Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. september 1989 - DAGUR - 3 fréttir ^i Atvinnuástand í ágúst: HÖSWÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Um 1,4% af áætluðum mann- afla landsins atvinnulaus í yfirliti um atvinnuástandið í ágústmánuði frá Vinnumála- skrifstofu Félagasmálaráðu- neytisins kemur fram að skráð atvinnuleysi á landinu hafi ver- ið fjórum sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Nú munu um 1,4% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði vera á atvinnuleysiskrá eða tæplega 1.900 manns. Samsvarandi hlutfall nam 0,4% í fyrra. Ef litið er til landshluta virðist ástandið einna best á Norður- landi vestra því þar fækkaði atvinnulausum úr 111 í júlí í 87 í ágúst. Þar munar mest um rúm- lega 20 manns sem fara af atvinnuleysisskrá á Siglufirði og strika þeir t.d. út þá 7 sem bætt- ust á skrá á Hofsósi. Á Norðurlandi eystra fjölgaði atvinnulausum úr 212 í júlí í 220 í ágúst. Atvinnulausum konum fækkaði þó um 6 í heildina og munar þar líklega mest um ræst- ingafólk skóla sem verið hafði á atvinnuleysisskrá í sumar. Þegar horft er til ágústmánaðar á síðasta ári er fjöldi atvinnu- lausra á Norðurlandi öllu nú 177 fleiri en þá. Samsvarar þetta því að atvinnuleysisdögum hafi fjölg- að um 3.869 á Norðurlandi. VG Egilsstaðir: Samið um byggingu annars áfanga íþróttamannvirkja í vikunni var undirritaður í Menntamálaráðuneytinu samningur við Egilsstaðabæ um byggingu 2. áfanga íþrótta- mannvirkisins á Egilsstöðum. Aætlaður kostnaður við áfang- ann er 38 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Símonarson- ar bæjarstjóra á Egilsstöðum fela framkvæmdir við 2. áfanga í sér stækkun á búningsaðstöðu íþrótta- hússins, byggingu anddyris og útisundlaugar ásamt heitum pottum. „Þetta verður tengt íþróttahúsinu sjálfu og við mun- um byrja á stækkuninni og síðan sundlauginni." Hann sagði að gert væri ráð fyrir að verkið tæki þrjú ár. Þegar öðrum áfanga lýkur eru enn eftir tveir áfangar. Fullgera þarf íþróttasalinn með áhorfenda- stæðum og því næst að byggja við anddyrið sem felur í sér nýja búningsaðstöðu fyrir sundlaug- ina, ásamt gufuböðum, þrektækj- um, hvíldarherbergjum, kaffi- stofu og fleiru. „Þetta verður heilmikið mannvirki en við ákváðum að breyta röð áfang- anna og hafa þennan síðast því þörfin nú er mest fyrir sundlaug- ina.“ VG Störf Guðmundar Hannessonar: Ljósmyndasýning Utboð Stjórn verkamannabústaða Seyluhrepps óskar hér með eftir tilboðum í byggingu tveggja hæða tvíbýlishúss úr steinsteypu, verk nr. X.04.01, úr teikningasafni tækni- deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 172,6 m2 Brúttórúmmál húss 530 m3 Húsið verður byggt við götuna Laugavegur nr. 13, Varmahlíð, Seyluhreppi, Skagafjarð- arsýslu, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Seylu- hrepps, félagsheimilinu Miðgarði, 560 Varma- hlíð, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, frá þriðjudeginum 19. september 1989, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 3. október 1989, kl. 11.00, og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóð- endum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild H.R. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 1C3 REYKJAVIK ■ SÍMI -696900 á Amtsbókasafhinu Ljósmyndasýning sem tengist störfum Guðmundar Hannes- sonar læknis stendur nú yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri og verður hún opin alla þessa viku á opnunartíma safnsins, kl. 13-19. Eins og Dagur greindi frá sl. föstudag var Guðmundur braut- ryðjandi í útgáfu læknatímarita hér á landi. Hann handskrifaði og fjölritaði læknatímarit á árun- um 1901-1904 og hann var fyrsti ritstjóri Læknablaðsins er það hóf göngu sína árið 1915. Guðmundur var héraðslæknir á Akureyri á árunum 1897-1911 og hann var brautryðjandi á ýms- um sviðum heilbrigðismála. Minjasafnið á Akureyri hefur sett upp sýningu sem tengist störfum hans og gefst almenningi nú kostur á að sjá þessa sýningu á Amtsbókasafninu. SS Síðasta keppnin á íslandsmótinu ■ torfæruakstri fór fram í Bæjarkrúsunum við Akurcyri á laugardaginn. Þarna áttust við allir fremstu torfæruökumenn landsins, en það var Bílaklúbbur Akureyrar sem sá um framkvæmd keppn- innar. í blaðinu á morgun verður keppninni gerð nánari skil í máli og myndum. Mynd: kl Vikulega að sunnan. Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími 24131. EIMSKIP . 'tt 4 *.tl > t 'i w ,» , /r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.