Dagur - 25.07.1989, Side 5

Dagur - 25.07.1989, Side 5
Þriðjudagur 25. júlí 1989 - DAGUR - 5 ~ ’ -"ifjsbijláhd - HUOAQ - ... Vátryggingafélag Islands hefur starfað í viku: „Verður ekki annað sagt en að þetta hafi gengið vel“ - segir Sigurður Harðarson, forstöðumaður svæðisskrifstofu félagsins á Akureyri í byrjun síðustu viku hófu tryggingafélögin Brunabótafé- lag Islands og Samvinnutrygg- ingar formlegt samstarf undir merki Vátryggingafélags ís- lands hf. Ákvörðun um stofn- un þessa nýja tryggingafélags kom öllum á óvart síðari hluta síðasta vetrar og síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi að samruna félaganna tveggja. Formlega hófst síðan starfsem- in í byrjun síðustu viku en þá hafði starfsemi félaganna á Akureyri þegar verið færð á einn stað. Sigurður Harðar- son, forstöðumaður svæðis- skrifstofunnar á Akureyri, seg- ir að viðskiptavinir hafi tekið þessum breytingum vel en nokkur vinna sé fyrir höndum á næstu mánuðum við að ganga frá ýmsum málum sem þessum samruna tengjast. „Svæðisskrifstofan hefur yfir- umsjón með starfsemi á Eyja- fjarðarsvæðinu, allt frá Ólafsfirði til Grenivíkur. Þetta er ein af 20 svæðisskrifstofum félagsins á landinu og raunar sú langstærsta þeirra, þ.e.a.s. að þetta er fjöl- mennasta svæðið,“ segir Sigurð- ur. Aðspurður um hversu stór markaðshlutdeild félagsins sé á þessu svæði segist hann ekki geta svarað þeirri spurningu svo óyggjandi sé þar sem ekki liggi fyrir skýrar tölur um hlutdeild félaganna. Sigurður segir að sjálfsagt megi rekja upphaf sameiningar félag- anna tveggja aftur til síðasta hausts en starfsfólki jafnt sem öðrum hafi komið mikið á óvart þegar fréttir bárust af sameining- arviðræðum. „Hvað sameining- una hér á Akureyri varðar þá var miðað við 1. júní. Vegna breyt- inga sem gera þurfti á húsnæði nýja féiagsins í Reykjavík og vegna þess hversu seint gekk að ákveða hvernig farið yrði með tölvukerfið varð töf á því að nýja félagið tæki til starfa og því hófst ekki starfsemin fyrr en í byrjun síðustu viku. Hér á Akureyri gekk þetta hins vegar þannig fyrir sig að þegar ákvörðun var tekin um sameininguna var húsnæðið sem Samvinnutryggingar voru í selt og þurftu þeir að losa hús- næðið fyrir 10. júní þannig að við fluttum því fyrr saman og rákum hér í raun tvö tryggingafélög þangað til í síðustu viku. betta var eiginlega óvígð sambúð," segir Sigurður brosandi. Ergelsisraddirnar þagnaðar „Þetta hefur gengið þrælvel, ann- að verður ekki sagt," heldur hann áfram. „Við höfum fengiö tíma til að skoða hverjir aöra og reynt aö flokka frá þær aðferðir sem við teljum vera hagkvæmari og betri hjá hvorum staðnum. Starfsfólkið liefur líka tekið þessu vel. Auðvitað heyrði mað- ur urg hjá sumum en í heildina held ég að mönnum hafi líkað þetta mjög vel og þessar ergelsis- raddir sem maður heyrði í upp- hafi eru þagnaðar. Aðstaöan hér er enda mjög góð.“ Hjá svæðisskrifstofu Vátrygg- ingafélags íslands á Akureyri starfa 8 manns á skrifstofu cn auk þess er starfandi einn sölumaður og tveir virðingarmenn. Þessu til viðbótar eru starfandi tjónamats- menn og í heild segir Sigurður 14 manns áhangandi fyrirtækinu. „Viðskiptavinir hafa tekið þessu mjög vel og sem dæmi má nefna að í spurningavagni Hag- vangs í vor kom í Ijós að það voru aðeins 1,4-2,4% fólks sem var óánægt og ætlaði að skipta um félag í kjölfar sameiningar- innar. En mér finnst svolítið gaman að því að þegar samein- ingin var að komast í hámæli þá komu hingað gamlir viðskipta- vinir Brunabótafélagsins og vildu fá að vita hvað væri að ske og hvernig hlutirnir ættu að vera og eftir að ákveðið var að starfsemin yrði hér þá komu jafnvel gamlir viðskiptavinir Samvinnutrygg- inga til að sjá aðstæður og taka út mannskapinn. Þetta voru afskap- lega skemmtilegar heimsóknir," segir Sigurður og heldur áfram að ræða sameiningarmálin. Fólki ljóst að verið er að gera góða hluti „Ég held að þetta mál sé búið að ræða það mikið að fólki sé orðið ljóst að með þessu er veriö að gera góða hluti. Það er ekki verið að setja fólk út í kuldann eða setja því einhverja afarkosti." - En heyrast ekki einnig há- værar raddir sem krefjast lækk- aðra iðgjalda? „Jú, auðvitað heyrast þær enda eðlilegt þar sem rökin fyrir sam- einingunni eru að þetta sé gert til hagræðingar. Því er það fyrsta sem fólki dettur í hug að iðgjöld- in lækki. í framtíðinni gerist þetta en ekki í þjóðfélagi eins og við búum við núna þar sem verö- bólga gerir að verkum að við verðum að hækka iðgjöldin milli ára. Ég á ekki von á að viö sjáum miklar krónutölulækkanir en spurningin er hvort þetta verður ekki til þess að iðgjöldin hækka ekki eins mikið og ella. Ef menn geta hins vegar stoppað verð- bólguna þá er vel hugsanlegt að menn sjái af slíkri sameiningu sem þessari beina krónutölu- lækkun. En hún veröur ekki á þessu ári og tæplega þvi næsta vegna þess að kostnaður af svona sameiningu er alltaf talsverður en þegar lengra er litið þá er ég ekki í neinum vafa um að þetta á eftir að koma fólki til góða,“ segir Sigurður. - Verður ekki barátta risanna hörð á markaðnum? „Jú, ég ímynda mér að barátt- an verði mest áberandi milli þess- ara tveggja aðila. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt vegna þess að afkoma tryggingafélaganna á árinu 1987 veltir þessum samein- ingarhugleiðingum af stað. Heildarhagnaður tryggingafélag- anna á þessu ári varð aðeins 1 milljón þannig að þá sáu menn að eitthvað varð að gera." Notum það besta frá báðuni Talið berst á ný að svæðis- skrifstofunni á Akureyri og upp- byggingu umboðsmannakerfisins á hverju svæði. Sigurður segir að síðustu árin hafi umboðsmanna- kerfið verið í mótun hjá Bruna- bótafélaginu og í fyrra hafi verið tekin ákvörðun um uppstokkun sem í yrðu þrjú þrep. Settar yrðu niöur svæðisskrifstofur en á stærri stöðum innan hvers svæðis yröu umboðsmenn og þriðja stig- ið yröu fulltrúar í sveitarfélögun- um. Þetta kerfi segir Sigurður að notað vcröi hjá nýja félaginu. Hlutverk svæðisskrifstofanna verður að sjá um alla útgáfu trygginga á svæðinu, uppgjór tjóna og loks aö taka við gögnum frá umboðunum í kring og ganga frá þeim. - En verða ekki fjölmörg vandamál sem enn verða að koma upp á næstu mánuðum? „Maöur á aldrei að tala um vandamál heldur um verkefni sem leysa þarf. Jú, auðvitað er heilmikið sem þarf að leysa. Núna erum við að reyna að koma okkur niður á ákveðnar vinnuað- ferðir og nota það sem okkur finnst bctra hjá hvorum aðila. Þetta eru því ekki vandamál heldur hlutir sem þarf að vinna að. Og við þurfum ekki að kvarta undan því að fólk sem hingað kemur sé ekki skilningsríkt. Það er yfirleitt afskaplega jákvætt og skilur það vel þó að við þurfum að hugsa okkur aðeins um. Það eru allir mjög jákvæðir gagn\art þessu." Jt.H Starfsfólk Vátryggingafélags íslands á Akureyri. Efri röð talið frá vinstri: Sigurður Harðarson, Ólafur Ármannsson, Brynjar Jónsson og Gísli Pálsson. Fremri röð: Svala Rcynisdóttir, Helga Halldórsdóttir og Pálína Tryggvadóttir. Á myndina vantar Sigríði Helgadóttur og Arnar Birgisson. Mynd: ki. lesendohornið Ómerktir \iimuflokkar - og villandi umferðarleiðbeiningar Bílstjóri hringdi: „Ég var að aka eftir Glerárgöt- unni um daginn og sá þá vinnu- flokk tíu unglinga, sem voru að sópa götuna. Unglingarnir voru ekki merktir á neinn hátt eða auðkenndir, t.d. með endur- skinsvestum eða með öðrum Blaðburðarkona hringdi: „Ég vil endilega korna því á framfæri við fólk sem fær blöð send heim að það lagi til fyrir utan póstkassa og blaðalúgur. Ég hef margsinnis lent í vandræðum með að koma blöðum til skila hætti. Ég er viss um að þetta þekkist hvergi annars staðar en á Akureyri, að fólk sé að vinna í miðri umferðinni án þess að vera auðkennt, þetta getur hæglega valdið slysum. Annað mál er það hversu illa var staðið að merkingum á Hörg- vegna þess að alls konar dóti hef- ur verið stillt upp, t.d. reiðhjól- um, sem tefur fyrir fólki í mínu starfi. Vinsamlegast, hafið þokkalegt aðgengi að blaða- lúgunum.“ árbraut þegar umferð um götuna var lokað vegna framkvæmda við hringtorgið. Þá stóð letrað á lítið skilti að gatnamótin við Undir- hlíð væru lokuð o.s.frv. Þetta skilja engir nema menn sem eru þaulkunnugir í bænum. Hvað með utanbæjarfólk, eða þá útlendinga? Ég kom að útlend- ingum sem höfðu villst niður að Krossanesverksmiðju á þessum tíma, einmitt vegna ófullkom- inna gatna- og leiðamerkinga á Akureyri. Þeim sem þessu ráða þarf að vera ljóst að merkingar eiga að vera þannig gerðar að sá sem ekkert þekkir til geti hagnýtt sér þær - og þá dugar ekki að hafa áletranir eingöngu á íslensku." Erfitt að bera út blöð Bautinn - Smiðj, \ yJHn ) / Batnaretraeti 92 Akureyn Simi 91 . XÁfairy Kenmtala 54047HXJ79 an gfiffluS 218,6 Relknlngur 0 06BBÍII6 '<rí' « i 05/06/89 1 006 8 YMISLE 2240 1 YMISLE 950 1 GRISALUNDIR 1380 8 LAMBALUNMR 10240 1 GOSDRYKKUR 100 6 ÖL 720 1 BJOR 230 05/06/89 SAMTLS 15860 006 8 KAFFI 800 05/06/89 SAMTLS 16660 ALLS 16660 I REIK «16660 AUALLT VELKOMIN l BAUTANN. Kcikningurinn, sem lesandi gerir að umtalsefni. Er kaffi innifalið eða ekki? Lesandi spyr: Á dögunum fór fyrirtæki eitt hér í bæ (Akureyri) út að boröa og ekkert sérstakt við það, þokkaleg þjónusta og mat- ur. Þegar ég fæ reikning í hendur er þar tilgreint kaffi, í einfeldni minni hélt ég að þaö væri alltaf innifaliö í veröi ef keypt væri heil máltíö. Stefán Gunnlaugsson hjá Baut- anum-Smiðjunni, umræddum matsölustað, sagöi reikninginn eölilegan ef borðað hefur veriö í Smiðjunni því þar er kaffi ekki innit'alið. Áftur á móti fyigir súpa, salatbar og kaffi ef snætt er á Bautanum. „Fólkið hlýtur því að hafa borðað í Smiðjunni ef ekki þá ef um mistök að ræða," sagði Stefán.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.