Dagur - 09.09.1989, Page 13

Dagur - 09.09.1989, Page 13
íí8<2 í i9C?mojq3G .8 ■’UQBb'ifigUDJ - BUOAQ - St Laugardagur 9. september 1989 - DAGUR - 13 Jón Hjaltason Eru bandarísku HoIIywoodstj óramir að deyja út? Murdoch reid á vaðið 1986. Japanir byrja smátt og JVC borgar 6 millj- arða í skólagjöld. Bandarlskir kvik- myndaframleiðendur eru borubrattir og segjast vera þeir einu sem séu fær- ir um að reka risa-kvikmyndaver svo vel fari. Það er kannski einkennilegt orðalag en þegar tölur um verð- mæti útflutnings frá Bandaríkjun- um eru athugaðar kemur í ljós að kvikmyndaiðnaðurinn er ein öflugasta útflutningsgrein landsins. Það kemur því innan- búðarmönnum í Hollywood lítið á óvart að fjársterkir erlendir aðilar sýna nú æ meiri áhuga á að sökkva stóru ausunni í þennan bandaríska gullpott. Og þeim hefur orðið nokkuð ágengt. Upphafið var þegar ástralski blaðajöfurinn Rupert Murdoch keypti 20th Century Fox fyrir 575 milljónir dollara, eða ríflega 34 milljarða íslenskra króna, árið 1985. Murdoch, sem nú er orðinn bandarískur ríkisborgari, hefur með góðum árangri notað kvik- myndaverið til að leggja sjón- varpsstöðvum sínum til efni. En það er einmitt höfuðtilgangur hinna erlendu landtökumanna í Hollywood að ná í vinsælt sjón- varpsefni handa ört stækkandi sjónvarpsstöðvum sínum, bæði kapla- og gervihnattasjónvarp- inu. Og í leiðinni bera þeir auð- vitað hag bíóhúsanna og mynd- bandafyrirtækjanna fyrir brjósti. Þetta er með öðrum orðum spá- dómur Karls gamla Marx að koma fram í fjölmiðlaheiminum. Allt skal vera á einni hendi, blaða- og bókaútgáfa, sjónvarp, kvikmyndagerð, kvikmyndahús, myndbönd. Og ennþá að minnsta kosti eru Bandaríkjamenn álitnir standa öllum öðrum framar í kvik- myndagerð og þess vegna leita stórjöfrar fjölmiðlunarinnar þangað í leit að enn betri framtíð og blómum í haga. Hingað til hafa enskumælandi peningamenn verið aðgangsharðastir við kaup- in. Nú ættu viðræður Ástralans Christophers Skase og MGM/ UA, um kaup á United Artist að vera á lokastigi ef þeim er þá ekki lokið. Ástralinn hefur boðið 600 milljónir dollara í þetta sögu- fræga kvikmyndaver sem var stofnað fyrir 70 árum síðan af Charlie Chaplin, D.W. Griffith, Mary Pickford og Douglas Fairbanks. Umræddur Skase er forseti Quintex sem á staírsta sjónvarpsnetið í Ástralíu. Bretar eru einnig á höttunum eftir eignaraðild í bandarískum kvikmyndaiðnaði. Á síðasta ári keypti Television South, í Southampton á Englandi, MTM- fyrirtækið sem hefur meðal ann- ars framleitt nokkra vinsæla sjón- varpsþætti, fyrir 320 milljónir dollara. í mars á þessu ári eyddi The Rank Organization, sem á Pinewood Studio á Englandi, 150 milljónum dollara til að kaupa helming hlutabréfa í MCA Universal Studio á Florida- skaganum. Frá Ítalíu berast þær fréttir að fjármálamaðurinn Ciancarlo Parretti eigi í erfiðleikum en hann hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að byggja upp fyrirtæki í skemmtanaiðnaði sem hefði allan heiminn undir. Hann er meðal annars stærsti eig- andi Cannon Group í Holly- wood. Óvíst er um frekari umsvif herra Parrettis vestan hafs því að bæði frönsk og spænsk yfirvöld gera honum lífið leitt um þessar mundir. Þau fyrrnefndu draga í efa lögmæti yfirtöku hans á Pathé Films, sem á um 1500 bíóhús í Evrópu, og þau síðarnefndu hafa kært hann vegna brots á lögum um gjaldeyrisviðskipti. En hver sem verða örlög ítal- ans þá kemur maður í manns stað og nú eru Japanir byrjaðir að sýna Hollywood áhuga og það munar um minna. Núna í endað- an ágúst tilkynnti JVC, japanska fyrirtækið sem bjó til VHS- myndbandakerfið, að það hefði í hyggju að eyða meira en 100 milljónum dollara í að stofnsetja kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkj- unum, Largo Entertainment. Lawrence Gordon, framleiðandi Die Hard og Field of Dreams og fyrrum forseti 20th Century Fox Films, hefur verið ráðinn for- stjóri nýja fyrirtækisins. Gordon segir þetta aðeins upphafið hjá Japönum, þeir hafi enga reynslu á sviði kvikmyndaframleiðslu og líti því á þessa sex milljarða íslenskra króna sem nokkurskon- ar skólagjöld. Pað má búast við því að innan fárra ára muni Jap- anir seilast til enn meiri áhrifa í Hollywood. Þeir eru vanir að byrja smátt en sækja svo í sig veðrið. Þessi áhugi fjármálamanna á bandaríska kvikmyndaiðnaðin- um kemur á sama tíma og nokkr- ir heimamenn hafa farið flatt á bíógerðinni. Meðal þeirra eru til dæmis Dino De Laurentiis sem fór á hausinn í fyrra eftir um 200 milljóna dala tap á tveimur árum, og Jerry Weintraub sem tapaði 40 milljónum bandarískra dollara á seinasta ári vegna fjölda misheppnaðra mynda, þeirra á meðal My Stepmother is nn Alien. Þeir eru því ófáir Banda- ríkjamennirnir sem líta á komu erlendu peningamannanna með velþóknun. Þetta eru þó einkum minni framleiðendurnir sem verða að heyja harða baráttu við stóru risana um handrit, kvik- myndagerðarmenn og leikara. Talsmenn stóru kvikmyndaver- anna eru hins vegar áhyggjufull- ir. Stjórnarformaður Fox Film Corporation, Joe Roth, segir útlendingana ógnun við banda- rísku fyrirtækin og þá hefð sem ríkir í kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta er Roth á því að landtöku- mennirnir erlendu muni sjá af hyggindum sínum að heima- mönnum í Hollywood sé best treystandi til að reka kvikmynda- fyrirtækin þar. Annar heimamað- ur tekur undir þessa skoðun og segir: „Aðkomumenn geta svo sem fjárfest í Hollywood en þeir munu aldrei reka kvikmyndafyr- irtækin sjálfir." Ennþá verða þessi orð trauðla dregin í efa. Murdoch setti fyrrverandi yfir- mann Paramount, Barry Diller, í forsæti fyrir Fox og nýir eigendur Walt Disney, sem að vísu eru af bandarísku bergi brotnir, höfðu vit á því að ráða Michael Eisner, annan af framámönnum Paramounts í stjórnunarstöðu Disney-fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta er ekki ósenni- legt að Hollywood eigi eftir að taka breytingum næstu árin. Nýjar hugmyndir hljóta að fylgja nýjum herrum. Frá Ástralíu keniur Christopher Skase, sem er í forsvari fyrir Quintex Group, og hyggst eyða 600 milljón- um dollara i kaup á Unitcd Artists. Japanskir forráðamenn JVC er bún- ir að ráða Lawrence Gordon til að framleiða fyrir sig bíómyndir í Hollywood. Og þeir eru til sem halda að japönsku fjármálamenn- irnir lunii á 15 ára áætlun cr feli í sér yfirtöku á cinhverju hinna stóru kvikmyndavera vestan hafs. Italinn Giancarlo Parretti á stærstan hlut í Cannon Group. BORGARSÍÐA: Einbýlishús, hæð og ris með bílskúr samtals um 172 fm. HVANNAVELLIR: 5 herb. e.h. (tvíbýlis- húsi ásamt bílskúr. Góð eign á góðum stað. LITLAHLÍÐ: Raðhús á tveimur hæðum m/bílskúr um 158 fm, skipti á ódýrari eign.__________________________■ TUNGUSÍÐA: 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. um bdskúr og geymslum í kjallara. Góð eign á góðum stað. Sólvellir: Hfri hæð í tvlbýlishúsi, 137 fm, 5 herb. ásamt 75% eignarh. í bílskúr. Geymsla og þvottahús á hæðinni. Lyngholt: Efri hæð í tvíbýlishúsi 128 fm, 5 herb. ásamt rúmgóðum fokh. bílskúr. Seljahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð ásamt bilskúr. Góð eign. Vegna mikillar sölu vantar á skrá allar stærð- ir og gerdir húseigna einkum blokkaribúðlr. Glerárgötu 28 2 hœa - Sími 21967 m Sölustjóri Björn Kristjánssson, heimosími 21776 tögmaður Ásmunrtur S Jóhannsson losieígnasaia Bjarmastígur: Einbýlishús á þremur hæðum, 435 fm. Einholt: 4ra herb. raðhús á einni hæð í skiptum f. einbýlish. af meðalstærð. Rimasíða: 114 fm raðhús á einni hæð. Hvammshlið: Einbýlishús, 259 fm á tveimur hæðum. Inn- byggður tvöfaldur bílskúr i kjallara. Möguleiki á að innrótta litla ibúö. Heiðarlundur: Raðhús, 150 fm 5 herb. ásamt sambyggð-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.