Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 14
W-WMSWWl - !0BfltjdágUK2í.',túh< íþróttir „Næstu lefldr ráða úrslitum fyrir okkur“ - segir Milan Duricic þjálfari Þórs IMilan Duricic þjálfari Þórs segir norðlenska áhorfendur vera sanngjarna. Parakeppni GA: Hulda og Þórarinn efst - eftir harða keppni við Elísabetu og Sigurð Hin árlega paragolfkeppni GA var lialdin að Jaðri á þriðju- daginn. Sigurvegarar voru þau Hulda Vilhjálmsdóttir og Þór- arinn Jónsson eftir harða keppni við Elísabetu Keinp og Sigurð Haraldsson. Það voru 24 pör seni tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Þessi tvö pör voru jöfn eftir níu hójur með 30 högg. Var þá leikið til úrslita og þá reyndust þau Hulda og Þórarinn vera sterkari. Keppnin fer þannig fram að hvor aðili um sig slær eitt högg til skiptis og þannig er farið allar brautirnar. Þetta .er þriðja árið sent slík parakeppni fer fram og er í ráði að Italda henni áfram því slík keppni nýtur nú vaxandi vin- sælda. Þórsarar eru nú í sjöunda sæti í 1. deildinni og botnsætið er skammt undan. IVfilan Duricic þjálfari Þórs er því ekkert of ánægður með gang mál í fyrri umferð en segir þó að tveir síð- ustu leikirnir lofi góðu um framhaldið. „Leikirnir gegn KR og í A voru góðir, sérstaklega þá leikurinn á Skaganum. Það eru hins vegar fyrstu leikirnir í síðari umferð- inni sem munu ráða miklu hvort við verðum í botnbaráttu eða hvort við komum okkur á öruggt svæði í deildinni,“ segir Milan. Þessir leikir sem júgóslavinn talar um eru við Víking í Reykjavík næstkomandi mánudagskvöld, gegn Fylki heima föstudaginn 28. júlí, gegn KA á Akureyrarvelli þriðjudaginn 1. ágúst, gegn IBK heima föstudaginn 11. ágúst og gegn FH úti fimmtudaginn 17. ágúst. „Það er ekkert sem heitir að við verðum að vinna Fylki og ÍBK hér heima og svo reynum við auðvitað að ná hagstæðum úrslitum í hinum leikjunum. Ef það gengur upp er staðan vænleg en ef ekki þá held ég að við get- um farið farið að pakka saman," segir þjálfari Þórs. Milan telur að það sé ýmislegt sem bctur mætti fara hjá Þórslið- inu en það mcgi ekki gleyma því að margir leikmenn hafi hætt frá því í fyrra. Það afsaki það hins vegar ekki að mæting á æfingar hafi ekki verið alveg nógu góð og hópurinn sem hann hafi til að spila úr sé of lítill. Á þrjár eða fjórar æfingar í síðustu viku hafi einungis 10-12 leikmenn mætt á æfingar og það sjái það allir sem vit hafa á fótbolta að lítið sé hægt að gera í sambandi við taktík og lleikkerfi ef ekki fleiri mæta á æfingar. „Ég hef verið atvinnu- þjálfari í 15 ár og aldrei lent í þessu áður. Félag og leikmenn með einhvern metnað verða að gera betur en þetta,“ segir Milan þjálfari Þórs. Hann bætti þó við að ekki væri rétt að skamma þá sem mættu í kirkju fyrir lélega mætingu í guðsþjónustur og kjarninn í Þórsliðinu væri eitilharður og duglegur og legði sig allan fram. „Það er þó vont að vera ekki með yngri strákana, þ.e. úr 2. flokknum, á æfingum því þar eru margir bráðefnilegir strákar," segir Duricic. Þjálfari Þórsarana segist vera mjög ánægður með áhorfendur hér á Akureyri. Hann segir að ef liði gangi illa í Júgóslavíu fái bæði leikmenn, þjálfari og for- ráðamenn félagsins svo sannar- lega að heyra það. Hér gefi‘ áhorfendur liðinu tækifæri en yfirgefi það ekki strax og illa gengur. „Ég vona því að áhorfend- ur komi á næstu leiki Þórs því við þurfum svo sannarlega á öllum þeirra stuðningi að halda í næstu leikjum," segir Milan Duricic þjálfari Þórs í 1. deildinni í knatt- spyrnu. í bann dæntdir í bann á, síðasta fundi aganefndar en þessir tveir vorú þeir einu af Norðurlandinu. Rúnar Rúnar Guðlaugsson lórmaður knattspyrnudeildar Leifturs og liðsstjóri meistaraflokks félags- ins hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna brottrekstrar sem hann fékk í lcik sinna manna við Völsung. Hann getur því ekki stjórnað liðinu af bekknum í leik Leifturs og Einherja sem fram fer í Ólafs- firði í kvöld. Þór Bjarnason, leikmaður HSÞ-b í 4. deildinni, fékk einnig bann í einn leik og missir því af leik HSÞ-b við Hvöt á laugardag- inn sem er einn af úrslitaleikjun- um í D-riðli 4. deildar. Það voru þó nokkrir leikmenn Kennara vantar við Grunnskólann Raufarhöfn. Uppl. gefur skólastjóri, Líney Helgadóttir, í síma 96- 51225. Blaðamaður Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til starfa á Sauðárkróki frá og með 20. sept- ember nk. Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn- framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand- götu 31, 600 Akureyri, fyrir 10. ágúst nk., merkt: „Blm. Sk“. D Hjólbarðaverkstæði - Sólning Til sölu er eignarhluti í hjólbarðaverkstæði og hjólbarðasólningu fyrir fólksbíla. Góðir möguleikar eru á hagkvæmu samstarfi við fyrirtæki í skyldum rekstri og möguleiki á að flytja hluta starfseminnar í aðra landshluta. Fyrirtækið er staðsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði. Uppl. gefa Brynjólfur, vinnusími 97-11179 og heima- sími 97-11159. Elvar, vinnusími 97-11179 og heimasími 97-11323. Gunnar sími 97-11538. Staðan 1. deild Valur 9 5-2-2 10: 4 17 Fram 9 5-1-3 12: 8 16 KA 9 4-3-2 13: 9 15 FH 9 4-3-2 13: 9 15 KR 9 4-3-2 15:12 15 ÍA 9 4-1-4 11:12 13 Þór 9 2-3-4 9:13 9 ÍBK 9 2-3-4 9:15 9 Víkingur 9 2-2-5 13:11 8 Fylkir 9 2-1-6 7:18 7 i i < < < <

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.