Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1989 HöUursf. BflASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Vélsleðar Polaris Yndi Cross country upptekinn vél. Verð 300.000. Eigum á söluskrá Artic Cat El Tigre ’87. Artic Cat Cougar ’89. Artic Cat Cheetah ’87. Artic Cat Cheetah ’89. Polaris 400 SKS ’88. ★ Greiðslukjör við allra hæfi 'mÆíUMM Höldursf. BIIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Artic Cat Cheetah 97 HÖ., árg. ’87, ek. 500 míl. Verð 420.000. Artic Cat Wild Cat árg. ’89, ek. 2000 míl. Verð 620.000. Artic Cat JAG árg. ’89, ek. 900 míi. Verð 430.000. Yamaha SRV árg. ’83, ek. 2600 km. Verð 350.000. Alnæmi og æska - alþjóða alnæmisdagur í dag Á alþjóðlegri ráðstefnu gegn alnæmi sem haldin var í London snemma árs 1988, var ákveðið að 1. desember það ár skyldi helgaður alnæmisvörn- isstofnunarinnar í maí 1989 var ákveðið að gera þennan dag að árlegum viðburði. í dag, 1. des- ember, verður þema dagsins alnæmi og æska. Landsnefnd um alnæmisvarnir, í samvinnu við heilbrigðisráðu- neytið og landlæknisembættið, sá um að undibúa það að alnæmi og æsku yrðu gerð skil þann dag í fjölmiðlum og annars staðar með þeim hætti sem kosið er og eðli- legt þykir. í fræðsluhefti sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin gerði fyrir fjölmiðla koma fram ýmsar brennandi spurningar um alnæmi, einkenni þess, smitleið- ir, varnir gegn því o.fl. Til að fræða lesendur um efni heftisins fara hér á eftir nokkrar spurningar og svör úr því. Hvernig get ég varið sjálfan mig alnæmissmiti? Tryggast er að eiga einn trú- fastan maka. Annars skal ætíð nota smokk við kynmök og forð- ast tíð skyndikynni. Hvenær á að nota smokk? Nota skal smokk í hvert sinn er höfð eru mök við einhvern sem ekki er fastur maki og þegar höfð eru mök við einhvern sem kann að vera smitaður. Ef ég er smitaður, get ég þá haft kynmök? Pað er algerlega óhætt að faðma, strjúka og nudda. En all- ar kynlífsathafnir, sem hafa í för með sér að sýktur líkamsvessi kemst í snertingu við slímhúð kynfæra hjá ósýktum einstakl- ingi, hefur smithættu í för með sér. Get ég séð á fólki hvort það er smitað af alnæmi eða ekki? Nei það er ekki nokkur leið að sjá utan á fólki hvort það er smit- að eða ekki. Mjög margir sem eru smitaðir af alnæmisveirunni líta hraustlega út og líður vel í langan tíma, þ.e. eru frískir smit- berar og gera smitað aðra. Get ég verið smitaður af alnæmi en samt ekki verið veik- ur? Já inargir sem eru smitaðir af alnæmisveirunni eru alls ekki veikir af hennar völdum. Þeir munu að öllum líkindum veikjast seinna, en liðið geta mörg ár þangað til. Ef ég er smitaður og ekki veik- ur, hvert er þá vandamálið? Það eru tvö vandamál. í fyrsta lagi munt þú sennilega veikjast seinna meir, mánuðum eða mörgum árum seinna. í öðru lagi þá getur þú smitað aðra með kyn- mökum og með blóði þínu. Hvernig veitir smokkur vörn við alnæmi og öðrum kynsjúk- dómum? Sé smokkur notaður rétt, þá nær hvorki sæði né slím úr leg- göngum (sem og blóð) að berast milli einstaklinga í samförum. Þar sem alnæmisveiran er í þess- um vökvum, þá kemur smokkur í veg fyrir að vökvarnir berist frá einum einstaklingi yfir í annan. Er hættulegt að snerta eða vera nálægt smituðum, s.s. að takast í hendur eða sitja saman yfir glasi? Nei, alls ekki. Alnæmi smitast ekki manna á milli í daglegum samskiptum. T.d. þá smitast alnæmi ekki með handabandi eða við aðra snertingu, ekki með hnerra eða hósta, ekki af salern- um, ekki með mætvælum eða matarílátum og ekki við að sitja saman og spjalla. um. Á vorfundi Alþjóðaheilbrigð- Ólafsfirðingar í starfskynningu Þessir rösku strákar heimsóttu okkur á Degi fyrr í vikunni til að kynna sér í hverju starf blaðamannsins er fólgið. Þeir eru nemendur fram- haldsdeildar Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar og var heimsóknin hluti af starfskynningarverkefni skólans. Strákarnir létu sig ekki muna um að skrifa nokkrar fréttir meðan þeir stöldruðu við, m.a. fréttina hér að ofan. Auk þess kynntu þeir sér vinnsluferil blaðsins gaumgæfilega. Þessir upprennandi blaðamenn eru 17 ára gamlir og heita Sigurbjörn Gunnarsson og Eggert Óskarsson. Mynd:KL bœkur TÓNLIST Tónlist og hljóðfæri í bókinni Tónlist og hljóðfæri, sem Vaka-Helgafell sendir nú á markað er fjallað um hljóðfærin og hvernig þau eru notuð til að túlka tónlistina - allt frá einföld- ustu flautum og bumbum til flóknustu hljóðfæra nútímans. Tónlist og hljóðfæri er þriðja bókin sem Vaka-Helgafell gefur út í fjölfræðibókaflokknum Heimur í hnotskurn. Bækurnar eru unnar í samvinnu breskra og franskra bókaforlaga og hafa hvarvetna hlotið lof og alþjóð- lega viðurkenningu fyrir nýstár- lega framsetningu og myndrænar útskýringar. Brautryðjendaverk hefur verið unnið við þýðingu bókarinnar. Hana önnuðust tólf sérfræðingar, hver á sínu sviði, en Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri var rit- stjóri þýðingarinnar og Árni Böðvarsson málfarsráðunautur var til ráðuneytis um málfar. Hér er gerð tilraun til að þýða á íslensku orð sem ekki hafa verið til áður og samræma hugtaka- notkun. Sólejjarsumar Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hildi bókin Sóleyjarsumar eftir Guðmund Halldórsson frá Bergs- stöðum. Guðmundur frá Bergsstöðum hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem vinsæll sagnahöfundur, enda sækir hann yrkisefni sín beint til daglegs strits og stríðs fólksins í byggðum landsins. í þessari bók lýsir höfundur lífi ungra manna á fyrri hluta þessarar aldar, sem í dag myndu vera kallaðir fram- kvæmdamenn. Sóleyjarsumare r 160 blaðsíður að stærð. Iifsþræðir Út er komin verðlaunaskáldsag- an Lífsþræðir, eftir Sigríði Gunn- laugsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hefur birst eftir hana smásaga í safninu Haukur í horni. Sigríður hlaut 1. verðlaun í smásagnasamkeppni IOGT fyrir þessa athyglisverðu sögu. í umsögn dómnefndar var lögð áhersla á frumlegan stíl og já- kvætt lífsviðhorf höfundar. í kynningu útgefanda segir m.a.: ,,„Átturnar“ voru þær kall- aðar, átta skólasystur á Laugar- vatni. Samheldinn hópur en leið- ir skildu eftir stúdentspróf. Hver hélt í sína átt. Síðan eru liðin 20 ár. Ein úr hópnum býður hinum heim. Minningar vakna. Ýmis- legt hefur á daga drifið; margt farið öðruvísi en ætlað var; ann- að eins og að var stefnt. Það er tilhlökkunarefni að hittast. Samt reynist sumum það sárt. Lífs- þræðir eru stundum einkennilega ofnir ..." Árni í Hólminum - Engum líkur! Út er komin bókin Árni í Hólm- inum - Engum líkurl, æviþættir Árna Helgasonar í Stykkishólmi, fyrrum sýsluskrifara og póst- meistara, en hann er einnig kunnur sem höfundur bráð- skemmtilegra og landsfleygra gamanvísna. Eðvarð Ingólfsson skráði. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Margir munu fagna því að loks- ins er komin út samtalsbók við Árna, þjóðsagnapersónu í lifanda lífi, þar sem hann segir frá því helsta sem á daga hans hefur drifið. Ýmsum mun leika forvitni á að vita að hve miklu leyti sögurnar, sem um hann eru sagðar, eru sannar. Það skýrist í bókinni. Árni hefur kynnst þeim fjölda fólks að ótrúlegt er. Hann á ótal vini um allt land. Honum hafa staðið að heita má allar dyr opnar - ef ekki, hefur hann opnað þær sjálfur.“ Bókin er 229 bls. að stærð. Útgefandi er Æskan. Rás 2 kl. 14.00 1 2 3 Spilakassinn l Spilakassinn, getraunaleikur ^ Rásar 2 er á dagskrá á 4 sunnudag. 5 Umsjónarmaður er Jón Gröndal og dómari Adolf Petersen. ° Svör sendist til: 7 Spilakassinn 8 Ríkisútvarpið g Efstaleiti 1 150 Reykjavík. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.