Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 1. desember 1989 231. tölublað Búist við tíðindum í álversmálinu frá Sviss á mánudag: „Við erum allra maima óþolinmóðastir“ - segir Birgir Árnason, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra „Ég tel öruggt að afstaða einstakra aðila innan ATLANTAL-hópsins til bygg- ingar álvers liggi fyrir á fundin- um á mánudag,“ segir Birgir Arnason, aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra. Þess er vænst að línur skýrist í álversmálinu á fundi í Zurich í Sviss nk. mánudag. Þar mæta fulltrúar ATLANTAL-hópsins, forsvarsmenn sænska fyrirtækis- ins Graangers, Hoogoven Alum- inium í Hollandi auk Alusuisse- manna. Stækkun álversins í Straumsvík er sem kunnugt er nánast út úr myndinni og því beina menn nú sjónum að bygg- ingu sjálfstæðrar 185 þúsund tonna álbræðslu. Birgir segir að í öllum áætlun- um um nýja sjálfstæða álbræðslu hér á landi hafi verið gengið út frá Straumsvík. Hins vegar sé umræddum erlendum aðilum kunnugt um að fleiri staðir en Straumsvík komi til greina fyrir álver. Birgir segir aðspurður um líkur á byggingu sjálfstæðrar álbræðslu hér á landi að þetta sé spurning um tíma en ekki niðurstöðu. „Ég Kaupfélag Eyfirðinga: Sex starfsmönnum sagt upp í gær Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri sagði upp sex starfs- mönnum í gær, annars vegar tveim starfsmönnum Gúmmí- viðgerðar og hins vegar fjór- um starfsmönnum í kjörbúð Hafnarstræti 20. Uppsagnar- frestur er þrír mánuðir. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, segir að ástæða uppsagnanna sé í báðum tilfell- um sú sama, þær gefi svigrúm til endurskipulagningar í rekstri. Magnús Gauti segir að rekst- ur Gúmmíviðgerðarinnar hafi ekki gengið nógu vel. „Það hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um hvað verður nákvæmlega gert með Gúmmíviðgerðina. Hins vegar hefur rekstur hennar ekki gengið nægilega vel og honum viljum við breyta. Starfs- mönnum var sagt upp til þess að við hefðum fjálsari hendur með endurskipulagningu,“ segir Magnús Gauti. Til tals hefur komið að flytja Raflagnadeild KEA, sem nú er til húsa í Glerárgötu, í húsnæði Gúmmíviðgerðar, „Þetta hefur verið í athugun en ekki liggja fyrir ákvarðanir um það.“ Varðandi uppsagnir í kjör- búð Hafnarstræti 20 segir Magnús Gauti að þar hafi reynst nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. Þar getur komið til fækkunar á fólki eða annarra aðgerða og þvt' þótti nauðsynlegt að hafa þennan háttinn á. Rekstur verslunarinnar hefur gengið illa á þessu ári og að undanförnu hefur hallað mjög undan fæti,“ segir Magnús Gauti. óþh held að megi orða það svo að við íslendingar séum óþolinmóðari í þessu máli en hlutaðeigandi erlendir aðilar og þeir eru reynd- ar misjafnlega óþolinmóðir. Sví- unum liggur mest á að fá botn í málið, Holllendingarnir eru mjög áhugasamir en liggur ekki eins mikið á, en við erum allra manna óþolinmóðastir.“ Að sögn Birgis liggur fyrir að ýmsir aðilar eru volgir á samstarf við Graangers og Hoogoven Aluminium um byggingu 185 þúsund tonna álbræðslu hér á Iandi ef ákvörðun verður tekin um að ráðast í þá framkvæmd. óþh Meleyri á Hvammstanga gerir samning um kaup á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar: Við teljum okkur uppfylla öU skilyrði - segir Bjarki Tryggvason framkvæmdastjóri „Ibúar Hvammstanga hljóta að fagna því ef þetta gengur saman. Auðvitað hlýtur það að styrkja atvinnulífið hér veru- lega að fá nýtt skip í staðin fyrir gamalt. Rekstur Meleyr- ar er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi staðarins og það hlýtur að vera mikilvægt að þeir geti tryggt sína hráefnis- öflun,“ sagði Þórður Skúla- son, sveitarstjóri Hvamms- tangahrepps, vegna samnings Meleyrar á Hvammstanga um kaup á raðsmíðaskipi Slipp- stöðvarinnar á Akureyri sem undirritaður var I vikubyrjun. Samningurinn var gerður með fyrirvara banka, sjóða og ráðu- neytis. Miðað er við að Slipp- stöðin taki upr í kaupverðið Glað HU 67, sem er 186 tonna stálskip. Glaður svarar til 30% af kaupverðinu, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Bjarki Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Meleyrar, segir ætlunina að færa kvótann af Glað yfir á nýja skipið og gera út á rækju. Stefnt er að afhendingu skipsins í apríl á næsta ári. „Við erum bara búnir að gera samn- inginn en eftir er að fara með skipið í gegnum kerfið. Okkur þætti óeðlilegt annað en málið gengi þar í gegn, við eigum að uppfylla öll þau skilyrði sem til þess þarf. Við erum með þessu að endurnýja gamalt skip sem orðið er 26 ára gamalt og um leið festa rekstur fyrirtækisins í sessi með tryggari hráefnisöflun." JÓH „Lagar flárhagsstöðu okkar verulega“ - segir Sigurður Ringsted „Þetta lagar fjárhagsstööu okkar verulega. Við erum með stór og mikil lán áhvílandi á þessu skipi og þurfum ekki að velta þeim áfram ef þessi samningur kemst í gegn. Ég er bjartsýnn á að hann verði sam- þykktur,“ segir Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri vegna samningsins um sölu á raðs- míðaskipi stöðvarinnar til Meleyrar á Hvammstanga. Sigurður segir að stærðarmun- ur á nýja skipinu og Glað HU, sem tekinn verður upp í, sé um 3% og svo lítill munur eigi ekki að verða hindrun þegar kaup- samningurinn verður tekinn fyrir hjá ráðuneyti, bönkum og sjóðum. „Það er eftir um fjögurra mán- aða vinna við skipið hér í stöð- inni en við munum væntanlega ekki hefjast handa við lokafrá- gang fyrr en kaupsamningurinn hefur verið samþykktur enda höfum við eins og er þokkalega verkefnastöðu. Næsta verkefni hjá okkur verður síðan að selja skipið sem við tökum upp í.“ JÓH Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI „Kæri jólasveinn. Mig langar svolítið í Mynd: KL Gámafiskur til ÚA frá Neskaupsstað - þokkalegar horfur um vinnu fram að jólum í frystihúsinu Utgerðarfélag Akureyringa hf. fær fimmtíu tonn af „gáma- flski“ með strandferðaskipinu Öskju á mánudaginn. Um er að ræða blandaðan afla úr togurum Sfldarvinnslunnar hf. á Neskaupsstað, en það sem af er árinu hafa Barði og Birting- ur NK landað á 6. hundrað tonna hjá Ú.A. Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Ú.A., segir að vel hafi staðið á ferðum strandferða- skipsins og því hafi tækifærið ver- ið gripið og aflinn fluttur í gám- um til Akureyrar. „Þetta er ekki það mikið magn, um 50 tonn, og þetta er ekki neinn ákveðinn farmur og því þótti hentugra að nota þessa aðferð,“ sagði hann. Full vinna er í frystihúsinu þótt mjög sé farið að þrengja að með kvótann, eins og margsinnis hef- ur komið fram. Ekki er útiit fyrir að vinnsla stöðvist á næstunni vegna kvótaleysis, en forráða- menn Ú.A. vilja helst engu spá. „Ég á von á að vinna hérna verði meira og minna eðlileg fram að jólum," sagði Gunnar Ragnars í gær. Verðmæti frystra afurða er orðinn ríflega milljarður króna á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem þeirri tölu er náð í nýkrón- um talið hjá Ú.A., en Gunnar Ragnars benti á að sambærilegar tölur og hærri mætti örugglega sjá í rekstrinum fyrir myntbreyting- una. EHB Verðkönnun á bökunarvörum: KEA Nettó oftast með lægst verð á Akureyri Verðlagsstofnun hefur kannað verð á bökunarvörum í 36 verslunum á höfuðborgar- svæðinu, Sauðárkróki og Akureyri. í Ijós kom að mikill verðmunur er á þessum vörum eða allt upp í 165%, en um 50% að meðaltali. Verslanirn- ar Bónus í Reykjavík og KEA Nettó voru oftast með lægsta verðið en SS, Laugarás og Skagfírðingabúð á Sauðár- króki voru oftast með hæsta verð á bökunarvörum. KEA Nettó var með lægsta verðið á níu vörutegundum og kemur best út af norðlensku verslununum. Skagfirðingabúð var á hinn bóginn átta sinnum með hæsta vöruverðið. Fæstar vörutegundir voru til í Plúsmark- aðinum á Akureyri, eða sextán. Sem dæmi um verðmismun má nefna að 2 kg af hveiti kostuðu 68-97 krónur, 2 kg af strásykri 133-198 krónur, möndlur án hýð- is (100 g) 49-130 krónur, 250 g af kókosmjöli kostuðu á bilinu 39- 77,50 krónur og 200 g af Flóru kakói kostuðu 80-122 kr. Ef við skoðum bara verslanirn- ar á Akureyri og tökum verð á vörum sem fást í tveimur verslun- um eða fleiri þá lítur dæmið þannig út. KEA Nettó er 16 sinn- um með lægsta verð, Hagkaup 10 sinnum, KEA Byggðavegi 10 sinnum, KEA Hrísalundi 7 sinnum, KEA Sunnuhlíð 5 sinnum, Plúsmarkaðurinn 2 sinn- um og Matvörumarkaðurinn 1 sinni. Töluverður verðmunur er á milli verslana á Akureyri. Þannig kostaði Flóru lyftiduft (300 g) 73 kr. í KEA Hrísalundi en 103 kr. í Matvörumarkaðinum. Kókos- mjöl (500 g) kostaði 79 kr. í Hag- kaupum og KEA Nettó en 112 kr. í Plúsmarkaðinum. Lindu- hjúpur (300 g) kostaði 93 kr. í KEA Nettó en 135 kr. í Matvöru- markaðinum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.