Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 19. september 1989 Aflabrögð í janúar-ágúst: Mikill samdráttur á Norðurlandi - 27% miðað við sama tímabil í fyrra Aflabrögð á Norðurlandi voru léleg í síðastliðnum ágústmán- uði eins og annars staðar á landinu. Heildaraflinn í mán- uðinum var 13.414 tonn á móti 16.781 tonni í ágúst 1988, sem er 25% samdráttur. Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa Norðlendingar veitt alls 180.096 tonn á móti 229.089 tonnum á sama tíma í fyrra og er þetta 27% minni heildarafli. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum Fiskifélags Islands. Togarar á Norðurlandi veiddu 72.186 tonn fyrstu átta mánuði ársins á móti 80.905 í fyrra, bát- arnir 102.486 tonn á móti 143.474, en aflinn var skárri hjá smábátunum, eða 5.424 tonn á „Drekinn ’89“: Þótti takast mjög vel Nú, liðlega tveimur mánuðum eftir að atvinnuþróunarsýning- unni „Drekinn ’89“ lauk á Egilsstöðum er Ijóst að hún bar tilætlaðan árangur. „Sýningin tókst mjög vel og það er óhætt að segja að allir séu mjög ánægðir með hana, bæði aðstandendur sýningarinnar og þeir sem sáu hana,“ sagði Sigurð- ur Símonarson bæjarstjóri á Egilsstöðum. Hann sagði að gestum hafi komið mest á óvart hvað mikið væri gert á Austurlandi og hvað þar væri mikið til, en tilgangurinn með sýningunni var einmitt sá aö sýn. hvað væri að gerast í atvii numálum á Austurlandi. VG móti 4.710. Ef við lítum á aflasamsetningu norðlenska flotans fyrstu átta mánuði ársins kemur eftirfarandi í ljós (svigatölur tákna sama tímabil 1988): Porskur 59.912 (72.339), ýsa 4.711 (3.006), karfi 6.856 (7.599), grálúða 14.119 (14.283), loðna 79.823 (112.608) og rækja 7.230 (11.526). Á þessum tölum yfir helstu fisktegundirnar má sjá að sam- drátturinn er mikill á Norður- landi og þar er hann hlutfallslega hvað mestur á landinu, enda er heildaraflinn 27% minni á Norðurlandi en aðeins 2% minni á landsvísu. Minni þorsk- og rækjuveiði er reyndar áberandi um land allt en Norðlendingar verða ekki varir við hina auknu grálúðuveiði sem aðrir landshlut- ar hafa státað af. Þegar litið er á einstakar lönd- unarstöðvar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Þannig má sjá að Húsvíkingar hafa tekið á móti 1.254 tonnum af rækju fyrstu átta mánuði ársins, en endanleg tala fyrir sama tímabil í fyrra er 1.010 tonn. Aukna rækjuveiði má merkja á nokkrum öðrum stöð- um en víðast hvar er þó urn mik- inn samdrátt að ræða. SS Ferðakaupstefna ferðamálanefndar Vestnorden var haldin uin síðustu helgi. Kaupstefnan var haldin í Laugardalshöll í Reykjavík og tóku þar m.a. þátt fjöldi fcrðaaðila frá Norðurlandi. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í blað- inu síðar. Mynd: GEG Stjórnmálaályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna: Megn óánægja með hversu hægt hefur gengið að lækka vexti 4. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið á Hvanneyri 8.-10. sept. 1989 starf- aði undirkjörorðinu: „Virðum iíf - Verndum jörð“. UTBOÐ Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju óskar eftir til- boði í að byggja grunn fyrir safnaðarheimili við Dalvíkurkirkju. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Har- aldssonar, Kaupangi, Akureyri. Tilboð verða opnuð á skrifstofu sóknarprests Dalvík- urkirkju að Hólavegi 17, Dalvík mánudaginn 25. september 1989 kl. 14.00. Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju. AKUREYRARB/íR Starfsdeild Löngumýri 9 býður upp á eftirfarandi námskeið: Verkleg og bókleg þjálfun: ★ Heimilishald ★ Myndlist ★ Handavinna ★ Líf og heilsa ★ íslenska ★ Tjáning Upplýsingar veitir Magni Hjálmarsson í síma 27636 eða 26780. Aukin áhersla á unthverf- isvernd og bætt lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Þingið telur að við núverandi aðstæður í íslenskum þjóðmálum sé það stjórnarmynstur sem nú hefur verið myndað án kosninga líkleg- ast til að takast á við þann vanda sem við er að etja í atvinnumál- um þjóðarinnar. Þingið lýsir megnri óánægju með hversu hægt hefur gengið að lækka vexti og telur það málefni algjört forgangsverkefni þeirrar ríkisstjórnar sem nú tekur við völdum. Slíkt er ekki einungis nauðsynlegt atvinnulífinu, heldur einnig öllum þorra launafólks. Við blasir að útflutningstekjur munu minnka stórlega, verði far- ið að tilmælum Hafrannsóknar- stofnunar um samdrátt í veiðum. Mikilvægt er því að sem mest af sjávarfangi nýtist íslensku atvinnulífi. Þingið lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sjávar- útvegsráðherra, að þeir útgerðar- menn sem flytja út ferskan fisk, missi hluta af fiskveiðikvóta sínum. Þingið telur að heildarathugun þurfi að fara fram á því hvernig hagræða megi í ríkisrekstrinum enn frekar en gert hefur verið á þessu ári. Nauðsynlegt er að virðisauka- skattur verði lægri á mikilvægum innlendum matvörum, ekki hvað síst vegna minnkandi kaupmátt- ar. I því sambandi minnir þingið á nýsamþykkta þingsályktunartil- lögu heilbrigðisráðherra um manneldis- og neyslustefnu, en það hefur verið baráttumál Landssambandsins síðan 1986. Þingið styður heilshugar þá samþykkl Stéttarsambands bænda að setja það sem forgangs- verkefni að leita leiða til lækkun- ar búvöruverðs og telur fráleitt að hefja innflutning á landbúnað- arafurðum. Þykir undrun sæta hvað ýmsir fjöímiðlar hafa gleypt við vanhugsuðum og lítt útreikn- uðum tölum „skýjaglópa“ um hugsanlegan sparnað því sam- fara. Þingið telur að slík ráða- gerð yrði stórhættuleg sjálfstæði þjóðarinnar. Það er ljóst að við- skiptaráðherra ber mikla ábyrgð á auknum þrýstingi á innflutning þar sem hann rauf fyrsta skarðið í stífluna. Á íslandi ætti það ekki að vera til umræðu hvort reka eigi byggða- stefnu, heldur hvernig. Þingið lýsir áhyggjum yfir sívaxandi byggðaröskun. Mikilvægt atriði til úrbóta er m.a. jöfnun á raf- orkuverði og símakostnaði sem þegar er hafinn í áföngum og verði því verki hraðað eins og kostur er. Lykilatriði í baráttunni fyrir jafnvægi í byggð landsins er að heilbrigt og fjölbreytt atvinnulíf fái þrifist um land allt og þar geta stjórnvöld ráðið miklu um. Landssamband framsóknar- kvenna telur að íslendingar eigi ekki erindi í Efnahagsbandalag Evrópu. Með aðild að bandalag- inu yrðu íslendingar að fórna sjálfsákvörðunarrétti sínum í hendur yfirþjóðlegu valdi. Með því yrði þjóðmenningu okkar og þjóðfélagsgerð stefnt í voða. Þingið vill að síðustu minna á að kosið verður til sveitastjórna næsta vor. Konur eru aðeins 19,2% sveitastjórnafulltrúa á landinu öllu. Landsþingið hvetur framsóknarkonur til að gefa kost á sér á framboðslista til að bæta hlut kvenna, landi og þjóð til heilla. fréttir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur lagt til að Axureyrarbær neyti forkaups- réttar að jörðinni Glerá. ■ Bæjarráð leggur til að keypt verði ný skíðalyfta í Hlíðarfjall, ætluð börnum. í endurskoðaðri fjárhagsáætlun eru veittar kr. 2,5 milljónir til þessa verkeínis og hefur bæjarverkfræðingi verið falið að undirbúa málið og leggja tillögur sínar fyrir bæjarráð. ■ Skipulagsnefnd hefur sam- þykkt að loka Höfðahlíð viö Hörgárbraut og breytingu á útkeyrslu frá Veganesti verði hagað samkvæmt uppdrætti tæknideildar dags. í sept. 1989. Jafnframt samþykkir nefndin að umferðarrétti á gatnamótum Skarðshlíðar og Höfðahlícar við Höfðahlíð 1 verði breytt, þannig að umferð um Hofðahlíð víki fyrir umferð um Skarðshlíð með biöskyldu. Ennfremur sam- þykkir ncfndin að umferð uni Lönguhlíð víki fyrir umferö um Skarðhlíð með biðskyldu. ■ Á fundi hafnarstjórnar nýlega, var lagt fram yfir'lit unt framkvæmdir ársins 1.989 pr. 31. ágúst, þar sem fram kemur að framkvæmt hefur verið við Fiskihöfnina fvrir kr. 20.831.304.-. ■ Á fundinum voru einnig iagðar fram til umræðu hug- myndir að verkefnum hafnar- innar árið 1990. Nýfram- kvæmdir í 5 liðum fyrir kr. 21.200.000.-, aðrar fram- kvæmdir fyrir kr. 34.300.(K)0.-. Hafnarstjórn er samntála hug- myndum að framkvæmdum ársins 1990 og feiur hafnar- stjóra að vinna að því að fjár- veiting fáist til þessara fram- kværnda. ■ Stjórn veitustofnana hefur borist tilkynning frá Lands- virkjun um að heildsölugjald- skrá Landsvirkjunar hækki um 10% frá 1. okt. 1989. Meiri- hluti veitustjórnar samþykkir að hækka gjaldskrá Rafveitu Akureyrar um 10% frá 1. okt. 1989, nema taxta Cl, C2 og Cll. ■ Íþróttaráð tók fyrir á fundi sínum nýlega ráðningu starfs- fólks í Sundlaug Akureyrar og íþróttahúsið og sundlaug Glerárskóla en alls sóttu 26 manns. urn stöðurnar. íþrótta- ráð mælti með því að Hrafn- hildur Þorsteinsdóttir og Sæbjörn Jónsson yrðu ráðin við íþróttahús og sundlaug Glerárskóla og Margrét Sölva- dóttir og Pétur Ásgeirsson við Sundlaug Akureyrar. Bæjar- ráð hefur samþykkt liðinn. ■ íþróttaráð hefur einnig óskað eftir því að tekin verði upp starfsheitin vaktstjórar við Sundlaug Akureyrar og íþróttahús og sundlaug Gleár- skóla. Vaktstjórar við Sund- laug Akureyrar verði Relga Alíreðsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson og við íþróttahús og sundlaug Glerárskóla þau Sigrún Aðalsteinsdóttir og Markús Hávarðarson og hefur bæjarráö samþykkt liöinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.