Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 16
Opnunartími í sumar Bautinn opinn alla daga frá kl. 9.00-23.30 Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin Skipagata 13. Deilur hafa stadið um þetta hús í tíu ár. Mynd: KL Skipagata 13: Ekkí hafa enn tekist sættir um að rífa húsið Hríseyjarhreppur: Bið á kaupum nýrrar Hríseyjarferju - ferjur í Noregi hafa hækkað um 20-50% frá áramótum Nú er orðið Ijóst að ekkert verður af kaupum nýrrar ferju fyrir Hríseyinga og Grímsey- inga í bili. Með afgreiðslu láns- fjárlaga síðari hluta vetrar fékk Hríseyjarhreppur heimild fyrir láni að upphæð um 35 milljón- ir króna til kaupa á nýrri ferju sem þjóna skyldi Grímseying- um og Hríseyingum. Þetta lán fór á þeim tíma langt með að nægja fyrir ferju en vegna gengisþróunar og þess að nú er komið fram á ferðamannatím- ann og ferjur hafa hækkað í verði erlendis, vantar talsvert upp á að endar nái saman. „Nei, það er út af fyrir sig ekki búið að leggja þetta mál í salt en tíminn er bara vondur núna og maður þarf ekki að reikna með neinum kraftaverkum. Pessi skip hafa hækkað um 20-50% frá því um áramót þannig að tíminn er óhagstæður,“ sagði Guðjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrísey, í samtali við blaðið í gær. Um áramót bauðst mjög hent- ugt skip sem ekki þarf að breyta svo unnt só að taka það í notkun hér á landi. Ákveðið var hins vegar að bíða þess að Alþingi afgreiddi lánsfjárlög áður en nokkuð yrði ákveðið um kaup. „Jú, lánsloforðið kom dálítið seint. Menn hefðu kannski átt að vera kaldir og þykjast vita að það kæmi. Eftirá er kannski hægt að segja að það hafi verið aðal mistökin," sagði Guðjón. Ljóst er nú að 35 milljóna lán sem hreppurinn hefur heimild fyrir dugir ekki og segir Guöjón að nú sé verið að kanna hvernig fá megi lánsheimild hækkaða. Aðspurður um hvort þetta mál komi á ný fyrir Alþingi á kom- andi vetri segir Guðjón að svo verði eflaust. „Þessum kaupum hefur ekki verið frestað heldur verður maður að viðurkenna með sjálfum sér að þetta er ekki góður tími,“ sagði Guðjón Björnsson. JÖH Deila hefur lengi staðið milli Akureyrarbæjar og eigenda Skipagötu 13 um hvort fjar- lægja eigi húsið. Um áramót komu nýir eigendur sem neita einnig að láta fjarlægja það og hefur bærinn höfðað mál á hendur þeim. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því slíkur málarekstur getur tekið ein- hver ár ef um áfrýjanir verður. Forsaga málsins er sú að árið 1978 var lóðum á hafnarbakkan- um, sem þá var, sagt upp. Þarna stóðu skemmur í eigu Kaupfé- lagsins, hús sem kallað var Eim- skipafélagshúsið ogSkipagata 13. Kaupfélagið samdi strax um að láta fjarlægja sín hús, en Eim- skipafélagshúsið var fjarlægt bænum að kostnaðarlausu eftir málaferli. „Eigandi Skipagötu 13 var mjög tregur til að fara að kröfum okkar og vildi fá bætur,“ sagði Hreinn Pálsson bæjarlögmaður. Seinna tók hlutafélag við eigninni og það hélt áfram við kröfur fyrri eiganda þangað til það missti húsið á nauðungaruppboði um Ráðstafanir til bjargar loðdýraræktmni í gærmorgun var haldinn fund- ur í Reykjavík um vanda loð- dýraræktenda og fóðurstöðva. Á fundinum voru fulltrúar lánastofnana og tveir ráðherr- ar, og varð niðurstaðan sú að fulltrúar bankanna tóku vel í að halda áfram að veita bú- greininni afurðalán og fram- lengja lausaskuldir þar til í haust. Bráðasta vandanum hefur því verið bægt frá þessari búgrein í bili. Á fundinum voru fulltrúar þriggja banka; Landsbanka ís- lands, Búnaðarbanka íslands og Samvinnubankans. Einnig voru fulltrúar frá Sambandi Spari- sjóða, Stofnlánadeilda landbún- aðarins, framleiðnisjóðs, Byggða- stofnunar, og tveir ráðherrar, þeir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráð- herra. Niðurstaða fundarins var loð- dýrabændum hagstæð á fleiri en einn hátt. Við úthlutun afurða- lánanna verður sú regla notuð að ný lán verða ekki notuð til að greiða upp eldri afurðalán, og fá bændur því peninga í hendur til að greiða fóðurstöðvunum. Þetta atriði var, að sögn kunnugra, lífs- nauðsynlegt, því ef nýju lánin hefðu gengið upp í eldri skuld- bindingar, þá hefðu ýmsir loð- dýrabændur ekki haft bolmagn til að fóðra dýrin áfram fram á haustið. Bankamenn tóku einnig mjög jákvætt í að fella niður dráttar- vexti lána, sem í vanskilum eru, en lánin verða sett á tiltekna samningsbundna vexti. Mun þar vera átt við sambærlega vexti og eru á víxlum og skuldabréfum. Uppgjöri eldri afurðalána verð- ur frestað fram á haustið, en ætl- unin er að leggja vanda búgrein- arinnar til afgreiðslu Alþingis. Þangað til verða málefni hvers einstaks loðdýrabónda skoðuð af viðkomandi lánastofnunum, og ráðstafanir gerðar til að þeir geti haldið í horfinu um sinn. EHB Akureyri: Mikil aðsókn að tjaldstæðunum - hvert metið slegið á fætur öðru síðustu áramót. „Hæstbjóðandi var Verðbréfasjóðurinn hf. og ég ritaði lögmanni hans bréf og benti á að húsið væri búið að standa þarna í óþökk bæjaryfir- valda í um 10 ár,“ sagði Hreinn. Ekki var sæst á að fjarlægja húsið og í júní var höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af háifu Akureyrarbæjar á hendur Verðbréfasjóðnum, þar sem þess er krafist að húsið verði fjarlægt að viðlögðum dagsektum og öðru sem lög gera ráð fyrir. Áður hafði Akureyrarbær leit- að til Sakadóms og farið fram á að húsið yrði fjarlægt með opin- berri málsókn. „Málið lá lengi í salti hjá ríkissaksóknara þangað til hann svaraði í fyrrahaust að hann teldi réttara að fara í einkamál fyrir bæjarþingi eins og við erum að gera núna. Ég vona að þetta sé á réttri leið en málið getur þó tekið einhver ár ef það fer alla leið, því báðir aðiiar eiga rétt á að áfrýja dómi,“ sagði Hreinn Pálsson. KR Undanfarið hefur verið mjög mikið að gera á tjaldstæðunum á Akureyri. Hvert aðsóknar- metið hefur verið slegið á fæt- ur öðru og virðast íslendingar vera í meirihluta gestanna. Aðstaða til þvotta og eldunar hefur verið bætt og hefur það mælst vel fyrir. í byrjun sumars var fremur lít- ið um að vera á tjaldstæðunum og í júní var fjöldi gesta um 1400 en á sama tíma í fyrra 1700 manns. Júlí fór ágætlega af stað með batnandi veðri og um síð- ustu helgi gistu 1012 manns tjald- stæðin. Laugardagurinn var met- dagur og þá voru 391 á svæðinu, þar af 229 íslendingar. Aðfara- nótt miðvikudags var metið held- ur betur slegið en þá dvöldu 600 manns á tjaldstæðinu og næstu nótt á eftir var fjöldinn um 500 manns. Að sögn tjaldvarða hefur verið mikið um hópa útlendinga á svæðinu vegna þess hversu lítið er fært á hálendinu. íslendingar eru duglegir við að elta góða veðrið og hafa því ekki látið sig vanta og verið í meirihluta í allt sumar. Aðstaða fyrir ferðamenn hefur batnað mjög í sumar og komið er upp skýli þar sem hægt er að standa í eldamennsku og var þvottavél keypt á svæðið í vor. Þetta mun hafa mælst mjög vel fyrir og hefur aðstöðunni verið hrósað mikið. KR Frekar lélegur afli hjá handfærabátum: Smáufsinn þvælist fyrir triUukörlum á Siglufiröi Afli smábáta á Eyjafjarðar- svæðinu hefur verið heidur tregur að undanförnu, sam- kvæmt upplýsingum Dags. Handfærabátar á Dalvík fengu töluvert af ýsu á dögunum en nú er aftur ördeyða og bátarnir halda sig í höfn. Nokkrir stærri bátar frá Dalvík hafa róið norð- ur í Grímsey og fengið þar dá- góðan afla. Þeir eru yfírleitt nóttina ytra og hafa 2-3 tonn upp úr krafsinu. Af trillum í Ólafsfirði er það að frétta að þær hafa mjög lítið aflað að undanförnu, „þetta hef- ur verið alveg steindautt, ekki bein að fá,“ voru orð tíðinda- manns Dags í Ólafsfirði í gær. Svipaða sögu er að segja frá Siglufirði. Þar er að vísu nokkuð um smáufsa sem þvælist fyrir færakörlunum. Þeir eru ekki beint hrifnir af ufsanum og kepp- ast við að leita að þeim gula. Énn sem komið er hefur hann lítið gert vart við sig, en menn binda vonir við að úr rætist. óþh Það er gaman að fá bréf frá góðum vini.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.