Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 7
 Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum: Lettismenn sigruðu - eftir harða keppni við Skagfirðinga Um síðustu helgi fór fram bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum á Hólum í Hjaltadal. Þetta er sveitakeppni og sendu 5 svcitir keppendur til leiks, í fullorAins- og unglingaflokki. Eftir harða baráttu var það hestaíþróttadeild Léttis frá Akureyri sem sigraði, með 1160 stig. Hestaíþróttadeild Skagafjarðar varð í öðru sæti með 1120 stig. Léttismenn kepptu undir nafni ÍBA og Skagfirðingar undir merkjum UMSS. í þriðja sæti varð UMSE, eða félagar í hestaíþróttadeild Hrings á Dalvík, með 1027 stig. Fjórðu urðu Þingeyingar með 807 stig og lestina ráku Austur-Húnvetning- ar með 518 stig. Keppt var í fimm greinum og á laugardag fór undankeppni fram og úrslit á sunnudegi. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Hlýðnikeppni stig 1. Magnús Lárusson UMSS 46,0 2. Jarþrúður Þórarinsd. ÍBA 33,5 3. Rafn Arnbjörnsson IJMSE 32,5 Hindrunarstökk stig 1. Ingólfur Helgason UMSS 37.3 2. Einar H. Stefánss. UMSE 36,7 3. Birgir Árnason ÍBA 36,0 Tölt fullorðinna stig 1. Eiður Matthíasson ÍBA 81.3 2. Elvar Einarsson UMSS 72,3 3. Bjarni P. Vilhjálmss. HSÞ 70,0 Tölt unglinga stig 1. Sigrún Brynjarsd. ÍBA 67,7 2. Arnar Grétarsson ÍBA 69,6 3. Hilmar Símonarson UMSS 69,7 Fjórgangur fullorðinna stig 1. Bjarni P. Vilhjálmss. HSÞ 49,5 2. Jens Óli Jespersen HSÞ 48,3 3. Jóhann Magnússon UMSS 46,1 Ciður tVIattliiasson, sigurvcgari i tölti fullorðiiina, á l'ullri ferð. Sigursvcit Léttis á Akureyri, en hún sigraði í samanlögðu á mótinu m ■mm W V 1 wm? i ■ ■1 fifÉ I v2J[ 1 ! iBi "11'' ¥ * ■ í ^ . »7^ ^•-. Fimm efstu í tölti uiiglinga. 'Sigrún Brynjarsdóttir, IBA, var atkvicðamesti knapi inótsins. Hér sést luin liampa Dagshikariiiim í mótslok. Mymli'r: M:mhia» (ícmsshh. Fjórgangur unglinga stig 1. Sigrún Brynjarsd. ÍBA 50,3 2. Hilmar Símonarson UMSS 37,1 3. María Jesperscn HSÞ 35,6 Finimgangur stig 1. Jóhann Skúlason UMSS 5.3,9 2. Stefán Friðgeirsson UMSE 58,8 3. Ragnar Ingólfsson ÍBA 57.0 Gæðingaskeið stig 1. Einar H. Stefánsson UMSE 10.7,5 2. Magnús Lárusson UMSS 96,5 3. Stefán Friðgeirsson UMSE 90,5 Mótið þótti takast með miklum ágætum og fengu keppendur blíðskaparveður báða mótsdag- ana. -bjb Sauðarkrokur: Spólað og spænt í Gönguskörðum - Viggó vann fyrstu rally-cross keppnina Nýstofnaður Bílaklúbbur Skagafjarðar stóð nýlega fyrir fyrstu „rallý-cross“ keppni sem haldin hefur verið á Sauöárkróki. Hún fór fram í malarnámum í Gönguskörð- „Moskinn" lians Halldórs Bjurna- sonar vakti mikla athygli og hér er hann á tveim hjólum í einni beygj- lllllli. Myndir: -bjb um, þar sem klúbburinn hefur komið sér upp ágætis aðstöðu. Sex bílar skráðu sig til leiks, fjórir frá Sauðárkróki og tveir komu frá Akureyri. Sigurveg- ari varð Viggó Björnsson frá Sauðárkróki, sem ók Mitsu- bishi Galant 1600, með „orgin- al“ vél. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni og skemmtu sér konunglcga. Keppendur komust allir heilir heiisu frá þcssu, nema hvað sumir bílanna pústuðu mikinn. Viggó hafði inikla yfirburði og var fyrstur í öllum þeim hringjum sem hann ók. í lokakeppninni kom hann inn á tímanum 3,53 mfn. Næstur koin Hermann Hall- dórsson, Sauðárkróki, á Toyota Celica. Tími hans í lokakeppn- inni var 3,55 mín, en hefði þurft mun betri tíma til að sigra Viggó. Þriðji varö Grétar Skarphéðins- son frá Akureyri, á Toyota Cor- olla 1600. í fjórða sæti varð yngsti ökumaðurinn, Halldór Sigurvegarinn, Viggó Björnsson, á flcygiferð á Galantinuni sínuni. Bjarnason frá Sauðárkróki, en hann ók um á gömlum Moskvitch, sem vakti mikla athygli og kátínu viðstadda. Hall- dór vann m.a. það afrek að aka burtu með part af girðingu í eftir- dragi, eftir eina beygjuna, sem tekin var á tveim hjólum! Tveir ökuþórar luku ekki keppni, fákar þeirra gáfust upp áður en yfir lauk. Það voru Sigurður Aðalsteinsson, Sauðár- króki, á Lödu 1500 og Ómar Sario, Akureyri, sem ók á Toyota Mark 2. Bílaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður nú í vor og lormaður er Bjarni Haraldsson. Stofnfélagar voru 30. Margt er á döfinni hjá klúbbnum. M.a. er stefnt á heljar mikla rallý-cross keppni helgina 12.-13. ágúst nk. og sömu helgi einnig sandspyrnukeppni og jafn- vel fornbílasýningu. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.