Dagur - 17.11.1989, Side 15

Dagur - 17.11.1989, Side 15
Föstudagur 17. nóvember 1989 - DAGUR - 15 4 fþróttir í- Blak: Hörkuleikur við Þrótt - bæði stelpurnar og strákarnir leika á morgun „Það hafa alltaf verið hörku- viðureignir við Þrótt og ég á ekki von á öðru en að þessi leikur verði alveg eins,“ sagði KA-maðurinn Stefán Jóhannes- son um leik liðsins við Þrótt R. í Iþróttahöllinni á Akureyri á morgun laugardag kl. 13.30. Stefán sagði að leikæfingin sem KA hefði fengið í Evrópuleikjun- um gegn V.C. Strassen ætti að skila sér næstu vikurnar og von- andi strax gegn Þrótti. Hann sagðist ekki vera hræddur um að spennufall hefði orðið hjá KA- strákunum því það hefði ekki ver- ið búist við það miklu af þessum Evrópuleikjum. „Við erum komnir í góða leikæfingu og allir hafa sloppið við meiðsli þannig að við komum á fullu í þennan leik,“ sagði Stefán Jóhannesson stórsmassari í KA-liðinu. KA-stúlkurnar verða líka í sviðsljósinu á morgun laugardag. Þær leika strax á eftir stráka- leiknum við stúlknalið Þróttar og þar má einnig búast við hörku- viðureign. KA-liðið kemur mun sterkara til leiks í ár en undanfar- in ár. Bæði hafa flestar bestu stúlkur liðsins haldið áfram að leika með Iiðinu og svo hefur lið- inu bæst liðsauki, sem eru þær Getraunir: GH sækir á - KA enn í efsta sæti „Við vorum mjög ánægðir með söluna í síðustu viku enda met- vika á þessum vetri,“ sagði Hákon Gunnarsson fram- kvæmdastjóri íslenskra Get- rauna. „Það hefur sýnt sig undanfarin ár að salan tekur kipp í nóvember og eiga beinar útsendingar stóran þátt í því. Það væri því mjög slæmt fyrir getraunirnar og þá um leið fyr- ir félögin í landinu ef einhver truflun yrði á þessum útsend- ingum,“ bætti hann við. Potturinn í síðustu viku var hátt í 7 milljónir króna og voru tveir með 12 rétta. Þeir keyptu báðir seðil fyrir 60 krónur og fengu tæplega 3 miljónir hvor í sínn hlut. Það telst því nokkuð gott vinningshlutfall! KA heldur enn toppsætinu á Norðurlandi og Þórsarar koma í humátt á eftir. Golfklúbbur Húsavíkur tók heldur betur kipp í síðustu viku og náði þriðja sæt- inu. Það er athyglisvert að Golf- klúbburinn selur fjórum sinnum meira af seðlum en Völsungur. En lítum á topp 10 á Norðurlandi og innan sviga er staða félagsins á landsvisu: Raðir i. KA 26.094 (7) 2. Þór 22.053 (14) 3. Golfkl.Hús. 19.707 (16) 4. Leiftur 12.033 (19) 5. Dalvík 7.288 (25) 6. Magni 5.904 (29) 7. Völsungur 5.112 (35) 8. Einherji 3.249 (48) 9. Eilífur 1.944 (60) 10. Austri Rauf. 1.791 (63) Svona að gamni í lokin skulum við líta á 10 söluhæstu félögin á Jandinu: Raðir 1. Fram 77.400 2. Fylkir 77.298 3. Selfoss 61.005 4. KR 41.388 5. ÍBK 38.879 6. Valur 32.625 7. KA 26.094 8. ÍA 25.351 9. UBK 23.628 10. Haukar 22.388 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Gylfi á sigurbraut Gylfi Þórhallsson skákmeistari með meiru virðist engu síðri í getraunum en á skákborðinu. Hann lagði Sigurjón Sigurbjörns- son örugglega að velli í síðustu viku, að vísu í annarri tilraun, en það var nú bara til þess að halda spennu í leiknum. Hann hefur nú skorað á enn einn Liverpool-manninn, Skapta Ingimarsson, nemanda við VMA. Það má svona í gamni geta þess að Gylfi hefur nú lagt þrjá „Poolara" að velli. Spurningin er hvort slakt gengi Liverpool-liðsins að undanförnu sé í sam- ræmi við lélegt gengi aðdáenda liðsins í getraunaleiknum. íslenska sjónvarpið sýnir ekki frá ensku knattspyrnunni á laugardaginn heldur úr þýsku knattspyrnunni og þá leikinn sem er á íslenska getraunaseðlinum, Borussia M’Gladbach og Baeyrn Uerdingen. Það verður gaman að bera saman þann leik og svo leikina sem við höfum séð úr enska boltanum. Gylfi: B. M’Gladbach-B. Uerdingen 1 Arsenal-QPR 1 Aston Villa-Coventry 1 Chelsea-Southampton x C. Palace-Tottenham x Derby-Sheff. Wed. x Everton-Wimbledon 1 Luton-Man. Utd. 2 Man. City-Nott. For. 1 Norwich-Charlton 1 Portsmouth-WBA 1 Wolves-Blackburn 2 Skapti: B. M’Gladbach-B. Uerdingen 2 Arsenal-QPR 1 Aston Villa-Coventry 1 Chelsea-Southampton 1 C. Palace-Tottenham 2 Derby-Sheff. Wed. 1 Everton-Wimbledon x Luton-Man. Utd. 1 Man. City-Nott. For. 2 Norwich-Charlton 1 Portsmouth-WBA 2 Wolves-Blackburn x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Særún Jóhannsdóttir og Birgitta Guðjónsdóttir. Þróttarliðið var síðast ís- landsmeistari í kvennaflokki 1983. Þær hafa síðan þá staðið í skugganum af liði ÍS og Víkings. Hins vegar er liðið gott og hefur ætið verið í fremstu röð. Það má því búast við hörkuviðureign hjá stúlkunum í íþróttahöllinni á eft- ir strákaleiknum. Þróttur hefur á undanfömum ár- um verið eitt sterkasta karlablaklið landsins og ekkert félag hefur orðið jafn oft íslandsmeistari. Þróttur varð t.d. íslandsmeistari í sjö ár í röð, frá 1981-1987. ÍS varð síðan íslandsmeistari 1987 og KA í fyrra þannig að Þróttar- ana er sjálfsagt farið að klæja í lófana að ná taki á bikarnum aftur. Liðið er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og svo eldri og leikreyndari spilurum. Þar er Leifur Harðarson fremstur í flokki en hann er einn snjallasti uppspilari landsins. Það er því vert að hvetja alla blakáhuga- menn að fjölmenna í íþróttahöll- ina á Akureyri á morgun laugar- dag kl. 13.30. Stefán Jóhannesson og félagar í KA-liðinu í blaki mæta Þrótti á morgun laugardag kl. 13.30. Punktamót KSÍ: KA á mótinu Stjórn KSÍ hefur ákveðið að efna til punktamóta í knatt- spyrnu innanluiss í samvinnu við samtök 1. deildarfélaga. Gert ér ráð fyrir að inótin verði þrjú að vetri, í nóvem- ber, desember og febrúar. Keppnistímabilið 1989-1990 verða reyndar einungis tvö mót haldin, á Akranesi 25. nóvember og í febrúar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fjögur lið af Norðurlandi sem þátt taka í þessu fyrsta móti; Þór, KA, Leiftur og Tinda- stóll. Mótin verða á Reykjavíkur- svæðinu, Suðvesturlandi og á Akureyri um helgar. Á hverju móti keppa sextán lið í fjórum riðlum samkvæmt nýju reglunum í innnanhússknattspyrnu. Að lokinni riðlakeppni fara tvö efstu liðin í hverjum riðli í átta liða útsláttarkeppni. Knattspyrnudómarar: Framhaldsaðal- fundur KDE Framhaldsaðalfundur Knatt- spymudómarafélags Eyjaljarö- ar verður haldinn í Dagshús- inu, Strandgötu 31 á Akureyri, miðvikudaginn 22. nóvember nk. kl. 20.30. Á dagskrá verða, auk venju- legra aðalfundarstarfa, umræður um störf knattspyrnudómara á liðnu sumri og starfið framund- an. Félagar í KDE eru hvattir til að fjölmenna á fundinri, sem eins og fyrr sagði hefst kl. 20.30 nk. miðvikudag. Félögin tíu sem léku í 1. deild karla á yfirstandandi keppnis- tímabili og félögin tvö sem unnu sér rétt til að leika í 1. deild á komandi tímabili hafa þátttöku- rétt í öllum mótunum. Taki eitt- hvert þeirra ekki þátt kemur boðslið í staðinn. Til að ná töl- unni sextán verður síðan fjórum félögum boðið að vera með. Boðslið taka aðeins þátt í einu punktamóti á vetri. Verðlaun verða veitt fyrir sigur á hverju móti, auk þess sem þau fjögur félög sem flestum punkt- um ná samanlagt út úr mótunum verða verðlaunuð. Þetta verða peningaverðlaun. Eins og áður sagði þá verða punktamótin á þessu keppnis- tímabili einungis tvö. Það fyrra verður laugardaginn 25. nóvem- ber á Akranesi. Keppt verður í báðum íþróttahúsunum á Skaganum og fara tveir riðlar fram í hvoru húsi. í hverjum riðli eru fjögur lið og komast tvö efstu liðin í hverjum riðli áfram í úrslita- keppnina. En lítum þá á hvernig liðunum hefur verið raðað niður í riðla: A-riðill: KR ÍA ÍBK Selfoss B-riðill: KA Þór Stjarnan ÍK C-riðill: D-riðill: Fram Tindastóll Valur Víkingur Leiftur Fylkir Víðir FH Við skulum svona í lokin líta á hvernig liðin vinna sér inn punkta. Fyrir 1. sæti í móti fær lið 4 punkta, fyrir 2. sætið 3 punkta, fyrir 3. sætið 2 punkta og fyrir 4. sætið 1 punkt. Einnig fær lið 1 punkt fyrir að sigra í riðli. Hafni lið í einu af fyrstu fjórum efstu sætunum eftir að hafa sigrað í riðli þá leggjast áunnir punktar saman. Þannig fær lið sem hafnar í 1. sæti á móti eftir sigur í riðli 5 punkta. Sundáhugamenn! Númer Sundfélagsins Óðins í getraunum er 597 Sundfélagið Óðinn. Aðalfiindur Knattspyrnudeildar KA verður föstudaginn 24. nóvember kl. 20.30 í KA-heimUinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig rætt um fyrirkomulag og þátttöku kvenna í íslandsmótum. Stjórnin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.