Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 3
frétfir Steypt af kappi í Kolbeinsey Starfsmenn Vitamálastofnunar og Landhelgisgæslunnar vinna nú hörðum höndum við upp- steypu þyrlupalls í Kolbeinsey. Framkvæmdir hófust sl. fimmtudag og var þann dag og á föstudag slegið upp fyrir pall- inum. Varðskipið Oðinn flutti möl frá Akureyri að kvöldi föstudags og á Jaugardag byrj- aði sjálf steypuvinnan í eynni. í gær kom Oðinn í aðra ferð til Akureyrar til að sækja möl. Að öllum líkindum þarf skipið að sækja þriðja farminn áður en yfir lýkur. Dagur náði tali af Hermanni Guðjónssyni, vita- og hafnamála- stjóra, um horð í Óðni í Akur- eyrarhöfn í gær og sagði hann framkvæmdir hafa gengið vei til þessa. Að vísu hefði verkið reynst tímafrekara en menn hefðu fyrirfram gert ráð fyrir. Hann sagði að veður hefði verið hreint stórkostlegt út við Kol- beinsey og það hefði sannarlega auðveldað mönnum verkið. Eins og áður segir byrjaði steypuvinnan á laugardag og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar steypuna í sílói frá borði út í eyna. Hermann segir þessa vinnu hafa gengið mjög vel. Að vísu hafi sílóið í tvígang sokkið i greipar Ægis en það hafi aflur náðst upp með lagni og seiglu. Áður en verkið liófst bjuggust menn við að þyrfti um 60 rúm- metra í þyrlupallinn. Hermann segir nú sýnt að þurfi talsvert meira al' steypu, 80 rúmmetrar séu ekki fjarri lagi. Fyrsta steypu- hræran hvarf að mestu ofan í sprungu eina alldjúpa og segir Hermann að hún hafi „sopið" ívið meira cn menn gerðu ráð fyrir. Líklegt er að Óðinn þurfi að ná í einn malarfarm til viðbótar til Akureyrar. Gangi það eftir tclur Hermann líklegt að framkvæmd- um við þyrlupallinn á útverði Islands í norðri Ijúki undir lok vikunnar. óþh Mest aflaverðmæti báta árið 1988: Loðnu- og rækjufrysti- skip í tíu efstu sætunum Loðnu- og rækjufrystiskipið Pétur Jónsson RE var með mest aflaverðmæti báta á land- inu öllu á síðasta ári, 192 millj- ónir 191 þús. krónur. Aflinn nam rétt liðlega 19 þúsund tonnum. Annar í röðinni var Hákon ÞH með 167 milljónir 625 þús. krónur, fyrir 20.681 tonna afla. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fiskifrétta en blaðið birti fyrir helgi lista yfir þá 60 báta sem voru með yfir 60 milljónir króna í aflaverðmæti á síðasta ári. Listinn er unninn upp úr skýrslum sem birtar eru í nýút- komnum Útvegi 1988, riti Fiski- félags íslands. Þar kemur einnig fram, að loðnu- og rækjufrystiskip eru í 10 efstu sætunum. Þannig var Hilm- ir SU í þriðja sæti með tæpar 145 milljónir króna í aflaverðmæti, rækjuskipið Gissur ÁR í fjórða sæti með tæpar 143 milljónir króna og Oddeyrin EA í því fimmta, með 140 millónir króna, fyrir 1.546 tonna afla. Auk Oddeyrinnar EA frá Ak- ureyri, eru Súlan EA og Þórður Jónasson EA einnig á listanum. Súlan er þar í 38. sæti, með 72 milljónir 897 þús. krónur í afla- verðmæti, fyrir 17.325 tonna afla en Þórður Jónasson er í 47. sæti, með 69 milljónir 595 þús. krónur í aflaverðmæti, fyrir 16.336 tonna afla. Dagfari ÞH og Oddgeir ÞH eru einnig á listanum. Dagfari í 56. sæti með 61 milljón 107 þús. krónur í aflaverðmæti, fyrir 18.114 tonna afla en Oddgeir í 57. sæti með 60 milljónir 987 þús. krónur í aflaverðmæti, fyrir 1.117 tonna afla. Áberandi er, að á þessum lista eru, auk loðnu- og rækjufrysti- skipa, helst bátar sem selja afla sinn að hluta til eða öllu leyti utan í gámum. Þannig er Freyja RE, sem er aðeins 136 brl. að stærð, í 11. sæti á listanum með 105 milljónir króna í aflaverð- mæti. Sem fyrr sagði, voru 60 bátar með yfir 60 milljónir króna í afla- verðmæti á síðasta ári en til samanburðar má geta þess að á árinu 1987, voru 32 bátar með yfir 60 milljón króna aflaverð- mæti en þess ber þó að geta, að verðgildi krónunnar hefur nokk- uð breyst á milli ára. Helstu breytingar efst á listanum á milli ára eru þær, að tvö ný skip hafa bæst við og skotist upp í toppsæt- in, Pétur Jónsson RE og Hákon ÞH. Á listanum 1987, var Odd- eyrin efst með með 119 milljón króna aflaverðmæti en er nú í fimmta sæti, með 140 milljónir króna. Hilmir SU var í öðru sæti árið 1987 með 119 milljónir króna en er nú í því þriðja með 145 milljónir króna. í Fiskifréttum segir ennfremur. að það orki kannski tvímælis að kalla sum þessara stóru skipa báta, enda eru nokkur þeirra um og yfir 800 brl. að stærð, eins og Pétur Jónsson , Hákon og Helga II og aflaverðmæti þeirra sam- bærilegt við betri ísfisktogara. Oddeyrin EA 210 er í finimta sæti á lista yfir ailaverðmæti báta á síðasta ari. Melgerðismelamót 1989: Hingað koma menn til að setja met - segir Reynir Hjartarson Um næstu helgi halda liesta- mannafélögin Funi, Léttir og Þráinn Melgeröismelamót 1989. Alls eru um 150 hestar skráðir til keppni á þessu opna móti þar sem gæðingar verða sýndir og fótfráum hleypt. Að sögn Reynis Hjartarsonar sem sæti á í mótsnefnd þá eru um 150 hestar skráðir til keppni í A- og B-flokki gæðinga, unglinga- keppni og kappreiðum. Rpynir segir að meðal keppenda séu margir bcstu hestar og knapar landsins enda sé hér um að ræða eitt stærsta mót sumarsins. Hér er um opið mót að ræða en gagnstætt því sem frarn hefur komið í öðrum fjölmiðlum þá hafa slík mót verið haldin í Eyja- firði af og til í nær tuttugu ár. Fyrst var slíkt mót haldið á Þver- áreyrum árið 1970, aö sögn Reynis. Dagskrá mótsins er í stórum dráttum sú að á laugardag verður undankeppni í gæðingaflokki og unglingakeppni en á sunnudag fara fram úrslit og kappreiðar. í auglýsingu um mótið eru hestamenn hvattir til þess að koma og taka gæðinga sína til kostanna á „bestu hlaupabraut landsins“, „Á því leikur enginn vafi,“ sagði Reynir aðspurður hvort þeim stætt á þessari fullyrð- ingu. „Hér eru nær öll gildandi íslandsmet í kappreiðum sett og ef menn ætla sér að setja met þá koma þeir hingað um helgina,“ sagði hann. ET Ásýnd útvarðarins í norðri breytist óneitanlega mjög með tilkomu þyrlupallsins. Þyrlupallurinn er mikið mannvirki og trúlega einstakt i sinni röð. Flokkur vaskra sveina vann baki brotnu í sólinni við að slá upp f'yrir pallinum. Þriðjudagyr 25. júlí 1989 - DAGUR - 3 ^ iupsbu(6íi4 - fíUÖAÖ “ fcítie. Steingrímur .1. Siglússon, samgönguráðherra, brá sér norður í Kolbeinscy á laugardag og fylgdist með framkvæmdunum. Hér er ráðherra að ræða við Hcrmann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóru. ■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.