Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 6
 Eru göngurnar að koma í árnar? A annað hundrað laxar í Aðaldal á Qórum dögum - fiskurinn tekur nú um alla á „Þetta gengur vel. Við erum búnir að vera í tvo daga og hollið er komið með 50 laxa á land þannig að það er að ræt- ast úr hér í Aðaldalnum. Við verðum ekki varir við neinar stórar göngur en fiskurinn virðist ganga jafnt og þétt og hann veiðist um alla á,“ sagði Orri Vigfússon, veiðimaður í Laxá í Aðaldal, í gær en svo virðist sem loksins sé að lifna yfir veiðinni í ánni. Á land eru komnir hátt á fimmta hundrað fiskar, þar af um 120 á síðustu fjórum dögum. Ekki er jafn líf- legt í öðrum laxveiðiám á Norðurlandi þessa vikuna en alls staðar er veiði mun betri en í síðustu viku. „Jú, þetta er eins og sæmilega gott holl fær þegar best lætur hér í Aðaldal. Nú eru komnir nokkr- ir 20 punda en enginn slær 23 punda metið. Við erum mjög vanir hér í ánni, veiddum hér hátt á annað hundrað fiska í fyrra en gerum okkur ánægða með 80 fiska núna miðað við það sem okkur var spáð,“ sagði Orri. Umsjón: Jóhann Ólafur Halldórsson. A^eiðildóin Netaför í Vopnafírði Af Vopnafjarðaránum eru þau tíðindi að komnir eru um 160 úr Selá og nærri 200 úr Hofsá. Þar hefur veiði verið frekar dræm síðustu daga og franskir veiði- menn í Selánni hafa haft lítið upp úr krafsinu. Veiðimenn í ánni telja sig verða vara við net úti fyr- ir árósunum og segja að margir fiskar komi með netaför. Fjórðungur á einum degi Skyndilegur kippur kom í Fnjóská í fyrradag. Þá komu 5 laxar á land, eða fjórðungur heildarlaxveiðinnar í sumar. í Eyjafjarðará er að hefjast besti veiðitíminn en þar hefur verið óveiðandi sökum leysinga. Með minnkandi vatni gæti þó ræst úr. I Miðfirði er betri veiði en í síðustu viku. Björn Barkarson sagði 500 fiska komna á land og batnaði veiðin dag frá degi. Svip- aða sögu er að segja úr Vatnsdal og Víðidal en þar spá menn sterkum göngum í dag með stór- streyminu. JÓH Friðrik Steinsson, ungur veiðimaður frá Sauðárkróki, gerði nýlega góða ferð í Laxá í Skefilsstaðahreppi á Skaga. Hann kom til baka með þrjá væna laxa, sá stærsti vó 20 pund, sá næsti 14 og minnsti var 10 pund. Hér sést Friðrik með veiðina góðu. Mynd: jóh Amnesty International: Fangar mánaðaríns Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga. Jafn- framt vonast samtökin til, að fólk sjái sér fært aö skrifa bréf til hjálpar þessum föngum, og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því, aö slík mann- réttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga kl. 14-ló í síma 16940. Sri Lanka: Kayathiri Vino Sangaralingam er 10 ára gömul og kemur frá Nallur í Jaffna-hér- aði. Hún „hvarf“ við handtöku árið 1987. Samkvæmt frásögn vitna var Kayathiri Sangara- lingam handtekin 12. nóvember 1987 ásamt móður sinni og tveim- ur eldri systrum, að því er virðist vegna gruns um að vera stuðn- ingsmenn aðskilnaðarsinna Tam- ila. Þær voru handteknar af Ind- versku friðargæslusveitinni á Sri Lanka. Ættingi mæðgnanna, sem spurð- ist fyrir um þær í búðum Ind- versku friðargæslusveitarinnar sama dag og þær voru handtekn- ar, var í haldi stutta stund og sagðist þá hafa séð Kayathiri en náði ekki tali af henni. Þrátt fyrir þetta hafa yfirmenn Indversku friðargæslusveitarinnar þráfald- lega neitað að Kayathiri eða fjöl- skylda hennar sé í vörslu þeirra. Fyrirspurnum ættingja til yfir- valda á Sri Lanka og á Indlandi hefur ekki verið svarað. Frá árinu 1983 hefur Amnesty skráð yfir 800 tilfelli þar sem fólk hefur „horfið" á Sri Lanka. Mik- • II meirihluti þessa fólks var handtekinn og hafður í haldi hjá öryggissveitum Sri Lanka en frá árinu 1987 er Indverska friðar- gæslusveitin talin bera ábyrgð á mörgum þessara tilfella. Nýlega var liðsforingja í friðargæslu- sveitinni stefnt fyrir rétt vegna málaferla út af „horfnum" ein- staklingi. Liðsforinginn neitar að mæta fyrir rétti. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og látið í Ijós áhyggjur ykkar af handtöku Kayathiri Sangara- lingam. Farið fram á hlutlausa rannsókn á högum og dvalarstað fjölskyldunnar. Skrifið bréf til: President R. Premadasa Presidental Sexretariat Republic Square Colombo 1 Sri Lanka Kúba: Manuel Gonzáles og Lidia Gonzáles García eru félagar í ólöglegúm stjórnmálaflokki og sitja í fangelsi fyrir að prenta fréttabréf flokksins. Hjónin Manuel Gonzáles og Lidia Gonzáles García ásamt syni sínum Manuel Gonzáles og tengdadóttur Isis Pérez Montes de Oca, voru leidd fyrir rétt 26. janúar 1989 í kjölfar handtöku þeirra nokkrum dögum áður. Þau voru ákærð fyrir „leyni- lega prentun"; og fjölföldun á Franqueza (Hreinskilni) - frétta- bréfi hins ólöglega Mannrétt- indaflokks á Kúbu. Flokkurinn var stofnaður um mitt ár 1988 en Kommúnistaflokkur Kúbu er eini löglegi stjórnmálaflokkur landsins. Fréttir herma að þau hafi ekki fengið tækifæri til að ráðfæra sig við lögfræðing fyrir réttarhöldin og einnig er sagt að réttarhöldin hafi farið fram utan venjulegs vinnutíma. Manuel Gonzáles var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og Lidia Gonzáles García í 9 mánaða fangelsi. Sonur þeirra, Manuel fékk 6 mánaða fangelsi og eigin- kona hans, Isis, var sektuð. Frá því í nóvember 1988 hafa nokkrir félagar í Mannréttinda- flokki Kúbu verið handteknir og sakaðir um glæpsamlegt athæfi, svo sem leynilega prentun almennar óeirðir og fyrir að til- heyra ólöglegum samtökum. Sumir hafa verið sektaðir og aðr- ir hafa verið dæmdir í allt að 12 mánaða fangelsi. Amnesty telur að allir með- limir Mannréttinaflokks Kúbu sem nú eru í haldi séu samvisku- fangar, þar sem þeim er haldið vegna tilrauna þerira til að neyta réttar síns til félaga- og tjáning- arfrelsis. Amnesty telur sig þetta mál varða þar sem starfshættir dóm- stóla falla ekki að alþjóðlegum viðmiðunum um sanngjörn rétt- arhöld. Manuel Gonzáles og sonur hans eru í opnu fangelsi og Lidia Gonzáes García er í endurhæf- ingarbúðum í Havana sem sér- staklega eru ætlaðar konum. Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf og farið fram á að þau verið látin laus tafarlaust og án skilyrða. Su Exccllcncia Comandante en Jefe Dr. Fidel Castro Presidente de la República Ciudad de la Havan Cuba Fréttir af fangamálum: í aprílmánuði fréttist að 97 fangar, sem Amnesty hafði vanda af, voru látnir lausir. Á sama tíma tóku samtökin að sér ný mál 96 fanga. Tveir mánaðar- fangar hafa verið látnir lausir á árinu. Það eru þeir Kevin Des- mond de Souza frá Singapúr og Peter Chilo Bwalya frá Zambíu. Af dauðarefsingum er það að frétta, að í marsmánuði voru 33 dæmdir til dauða í 12 löndum og 195 menn voru teknir af lífi í sjö löndum. Ástand fjallvega Kortið hér að ofan er gefíð út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 20. júlí sl. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Nýtt kort verður gefið út 27. júlí nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.