna. óþh
milljóna kr. tekjuafgangi á
rekstri ríkissjóðs, en nú séu
hins vegar horfur á 4.200 millj-
óna króna halla, ef ekkert
verði að gert.
Ráðstafanirnar verða í megin-
atriðum þessar: Ríkisútgjöld
skulu lækkuð um allt að 800
milljónir króna. Þessu markmiði
á að ná með því að lækka fjár-
magnstilfærslur og framlög til
stofnkostnaðar, þar sem fram-
kvæmdir eru ekki hafnar.
Innlend lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs verður aukin frá fjárlögum
um allt að þrjá milljarða króna.
Innheimtu verður breytt á
bensíngjaldi, og skilafrestur
gjaldsins styttur úr tveimur mán-
uðum í einn. Þessi aðgerð ein og
sér þýðir að staða ríkissjóðs batn-
ar um 250 milljónir kr. þegar á
þessu ári.
Innheimtu á launaskatti verður
breytt, og hann innheimtur mán-
aðarlega í stað annars hvers mán-
aðar.
Hlutdeildarskírteini í verð-
bréfasjóðum, sem einungis eru
samsettir úr ríkisskuldabréfum
og ríkisvíxlum, munu framvegis
njóta skattfrelsis á sama hátt og
ríkisskuldabréf gera nú.
Ráðgert er að með ofangreind-
um ráðstöfunum muni rekstrar-
hallinn minnka um allt að 1,3
milljarða króna, og forsendur
skapast til að fjármagna það sem
eftir er með lántökum á innlend-
um lánsfjármarkaði.
Um orsakirnar fyrir breyttum
horfum í ríkisfjármálum frá því
fyrr á árinu er þrennt til skýring-
ar. í fyrsta Iagi hafi verðlagshorf-
ur breyst verulega, spáð sé 21%
meðalhækkun verðlags frá fyrra
ári, eða um 4 til 6% meira en
reiknað var með í fjárlögum.
Gengisbreytingar umfram áætlun
spila hér verulega inn í. í öðru
lagi voru teknar ákvarðanir í
tengslum við gerð kjarasamninga
í vor, um að lækka og fella alveg
niður tiltekna skatta og auka nið-
urgreiðslur. í þriðja lagi hafa
ríkisútgjöld aukist frá því að fjár-
lög voru afgreidd, bæði með sam-
þykktum Alþingis um aukið fjár-
magn til vegamála, atvinnumála
skólafólks, sjávarútvegs o.fl.
Heildarútgjöld ríkissjóðs munu
hækka um 15% í krónum talið, í
stað þess að lækka að raungildi
um 3%, eins og áður hafði verið
stefnt að. EHB