Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 5
-i fréttir Föstudagur 21. júlí 1989 - DAGUR - 5 e&u si ., - RUOAQ - Húsavík: Miklar breytingar á verslunarrekstri KÞ „Horft er til að reka nokkurn veginn sömu starfsemi í þrem- ur búðum í stað sex,“ sagði Ragnar Þ. Jónsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga er Dag- ur spurði um fyrirhugaðar breytingar á verslunarrekstri félagsins á Húsavík. Miklar breytingar eru í deiglunni hjá fyrirtækinu en harkalegar aðgerðir voru boðaðar á aðal- fundi í vor þar sem fram kom að rekstrartap á síðasta ári nam 67 milljónum króna og bókfært eigið fé er því sem næst þrotið. 1. júní var 50 af 140 starfsmönnum kaupfélags- ins sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnar- fresti og von um að sem flestir yrðu endurráðnir að lokinni uppstokkuninni. Akveðið hefur verið að loka búsáhalda- og gjafavörudeildinni í Garðari í haust og hefur hús- næðið verið leigt blómaverslun á Húsavík. Einnig er ákveðið að loka versluninni í Söludeild, en sportfatnaður og íþróttavörur verða fluttar í vefnaðarvöru- deildina. Húsnæði Söludeildar hefur ekki verið ráðstafað. I skoðun er að flytja starfsemi véla- deildar í byggingarvörudeildina. Rekstur bíla- og skipaaf- greiðslu hefur verið í skoðun hjá þriggja manna nefnd sem skipuð er þeim Hreiðari Karlssyni, kaupfélagsstjóra, Hlífari Karls- syni, mjólkursamlagsstjóra og Þorgeiri Hlöðverssyni, slátur- hússtjóra. Nefndin hefur skilað tillögum sínum varðandi rekstur deildarinnar og verður málið tek- ið fyrir á næsta stjórnarfundi kauptelagins. Fundurinn hefur ekki verið tímasettur en verður haldinn fyrir næstu mánaðamót Starfsmenn Vátryggingafélags íslands hf. á Húsavík draga upp fána hins nýja fyrirtækis að morgni 17. júlí, fyrir franian svæðisskrifstofuna í I'ingeyjarsýsl- um, að Stóragarði 1. A myndinni eru: Ingvar Þórarinsson, Magnús l’orvalds- son og Ljótunn Indriðadóttir. Mynd: im Raufarhöfn: Miklar framkvæmdir í veðurblíðuiuii Á Raufarhöfn licfur verið mik- il veðurblíða að undanförnu og hefðbundin sumarstörf í gangi, að sögn Sigurbjargar Jónsdótt- ur sveitarstjóra Raufarhafnar- hrepps, auk stærri verkefna á vegum sveitarfélagsins. Má þar nefna byggingu dvalarheimilis með fjórum íbúðum fyrir aldr- aða en stefnt er að því að húsið verði fokhelt í haust. Fleiri hús eru í byggingu á Raufarhöfn en dvalarheimilið því hreppurinn er að byggja þrjú ein- Samherji hf: Kaupir 11 tornia bát býlishús í félagslega kerfinu og reiknað er með að þessar félags- legu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar 1. desember. Fyrir skömrnu lauk Vegagerð ríkisins við að leggja bundið slit- lag á fjórar götur á Raufarhöfn. Þetta var seinna lagið og sagði Sigurbjörg að ákveðið hefði verið að gera tilraun með þetta slitlag, ottadekk, á götum Raufarhafnar en yfirleitt er malbik notað í þétt- býli. Af öðrum framkvæmdum nefndi Sigurbjörg að mikið væri unnið við holræsi, viðgerð á lögn- um og síðan lokun skurðanna og frágang lóða. Þetta eru viðamikl- ar og dýrar framkvæmdir. „Leysingarnar í vor minntu okkur illilega á hversu nauðsyn- legt það er að hafa ræsin í lagi sagði Sigurbjörg. SS og verða örlög deildarinnar vænt- anlega ráðin á þeim fundi. Ekki er fullljóst hve margir þeirra 50 starfsmanna sem fengu uppsagnarbréfin 1. júní munu missa vinnu sína. Tvö útibú kaupfélagsins hafa verið auglýst til leigu og veröur starfsfölk þeirra ekki endurráðið, nema þá af nýjum rekstraraðilum. Fækkað verður um 3 1/2 stöðugildi á skrif- stofu, tveir starfsmenn verða ekki endurráðnir og auk þess falla niður hlutastörf sem nema 1 1/2 stöðugildi. Þrír starfsmenn vefnaðarvörudeildar, tveir í byggingavörudeild og einn í véla- deild verða ekki endurráðnir og eins og fyrr segir er ekki endan- lega ákveðið með framtíð rekstr- ar bíla- og skipaafgreiðslu. IM Háværar raddir um uppstokkun Kfeyrissjóðskerfis í kjölfar úthlutunar Húsnæðisstofnunar á |armagni til félagslegra íbúða: Sameigmlegur lífeyrissjóður Ólafsfirdinga og Dalvíkinga? Uthlutun Hú.snæðisstofnunar á Iánum vegna byggingar félags- legra íbúða hefur samkvæmt upplýsingum Dags ýtt undir umræðu um uppstokkun á líf- eyrissjóðakerfinu, en eins og kunnugt er hafa þessi mál ver- ið mikið í umræðunni á síðustu vikum og mánuðum í kjölfar undirskriftasöfnunar á Dalvík þar sem þess var krafist að líf- eyrisiðgjöld yrðu ávöxtuð heima í héraði. Mörgum lands- byggðarmönnum hefur þótt rýr uppskera af úthlutun Hús- næðisstofnunar og þykir sem lífeyrisgreiðslur, sem að stór- um hluta renna til húsnæðis- kerfisins samkvæmt ákvæðum kjarasamninga árið 1986, skili sér illa til húsnæðisbygginga út um landið. Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi þessi mál við Dag sl. laugardag. Þar segir hann að í ljósi úthlutunar Hús- næðisstofnunar á fjármunuum til félagslegra íbúða sé ástæöa til að athuga að iífeyrissjóðirnir láti af fjáraustri í húsnæðiskerfið. Frið- ,rik Friðriksson, sparisjóðsstjóri á Dalvík, segist geta tekið undir orð Bjarna. „Það er vissulega ríkari ástæða til að skoða þessi mál öll gaumgæfilega í kjölfar úthlutunar Húsnæðisstofnunar. Heilu byggðarlögin eru að lána fjármuni til byggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að við það getur enginn sætt sig til lengdar,“ segir Friðrik. Akveðið hefur verið að bæjar- stjórarnir í Ólafsfirði og á Dalvík auk sparisjóðsstjóra beggja byggðarlaga fundi um þessi mál á næstunni. Þar mun Friðrik Frið- riksson m.a. greina frá undirtekt- um lífcyrissjóðanna við bréfi sem þeim var sent í kjölfar undir- skriftasöfnunar á Dalvík. „Ég tel,“ sagði Friðrik, „að varðandi lífeyrissjóðsmál sem önnur rnál verði Ólafsfjörður og Dalvfk að hafa með sér samstarf. Það er mjög gott samstarf með spari- 'sjóðunum tveim og það er því rökrétt að ræða þessi mál á breið- um grundvelli.“ Þorsteinn Þorvaldsson, spari- sjóðsstjóri í Ólafsfirði, telur að úthlutun Húsnæðisstofnunar hljóti að virka sent olía á eldinn í umræðunni um að fólk standi fast á rétti sínum með lífeyrisiðgjöld. Hann segir að ljóst sé að ekkert muni gerast raunhæft í þessum málum fyrr en stofnað verði til sjálfstæðs lífeyrissjóðs. „Ég hygg að Ólafsfjörður sé of lítil eining en þá er hreinlega spurning hvort ekki sé rétt að sameina Ólafs- fjörö og Dalvík í einn sjóð. Þann möguleika tel ég að þyrfti að skoða," sagði Þorsteinn. Hann kvaðst ekki sjá neitt sem gæti komið í veg fyrir að einstaka bankastofnanir tækju að sér út- hlutun fjármagns til íbúðabygg- inga og Húsnæðisstofnun yrði einskonar samræmingaraðili. óþh íT 3 Wc? S Krakkamót KEA verður haldið á Þórsvellinum á Akureyri 13. ágúst nk. og hefst það kl. 09.30 stundvíslega. Þátttökurétt eiga þau íþrótta- og ungmennafélög sem starfa á félagssvæði KEA. Nánari upplýsingar um mótið gefur Þorsteinn Árnason í símum 23630 (vinnusími) og 27434 (heimasími). Þátttökutilkynningar þurfa að berast sem fyrst. Krakkarnir fá mat og drykk meðan á móti stendur. Verðlaun verða veitt í mótslok, en mótinu lýkur síðdegis. J - Vísitala byggingarkostnaðar: Hefur hækkað um 4,5 prósent Samherji hf. á Akureyri, festi nýlega kaup á 11 tonna bát, Jóni KE 172 frá Keflavík og hyggst nota kvóta hans fyrir einhvern togara sinna. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Einnig kemur fram í blaðinu, að þetta sé a.m.k. sjötti eða sjö- undi kvótabáturinn sem seldur er út á land af Suðurnesjum með þessum hætti nú á nokkrum miss- erum en Jón KE er mun minni en aðrir bátar sem seldir hafa verið. Þá segir að Samherji hafi leigt bátinn sem þjónustubát fyrir fiskeldi fram á haustið, er hann verður úreltur. Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júlí 1989. Reyndist hún vera 145,3 stig, eða 0,7% hærri en í júní (júní 1987=100). Þessi vísitala gildir fyrir ágúst 1989. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 465 stig. Hækkun vísitölunnar frá júní til júlí stafar af verð- hækkunum á ýmsum efnis- og þjónustuliðum. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 17,7%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4.5% og samsvarar það 19,4% árshækkun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.