Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 21.07.1989, Blaðsíða 13
iKj| wögtiyfgp = HUðAti - Sf Föstudagur 21. júlí 1989 - PAQAiBL- 13 Ekki var annað að sjá en að spænsku blaðamönnunum litist vel á það sem fram var reitt í veislunni. Spænskum blaðamöimum boðið í saltfisk og skyr Á meðan spænsku konungshjón- in héldu gestum sínum veislu í hinni opinberu heimsókn á dögunum, bauð Útflutningsráð íslands þeim blaðamönnum sem hingað komu í tilefni heimsókn- arinnar til kynningarkvölds á Hótel Sögu. Þar mættu einnig fulltrúar ýmissa íslenskra fyrirtæki sem kynntu framleiðslu sína og lögðu m.a. fram matföng til veislunnar. Var til dæmis boðið upp á íslenskt vodka, fisksnakk, bland- aða sjávarrétti, saltfisk og skyr og mæltust veisluföngin vel fyrir hjá hinum erlendu gestum. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Úí flutti tölu um viðskipti íslend- inga og Spánverja í gegnum tíð- ina og greindi frá þeim atriðum sem íslendingar leggja aðal- áherslu á í útflutningsverslun. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona tók lagið fyrir viðstadda við undirleik Steinunnar Birnu Ritíð Húnavaka - kemur út í 29. sinn Ritið Húnavaka kemur út að venju og nú í 29. sinn. Efnisvalið er mjög fjölbreytt og ritið vandað að öllum frágangi. Meðal efnis að þessu sinni, eru viðtöl við Þorbjörgu á Hæli og Höskuld Stefánsson, ljóð, frá- sagnir, greinar, fréttir og margt fleira. Ennþá eru allir árgangar fáan- legir og er hægt að fá allt ritið á hagstæðum greiðslukjörum. USAH-félagar sjá um dreifingu en einnig er hægt að kaupa ritið hjá Sólveigu Friðriksdóttur í Ból- staðarhlíð. Nánari upplýsingar fást í síma 27107, flesta kvöld vikunnar. Ragnarsdóttur og Pétur Jónasson lék á gítar íslensk alþýðulög og ýmis verk spænskra tónskálda. Breytt ferðaáæthin Ferðafélags Aknreyrar Vegna ófærðar hefur Ferðafélag Akureyrar þurft að breyta tíma- setningu nokkurra ferða. Þessar ferðir eru ráðgerðar sem hér segir: Dagana 27.-30. júlí er ferð í Borgarfjörð eystri, Húsavík eystri og Loðmundarfjörð. Ekið í Borgarfjörð eystri og gist þar í húsi allar nætur. Daginn eftir verður farið með bíl til Húsavík- ur eystri og gengið þaðan í Loðmundarfjörð og til baka sama dag. Þriðja dag ferðarinnar verður farið um Borgarfjörð og upp að Dyrfjöllum. Ekið á fjórða degi heim. Félagið býður upp á spennandi gönguferð 12.-16. ágúst um Nátt- Þrídrangur: Mót á Snæfellsnesi „Snæfellsás ’89 - Mannrækt undir Jökli,“ er þriðja mót sinn- ar tegundar á íslandi. Þrí- drangur hélt tvö fyrstu mótin við Arnarstapa þar sem mynd- uð voru tengsl fólks með mis- munandi lífsskoðanir og trú. I ár mun hópur áhugafólks standa fyrir mótinu að Helln- um, og kynna nokkra innlenda og erlenda leiðbeinendur. Þar verða fyrirlestrar, einkatímar, kvöldvökur, tónlist, hugleiðsl- ur og heilnæmur matur. Á Brekkubæ að Hellnum hef- ur áhugafólk tekið sig saman og byggt upp andlega miðstöð, þar sem aðstaða verður fyrir nám- skeið, mót o.fl. Ágætis mótsað- staða verður komin þarna í sum- ar, en hlaða og fjárhús hafa verið innréttuð sem samkomusalir. Þannig verður mótið ekki eins háð veðri og undanfarin ár. Leiðbeindur á mótinu verða þau Erling Erlingsen, Erla Stef- ánsdóttir, Garðar Garðarsson, Gísli Þór Gunnarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ken Cadigan, Leifur Leopolds- son, Lone Svargo Riget. Michacl H. Willcocks, Ólöf Einarsdóttir, D. Paula Horan, Rafn Geirdal, Reza Akhavan, Ronald M. Krist- jánsson, Sveinbjörn Beinteins- son, Tony Crisp, Tryggvi Hansen og Örn Jónsson. Tjaldsvæöi eru á mótssvæðinu sjálfu og við það. Þeir sem vilja fara lengra afsíðis geta tjaldað á túninu við Arnarbæ á Arnar- stapa, en þangað cr u.þ.b. 5 mín- útna akstur. Á mótssvæðinu verður hægt að kaupa léttar veit- ingar, einnig er hægt aö borða í veitingahúsinu Arnarbæ. Verð aðgöngumiða er kr. 3.000.- Innifalið í verði er aðgangur að allri dagskrá og tjaldstæðum. Ókeypis aðgangur er fyrir börn yngri en 15 ára, svo og barnagæsla sem fóstra sér um báða dagana. Stutt fjögurra tíma námskeið verða hjá erlendu leið- beinendunum, og er selt inn á þau, verð kr. 500,- Dagskráin hefst kl. 20.00 á föstudagskvöld með léttri kvöldvöku, eldganga verður á sunnudagskvöld. Nánari upplýsingar í símum 91-686612, 91-627760 og á Akureyri í síma 21312. EHB Myndir víxluðust í Degi síðastliðinn þriðjudag birtust myndir af þeim görðum sem hlutu viðurkenningar Garð- yrkjufélags Akureyrar 1989. Á síðu 5 víxluðust hins vegar efstu myndirnar tvær, þ.e. af görðun- um við Lyngholt 17 og Lönguhlíð 16. Athygli lesenda er hér með vakin á þessu og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökun- um. " JÓH ri Kveðjuorð: ÍfBjarmar Smári Elíasson Fæddur 11. mars 1982 - Dáinn 5. júní 1989 Það er okkur eftirlifendum óskiljanlegt að hinn ljúfi drengur Bjarmar Smári Elíasson sé ekki hér á meðal vor, að við fáum ekki að heyra lengur létt fótatak hans, þegar hann kemur hlaupandi, heilsar glaðlega og uppörvandi. Bjarmar litli, vinur okkar var sannkallaður sólargeisli í lífi mömmu sinnar og stóra bróður og náðu geislar hans að skína til okkar allra hinna. Bjarmar Smári lést að kveldi 5. júní síðastliðins, af slysförum er hann og aðrir drengir voru að leik við ána Glerá hér á Akur- eyri. Alltaf á ég eftir að minnast þess hve kátir þeir voru vinirnir, Bjarmar og Valdemar, er þeir Iéku sér saman í síðasta sinn. Þeir litu varla upp er á þá var yrt, svo niðursokknir voru þeir í leik sínum. Og þegar Bjarmar fór var allt dótið skilið eftir á gólfinu, til- búið fyrir þá vinina, því að Bjarmar ætlaði að koma fljótt aftur. Ekki gat okkur órað fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem hann væri heima hjá okkur í Einholtinu. Bjarmar átti marga vini og það er alveg víst að hans verður sárt saknað. Hann átti líka svo margt ógert. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. (Tómas Guöm.) Elsku Heiða mfn, Stefán og Ólafur. Við óskum þess að faravíkur, Flateyjardal, Fjörður og Látraströnd. Gengið frá Björgum í Kinn út í Naustavík á fyrsta degi. Daginn eftir yfir Víknafjöll í Flateyjardal. Frá Flateyjardal þriðja dag í Fjörður. Fjórða dag verður gengið úr Fjörðum að Látrum á Látra- strönd. Gengið inn Látraströnd til Grenivíkur á fimmta degi. All- ar nætur verður gist í húsi. Dagana 17.-20. ágúst verður farið í Landmannalaugar, Eldgjá og Veiðivötn. Ekið um Sprengi- sand og gist í Landmannalaugum og við Veiðivötn. Rétt er að benda á að ferðir Ferðafélags Akureyrar eru heim- ilar öllum hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. -ekki hepp%KJF/ Föstudagur kl.19:55 29. LEIKV rIKA- 21. júlí 1989 1 X 2 Leikur 1 K.A. F.H. 10 Leikur 2 FYLKIR FRAM 1d Leikur 3 AKRANES K.R. 1d Leikur 4 VALUR KEFLAVÍK 1d Leikur 5 VÍÐIR SELFOSS 2d Leikur 6 TINDASTÓLL - VÖLSUNGUR 2d Leikur 7 LEIFTUR EINHERJI 2d Leikur 8 Í.B.V. BREIÐABLIK 2d Leikur 9 Í.R. STJARNAN 2d Leikur 10 VÍKVERJI HVERAGERÐI M Leikur 11 DALVÍK VALUR Rf. M Leikur 12 MAGNI HUGINN 30 Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Ath. lOkun S iölukerfis !! minningin um góðan, blíðan dreng verði ykkur styrkur í sorg- inni. Bjarnfríður, Páll og Valdemar. Utboð vöruflutninga Innanlands Álafoss hf. óskar hér með eftir til- boði í eftirfarandi: A) Akstur á framleiösluyörum Álafoss hf. frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Áætlað magn: 130.000 kg - 900 m3 á ári. B) Akstur á framleiösluvörum Álafoss hf. frá Mos- fellsbæ til Akureyrar. Áætlað magn: 320.000 kg - 1600 m3 á ári. C) Akstur óhreinnar ullar frá Akureyri til Hveragerö- is. Áætlað magn: 250.000/300.000 kg á ári. D) Akstur þveginnar ullar frá Hveragerði til Mosfells- bæjar. Áætlað magn: 600.000 kg á ári. E) Dreifing frá vöruflutningastöð á framleiðsluvöru Álafoss hf. á Reykjavíkursvæöinu. Áætlað umfang: 86.000 kg. Meöaltal sendinga: 135 á mánuöi - 53 kg, 3-4 pk. í hverri. Almennar upplýsingar: Vörunni frá Akureyri til Reykjavíkur er pakkað að mestu í pappa- kassa, en að hluta er um stranga i plastpokum að ræða. Varan frá Mosfellsbæ til Akureyrar er að heita má öll í pappaköss- um. Ullin sem flutt er frá Akureyri til Hveragerðis er í 150 kg böllum. Ullin frá Hveragerði til Mosfellsbæjar er í 250 kg böllum. Reiknað er með að á árinu verði komið upp aðstöðu til lestunar/ losunar í Mosfellsbæ sem bílstjórar ættu aðgang að, hvenær sem væri sólarhrings. Óskað er er eftir tilboðum í annars vegar alla flutningana - hins vegar einstaka tilgreinda liði í þessu útboði. Óskað er eftir að í tilboðum veröi gerð grein fyrir afkastagetu við- komandi, þ.e. ferðatíðni þeirri sem boðin yrði. Réttur er áskilinn til aö taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er til 01. ágúst 1989. Tilboð send- ist Álafossi hf., Pósthólf 100, 602 Akureyri, fyrir þann tíma. / Álafoss hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.