Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 11
hér & þar Þriðjudagur 19. september 1989 - DAGUR - 11 öös.* .«? vjfffi'.- KiiflA*:: - -------------- Námsgagnastofnun: Sagnorð - ný bók eftir Magnús Jón Árnason Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Sagnorð eftir Magnús Jón Árnason. Bókin er einnota verkefnabók í íslensku ætluð 7.- 9. bekk grunnskólans til glöggv- unar og greiningar sagnorða í íslensku. Sagnorð henta vei sem þjálfunar- og ítarefni við Málvísi 1-3 sem Námsgagnastofnun gefur út. Áður hafa komið út hjá Námsgagnastofnun verkefna- bækurnar Fallorð og Orðhákur 1. og 2. eftir sama höfund. Fjöldi teikninga og orðtaka- þrauta eftir Kolbein Árnason eru í bókinni. Sagnorð er 72 bls. í brotinu A-4, sett og prentuð í Prentsmiðjunni Rún hf. Rokksöngkonan Cyndi Lauper sletti heldur betur úr klaufunum í samkvæmi sem haldið var í New York fyrr í sumar. Þar tók hún uppá því að dansa djarfan dans við karlkyns fatafellu sem skemmti gestum á staðnum. Cyndi kom í samkvæmið með fyrriverandi unnusta sínum Dave Wolff, sem nú er umboðsmaður söngkonunnar og ku hann hafa orðið ansi reiður yfir uppátæki ungfrúarinnar. Pó skötuhjúin hafi hætt við fyrirætlaðan hjúskap á síðasta ári, komu þau saman í þetta 500 manna samkvæmi sem haldið var um borð í skemmti- ferðasnekkju. Skömmu eftir miðnætti stóðu þau uppi á svöl- um og horfðu niður á dansgólfið þar sem karlkyns fatafellur léku kúnstir sínar. Einn dansaranna tók þá til við að núa olíu á líkama sinn á miðju gólfi og ekki var að sökum að spyrja, Cyndi hljóp af stað, sparkaði af sér skónum og byrj- aði að dansa við hann. Áhorfend- ur tóku andköf meðan þeir horfðu á ósköpin, því daman gerði það að leik sínum að lyfta kjólnum upp yfir höfuð með þeim afleiðingum að undirföt hennar voru öllum sýnileg. Hún hélt áfram að dansa á mjög kynæsandi hátt í 20 mínútur með ýmsum tilþrifum. Pað ku ekki vera líkt fröken Lauper að haga sér svona, að sögn kunnugra, því stúlkan er víst mjög hógvær að eðlisfari. Wolff, fylgisveinn hennar, fylgdist með öllu ofan af svölunum, og þegar Cyndi kom til baka, dreif hann hana út og heyra mátti hávært rifrildi í a.m.k. 10 mínút- ur á eftir. En Cyndi, sem gaf fata- fellunni fingurkoss að skilnaði, sagði að Wolff ætti ekkert með að skipta sér af þessu, „við erum ekki trúlofuð lengur og hann hef- ur ekkert með mig að gera.“ íhlutun á vrnnustöðum - Nýr þáttur í starfsemi SÁÁ Iniutun á vinnustöðum nefnist nýr þáttur í starfsemi SÁÁ sem tekinn var upp fyrir skömmu. Hér er um að ræða þjónustu sem einkum er beint til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja í formi fræðslufunda, upplýsingamiðlun- ar og viðtölum við einstaklinga. í tilkynningu frá SÁÁ segir m.a.: „Eðli og umfang áfengis- og vímuefnavanda er flóknara og meira en svo að almenningur fái þar hönd á fest. Þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur í meðferð áfengissjúkra hér á landi, vantar enn mikið á aðgengilegar upplýsingar um eitt stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. Spurningar um slíkt vakna ekki síst inni á vinnustöð- um og oft eru bæði stjórnendur og starfsmenn í erfiðri aðstöðu. Enginn vafi er á að áfengisneysla veldur mörgum fyrirtækjum miklum skaða, bæði beinu fjár- hagslegu tjóni og einnig félags- legum truflunum á vinnustað. Oft er hin raunverulega orsök vandans dyggilega falin og erfitt að komast að rótum hans. Til að bæta úr þessu hefur SÁÁ tekið upp nýjan þátt í þjón- ustu sinni, íhlutun á vinnustöð- um, þar sem forsvarsmönnum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana er boðið upp á eins kon- ar vinnustaðaþjónustu. Starfs- maður SÁÁ heimsækir fyrirtæk- in, heldur fundi með stjórnend- um og/eða starfsmönnum þar sem farið er í gegnum hvenær áfengisneysla verður vandamál, þróun alkóhólisma, áhrif á fjöl- skyldu og félagsleg tengsl, hvað er til ráða, hvaða meðferðarúr- ræði bjóðast, hvaða árangurs má vænta o.s.frv." í framhaldi af almennri fræðslu gefst svo kostur á einkaviðtölum, námskeiðum, fjölskyldufræðslu o.fl. Þegar er búið að halda vinnustaðafundi af 'þessu tagi hjá ýmsum stærri fyrir- tækjum og hefur þeim hvarvetna verið vel tekið. í stofnskrá SÁÁ segir að leitast skuli við að útrýma fordómum gagnvart alkóhólisma og koma á framfæri upplýsingum um eðli áfengis og annarra vímuefna, áhrif þeirra á líkama og sál og gera þannig hverjum og einum auðveldara að vega og meta ástandið hverju sinni. Vinnu- staðaþjónusta SÁÁ er enn einn liður í að ná þessu markmiði og opna umræðuna um áfengisvand- ann enn meira en verið hefur til þessa. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhann Örn Héðinsson á skrif- stofu SÁÁ í Reykjavík, sími 82399. Cyndi Lauper slettír úr klaufimum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.