Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 19. september 1989 Verkfræðingafélag íslands: Árbók 1988 komin út Fyrsta Árbók Verkfræðingafé- lags íslands lítur nú dagsins ljós. Gert er ráð fyrir að Árbókin taki við því hlutverki sem Tíma- rit Verkfræðingafélags íslands hefur gegnt allt frá stofnun félagsins 1912. Auk þess að vera vettvangur faglegrar umræðu verður í Árbókinni birtur Tækni- annáll, sem er annáll tækni og verklegra framkvæmda ársins sem hún nær til. í því sambandi má minna á að fram á fjórða ára- tuginn birtist í Tímariti VFÍ árlega yfirlit yfir verklegar fram- kvæmdir á íslandi á undan- gengnu ári. Með Tækniannálnum fá lesendur Árbókarinnar von- andi góða yfirsýn yfir þróun og framfarir á sviði tækni, vísinda og verklegra frantkvæmda. Jafn- framt því sem hann varðveitir ýmsan fróðleik sem ella er hætt við að færi í glatkistuna. Á eftir annálnum er kynning á starfsemi ýmissa fyrirtækja og stofnana á árinu 1988. Þessir aðilar styrktu einnig útgáfu bókarinnar. Loks eru tíu tækni- og vísindagreinar um fjölbreytileg efni. Áhugamenn urn tækni og framfarir eiga að geta flett upp í Árbókum VFÍ í framtíðinni sér til gagns og ánægju. Áhugamenn geta fengið bók- ina keypta á skrifstofu Verk- fræðingafélags íslands að Engja- teigi 9, gegnt Hótel Esju, sími 688505. Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 14-16. Verð bókarinnar er kr. 1.900,- Nánari upplýsingar veitir rit- stjóri Árbókar VFÍ, Birgir Jónsson, í síma 83600. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Glerárgata 34, vörug. á bakl. A-hl., þingl. eigandi Tryggvi Rúnar Guð- jónsson, föstud. 22. sept. kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Gránufélagsgata 35, Akureyri þingl. eigandi Ingimar Harðarson ofl„ föstud. 22 sept. '89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Skúli J. Pálmason hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Ólafur Birg- ir Árnason hdl. íbúðarhúsið Sílastöðum, Glæsibæ- jarhr. þingl. eigandi Eiríkur Sigfús- son, föstud. 22. sept. '89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki íslands hf. ísborg EA-159, Hrísey, þingl. eig- andi Borg hf., föstud. 22. sept. '89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Langahlíð 9a, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Svavar Sigursteinsson, föstud. 22. sept. ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl„ Landsbandi íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Óseyri 16, Akureyri, þingl. oigandi Vör hf„ föstud. 22. sept. ;89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. öldugata 1, Árskógssandi, þingl. eigandi Anton Harðarson föstud. 22. sept. '89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Heiiræði Hvar er barnið þitt að leika sér? Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 14, n.h. n-endi, Ak„ þingl. eigandi Áslaug Magnúsdóttir, föstud. 22. sept. '89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki íslands hf. og Ólafur Gústafsson hrl. Fagrasíða 11a, talinn eigandi Elsa Pálmadóttir, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Glerárgata 34, 1. hæð Akureyri, þingl. eigandi Haraldur Gunnars- son, föstud. 22. sept. '89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Verslun- arbanki íslands. Hamarstígur 30, Akureyri, þingl. eigandi Friðný Friðriksdóttir, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Langahlíð 21, Akureyri talinn eig- andi Sigurlaug K. Pétursdóttir, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Ingvar Björnsson hdl„ Guðmundur Krist- jánsson hdl. Skíðabraut 11, Dalvík, þingl. eig- andi Svavar Marinósson, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Ólafur Birgir Árnason hdl„ Jón Ingólfsson hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands, Sigríður Thorlacíus hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eig- andi Jón Pálmason, föstud. 22. sept. '89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, innheimtumaður ríkissjóðs, Sveinn Skúlason hdl. og Guðríður Guðmundsdóttir. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrímsson, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Sæból, Sandgerðisbót, Akureyri, þingl. eigandi Jóhann Sigvaldason, föstud. 22. sept. '89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Valgarður Sigurðsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Rauða krossinum Þessar stelpur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands. Álls söfnuðust 850 krónur og hefur peningunum verið komið til skila. Stúlkurnar heita Ásdís Inga Birgisdóttir og Anna Rut Jónsdótt- ir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Mynd: kl Héldu hlutaveltu til styrktar Sólborg Þessar stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Sólborg á Akureyri. Alls söfnuðust 1.400 krónur og hefur þeim verið komið til skila. Stúlkurnar heita Borghildur Sif Maríusdóttir og Árný Elva Ásgríms- dóttir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.Mynd: kl Amnesty International: Fangar mánaðarins IVIannréttindasamtökín Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli þess- ara þriggja samviskufanga. Fjórði fangi mánaðarins, blaðamaðurinn Emmanuel Kalavvole frá Benin, hefur ver- ið látinn laus, og því eru fanga- málin að þessu sinni aðeins tvö, þ.e. til Singapore og Tékkoslóvakíu. Amnesty von- ar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönn- um og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mann- réttindabrotum á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaöarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá 16-18 í síma 91-16940. Singapore: Vincent Cheng og Teo Soh Lung er haldið í ein- angrun í krafti neyðarlaga, en samkvæmt þeim er heimilt að hafa menn í haldi um ótiltekinn tíma án opinberrar ákæru eða dóms. Vincent Cheng, ritari Réttlætis- og friðarnefndar erki- biskupsins í Singapore, og Teo Soh Lung, lögfræðingur, voru meðal þeirra 22 menntamanna, sem handteknir Voru í maí og júní 1987 fyrir meinta aðild að „marxísku samsæri" til að steypa ríkisstjórn Singapore af stóli. Amnesty telur alla fangana 22 santviskufanga, þar sem þeir voru handteknir fyrir það eitt að nota tjáningar- og félagafrelsi á friðsamlegan hátt. Ríkisstjórn Singapore telur Vincent Cheng aöalhugsuðinn á bak við „samsærið". Hann hefur verið í einangrun allt frá því hann var handtekinn í maí 1987. í árs- lok 1987 höfðu allir aðrir verið lcystir úr haldi, þar á meðal Teo Soh Lung. Hann var þó handtek- inn aftur ásamt 8 öðrum eftir að hafa gefið út fréttatilkynningu þar sem þeir neituðu öllum sakar- giftum og fullyrtu, að þeir hefðu verið pyntaðir við yfirheyrslur árið 1987. Fimm föngum var sleppt í desember 1988 og í kjöl- far þess fóru Teo Soh Lung og þrír aðrir fangar fram á úrskurð um lögmæti frelsissviptingarinn- ar. Áfrýjunardómstóll studdi beiðni þeirra og voru þeir látnir lausir en jafnhliða voru gefnar út nýjar handtökuskipanir og þeir félagar umsvifalaust handteknir á ný. Teo Soh Lung fór aftur fram á úrskurð um lögmæti frelsissvipt- ingarinnar en Hæstiréttur vísaði málinu frá í apríl 1989. Yfir- heyrslur í málinu standa nú yfir fyrir Áfrýjunardómstóli Singapore ríkis. Hinum þrem föngunum var sleppt í mars sl., viku eftir að þeir drógu til baka beiðni um úrskurð um lögmæti frelsissviptingarinn- ar. Vincent Cheng og Teo Soh Lung eru í einangrun í Whitley Road fangelsinu. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Vincent Cheng og Teo Soh Lung verði látnir lausir tafarlaust og án skil- yrða. Skrifið til: Lee Kuan Yew - Prime Minister- Prime Minister’s office - Istana Annexe - Orchard Road - Singapore 0922. Tékkoslóvakía: Frantisek Starek, 36 ára ritstjóri óopinbers menningartímarits, sem nefnist Vokno (Gluggi), var dæmdur í 30 mánaða fangelsi og í kjölfar þess 2 ára „strangt eftirlit" af rétli í Usti nad Orlici 28. júní sl. Hann hafði veriö í varðhaldi síðan 23. febrúar 1989. Frantisk var dæmdur sekur um „undirróður" og ákærður fyrir útgáfu og dreifingu á Vokno (sem er eitt af þekktustu sjálf- Vetrarstarf kórs Akureyrar- kirkju er að hefjast um þessar mundir. I kvöld, þriðjudaginn 19. september, verður æfing hjá kórnum og hefst hún kl. 20.30. Æfingar verða á þriðju- dagskvöldum í vetur og þeir sem hafa áhuga á kórstarfinu geta haft samband við aðstand- endur kórsins. Björn Steinar Sólbergsson er stjórnandi kórs Akureyrarkirkju og Margrét Bóasdóttir mun sjá um raddþjálfun. Björn sagði í stæðu tímaritunum í Tékkoslóv- akíu), og Voknoviny, sem er mánaðarlegt fréttablað er fjallar um það sem er efst á baugi á lista- sviðinu. Húsleit var gerð á heim- ili Frantisek Starek og meðal þeirra fjölda hluta, sem gerðir voru upptækir, voru skjalasafn Vokno, ýmisleg óopinber ritverk og fjölritunarvél. Ásakanir um „undirróður" hafa verið tíðar gegn fólki, sem fæst við skriftir, fjölfaldar, dreifir eða hefur undir höndum efni, sem tékkneska ríkisstjórnin telur að beinist gegn sér. Amnesty telur Frantisek Starek samviskufanga, þar sem hann er í haldi fyrir að nota rétt sinn til frjálsra hugsana og skoðanafrels- is í friðsamlegum tilgangi. Hann er í haldi í Hradec Kralove fangelsinu. Starek hefur undirritað stefnu- yfirlýsingu óopinberu mannrétt- indahreyfingarinnar Karta 77. Hann hefur áður setið þrjú ár í fangelsi sem samviskufangi. Hann var fyrst fangelsaður 1976 vegna menningarstarfsemi sinnar og 1981 var hann dæmdur í 30 niánaða fangelsi fyrir útgáfu og dreifingu á Vokno. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Frantisek Starek verði tafarlaust látin laus og án skilýrða. Skrifið til: Judr Jan Pjesack - Generalni Prokurator Cssr - Nam Hrdinu 1300 - 1400 Praha 4-Nusle - Czechoslovakia. samtali við Dag að margt skemmtilegt væri á döfinni hjá kórnum í vetur. Nýtt safnaðar- heimili Akureyrarkirkju verður tekið í notkun og mun kórinn syngja við vígsluna og þá mætti nefna aðventukvöld og fleira. Björn sagði að starf kórsins hefði verið mjög öflugt á síðasta vetri. Kórinn söng á Kirkjulista- viku í Akureyrarkirkju og einnig á kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju, svo það helsta sé nefnt. SS Kór Akureyrarkirkju: Vetrarstarfið að heíjast

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.