Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 11
oFÖ8tudP9«r^dö(J^J^9--Fft>^tfl--n'M hér & þar Farrah Fawcett er vinsælt viðfangsefni „gulu pressunnar“ úti í hinum stóra heinii. Ljótt ef satt er: Timburmaður rrah Fawcett Hætt er viö að hinn skapmikli Ryan O’Neal stökkvi upp á nef sér ef hann les nýlega grein í erlendu slúðurblaði, um átta mánaða langt ástarsamband sam- býliskonu sinnar Farrah Fawcett og trésmiðs nokkurs þar vestra. Trésmiðurinn er ekkert að fara í grafgötur með vonbrigði sín yfir því að þetta ástarsamband þeirra hafi farið í súginn. Hvern trúnað maður á svo að leggja á frásagnir af þessu tagi er svo annað mál. „Ég hélt að við ættum okkur framtíð saman en hún hafði ein- ungis áhuga á mér sem elsk- huga," segir hinn 28 ára gamli trésmiður um vonbrigði sín þegar hin 42 ára gamla leikkona sveik hann. Ljótt ef satt er! Trésmiðurinn Johnson var að vinna á heimili þeirra skötuhjúa og hann segir að Farrah hafi ver- ið á sífelldum þvælingi í kring. Vinurinn gerðist kræfur og fór að daðra við stjörnuna og eftir stutt- an tíma fór sú gamla að endur- gjalda daðrið. Og gott betur því fyrsta stefnumót þeirra var að hennar frumkvæði, þó undir því yfirskyni að þau myndu spila hina geysivinsælu og uppbyggjandi íþrótt „racquetball" eða spað- bolta. Fundur þeirra varð vitan- lcga hinn ástríðufyllsti og næstu átta mánuði áttu þau tíða fundi, að sjálfsögðu án vitundar Ryans hins skapmikla. Eitthvað mun hann þó hafa haft orð á því að konu sinni þætti grunsamlega gaman að spila spaðbolta. Fjölmörg vitni eru dregin fram í dagsljósið í þessari makalausu grein og staðfesta þau að hafa orðið vitni að fundum þeirra spaðboltaspilaranna. Nú situr Johnson hins vegar eftir með sárt ennið og þrátt fyrir að hann segist elska hana enn segir hann: „Hún notaði mig.“ Ljótt ef vonbrigði sín. Rosanne eins og ástsjúkur unglmgur - Kynntist draumaprinsinum á megrunarnámskeiði Pær fregnir hafa borist að hin eina sanna Roseanne eigi í ást- armálavandræðum eins og svo margir kollegar hennar. Hún mun vera brjálæðislega ástfangin af grínleikaranum Tom Arnold og vill að hann verði næsti eigin- maður sinn. Það sem er aftur verra er að Tom vill ekkert með hana hafa. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Roseanne ætli að skilja við núverandi eiginmann sinn Bill og hafi nú þegar talað við lögfræðing um málið og sé farin að leita sér að húsnæði. „Hún sagði Tom að hún elsk- aði hann og vildi giftast honum, en hann gefur henni enga von eða uppörvun," sagði náinn vinur Roseanne. Tom virðist vera nokkuð leiður á ágangi konunnar og segir hana skrifa sér ástarljóð og skilja hin undarlegustu skila- boð eftir á símsvaranum. „Tom þú stenst mig ekki. Ég á.eftir að ná í þig - bíddu bara!“ Tom er andvaka yfir því hvern- ig hann eigi að fást við Roseanne. „Hún bara gefst ekki upp," er haft eftir einum vina hans. „Tom sagði mér að hún væri eins og ást- sjúkur unglingur, en fyrir sig væri þetta hvorki spennandi né skemmtilegt hðldur martröð." Roseanne á líka í einhverjum vandræðum með fjölskylduna því 14 ára dóttir hennar er komin á geðsjúkrahús og Roseanne kenn- ir eiginmanninum um. Vinir hennar segja hana líta fram hjá óhamingjusömu hjónabandi sínu og beina sjónum sínum að Tom Arnold. Samband þeirra byrjaði þegar þau fóru saman á megrunar- og æfinganámskeið sl. haust. Þau fóru saman í gönguferðir kl. 6.00 á morgnana þrjá morgna í viku og ganga víst enn saman en ekki eins oft. Ástandið er víst orðið tauga- trekkjandi og Roseanne hefur meira að segja boðist til að kaupa hús í Beverly Hills fyrir Tom. Hún sagði: „Ég vil búa með þér. Ég skal kaupa milljón doll- ara hús handa okkur. Segðu já.“ Tom hafnar öllum boðum hennar en hún gefst ekki upp. „Ég vil að Tom verði nýi maðurinn í lífi mínu. Ég elska hann - hann er fullkominn fyrir mig.“ Hin brosniilda Rosanne, sem Sjónvarpsáhorfendum er aó góðu kunnug. wnmmm Höldurs/. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Oodge Aires LS sjálfskiptur. Ek. 2 þús. Litur hvítur. Árg. ’89. Verð 1.100.000,- MMC Lancer 1500 GLX 5 gíra. Ek. 30 þús. Litur hvítur. Arg. ’89. Verð 830.000,- Suzuki Fox langur, yfirbyggður, upphækkaður. Ek. 85 þús. Liturs grár. Árg. ’84. Verð 480.000,- Nissan Urvan dísel 8 manna. Ek. 102 þús. Litur blár. Árg. ’85. Verö 630.000,- Honda Civic Sport 5 gira sóllúga. Ek. 60 þús. Litur rauður. Árg. ’85. Verð 480.000,- Renault Traffic 4x4 disel. Sæti f. 12 farþega. Ek. 58 þús. Litur hvítur. Árg. '87. Verð 1.250.000,- Ford Bronco II Eddi Bower. Ek. 45 þús. míl. Litur d.blár, tvíl. Árg. '85. Verð 1.250.000,- ★ Greiðslukjör við allra hæfi Höldursf. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.