Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. desember 1989 - DAGUR - 5 Ferðamálaráð fær aðeins 20% af lögbimdnum tekjustofni í ár - fær 35 milljónir til ráðstöfunar á næsta ári en ætti að fá 145 milljónir í ár fær Ferðamálaráð íslands aðeins tæp 20% af lögboðnum tekjustofni sínum. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990 fær það aðeins 36 milljón- ir til ráðstöfunar en ætti sam- kvæmt áætlunum um vörusölu Fríhafnarinnar á næsta ári að fá í sinn hlut um 145 milljónir. Á fundi í Ferðamálaráði, sem haldinn var 22. nóvember sl. var sífelldri skerðingu á tekjustofni ráðsins mótmælt. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 79/1985, ber Ferða- málaráði að fá 10% af sölu Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflug- velli. Krafðist fundurinn þess að farið yrði að lögum í þessum efnum, bæði um upphæð greiðslu og tilhögun hennar, en í sömu lögum eru ákvæði um að Fríhöfn- in skili fénu beint til ráðsins. í greinargerð, sem lögð var fram á fundinum segir m.a.: „Þegar lög um skipulag ferða- mála voru sett árið 1976 var Ferðamálaráði markaður ákveð- inn tekjustofn, sem var 10% af árlegri sölu Fríhafnarinnar í Keflavík. Til þess að ríkissjóður missti ekki spón úr sínum aski var um leið verð í Fríhöfninni hækkað um 10%. Þegar á fyrsta ári var gengið gegn þessu ákvæði laganna og hefur svo verið allar götur síðan. Fjársvelti Við endurskoðun laganna árið 1985 reyndi Alþingi að tryggja Ferðamálaráði þennan tekju- stofn með sérstöku ákvæði þess efnis, að Fríhöfnin greiddi „gjald þetta beint til Ferðamálaráðs af sölu hvers mánaðar". Allt kom fyrir ekki, og hefur hlutur Ferða- málaráðs farið lækkandi hin síð- ari ár. Fjársvelti hefur gert Ferða- málaráði gjörsamlega ókleift að gegna hlutverki sínu og sinna þeim verkefnum sem kveðið er á um í lögum, en samkvæmt þeim skal Ferðamálaráð verja ráð- stöfunarfé sínu á eftirfarandi hátt: a) Til að veita einkaaðilum og opinberum aðilum styrki til að koma upp eða endurbæta að- stöðu fyrir ferðamenn. b) Til landkynningaverkefna á vegum Ferðamálaráðs. c) Til Ferðamálasjóðs til styrkveitinga. Verkefni Ferðamálaráðs eru enn frekar sundurliðuð og talin upp í 13 atriðum, þar sem ráðinu er m.a. ætlað að hafa frumkvæði að fegrun umhverfis og góðri umgengni á viðkomu- og dvalar- stöðum ferðafólks, skipuleggja nám og þjálfun fyrir leiðsögu- menn og aðra aðila í ferðaþjón- ustu, taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um ferðamál, veita ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar o.s.frv., o.s.frv. Það er alkunna, að fjöldi er- lendra ferðamanna hefur farið sífellt vaxandi á síðustu árum. Þannig hefur aukningin numið um 60% á síðustu 5 árum, og gæti áframhaldandi aukning orð- ið um 7% á hverju ári ef rétt er á málunum haldið. Jafnframt ferð- ast íslendingar í síauknum mæli um eigið land. Kaka Ferðamálaráðs. Litla sneiðin sýnir fjárframlagið sem ráðið fær í ár en kakan öll táknar það sem lögin ætla Ferðamálaráði. Engin skipuleg uppbygging hefur átt sér stað til þess að mæta þessari gífurlegu aukningu, og er nú svo komið að margir fjölsóttir ferðamannastaðir eru í hættu, auk þess sem aðstaða til móttöku ferðamanna er víða til Iítils sóma. Vaxandi vægi ferðaþjónustu Vægi ferðaþjónustu er sívaxandi í atvinnulífi landsmanna. Gjald- eyristekjur af erlendum ferða- mönnum nema um 9% af allri út- fluttri vöru og þjónustu fslend- inga og gætu beinar tekjur af ferðamönnum orðið um eða yfir 10 milljarðar á þessu ári. Fjöldi ársverka hefur aukist stöðugt undanfarin ár og mun nú vera rúmlega 5 þúsund. Fjárfesting á bak við hvert starf í ferðaþjón- ustu er lítil í samanburði við flestar aðrar atvinnugreinar. í ferðaþjónustu er margir kost- ir ónýttir og ekki vafamál að margfalda má gjaldeyristekjur af greininni, ef rétt er á málum haldið. Mikilvægt er að vinna markvisst að nýtingu þessara kosta og gæta þess jafnframt að vernda þá auðlind, sem greinin byggir fyrst og fremst á, þ.e. landið sjálft og dýrmæta náttúru þess. Ferðamálaráð mótmælir enn því fjársvelti, sem það hefur mátt sæta alla tíð og skorar á fjárveit- ingavaldið að tryggja ráðinu lög- boðnar tekjur þess. Að öðrum kosti getur Ferðamálaráð enga ábyrgð borið á þróun ferðamála né afleiðingum hennar." VIRÐISAUKASKATTUR Á VEITINGAHÚS Á NORÐURLÖNDUNUM OG í LÖNDUM EB FJÖLDl ERLENDRA FERÐAMANNA TIL ÍSLANDS 1960-1988 Borðápantanir í síma 22200 HOTEL KEA Hótel KEA Laugardagurinn 2. desember Hin frábæra hljómsveit INGIMARS EYDAL leikur fyrir dansi. ATH! Síðasti dansleikur ársins á Hótel KEA S^ksti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.