Dagur - 17.11.1989, Síða 16

Dagur - 17.11.1989, Síða 16
Akureyri, föstudagur 17. nóvember 1989 Bautinn getur séð um allt til veislunnar Húsnæði, veitingar og starfsfólk. Tökum á móti bókunum fyrir JAÐAR og Laxdalshús. Hafið samband í síma 21818. Tímaritið Frjáls verslun: Meðallaim hjá Samheija rúmar 4 milljónir króna - KEA langstærsta fyrirtækið á Norðurlandi eystra Tímaritið Frjáls verslun birti fyrir skömmu lista yfir stærstu fyrirtækin á íslandi árið 1988. Sambandið trónir á toppnum sem fyrr en KEA er lang- stærsta fyrirtækið á Norður- iandi eystra miðað við veltu og starfsmannafjölda og er KEA í sjöunda sæti á landslistanum. Leikfélag Akureyrar: Mjög góð aðsókn að Húsi Bemörðu Alba Leikfélag Akureyrar auglýs- ir nú næst síðustu sýningar- helgi á Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca. Upphaf- lega átti aðeins að vera ein sýning um helgina, i kvöld, en vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að hafa auka- sýningu annað kvöld. Sýn- ingarnar hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Sigurður Hróarsson, leik- hússtjóri, sagðist í samtali við Dag hafa bundið miklar vonir við þetta leikrit en þó væri ekki hægt að segja annað en að aðsókn hefði farið fram úr björtustu vonum. Eftir fremur hæga byrjun hefur Hús Bern- örðu Alba fyllt leikhúsið hvað eftir annað og greinilegt að lofsamleg ummæli leikhús- gesta hafa spurst út. Æfingar eru að hefjast á jólaleikriti Leikfélags Akur- eyrar. Það er barna- og fjöl- skylduleikritið Eyrnalangir og annað fólk eftir Kristfnu og Iðunni Steinsdætur. Frumsýn- ing verður 26. desember, ann- an í jólum. SS S-Þingeyjarsýsla: Heimtur þokkalegar en heyfengur misjafn Heimtur munu hafa verið allþokkalegar í Suður-Þing- eyjarsýslu í haust. Einhver reytingur af fé hefur fundist síðan menn fóru að ganga til rjúpna og fjáreigendur hafa því heimt einstaka kind. Tíð hefur verið það góð fram að þessu að féð hefur farið ágætlega með sig. Stefán Skaftason, ráðunaut- ur í Straumnesi í Aðaldal sagði, í samtali við Dag, að niðurstöður úr rannsóknum á fóðurgildi heysýna væru að byrja að berast. Væru niður- stöðurnar æði misjafnar og virtust fara eftir sveitum. Mið- að við þær niðurstöður sem komnar eru, er fóðurgildi heysins gott í Mývatnssveit en slakt í Aðaldal og hjá bændum út við sjóinn. IM Næstu fyrirtækin í röðinni á Norðurlandi eystra miðað við veltu eru Útgerðarfélag Akur- eyringa, Kaupfélag Þingey- inga, Álafoss og Samherji. Þegar litið er á meðallaun starfsmanna fyrirtækjanna er Samherji hf. í efsta sætinu á Norðurlandi eystra og jafnframt í öðru sæti yfir landið allt. Með- allaun 65 starfsmanna þar á árinu 1988 voru ríflega 4 milljónir króna. Aðeins Borgarfógeta- skrifstofan í Reykjavík skákar norðlensku útgerðarköppunum en meðallaun 5 starfsmanna skrifstofunnar voru yfir 4,3 millj- ónir. Að öðru leyti eru fyrirtæki í sjávarútvegi í efstu sætunum yfir meðallaun, t.d. Skagstrendingur hf. í fimmta sæti og Oddeyri hf. í sjötta sæti. Lítum þá aftur á listann yfir stærstu fyrirtækin á Norðurlandi eystra. Eftirfarandi fyrirtæki eru í 6.-20. sæti: K. Jónsson & Co., Fiskiðjusamlag Húsavíkur, ístess, Slippstöðin, Höldur-Bíla- leiga Akureyrar, Kísiliðjan, Magnús Gamalíelsson, Hrað- frystistöð Þórshafnar, John Manville, Krossanesverksmiðj- an, Jökull-Fiskiðja Raufarhafn- ar, Kaupfélag N-Þingeyinga, Kaupfélag Langnesinga, Raf- veita Akureyrar og Efnaverk- smiðjan Sjöfn. Þess má geta að Dagur og Dagsprent skipa 29. sætið á þess- um lista yfir veltu fyrirtækja á Norðurlandi eystra. Þegar litið er á lista yfir fjölmennustu fyrirtæki landsins í fjölmiðlun, bókaútgáfu og auglýsingagerð voru Dagur og Dagsprent í 10. sæti árið 1988 en Morgunblaðið var á toppnum með meira en fimm sinnum fleiri starfsmenn en dagblaðið á lands- byggðinni. SS Umhleypingar er rétta orðið yfir veðurfar síðustu sólarhringa. Eftir hlýjan sunnanvind fór ’ann að snjóa af krafti á Akureyri í gær. Út með Eyjafirði var hins vegar auð jörð í gær og rigning. Mynd: kl j oc iiius ycgiii auu juiu í g<ci ug ngiiiiig, Stofn- og rekstrarkostnaður skóla á herðum sveitarfélaga frá 1. jan. nk.: „Menn hafa uppi ákveðnar efasemdir“ - segir Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra Með breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga um næstu áramót færist stofn- og rekstrarkostnaður skóla alfarið yfir í sveitarfélögin. Laun kennara og skólastjóra greið- ast hins vegar áfram úr ríkis- sjóði. Guðmundur Ingi Leifs- son, fræðslustjóri Norður- landsumdæmis vestra, segir að þrátt fyrir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði efldur veru- lega sé því ekki að neita að forsvarsmenn smærri sveitar- félaga hafi nokkrar áhyggjur af því að skólarnir verði þeim þungur baggi. Á móti segir Guðmundur að létti á sveitar- félögunum með tilfærslu sjúkrasamlaganna yfir á herðar ríkisins. „Ég held að menn hafi uppi ákveðnar efasemdir um að þetta gangi upp. Menn hafa hvað eftir annað horft upp á að Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga hafi verið skertur án þess að verkefni hafi verið færð frá sveitarfélögunum," segir Guðmundur. Skólabyggingar og viðhald skólamannvirkja kemur nú í hlut sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir að í sumum sveitar- félögum á Norðurlandi vestra horfi menn til mjög kostnaðar- samra endurbóta á skólum. „Ég nefni í því sambandi Siglufjörð. Þar höfum við yfir 70 ára gamalt barnaskólahús sem þarfnast endurbóta. Samkvæmt lögunum koma endurbætur á skólanum allar í hlut Siglfirðinga og óneit- anlega verða þær nokkuð stór biti fyrir ekki stærra sveitarfélag," segir Guðmundur Ingi. óþh Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi: Mótmælir sölu Iðngarða undir verslunarhúsnæði „Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi átelur atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar um sinnuleysi, hvað varðar atvinnuuppbyggingu, eins og núverandi ástand sannar.“ Þannig hljóðar hluti ályktunar fundar Meistarafélagsins á Hótel KEA 15. nóvember sl. „Atvinnu- málanefnd hefur að okkar mati ekki verið vakandi fyrir því að fá ný atvinnutækifæri til bæjarins. Hún hefur jú hleypt hugmynda- samkeppni af stokkunum en óneitanlega dettur manni í hug með hana að verið sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í,“ sagði Sigurður Jónsson, hjá Meistarafélagi bygginga- manna, þegar hann var inntur frekari skýringa á áðurgreindri ályktun. „Vissulega hefur atvinnumálanefnd fjallað um atvinnuástandið í bænum á fund- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi LÍÚ í gær: V01 hækkun ísfískálags Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, telur að hækka beri ísfiskáiag í kvótanum úr 15% og færa það til upphaflegs horfs. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi LÍÚ í gær. Með þessu móti telur sjávarút- vegsráðherra að áhugi manna á sölu óunnins fisks úr landi minnki. Halldór sagði í ræðu sinni að til greina kæmi að tak- marka útflutning á óunnum fiski með skömmtun sem yrði f hönd- um aflamiðlunar er stjórnað yrði sameiginlega af hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. „Það fyrirkomulag í tengslum við hæfilegt álag á kvótann er án efa skásta leiðin sem völ er á í þessu efni,“ sagði ráðherra. Um þá hugmynd að selja eða bjóða allan afla upp á markaði innanlands sagði Halldór: „Vissulega er mögulegt að fara þessa leið og láta hana jafnvel aðeins ná til ákveðinna tegunda. Með slíku fyrirkomulagi mynd- um við hins vegar hætta á að rjúfa rótgróin viðskiptasambönd og viðskiptaleiðir. Með þessari leið er ferskleika og gæðum ísfisksins einnig stefnt í hættu, enda hætt við að krafa um sölu innanlands lengi í mörgum tilfell- um þann tíma, sem líður frá því að fiskur er veiddur, þangað til hann kemur til neytandans." óþh um en nú fyrst, þegar það er orð- ið mjög slæmt, fer að heyrast eitthvað frá nefndinni," segir Sigurður. Á fundinum á Hótel KEA beindi Meistarafélag bygginga- manna Norðurlandi spjótum að bæjaryfirvöldum á Akureyri. í ályktun fundarins er því mótmælt að Iðngarðar, sem Akureyrarbær stóð að uppbyggingu á, skuli seldir undir verslunarhúsnæði. „Hver er hugur bæjaryfirvalda til nýsköpunar í iðnaði? Ér það með því að selja einu Iðngarðana sem til eru á Akureyri?,“ er spurt í ályktun fundarins. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að atvinnumálanefnd hafi metið það svo að tilraun með Iðngarð- ana hefði ekki tekist og ekki væri skynsamlegt að bærinn ætti hús- næði til útleigu á sama tíma og töluvert framboð væri á húsnæði í bænum. „Menn höfðu mikinn áhuga á þessu og álitu að þetta fyrirkomulag væri rétt skref. Ég held hins vegar að menn hafi komist að raun um að þetta væri ekki raunhæfasti kosturinn, skyn- samlegara væri að nýta fjármagn- ið til einhverrar almennari þjón- ustu við atvinnulífið." óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.