Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 11
bœkur Föstudagur 1. desember 1989 - DAGUR - 11 -J Hínsti heimur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Hinsti heim- ur eftir Austurríkismanninn Christoph Ransmayr. Kristján Árnason þýddi. Ágústus keisari hefur fellt dóm yfir skáldinu Óvíd og vísað honum brott úr rómverska ríkinu til útlegðar á enda veraldar - í útkjálkaþorp við Svartahaf. Vin- ur skáldsins - Kotta - heldur þangað mörgum árum síðar til að fregna um afdrif útlagans. En Óvíd er horfinn. Er hann látinn eða hefur hann endanlega sagt skilið við samfélag manna? í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Hinsti heimur er stórbrot- ið skáldverk sem hlaut óskipta athygli þegar það kom út haustið 1988. Sagan hefur hlotið lof sem minnir helst á undirtektirnar sem Ilmurinn hlaut í Þýskalandi á sín- um tíma. Urn þessar mundir kemur Hinsti heimur út á öllum helstu þjóðtungum Evrópu og Christoph Ransmayr er hylltur sem eitt af öndvegisskáldum sam- tímans.“ Hinsti heimur er 256 bls. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. hér & þar Fallegi flug- hvalurinn Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Fallegi flughvalur- inn eftir Ólaf Gunnarsson rithöf- und. Bókin er fagurlega mynd- skreytt af bandarísku listakon- unni Joan Sandin. Hún hefur samið og myndskreytt um sextíu bækur og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sína. Ólafur Gunnarsson er lesendum að góðu kunnur fyrir skáldsögur sínar og þætti í blöðum og tímaritum, en Fallegi flughvalurinn er fyrsta barnabókin frá hans hendi. Þetta er sagan um litla hvalinn sem uppgötvaði einn góðan veð- urdag sér til mikillar furðu að hann gat flogið um allan heim. Og þegar sólinni ofbauð vonska heimsins og ákvað að hætta að skína, þá flaug litli flughvalurinn upp til hennar og bað hana að miskunna sér yfir mennina og byrja aftur að skína. Það gerði hún en með einu skilyrði . . . Þetta gullfallega ævintýri ferð- ast víða um þessar mundir - rétt eins og litli flughvalurinn - því sagan kemur samtímis út á íslensku, dönsku, norsku og sænsku. Fallegi flughvalurinn er.32 bls. Bókin er prentuð í Portúgal og gefin út í samvinnu við Carlsen forlag í Kaupmannahcfn. I Týndar slóðir Iðunn hefur gefið út nýja bók sem nefnist Týndar slóðir og er eftir Pyllis A. Whitney. Þetta er sextánda bókin sem út kemur á íslensku eftir þennan vinsæla höf- und og fjallar á óvenjulegan og spennandi hátt um ástir og örlög ungrar konu. Jennifer Blake er staðráðin í að komast að sannleikanum, þrátt fyrir gömul leyndarmál og óvænt ástarævintýri. Hún getur ekki gleymt þeim afdrifaríka degi þegar þriggja ára dóttir hennar hvarf sporlaust. Öll leit reynist árangurslaus, en nú sjö árum síð- ar fær hún símhringingu sem kveikir aftur vonir hennar. Hin auðuga frú Arles hringir í hana. Svo virðist sem hún hafi séð ljós- mynd af dóttur hennar og álíti að ef til vill sé litla stúlkan undir sínu þaki - vegna aðstæðna sem hún vill skýra fyrir Jennifer aug- liti til auglitis . . . Frá þeirri stundu flækist Jennifer inn í atburðarás sem hún fær litlu um ráðið og margt fer öðruvísi en ætlað er. Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. Er barnið þitt undrabam? Hefur barnið þitt leynda hæfi- leika? Samkvæmt áliti sérfræð- inga geta foreldrar komist að því mjög snemma hvort börn þeirra eru gædd miklum gáfum, þeir þurfa aðeins að vita að hverju þeir eiga að leita. Flestir niuna eftir að hafa heyrt fréttir af „súper-börnum"; börn- um með yfirnáttúrulegar gáfur. Þau leynast alls staðar og sér- fræðingarnir segja aðeins helm- ing þeirra uppgötvast. Ýmislegt í fari barna getur bent til greindar. Sumir halda því fram að ungabörn sem snemma geta stjórnað höfuðhreyfingum sínum séu mjög greind, aðrir að börn sem byrja snemma að tala og ganga en um þann þátt eru skiptar skoðanir. Vísindamaður- inn Einstein byrjaði t.d. ekki að ganga fyrr en um 3ja ára aldur sem vissulega þykir mjög seint. Læknir að nafni David Lewis heldur því fram, að öll börn sem fæðast hcilbrigð séu mjög greind. „Vandamálið er að foreldrar örva börn sín ekki nóg og gefa þeim ekki svigrúm til að þroskast.“ Hann mælir mcð því að foreldrar útbúi fullkomlega öruggt herbergi, sem sneitt er hættum á við rafmagnsinnstung- ur, þar sem barnið getur leikið sér að vild og rannsakað umhverfið. Öll börn eru litlir sérfræðingar, segir hann. En hvernig geta foreldrar kom- ist að því hvort börn þeirra eru sérlega greind. Hér fer listi yfir nokkur einkenni hjá börnum sem geta bent til greindar. Þetta eru börn sem: - Aldrei virðast ætla að hætta að spyrja spurninga. - Virðast ekki þurfa mikinn svefn. - Eru ótrúlega orkumikil. - Hafa mikið ímyndunarafl. - Nota mikinn orðaforða. - Stjórna gjarnan leik með öðr- um börnum. - Eru hrifin af bókum. - Veita smáatriðum ótrúlega athygli. - Hafa tilfinningu fyrir kímni. - Geta einbeitt sér lengi í einu. - Eru fljót að tileinka sér nýjar hugmyndir. - Missa áhugann ef þau eru beð- in að endurtaka. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511- LUKKULÍNA 991002 J0=i£$= Laugardagur kl.14:25 48. LEIKVIKA- 2. des. 1989 1 X 2 Lelkur 1 Stuttgart - Köln Leikur 2 Aston Villa Nott. For. Leikur 3 Chelsea - Wimbledon Leikur 4 C. Palace - Q.P.R. Leikur 5 Derby - Charlton Leikur 6 Everton - Coventry Leikur 7 Luton - Tottenham Leikur 8 Man. City - Liverpool Leikur 9 Millwall - Southampton Leikur 10 Norwich - Sheff. Wed. LeikurH Leeds - Newcastle Leikur 12 Sunderland - Swindon Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Þrefaldur pottur!!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.