Dagur - 17.11.1989, Side 8

Dagur - 17.11.1989, Side 8
8 - DAGUR - Föstudagur 17. nóvember 1989 spurning vikunnar Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Jósep Svanur Jóhannsson kjötiðnaðarmaður: Láta mér líða vel. Ég man nú ekki eftir öðru í svipinn. Rós Ingimarsdóttir afgreiðslustúlka: Borða góðan mat. Stefán B. Jónsson nemi: Spila körfubolta. Magnús Sverrisson kjötiðnaðarmaður: Horfa á íþróttakappleiki og rifja upp gömul prakkarastrik í góð- um hópi. Sveinn Anton Jensson nemi: Vinna við tölvu. Fræðslu- og kynningardagurinn fer fram í húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, í Amaró húsinu að Hafn- arstræti 99. Mynd: kl Heilsugæslustöðin á Akurevri - býður til kynningar- og fræðsludags Á morgun laugardaginn 18. nóvember ætlar starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri að bjóða til kynning- ar- og fræðsludags á heilsu- gæslustöðinni. Dagskráin byrj- ar kl. 14.00 og stendur til kl. 17.00. Margt forvitnilegt verð- ur á dagskránni sem miðast við hinn almenna borgara og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynningin fer þannig fram, að á öllum þremur hæð- um stöðvarinnar í Amaróhús- inu verður eitthvað um að vera. Á þriðju hæð verður sýnt myndband um forvarnir í heil- brigðismálum á sama tíma og fluttir verða fyrirlestrar um krabbameinsleit, reykingar kvenna, brjóstagjöf á Akur- eyri, áhrif fjölskyldutengsla á heilsuna og slysin og samfélag- ið svo eitthvað sé nefnt á hin- um hæðunum. Að Iokum verð- ur gestum boðið upp á vöflu- kaffí í kaffistofu staifsfólks. í gær var byrjað að dreifa inn á öll heimili sem tilheyra svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, nýjum bæklingi sem fjallar um starfsemi stöðvarinnar. Bækl- ingurinn er hugsaður sem upp- flettirit sem finna á fastan stað á heimilinu þegar á þarf að halda, því hann hefur að geyma nytsam- ar upplýsingar um alla þá þjón- ustu sem veitt er á vegum HAK. Þar er að finna símatíma heimilis- lækna, símatíma einstakra deilda, upplýsingar um hvernig brugðist er við ef upp koma bráð veikindi eða slys, um vaktþjón- ustuna, heimahjúkrun og fleira. Starfsfólki Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri er umhugað um að íbúar á þjónustusvæðinu séu vel að sér um starfsemina sem þar fer fram. Þess vegna m.a. býður það til þessa kynning- ardags á morgun og hvetur alla sem það geta að koma. Til þess að forvitnast aöeins nánar um hvað gestir fá að fræðast um var slegið á þráðinn til nokkurra fyrirlesara og þeir beðnir að gefa örlitlar upplýsingar um hvað þeir ætla að fjalla um. 5. HÆÐ Stærsta heilsugæslustöðin á landinu Ingvar Þóroddsson er yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri. A 5. hæð kl. 14.15-14.55 ætlar hann ásamt Konny K. Kristjánsdóttur hjúkrunarfor- stjóra að svara spurningunni: „Hvað er heilsugæslustöð?“ „Ég ætla að fjalla um hlutverk heilsu- gæslustöðva út frá tveimur sjón- arhornum. Annars vegar frá sjónarhorni laganna, hins vegar frá sjónarhorni neytandans," sagði Ingvar um erindi sitt. Um síðara atriðið vísaði Ingvar í bæklinginn nýja þar sem segir: „Heilsugæslustöð er þjónustu- stofnun fyrir íbúa viðkomandi heilsugæslusvæðis. Þjónustan er fólgin í heilsuverndar- og lækn- ingastarfi, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum. Stofnun- in sinnir samfelldri og alhliða heilsbrigðisumsjá íbúanna, ann- ast heilsuvernd og sjúkdómafor- varnir, sinnir bráðum veikindatil- fellum og útvegar íbúunum sér- hæfða læknisþjónustu þegar þörf er á.“ Heilsugæslustöðin á Akureyri er langstærsta heilsugæslustöðin á landinu og þjónar um 17 þús- und íbúum í 12 sveitarfélögum. Að meginhluta er stöðin staðsett í Amaró-húsinu á Akureyri en nokkur starfsemi er sömuleiðis enn í Hafnarstræti 104 sem fljót- lega mun flytjast og sameinast hinni starfseminni. Þá hefur HAK útibú á Grenivík. Samræmdar slysavarnir Þegar Ingvar hefur lokið erindi sínu á 5. hæð, tekur Ólafur Hergill Oddsson héraðslæknir við og flytur hugleiðingar sínar um slys- in og sveitarfélagið. „Ég mun kynna hugmyndir um slysavarnir heima í héraði til viðbótar og uppfyllingar við slysavarnir á landsgrundvelli. Rætt verður um umferðarslys, heimaslys, vinnu- staðaslys, sjóslys og yfirleitt öll slys sem kunna að verða á svæði heilsugæslustöðvar. Ég mun skýra frá hugmyndum um sam- ræmdar slysavamir í Heilsugæslu- umdæminu og ég mun skýra frá dæmum frá Svíþjóð þar sem slík- ar tilraunir hafa gefist vel. Þetta á fullt erindi til almennings og verður ekki sett upp á flókinn hátt. Fjallað verður um ýmis öryggisatriði svo sem grindur á eldavélar, borða sem hindra að skápar falli fram yfir sig og palla fyrir börn að stíga á til að ná upp í t.d. vaska svo eitthvað sé nefnt.“ Eftir hugleiðingar Ólafs mun Valgerður Jónsdóttir deildar- hjúkrunarfræðingur við heima- hjúkrun kynna stuðningshóp við aldraða og ættingja þeirra. Þar verður örugglega á ferðinni fræð- andi fyrirlestur. 4. HÆÐ Konur í meiri hluta þeirra sem leita til fjölskylduráögjafa Fjölskylduráðgjöf er tiltölulega ný þjónusta sem boðið er uppá á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Ráðgjöfin tók form- lega til starfa 1. september á síð- asta ári. Þar fer fram fræðsla um heilbrigð samskipti og forsendur fyrir andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu er stöðugt áhersluatriði. Auk þessa er lögð áhersla á beint fyrirbyggjandi starf og aukna fjölskylduvernd meðal annars með skipulegri fræðslu fyrir verðandi foreldra um mikilvægi fjölskyldunnar og heilbrigðrar tengslamyndunar við barnið frá upphafi. Þá er lögð áhersla að samhæfa starfið við aðra starfsemi stöðvarinnar og situr fjölskylduráðgjafi reglulega fundi með fulltrúum ungbarna-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.