Dagur - 25.07.1989, Side 6

Dagur - 25.07.1989, Side 6
 Lifnar yfir Laxá í Ásum: „Hefðum ekki látíð leyfin á tvöföldu verði“ - Þórarinn Sigþórsson og félagar fengu 46 laxa á einum degi Afleit laxveiði er eitt af því sem sett hefur svip sinn á fyrri hluta sumars og gildir þá einu hvaða á er átt við. Lítið fram- boð af vöru hækkar verð henn- ar og í fjölmiðlum a.m.k. var svo komið að verð á laxi var orðið um ein milljón króna fyr- ir stykkið! I Laxá á Asum virð- ist veiðin nú eitthvað vera að glæðast því síðari hluta fimmtudagsins og fyrri hluta föstudagsins fengust þar 46 Iaxar á stangirnar tvær. í þessari dýrustu laxveiðiá landsins, var veiðin svo dræm að fréttir hárust af mönnum sent buöu rándýr veiðileyfi sín á útsöluverði, þó svo að þeir töp- uðu kannski á því um 70 þúsund krónum. Það hafði hins vegar ekki gripið til neinna slíkra ör- þrifaráða fólkið sem Veiðiklóin hitti síðastliðinn föstudag á bökk- um árinnar. Þau voru þá að Ijúka vel heppnuðum túr sem hófst upp úr hádegi daginn áður, Þórarinn Sigþórsson, Sigmar Björnsson, Eggert Magnússon, Guðlaug Ólafsdóttir og Unnur Kristjáns- dóttir. „Hollið" hefur veitt saman í mörg ár og í Laxá á Ásum hafa þau rennt undanfarin fjögur til fimm ár. „Sko við hefðum ekkí látið leyfin á tvöföldu verði," sagði Þórarinn aðspurður hvort Hið fengsæla „holl“ með aflann fyrir framan veiðihúsið í Ásunum. Frá vinstri: Þórarinn Sigþórsson, Eggert Magn- ússon, Guðlaug Olafsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir og Sigmar Björnsson. Myndir: E1 þeir hefðu ekki verið að því kontnir að selja leyfin þegar þeir fréttu af dræmri veiði að undan- förnu. „Við fáum alltaf fisk hérna,“ bætti Sigmar við. Á þessum samtals eina degi fékk hópurinn 46 fiska, 25 á fimmtudeginum og 21 á föstudeg- inum. Af fimmtudagsveiðinni gleyptu 14 stykki við flugunni en ellefu létu blekkjast af maðkin- um. „Hann tók fluguna geysilega .vel þann daginn en annars var mikil ólund í honum að taka,“ sagði Þórarinn. Skýringuna á góðri fluguveiði töldu þeir meðal annars liggja í því hve litlum tlug- um. þeir beittu, svokölluðunt „míkrópúpum". Seinni daginn var skiptingin svo nær því sem oftast er en þá tóku fimmtán maðkinn og sex flugu. Fiskarnir voru á bilinu 4-15 pund og í fæst-. um tilfellum var um lúsugan fisk að ræða. „Þetta sýnir bara að þessi fiskur hefur verið í ánni í einhvern tíma. Það er því bara árans klaufaskapur að menn skuli ekkcrt hafa fengið fyrr en núna,“ sagði Þórarinn og hló. Fram að þessu höfðu mest fengist 16 fiskar á einum degi úr ánni þannig að hér var múrinn rofinn svo um munaði. Þetta er hins vegar ckki í fyrsta skipti sem þeir félagar slá öðrum við því í fyrra fengu þeir 58 laxa á eina stöng á meðan hin gaf þrjú stykki. ET

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.