Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 8
8 * BWÖÖft » mitdítógiSp 2irftílí *98§ Hólmfríður Rögnvaldsdóttir: (að norðan) „Nei, það væri æskilegra ef hægt væri að leyfa þeim fyrir sunnan að fá einhverja sólar- daga en það ræður víst enginn við veðurguðina" Valgerður Vilhelmsdóttir: (að norðan) „Þetta er skrýtin spurning. Ætli það sé ekki best að segja að ég sé ósköp ánægð þegar veðrið er gott hér á Akureyri en það er ekki þar með sagt að ég óski þess að rigni á Sunnlendinga á sama tíma." Hákon Gunnarsson: (að sunnan) „Ég er forlagatrúar. Svona á þetta aö vera, enda flúði ég að sunnan fyrr í vikunni." Kristín B. Guðmundsdóttir: (að austan) „Þetta er ekki spurning um sanngirni. Fólk velur sér sjálft þann stað á landinu sem það vill búa og það verður því að súpa seyðið af þeirri ákvörðun sjálft. “ Árni Árnason: (að norðan) „Nei, það er varla réttlæti í því að við fáum þetta marga góða daga en þeir fyrir sunnan fái ekkert nema rigningu. En það er víst sama hvað maður hugsar, það breytir ekki veðr- inu.“ spurning vikunnar Finnst þér sanngjarnt að Norðlendingar fái að njóta sólarinnar þegar Sunn- lendingar húka inni í roki og rigningu? Sigluvík SI 2, einn þriggja togara Þormóðs ramma hf á Siglufirði, kom úr veiðiferð á föstudagsmorgun í síðustu viku. Aflinn var 130 tonn af þorski eftir liðlega viku útiveru. Túrinn byrjaði rólega, fyrst var reynt fyrir norðan land en síðan farið austur fyrir. Þar gekk betur og drýgsti hluti aflans fékkst seinustu þrjá dagana. Togarinn fór aftur út á mánudaginn. í skrá Siglingamálastofnunar segir um Sigluvíkina: Skipið var smíðað á Spáni, nánar tiltekið í Huelva, árið 1974. Hún mælist 450 brúttórúmlestir, 326 undir þilfari en 148 nettórúmlestir. Lengdin er 47,5 metrar, breidd 9,51 m og dýpt 5,89 m. Nýlega varð skipið fyrir nokkrum töfum vegna bilaðs spilmótors, eins og fram hefur komið í fréttum. Nokkrar ljósmyndir voru teknar af áhöfn Sigluvíkur í síðustu veiðiferð, og eru þær birtar hér. EHB Guðjón, Dóri, Doddi, Geiri og Ingvar við i Magnús Ásmundsson. X. stýrimaður, var skipstjóri í þessum túr, og leysti hann fastaskipstjórann, Jónas Sumarliðason, af. Hér sést Magnús á leið upp í brú. Ásgeir, Guðjón og Magnús að velta fyrir blaðsíðu 64 í flækjubókinni, strákar mínú „Þetta er nú bara betra en á Mæjorka," sagði Guðjón vaktformaður, „Þetta er nú yfirdrifið nóg, strákar," sagði þegar þessi mynd var tekin - Ásgeir kveikir í rettu og reykurinn lið- ast beint upp í loftið í blankalogni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.