Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1989 fréttir Samvinna KEA og jólasveinanna: Böm sem þess öska fá jólakort frá sveinumim - efnt verður til sýningar á jólamyndum barna Avallt hefur verið gott sam- band milli jólasveinanna og KEA og munu þessir aðilar hafa nána samvinnu fyrir jólin er nú nálgast óðfluga. Sam- starfssamningurinn felur í sér að jólasveinarnir munu senda bömum jólakort, spUa og syngja fyrir þau og standa fyrir sýningu á jólamyndum barn- anna. Áskell Þórisson, blaðafulltrúi KEA, hefur eytt töluverðum tíma með jólasveinunum uppi á reginfjöllum en fyrir skömmu kom hann með samninginn til byggða. En hvað felst í þessum samningi? „Öll börn á félagssvæði KEA geta skrifað jólasveinunum og þá munu þau fá jólakort frá þeim. í bréfi barnanna verður að koma fram nafn og heimilsfang, aldur, sími, póstnúmer og undirskrift foreldris eða forráðamanns. Utanáskriftin er: Fulltrúi jóla- sveinanna, KEA aðalskrifstofa, 600 Akureyri, og bréfin verður að póstleggja í síðasta lagi mið- vikudaginn 6. desember," sagði Áskell. Áskell gat þess einnig að dreg- ið verður úr nöfnum krakka sem óska eftir jólakorti og 25 börn fá En sérstaka jólagjöf frá KEA. það hangir fleira á spýtunni. „Já, hvert barn sem sendir okkur ósk um að fá kort frá jóla- sveinunum getur um leið sent eina mynd í stærðinni A-4. Myndin verður að tengjast jólun- um og vera vandlega merkt eig- anda. Myndirnar verða síðan til sýnis í Vöruhúsi KEA, Svarfdæla- búð á Dalvík, verslunum KEA í Ólafsfirði, Hrísey, á Dalvík og Grenivík frá 18.-23. desember. Listamennirnir skulu taka fram á bakhlið myndanna á hvaða stað myndin óskast sýnd,“ sagði Áskell að lokum. SS Dagvistarbyggingin við Þverholt á Akureyri: Kostar fullbúin 17,4 milljómr króna Vegna fréttar um kostnaö við dagvistarbyggingu sem Möl og sandur hf. á Akureyri er verk- taki að við Þverholt hefur Ein- ar Jóhannsson hjá bygginga- deild Akureyrarbæjar upplýst að áætlaður kostnaður við bygginguna sé 17 milljónir og 400 þúsund krónur, en það eru kr. 77.300.- á fermeter fyrir fullbúið hús. Einar upplýsir að vegna 50% þáttökú ríkissjóðs í byggingar- kostnaði dagvista hafi dagvista- deild Menntamálaráðuneytisins samþykkt sem viðmiðun fer- metraverð einbýlishúss auk 10% álags. Á verðlagi í nóvember geri þetta kr. 74.400.- Forsenda fyrir 10% álagi á ein- býlishúsakostnað er sú að í dag- vistarbyggingu er hvert rými háð hámarksstærð og krefst nýting byggingarinnar þess að öll rými séu með vönduðum frágangi. Einar bendir í þessu sambandi á að í einbýlishúsinu sem lagt er til grundvallar í útreikningi sé 60 fermetra bílskúr og 142 fermetra íbúðarrými. „í öðru lagi vil ég upplýsa að í áætlunum um dagvistina við Þverholt er reiknað með fullfrá- genginni byggingu sem þýðir t.d. að fullkomin lýsing er í húsinu. Áætla má að um 60 lampa sé að ræða. Meðalkostnaður við hvern uppsettan lampa er kr. 8.000,- eða alls kr. 480.000,- Á móti er lampabúnaður í vísitöluhúsinu reiknaður kr. 13 til 15.000.- fyrir hvern lampa. Svona mætti skýra marga fleiri þætti og nægir að benda t.d. á snyrtiherbergi. • Varast ber að taka þessi út- gefnu verð á svokölluðum vísi- töluhúsum og yfirfæra þau á aðrar byggingar sem algild sann- indi um verð. Hinsvegar geta þau verið ágæt verkfæri fyrir þá sem þurfa að gera áætlanir á mismikið mótaðar hugmyndir þar hönnun liggur ekki fyrir,“ segir Einar. EHB Bæjarstjórn Húsavíkur: Fráleitt að leggja MSKÞ niður um Alyktun hagræöingu nefndarálit i rekstri um innan Dalvík: Nýráðinn húsvörður ráðinn deildarstjóri Ekki alls fyrir löngu greindi Dagur frá því að einn aðaleig- enda Tréverks hf. á Dalvík, Bragi Jónsson, hefði verið ráð- inn húsvörður við Dalvíkur- skóla. Fljótt skipast veður í lofti og nú hefur Bragi verið ráðinn deildarstjóri bygginga- vörudeildar útibús Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Bragi tekur við stöðu deildar- stjóra sem Friðþjófur Þórarins- son hefur gegnt mörg undanfarin ár. Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræðingur á Dalvík, segir að Braga hafi staðið óvænt til boða staða deildarstjóra hjá ÚKED og hann hafi ákveðið í fullu samráði við bæinn að taka því boði, þrátt fyrir að stutt sé síðan hann tók við starfi húsvarð- ar Dalvíkurskóla. Sú staða hefur nú aftur verið auglýst til umsókn- ar. óþh mjólkuriðnaðarins var sam- þykkt samhljóða á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur fyrir skömmu og er hún svohljóð- andi: „Bæjarstjórn Húsavíkur mót- mælir tillögu afurðastöðvanefnd- ar um að leggja MSKÞ niður og flytja starfsemina til Mjólkur- samlags KEA sem Örökstuddri. MSKÞ er vel rekið fyrirtæki sem stenst fyllilega samanburð við það besta sem gerist í þessum iðnaði á landinu og hefur sýnt frumkvæði í vöruþróun og vinnslu afurða, en stillt fjárfest- ingum í hóf. Fráleitt er að leggja niður slík fyrirtæki til þess eins að auka vinnslu og veltu hjá hlið- stæðum fyrirtækjum sem fallið hafa í gryfju offjárfestingar. Það að leggja MSKÞ niður tryggir á engan hátt hagkvæmni í rekstri mjólkuriðnaðarins og skýrsla nefndarinnar tekur á eng- an hátt tillit til þeirra byggða- og þjóðfélagslegú áhrifa sem fækk- un mjólkursamlaga hefur í för með sér. Hagræðing er nauðsyn, en gæta þarf þess að hagræða ekki á þann hátt að það stofni búsetu á landsbyggðinni í hættu.“ IM Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði: Sveitarstjómarmenn óttast virðisaukann - engin reglugerð og menn vita því „ekkert í sinn haus“ „Sveitarstjómarmenn eru mjög uggandi um hvernig virðis- aukaskatturinn kemur við fjár- hag sveitarfélaganna. Reglu- gerð um virðisaukaskatt og sveitarfélög er ekki Ijós og á meðan hún liggur ekki fyrir eru menn hræddir um að ávinningur af verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um ára- mót verði tekinn til baka,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Virðisaukaskatturinn kom m.a. til umræðu á fjármálaráð- stefnu sveitarfélaga í fyrri viku. Þar kom skýrt fram að margir endar eru lausir í þessu máli hvað sveitarfélögunum viðkemur og í því ljósi lýstu sveitarstjórnar- menn áhyggjum af gangi mála. „Maður veit ekkert í sinn haus og meðan svo er óttast maður að niðurstaðan verði á versta veg fyrir sveitarfélögin. Auðvitað urðum við margs fróðari á fjár- málaráðstefnunni. En eftir sem áður finnst mér æði margt svífa í lausu lofti. Við héldum m.a. að með virðisaukaskatti myndum við losna við þennan fræga skatt af snjómokstri. Ég fæ hins vegar ekki annað séð en að virðisauka- skattinum sé ætlað að leggjast af fullum þunga á snjómokstur,“ segir Bjarni. óþh Húsavík: Sitt sýnist hveijmn um hraðahindranir Umferðarmál og hraðahindr- anir komu til umræðu á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur fyrir skömmu. A síðasta fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá Valgerði Gunnarsdóttur um uppsetningu hraðahindr- ana í bænum og var málinu vís- að til bæjarráðs, umferðar- nefndar og bygginganefndar. Bæjarráði hefur borist erindi frá Slysavarnadeild kvenna á Húsavík, þar sem lýst er yfir stuðningi við tillögu Valgerðar. Málið var tekið fyrir í bæjar- ráði og kom Þröstur Brynjólfs- son, yfirlögreglumaður, til við- ræðna á þann fund. Haft var eftir Þresti að það væru 25-40 manns í bænum, sem hafa þyrfti afskipti af vegna hraðaksturs en lögregl- an væri illa í stakk búin til að beita aðgerðum vegna tak- mörkunar á yfirvinnu. Hugsan- lega yrði þó breyting þar á með nýjum yfirvinnukvóta 10. des. Einnig var haft eftir Þresti að hraðahindranir drægju úr umferðarhraða þar sem þær væru settar, en vandinn gæti flust til, þannig að hraðakstur ykist ann- arsstaðar í bænum. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti Valgerður yfir furðu sinni á bók- un umferðarnefndar, en nefndin var sammála um að hraðahindr- anir skapi fleiri vandamál en þær leysi. Beinir nefndin því til lög- reglu að fylgja hraðatakmörkun- um betur eftir. Fram kom ábend- ing frá Guðmundi Salómonssyni þess efnis, að ef ástandið sé jafn alvarlegt og af sé látið, sé full ástæða til að athuga með gerð nokkurra undirganga. Á fundi umferðarnefndar bókaði nefndin ábendingu til bæjaryfirvalda um hættu sem stafaði af runnagróðri við gatna- mót Stóragarðs og Miðgarðs að norðanverðu. Vill nefndin að athugað sé hvort ekki megi lækka eða fjarlægja þessa runna. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.