Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 4
5 - HUÐAíl - ð8Gf I9dmd)q9ð .Gí lugBbuíóhci 4 - DAGUR - Þriðjudagur 19. september 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Brotið blað í íþrótta- sögu Akureyrar Mikil gleði ríkti á Akureyri á laugardaginn eftir að leikjum síðustu umferðar íslandsmótsins í knatt- spyrnu lauk. Þá var ljóst að Knattspyrnufélag Akureyrar hafði tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Jafn- framt var ljóst að íþróttafélaginu Þór hafði tekist að tryggja sér áframhaldandi veru í 1. deild, þrátt fyrir hrakspár í upphafi keppnistímabils. Þessi niðurstaða langrar og strangrar keppni er mjög ánægjuleg fyrir Akureyringa. Með sigri sín- um á íslandsmótinu í knattspyrnu hafa KA-menn brotið blað í íþróttasögu bæjarins, því aldrei fyrr hefur knattspyrnumönnum á Akureyri tekist að hreppa þennan eftirsóknarverða titil, ekki einu sinni á árum áður er KA og Þór sendu sameigin- lega lið til keppni í knattspyrnunni undir merki íþróttabandalags Akureyrar. Það er tvímælalaust mikil lyftistöng fyrir það blómlega íþróttastarf sem fyrir er í bænum að íslandsmeistarabikarinn skuh varðveittur á Akureyri næsta árið. Þessi árangur er enn glæstari þegar haft er í huga að Akureyrarfélögin - og reyndar öll knatt- spyrnufélög utan suðvesturhorns landsins - búa við mun lakari aðstöðu til knattspyrnuiðkunar en Reykjavíkurfélögin. Þar munar mestu að eini gervigrasvöllur landsins er í Reykjavík. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Akureyri er því fremur bág- borin nema rétt yfir hásumarið. Þó hafa félags- menn bæði KA og Þórs unnið gífurlegt uppbygg- ingarstarf á félagssvæðum sínum, í sjálfboða- vinnu með góðum stuðningi fyrirtækja í bænum að ógleymdum bæjaryfirvöldum. Þannig hafa bæði félögin komið sér upp knattspyrnuvöllum og félagsheimili, þótt framkvæmdum við félags- heimili Þórs sé ekki að fullu lokið. Árangur Knattspyrnufélags Akureyrar á ný- afstöðnu keppnistímabili ætti að verða bæjaryfir- völdum á Akureyri hvatning til að láta þessi mál til sín taka. Þau þurfa að bæta til muna þá aðstöðu sem fyrir er, svo knattspyrnumenn á Akureyri standi jafnfætis kollegum sínum á höfuðborgar- svæðinu í framtíðinni hvað aðstöðu varðar. Reynd- ar er alls ekki fjarlægt að hugsa sér að sveitar- stjórnir á Norðurlandi ræði aðstöðu knattspyrnu- manna í kjördæmunum sameiginlega, því ef ráðist yrði í að koma upp gervigrasvelli yrði það afar fjár- frek framkvæmd, sem gæti fyllilega nýst öllum knattspyrnufélögum á Norðurlandi, ef skynsam- lega væri að málum staðið. Þann möguleika verða menn að ræða í fullri alvöru. Dagur óskar KA-mönnum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn. BB. Sigri fagnað IVIeistararnir komnir heim, en þeir hlutu frábærar móttökur á Akureyrarflugveili. Mynd: KL Guðjóni Þórðarsyni var fært forláta úr að gjöf frá KA, en formaðurinn tók þó fram að hér væri ckki um kveðjugjöf að ræða. Mynd: vg „Jonni minn, þetta var „flllott" hjá þér þarna í restina, ég grét bara eins og barn en hvernig fórstu að þcssu?“ „Sko, þetta var ekkert mál Gunni minn því eitt skref hjá mér er eins og tvö hjá honum . . .!“ Mynd: vg Erlingur Kristjánsson lék sinn 100. leik ineð m.fl. KA í 1. deild gegn Val og var honum færð viðurkenning af því tilefni í hófínu. Mynd: VG tóku auðvitað eitt „siggí-saggí" og svo var Meistarasöngurinn kyrjaður af fullum krafti eins og meisturum cinum sæmir. Mynd: vg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.