Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 7
£88? tðdfQðíUðð ,0! *!líöl5ÍliliíöÍ\Q — J-IUOAC1 — 0 Þriðjudagur 19. september 1989 - DAGUR - 7 Islandsmótið í knattspyrnu: Þór áfram í 1. deild „Ég var mjög ánægöur með strákana í þessum leik. Þeir léku af skynsemi og baráttu- vilja og áttu sigurinn fyllilega skilið. Ég vil senda kveðju til allra Ieikmannanna fyrir skemmtilegt tímabil og segi fyrst að við náðum að halda okkur upp núna þá er framtíð- in björt hjá lelaginu með alla þessa ungu og efnilegu leik- menn innanborðs,“ sagði Milan Duricic hinn júgóslavneski þjálfari Þórs eftir að lið hans hafði lagt ÍA að velli 2:1 á Akureyrarvellinum á laugar- daginn og þar með tryggt sér áframhaldandi sæti í 1. deild. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að Þórsarar ætluðu sér að selja sig dýrt í þessum leik. Þeir léku með vindinn í bakið og strax á fyrstu mínútunum áttu heima- piltarnir ágæt marktækifæri. Kristján Kristjánsson, Luca Kostic og Árni Þór Árnason áttu allir skot á markið en besti maður ÍA í ieiknum, Ólafur Gottskálks- son markvörður, varði allt sem á hans yfirráðasvæði kom. Skagapiltarnir komust lítið áleiðiðs gegn sterkri vörn Þórsara og í þau fáu skipti sem boltinn komst alla leið að markinu átti Baldvin Guðmundsson markvörð- ur í litlum erfiðleikum að hand- sama knöttinn. Veðrið var ekki upp á marga fiska én Þórsstrákarnir létu það ekki á sig fá og sóttu stíft að marki ÍA. Þeir uppskáru laun erfiðis síns er Árni Þór slapp inn fyrir vörnina rétt fyrir leikhlé og Ólafur markvörður felldi hann þannig að vítaspyrna var dæmd. En því miður var skot Júlíusar Tryggvasonar ekki nógu hnitmið- að og Ólafur varði mjög vel. Þannig að staðan var 0:0 er geng- ið var til búningsherbergja. Nokkuð fór um hina rúmlega Lokastaðan í 1. deild ÍBK-KA 0:2 Þór-ÍA 2:1 FH-Fylkir 1:2 Valur-KR 1:0 Fram-Víkingur 1:0 KA 18 9-7- 2 29:15 34 FH 18 9-4- 4 26:16 32 Fram 18 10-2- 6 22:16 32 KR 18 8-5- 5 28:22 29 Valur 18 8-4- 6 21:15 28 ÍA 18 8-2- 8 19:20 26 Þór 18 4-6- 8 20:30 18 Víkingur 18 4-5- 9 24:31 17 Fylkir 18 5-2-1118:31 17 ÍBK 18 3-6- 9 18:29 15 Markahæstir: Hörður Magnússon FH 12 Kjartan Einarsson ÍBK 9 Guðmundur Steinsson Fram 9 Pétur Pétursson KR 9 Antony Karl Gregory KA 8 - sigraði IA 2:1 í ágætum leik á laugardaginn 300 áhorfendur sem mættu á leik- inn, bæði vegna kulda, og svo að Þórsarar léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik. En þeirra menn sýndu það og sönnuðu að þeir eiga fullt erindi í 1. deildinni. Sævar Árnason skoraði fyrsta mark leiksins eftir nokkurra mín- útna leik í síðari hálfleik með fal- legri spyrnu aftur fyrir sig eftir að Þorsteinn Jónsson hafði nikkað boltanum til hans eftir horn- spyrnu Ólafs Þorbergssonar. Skagamenn komu nú meira inn í leikinn og Þórsarar sluppu með skrekkinn er Sigurður B. Jónsson renndi knettinum fram hjá í dauðafæri. En inn á rnilli áttu Þórsarar ágæt upphlaup og úr einu þeirra skaut Sævar Árnason rétt frant hjá. Síðustu fimmtán mínútur leiksins þyngdist sókn Skaga- manna til muna og var spennan nánast óbærileg fyrir áhorfendur því vitað var að Fylkismenn voru yfir gegn FH þannig að jafntefli hjá Þór þýddi fall í 2 deild. 'Baldvin Guðmundsson hafði þá í nógu að snúast og tvívegis varði hann frábærlega, í fyrra skiptið frá Guðbirni Tryggvasyni en í það síðara frá Stefáni Viðarssyni. En IA-strákarnir gleymdu sér í sókninni og fimm mínútum fyrir leikslok fékk Bojan Tanevski, sem komið hafði inn á sem vara- maður fyrir Kristján Kristjáns- son, góða stungusendingu frá Sævari Árnasyni og skoraði örugglega fram hjá Ólafi í mark- inu. Þar með tryggði Tanevski Þór áframhaldandi sæti í 1. deild að ári. Reyndar skoraði Sigursteinn Gíslason fyrir ÍA rétt fyrir leiks- lok 2:1, en sigur Þórs var stað- reynd og fagnaðarlæti áhorfenda og leikmanna voru mikil. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra leikmanna Þórs að þessu sinni; Árni Þór Árnason átti frábæran leik í fyrri hálfleik og réðu Skagamenn ekkert við hraða hans og leikni. Sævar Árnason var drjúgur og góð frammistaða hans í síðari hálfleik skipti sköpum fyrir liðið. Nói Björnsson var geysilega sterkur í vörninni og Baldvin var öruggur í markinu. Það bar e.t.v. ekki eins mikið á Kostic í þessum leik eins og oft áður en hann batt miðjuna vel saman og vann vel með varn- armönnunum. En eins og áður sagði átti allt Þórsliðið góðan dag og var þessi sigur fyllilega verð- skuldaður. Dómari var Guðmundur S. Maríasson og dæmdi hann ágæt- lega. Hann sýndi fjórum leik- mönnum gult spjald; Hlyni Birg- issyni og Birgi Karlssyni hjá Þór og Sigursteini Gísiasyni og Alex- ander Högnasyni frá ÍA. Liö Þórs: Baldvin Guðmundsson. Luca Kostic, Nói Björnsson. Birgir Karlsson, Ólafur Þorbergsson (Valdimar I’álsson 75. mín.), Kristján Kristjánsson (Bojan Tanevski 60. mín.), Hlynur Birg- isson, Júlíus Tryggvason. Sævar Árna- son, Árni Þór Árnason. Þorsteinn Jónssoh. Liö ÍA: Ólal úr Gottskálksson. Guö- björn Tryggvason. Siguröur B. Jónsson (Örn Guðmundsson), Alexander Högna- son, Hcimir Guðmundsson, Aöalstcinn Víglundsson. Karl Þórðarson. Sigur- steinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson. Bjarki Pélursson (Bjarki Gunnlaugsson), Stefán Viðarsson. Sævar Árnason kom mikið við sögu í lciknum gegn í A. Hann skoraði lýrra mark Þórs og átti sendingu á Tanevski, sem Júgóslavinn skoraði síðan úr. Tanevski sést í bakgrunninum. Mynd: kl Kristján hættur með Þór - hefur leikið 116 leiki í 1. deild inni. Síðan gekk hann til liðs við Þórsara árið 1984 og hefur ein- ungis misst af tveimur leikjum á þessum fimm árum og það var í bæði skiptin vegna meiðsla. Kristján er 29 ára og hefur leikið 116 leiki í 1. deild og skor- að 27 mörk. Einungis Nói Björns- son og Jónas Róbertsson hafa leikið fleiri leiki fyrir Þór og aðeins Halldór Áskelsson skorað fleiri mörk fyrir félagið. Nói hef- ur nú leikið 147 leiki og sýndi það og sannaði í sumar að hann hefur sjaldan eða aldrei verið sterkari. Jónas Róbertsson lék 122 leiki fyrir Þór. Halldór Áskelsson hafði leikið 105 leiki fyrir félagið og skorað 31 mark. Kristján Kristjánsson lék sinn síðasta leik með Þór í 1. deild gcgn í A. Mynd: Kl. Kristján Kristjánsson, knatt- spyrnumaðurinn knái úr Þór, hefur ákveðið að hætta að leika með 1. deildarliði Þórs. „Þetta er búinn að vera góður tími en ég tel að mínu hlut- verki sé nú lokið. Það eru að koma upp sterkir leikmenn og framtíðin er svo sannarlega björt hjá félaginu,“ sagði Kristján. Kristján er Hafnfirðingur að ætt og uppruna og lék með Hauk- um í gegnum alla yngri flokka og einnig með meistaraflokki Hauka í 1. deild árið 1979. Þaðan lá leið- in til Húsavíkur og lék hann með Völsungum í nokkur ár í 2. deild-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.