Dagur


Dagur - 19.09.1989, Qupperneq 10

Dagur - 19.09.1989, Qupperneq 10
10 - DAGUR -.Þriðjudagur 19r september 1989 Knattspyrna/2. deild: íþróttir Stjaman og ÍBV í 1. deild Ólíkt því sem var fyrir síðustu umferðina í 1. deildinni ríkti lítil spenna fyrir lokaumferð- ina í 2. deildinni. Stjarnan hafði þegar tryggt sér meist- aratitilinn og það var Ijóst að Völsungur og Einherji voru fallin í 2. deild. ÍBV tryggði sér hitt lausa sætið í 1. deild með því að sigra UBK 2:1. Víðis- menn sátu eftir þrátt fyrir að hafa lagt Selfyssinga að velli 2:1. Leik Einherja og Víðis var frestaö og á að leika hann á morgun, miðvikudag. Tindastóll vann öruggan sigur á lánlausu liði Völsunga 3:0 á Húsavík. Völsungarnir voru mun betri í fyrri hálfleik en leikmönn- um liðsins var gersamlega fyrir- munað að skora. Skúli Hall- grímsson og Þór Stefánsson brenndu m.a. af mjög góðum tækifærum. Það var Guðbrandur Guð- brandsson sem kom gestunum yfir rétt fyrir leikhlé. Eyjólfur Sverrisson skoraði síðan stór- glæsilegt mark í síðari hálfleik, þrumuskot af 25 metra færi og Guðbjartur Haraldsson innsigl- aði síðan stórsigur Sauðkrækinga rétt fyrir leikslok. Dæmið gekk ekki upp hjá Völsungum að þessu sinni. Eftir að hafa leikið í 1. deildinni í tvö ár verða þeir Húsvíkingar að sætta sig við að leika í 3. deild á næsta keppnistímabili. Líklegt er að margir af eldri leikmönnum liðsins leggi nú skóna endanlega á hilluna, en margir efnilegir leik- Staðan 2. deild Völsungur-Tindastóll Einherji-Leiftur UBK-IBV Selfoss-Viðir Stjarnan-ÍR Stjarnan 18 14-1 ÍBV 18 13-0 Víðir 1812-2 Selfoss 18 9-1 Breiöablik 18 6-4 Tindastóll 18 6-2 ÍR 18 5-5 Leiftur 17 4-5' Völsungur 18 4-2- Einherji 17 4-2- 0:3 fr. 1:2 1:2 4:0 • 3 44:16 43 • 5 49:30 39 4 30:21 38 ■ 8 23:27 28 8 36:32 22 10 35:28 20 ■ 8 22:30 20 8 13:18 17 12 23:43 14 11 20:49 14 IMarkahæstir: Eyjólfur Sverrisson Tindast. 14 Jón Þórir Jónsson UBK 12 Árni Sveinsson Stjörn. 12 Tómas I. Tómasson ÍBV 11 Úrslit 1. deild Charlton-Everton 0:1 Coventry-I.uton 1:0 Liverpool-Norwich 0:0 Manchcstcr Utd.-Millwall 5:1 Nottingham For.-Arsenal 1:2 Q.P.R.-Derby 0:1 Sheffield VVed.-Aston Villa 1:0 Southampton-Crystal Palace 1:1 Tottenham-Chelsea 1:4 Wimbledon-Manchester Cify 1:0 2. deild Blackbnrn-Sunderland 1:1 Bradford-Leicester 2:0 Brighton-West Ham 3:0 llull City-Leeds Utd. 0:1 Ipswich-Wolves 1:3 Middlesbrough-Bournemouth 2:1 Newcastle-Portsmouth 1:0 Plymouth-Sheffield Utd. 0:0 Stoke City-Oldham 1:2 Swindon-Barnslcy 0:0 Watford-Port Vale 1:0 W.B.A.-Oxford 3:2 menn eru með liðinu og æfti þeim ekki að vera skotaskuld úr því að vinna sig upp á nýjan leik. Eyjólfur Sverrisson úr Tinda- stóli tryggði sér markakóngstitil- inn í 2. deild en hann skoraði 14 mörk í sumar. Næstur honum komu Blikinn Jón Þórir Jónsson og Árni Sveinsson Stjörnunni með 12 mörk. Leik Leifturs og Einherja var frestað bæði á laugardag og sunnudag þar sem veðurguðirnir létu öllum illum látum á Vopna- firði um helgina. Reyna á að spila leikinn á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Stjörnumenn úr Garðabænum unnu öruggan sigur á ÍR 4:0 í Garðabænum og urðu því meist- arar í 2. deildinni á glæsilegan hátt. Gamla kempan Árni Sveinsson gerði tvö mörk í Ieikn- um en það dugði honum ekki til þess að ná Eyjólfi Sverrissyni í markaskorun. ÍBV er komið aftur í 1. deild eftir nokkurra ára fjarveru. Þeir unnu Breiðablik í Kópavoginum 2:1 á iaugardaginn. Víðismenn sigruðu Selfyssinga 2:1 eftir að hafa verið undir 1:0 en það dugði ekki til og Garðsbúar verða að sætta sig við 2. deildina áfram. Það verða því lið Tindastóls, Leifturs, KS, Breiðabliks, Fylkis, ÍBK, Selfoss, ÍR, Grindavíkur og Víöis sem skipa 2. deildina á næsta ári. HJ/AP Enska knattspyrnan: Everton velti Iiverpool af toppmim - Mark Hughes með þrennu fyrir Utd. - Ljótt tap Tottenham Á meðan íslenskir knatt- spyrnumenn gerðu endanlega upp sín mál á laugardaginn, léku knattspyrnumenn á Eng- landi enn eina umferðina í sín- um deildum. Og það var stór dagur fyrir þá sem halda bæði með KÁ og Everton, því Ever- ton komst á toppinn í 1. deild- inni ensku og allir vita hvað KÁ hafðist að. Eftir 9:0 burst Liverpool fyrr í vikunni gegn Crystal Palace bjuggust fæstir við því að Nor- wich yrði mikil hindrun fyrir liðið á Anfield. En annað kom á dag- inn og Liverpool lenti í hinu mesta basli með léttleikandi lið Norwich í leiknum. Robert Ros- ario átti skot í þverslá marks Liverpool í fyrri hálfleik og var það besta tækifæri Norwich í leiknum. En Liverpool átti þó hættuleg tækifæri og aðeins frá- bær markvarsla Bryan Gunn í marki Norwich kom í veg fyrir að John Barnes, Steve McMahon, Peter Beardsley og Ian Rush tæk- ist að skora fyrir Liverpool. Jafn- teflið markalausa varð til þess að Liverpool varð að láta efsta sætið af hendi til nágranna sinna Ever- ton, en þessi lið mætast á leikvelli Everton nk. laugardag og verður þá örugglega hart barist. Reaj Sociedad keypti í vikunni John' Aldridge hinn markheppna mið- herja Liverpool fyrir 1.1 milljón punda, en talið.er að Kenny Dalglish hafi í hyggju að bjóða í Ian Wright hjá Crystal Palace í staðinn. Everton mætti Charlton á úti- velli og sigraði með eina marki leiksins. Mike Newell sem Ever- ton keypti frá Leicester í sumar skoraði sigurmarkiö, en hann hefur nú skorað 4 inörk í 6 leikj- um fyrir liðið. Hann skoraði markið í síðari hálfleik eftir að hafa snúið af sér varnarmenn, en leikurinn var jafn og spennandi. Andy Jones fékk dauðafæri fyrir Charlton, en Neville Southall markvörður Everton varði frá- bærlega frá lionumn og Everton er því í efsta sætinu fram að næstu helgi a.m.k. Allt gengur á afturfótunum hjá Tottenham um þessar mundir og liðið var tekið í gegn af nágrönn- um sínum Chelsea um helgina. Þrátt fyrir að Tottenham léki á heimavelli áttu leikmenn liðsins ekkert svar við stórleik þeirra Peter Nicholas og Micky Hazard á miðjunni hjá Chelsea og þeir lögðu grunn að 4:1 sigri liðsins. Tvö ntörk Chelsea rétt fyrir hlé skoruðu þeir Kerry Dixon er hann slapp í gegnum rangstöðu- gildru Tottenham og lyfti yfir Erik Thorstvedt í marki Totten- ham og síðan Kevin Wilson eftir hornspyrnu Nicholas. Paul Gas- coigne gaf Tottenham von með marki snemma í síðari hálfleik, en leikmenn Chelsea léku af skynsemi og bættu við tveim mörkum eftir snöggar sóknir. Fyrst Steve Clarke með góðu skoti og síðar bætti Wilson öðru marki sínu við eftir sendingu frá Hazard sem lengi lék með Tott- enham. Viðburðaríkri viku hjá Man- chester Utd. lauk með stórum sigri gegn Millwall 5:1. Danny Wallace hinn eldfljóti framherji frá Southampton skrifaði undir samning við Utd. fyrir leikinn og áður hafði liðið keypt Paul Ince frá West Ham fyrir £800.000, en Utd. þarf að greiða West Ham að auki £5.000 fyrir hvern leik sem hann spilar næstu 5 árin. Og Ince lék með sínu nýja liði mestan hluta leiksins. Millwall átti aldrei möguleika gegn Utd. sem lék mjög vel, engin þó betur en Mark Hughes sem skoraði þrennu í leiknum. Mörk hans komu á 13., 75. og 85. mín. og voru þau hvert öðru fallegra. Lee Sharpc og Bryan Robson gerðu sitt hvort markið fyrir Utd., en Teddy Sheringham skoraði eina maríc Millwall. Meistarar Arsenal náðu að knýja fram sigur á útivelli gegn Nottingham For. þrátt fyrir að hcimaliðið ætti mun meira í leiknum. Sigurmark Arsenal kom 10 mín. fyrir leikslok eftir látlausa sókn Forest. Arsenal náði þá að snúa vörn í sókn og Stuart Pearce mistókst að hreinsa frá marki Forest, boltinn barst til Brian Marwood sem skoraöi af' stuttu færi. Paul Merson hafði náð forystu fyrir Arsenal í leikn- um, en Garry Parker jafnaði með þrumuskoti af löngu færi fyrir hlé. Greinilegt er að Arsenal verður ekki auðunnið í vetur, leikmenn liðsins hugsa mest um að brjóta niður spil andstæðing- anna og nýta sér síðan vel þau mistök sem mótherjanum verður á. Wimbledon innbyrti sinn fyrsta sigur í háust er liðið lagði Man- chester City að velli í hörðum og grófum leik þar sem 4 leikmenn voru bókaðir. Harkan hentaði Wimbledon vel þar sein fá lið standa þeiin að sporði í þeim efnum. Eina mark leiksins var skorað 10 mín. fyrir hlé, John Fashanu skallaði inn sendingu Dennis Wise af 12 metra færi. City lék án Clive Allen í leiknum og náði ekki að ógna marki Wimbledon. Steve Ogrizovic markvörður Coventry missti af leik liðsins gegn Luton, en hann hafði leikið 344 leiki í röð fyrir liðið síðustu 7 árin. Það kom þó ekki að sök því varamaður hans Keith Ward stóð fyrir sínu og Coventry sigraði með marki Gary Bannister í fyrri hálfleik. Crystal Palace náði jafntefli á útivelli gegn Southampton þar sem Barry Horne náði forystu fyrir Southampton, en Jeff Hopkins jafnaði fyrir Palace í síðari hálfleik. Sheffield Wed. hafði aðeins náð einu stigi og skorað eitt mark fyrir leikinn gegn Aston Villa og það var því mikill léttir fyrir Ron Atkinson að sjá lið sitt sigra í leik. Dalian Atkinson skoraði eina tnark leiksins í fyrri hálfleik fýrir Sheffield. Derby náði góðum sigri á úti- velli gegn Q.P.R., Dean Saund- ers skoraði eina mark leiksins fyrir Derby í síðari hálfleiknum. Derby hefur mikinn áhuga á að kaupa John Fashanu frá Wimble- don, en ræður ekki við verðið sem Wimbledon setur upp, litlar 3 milljónir punda. 2. deild • West Ham tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið mætti Brighton á útivelli. Það kom greinilega í ljós í leiknum að West Ham vantar framherja sem getur skorað mörk og miðverðir liðsins voru einnig óöruggir. Brighton skoraði öll þrjú mörk sín á fyrstu 17 mín. leiksins. Kev- in Bremner, Rotert Codner og Garry Nelson skoruðu mörkin. West Ham'fékk þó vítaspyrnu í síðari hálfleik er brotið var á Mark Ward, en John Keeley í marki Brighton varði spyrnu Liam Brady. • Wolves er komið í gang og sigraði Ipswich 3:1 á útivelli þrátt fyrir að Steve Bull léki ekki með. Ándy Mutch skoraði tvö af mörkum liðsins og Gary Bellamy bætti því þriðja við. • Blackburn og Sunderland gerðu jafntefli, bæði liðin skor- uðu í síðari hálfleik. John Millar skoraði fyrst fyrir Blackburn, en John MacPhail jafnaði fyrir Sunderland. • Bradford sigraði Leicester sem nú er í neðsta sæti 2. deildar, Mark Leonard og Jimniy Quinn skoruðu mörkin. • Lögreglan lét seinka leik Hull City gegn Leeds Utd. þar sem mikill fjöldi áhangcnda Leeds Utd. var seinn fyrir á leikinn. Það kom sér vel því eina mark leiks- ins og sigurmark Leeds Utd. var skoraði stras á 2. mín. Fyrstu fréttir sögðu að Mel Sterland hægri bakvörður Leeds Utd. hefði skorað, en síðan var Bobby Davison skrifaður fyrir markinu. • Middlesbrough náði sigri heima gegn Bournemouth með mörkum Bernie Slaven og Mark Proctor, en Luther Blissett skor- aði eina mark Bournemouth. • Andy Thorn skoraði eina markið í leik Newcastle gegn Portsmouth og er það fyrsti leikurinn í haust sem Mick Quinn nær ekki að skora fyrir New- castle, en það kom ekki að sök að þessu sinni. • Sheffield Utd. er í efsta sæti 2. deildar, en náði þó aðeins marka- lausu jafntefli úti gegn Plymouth. • Roger Palmer og Andy Ritchie skoruðu mörk Oldham í sigrinum gegn Stoke City. • Swindon gerði markalaust jafntefli heima gegn Barnsley. • Pul Wilkinson gerði sigurmark Watford í síðari hálfleik gegn Port Vale. • W.B.A. náði að sigra Oxford 3:2, John Durnin og Martin Foyle skoruðu mörk Oxford, en fyrir W.B.A. skoruðu þeir Darr- en Bradley, Ronnie Robinson og sjálfsmark Colin Greenall. • Bristol Rovers er efst í 3. deild með 12 stig, Bury og Hudders- field hafa 11 stig. • Lincoln og Southend eru efst í 4. deild með 13 stig, Stockport hefur 12 stig og Exeter 10 stig. Á botninum er Hartlepool sem hef- ur ekki hlotið stig til þessa. Þ.L.A. Staðan 1. deild Everton 6 4-1-1 10: 6 13 Liverpool 6 3-3-0 16: 2 12 Coventry 6 4-0-2 7: 7 12 Chclsea 6 3-2-1 12: 6 11 Millwall 6 3-2-1 12:11 11 Arsenal 5 3-1-1 10: 5 10 Norwich 6 24-0 9: 5 10 Luton 6 2-2-2 4: 3 8 Derby 6 2-2-2 5: 6 8 Southampton 6 2-2-2 10:12 8 Man.Utd. 6 2-1-3 12:10 7 Charlton 6 1-3-2 6: 5 6 Aston Villa 6 1-3-2 6: 6 6 QPR 6 1-3-2 2: 2 6 Nott.Forest. 6 1-3-2 7: 8 6 Wimbledon 6 1-3-2 4: 6 6 Crystal Palace 6 1-2-3 4:14 5 Man.City 6 1-1-4 7: 9 4 Tottcnhain 5 1-1-3 5:10 4 Sheff.Wed. 6 1-1-4 2:14 4 2. deild ShefT.Utd. 7 5-2-0 17: 7 17 Brighton 7 5-0-2 19:11 15 Plymouth 7 4-1-2 14: 7 13 Sunderland 6 3-2-1 12: 7 11 Watford 6 3-2-1 7: 7 11 Newcastle 5 3-1-1 11: 7 10 Blackburn 6 2-4-0 6: 4 10 West Ham 6 2-3-1 8: 8 9 Leeds Utd. 6 2-3-1 8: 9 9 Middlcsbr. 6 2-2-2 12:11 8 Ipswich 6 2-2-210:10 8 Bourncmouth 6 2-2-2 11:11 8 Oldham 6 2-2-2 9: 9 8 Oxford 6 2-2-2 9:10 8 W.B.A. 6 2-2-2 9:10 8 Barnslcy 6 2-2-2 7: 8 8 Port Vale 7 1-4-2 6: 8 7 Bradford 6 1-3-2 7: 8 6 Swindon 7 1-3-3 6:10 6 Hull 7 0-5-2 10:12 5 Wolves 61-2-3 10:14 5 Stoke 6 0-4-2 5: 7 4 Portsmouth 7 0-3-4 3:11 3 Leicester 6 0-2-4 5:12 2

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.