Dagur - 07.12.1989, Page 7

Dagur - 07.12.1989, Page 7
68SÍ f9dmðððb Á iiJpBbuírnmR - FIUOAQ - 8 Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 7 Útvegsbankinn á Akureyri á rætur að rekja til íslandsbanka. Hér er Ásgrímur ineð ganila bók frá árinu 1904, með handskrifuðum færslum frá fyrstu árum íslandsbanka í bænum. ég fram á flutningabílinn, sem var kominn út af veginunt. Hann skemmdist það mikið að ekki tókst að gera við hann á staðnum, og snéri því við til Akureyrar. Við héldum áfram austur, en okkar bíll bilaði á Búrfellsöræfum. Par sátum við í kulda í tvær klukkustundir þar til bíllinn var dreginn niður í Mývatnssveit, þar sem gert var við hann. Petta var í nóvember, eins og ég sagði áðan, mikil hálka og svartamyrkur. Til Seyðisfjarðar Störf bankaútibússtjóra - I hverju er útibússtjórastarfið fólgið? „Pað er yfirstjórn útibúsins. Útibússtjórinn hefur með hönd- um æðstu stjórn allrar daglegrar starfsemi útibúsins eftir fyrirmæl- um í samþykktum bankans. Hann ræður starfsfólk sem ekki er ráðið af bankastjórn og sér um reksturinn í samræmi við eðlilega viðskiptahætti banka. í minni útibúum banka eins og eru hér á Akureyri er það m.a. í verkahring útibússtjóra að fylgj- ast með því sem gengur ekki upp í útlánum, þ.e. vanskil og yfir- drætti. Hann verður að ganga eft- ir því að lántakendur standi við sitt. í stærri stofnunum gera deildarstjórar þetta, en ég hef lagt mikið upp úr því að fylgjast nteð því að allt hafi sinn eðlilega gang.“ - Eru mikil vandræði hjá fólki peningalega í dag? „Vanskil við bankann hér eru ekki mikil, þau hafa ekki aukist markvert. En staðan er þrengri hjá fólki og minna svigrúm, óneitanlega. Fólk kaupir ekki lengur óþarfa lúxusvörur og sá tími er löngu liðinn þegar það var eins og gjöf að fá bankalán. Nú þurfa allir að greiða peningana aftur, eftir að verðtrygging var tekin upp.“ Sjálfstæði bankaútibúa - Hversu sjálfstætt er þetta bankaútibú gagnvart aðalbank- anum? „Allar stærri fyrirgreiðslur þarf að vinna gegnum lánasvið aðal- bankans í Reykjavík. Lánasviðið hefur á að skipa sérfræðingum sem vinna fyrir okkur, og vinna að stærri fyrirgreiðslunt þar. Sjálfstæði útibúsins er ekkert minna vegna þessa, en við höfum einfaldlega ekki ntannskap í að sinna stærri verkefnum. Sumir gera grín að því að þessi eða hinn bankinn þurfi sífellt að hringja til Reykjavíkur til að fá leyfi fyrir lánveitingum. Parna er ákveðinn misskilningur á ferðinni og eitthvað annað að en of lítið sjálfstæði." - Útvegsbankinn var gerður að hlutafélagi 1. maí 1987. Ásgrímur í geymsluhvelfingu bankans, en þar eru rammgerðar hurðir og grindur, eins og vera ber. komum við svo klukkan tíu um kvöldið, eftir átján klukkutíma ferð. Á Seyðisfirði var gaman að vera. Petta var samt nokkuð erf- iður tími, en góð reynsla og góð- ur skóli fyrir mig. Eg hafði ekki kynnst svona miklum sjávar- útvegi fyrr í tengslum við bankann, loðnuverksmiðju, frysti- hússrekstri og togaraútgerð. í sambandi við erfiðleika bank- ans í kringum 1980 varð úr, til að létta á hinum miklu útlánum bankans til fyrirtækja í sjávar- útvegi, að Landsbanki íslands tók við sem viðskiptabanki nokk- urra stórra sjávarútvegsfyrir- tækja, svo og rekstri útibúsins á Seyðisfirði 1. nóvember árið 1981. Ég fór þá til Reykjavíkur og vann í nokkra mánuði við ýmis sérverkefni fyrir bankastjórn Útvegsbankans. Þá tóku við úti- bússtjórastörf við Glæsibæjar- útibú vegna forfalla, í nokkra mánuði. Parna var ég þar til ég tók við núverandi starfi hér, eins og ég sagði áðan.“ Utbú Islands banka á Akureyri tekur til starfa FIMTUDAGINfJ hinn 1. september n. k. í húsi herra pósfafgreiðs/umanns }f. Schiöth's. Fyrst um sinn verður útbúið opið fyrir almenning hvern virkan dag frá Kl. 11-2 og 6-7. Akurcyri 25/s 1904. fioro. 2)avídsson. Auglýsing um stofnun útibús íslandsbanka á Akureyri. Myndir: ehb Hvernig leist þér á þá breytingu? „í sjálfu sér leist ntér ekki illa á það. Bankinn var búinn að ganga í gegnum ntiklar þrengingar og blaðaskrif, og menn veltu fyrir sér hvað yrði um hann. Meðal annars var rætt um að skipta bankanum upp milli annarra lánastofnana. Petta var mikill óróatími, sérstaklega fyrir starfs- fólkið. Pessum erfiðleikum var óspart pundað á okkur sent hérna vinnunt og sá grunur læðist að manni að aðrir bankar hafi jafn- vel notfært sér þessa erfiðleika okkar til að beina viðskiptunum til sín. Maður varð aðeins var við aö einstaka viðskiptavinir van- treystu Útvegsbankanum, en hitt var algengara, að bæði starfs- menn og viðskiptamenn voru stofnuninni ákaflega trúir. En unt leið og bankinn varð hlutafélag fór að kyrrast unt hann. Nýtt óvissutímabil hófst aftur þegar farið var að ræöa um að selja hann og santeina einka- bönkunum. Eftir sameininguna veltir starfsfólkið því fyrir sér hvernig að þessu verði staðið í framtíðinni og hvert verði skipu- lag íslandsbanka, m.a. á Akur- eyri." íslandsbanki á Akureyri - Hvernig líst þér á sameiningu þriggja banka í bænum? „Vel, því ég hef löngum talið að bankar væru alltof ntargir á Akureyri. Sameiningin hefði raunverulega átt að verða ntiklu fyrr. Sameinaður íslandsbanki getur veitt betri og nteiri þjónustu, hann getur ávaxtað peningana betur og sinnt miklu stærri fyrir- tækjum en þrjú lítil bankaútibú. Petta þýðir bréytingar í starfs- mannahaldi, og eitthvað verður að fækka fólki sent vinnur við bankann. Sú fækkun mun þó ekki gerast með uppsögnunt, tel ég. Að öllu verður farið á eins mannlegan hátt og unnt er. - Hvernig er með vanskil, hvernig ganga hlutirnir fyrir sig ef fólk greiöir ekki af lánum á rétt- um tíma? „Hlutverk útibússtjóra er að koma í veg fyrir vanskil, að svo miklu leyti sem það er hægt. Fyrst er haft samband við skuld- ara með tilkynningum og ítrek- unum. Hann fær aðvörun um að lögfræðileg innheimta sé yfirvof- andi og jafnvel símhringingar frá bankanum. Helst sendum við ekkert til lögfræðilegrar inn- heimtu ef við komumst hjá því, en ef fólk svarar okkur engu og sýnir engan lit höfum við engin önnur ráð, því miður.“ Svigrúm bankanna til lán- veitinga og rekstur þeirra - Hvernig eru ákvarðanir teknar um lánveitingar? „Þessir hlutir hafa verið að breytast ntjög mikið. Til skamms tírna þurftu öll útlán að fara fyrir útibússtjóra, en í dag ávinna menn sér ákveðinn réttindi með viðskiptum sínum. Petta byggist á því hversu mikil velta viðkom- andi er, hvernig viðskiptin hafa verið og í hversu langan tíma. Slík útlán, tekjulán, koma ekki einu sinni endilega inn á borð til mín. En ef menn þurfa meira en reglurnar segja til um, eru að fara í meiri fjárfestingar, standa í hús- byggingunt o.s.frv. þá kemur til kasta útibússtjórans. Bankarnir hafa mismikið svig- rúm til lánveitinga. Þeir verða að taka tillit til lausafjárstöðu sinnar og áhættu, ásamt því að leggja mat á greiðslugetu viðkontandi aðila eða rekstrar. Banki gæti hugsanlega komist í þá stöðu að geta ekki uppfyllt lánsbeiðni við- skiptamanns, og þurft að ýta mál- inu eitthvað á undan sér um sinn. Pröngt getur verið í búi hjá bönk- um eins og öðrum." - Hvernig er að starfa við mót- töku? „Það getur verið ágætt en stundum er þetta streituvekjandi. Allt er undir því komið hvernig ástandið er í bankanum, er allt lokað eða er eitthvert svigrúnt? Þegar lítið er hægt að gera er starfið þreytandi, fólk tekur því að sjálfsögðu illa þegar því er neitað unt lán sem því finnst það eiga rétt á. En ég reyni að veita öllum þá úrlausn sem hægt er að gera. Ég vil reka bankann á jákvæðum grundvelli, ekki nei- kvæðum." Ráðlegg fólki frá að ganga í ábyrgðir fyrir aðra - Undanfarið hafa gjaldþrot færst í vöxt og margir einstakling- ar oröið fyrir skakkaföllum vegna ábyrgða. Hvað viltu segja um þetta sem bankamaður? „Ég ráðlegg fólki frekar að taka lán með fasteignaveði en í því formi að hafa ábyrgðarmann. Jafnframt ráðlegg ég öllunt að hugsa sinn gang vel áður en það gengur í ábyrgðir. Fólk hefur far- ið illa út úr að ganga í ábyrgðir fyrir aðra, og oft á tíðum finnst mér menn ekki vita hvað það þýðir að skrifa á svona skjöl. Ef illa fer og greiðandinn greiðir ekki verða menn að skilja að ábyrgðarmennirnir verða að borga. Fólk heldur gjarnan að miklu dýrara sé að fá lán sem er þing- lýst á eign. Þetta er hinn mesti misskilningur, munurinn er nær enginn kostnaðarlega. Bankinn getur lítið gert þegar skuldabréf eða víxlar falla á ábyrgðarmenn nenta að bjóða viðkomandi að taka viö láninu. Mér virðist margt fólk ekki átta sig á hvað felst í að ganga í ábyrgð. Ég veit dæmi þess að fólk hefur misst aleiguna í slæmum málum, en ábyrgðarmál eru fyrst og fremst rnilli þess aðila sem tekur lánið og hins sem veitir ábyrgð sína fyrir greiðslum. Bankinn getur kannað þessa aðila áður en lán er veitt, en hvað síðan gerist er ekki svo ntikið í hans valdi. En allir geta þó lent í ófyrirséðum kring- umstæðum." Ég get ekkert sagt um það hvernig húsnæðismálunt íslands- banka verður háttað hér á Akur- eyri, en svar við þeirri spurningu mun þó fást innan langs tíma. Nú er t'arið að vinna af krafti að þess- um málum. En aðalatriðið er að sameiningin á fullan rétt á sér. Óneitanlega ríkir mikil forvitni um það hver verði ráðinn útibús- stjóri, og ntargir hafa spurt unt þetta, eins er mér kunnugt um aö kollegar mínir eru ntikið spurðir. Ég vil benda á að í bankanum vinna fleiri en útibússtjórar og því er óeðlilega mikið rætt unt þessa einu hlið málsins, finnst mér.“ - Er mikil samkeppni milli bankanna í bænum? „Já, hún er mikil, og snýst um þjónustu, innlánskjör o.fl. Fólk veltir ntikið fyrir sér hvernig best sé að ávaxta peningana. En sam- keppnin er ekki einungis við aðra banka, hún er líka mikil við fjármögnunarfyrirtækin og verðbréfamarkaði. Þess vegna hafa bankarnir komið sér upp verðbréfasjóðunt, til að vera samkeppnisfærir á ntarkaðnum. Bankarnir hafa ekki getað boðið söntu vexti og sjóðir fjármögn- unarfyrirtækja, en fólk trúir því að bankarnir séu traustir, traust- ari en aðrar innlánsstofnanir. Mér sýnist almenningur meta þetta, og beina viðskiptum sínum í auknum ntæli til bankastofn- ana.“ Viötalið við Ásgrím varð ekki lengra, hann þurfti að sinna sín- um störfum. „Það er mikil vinna að vera útibússtjóri, þetta er langt frá að vera neitt rólegheita- starf,“ sagði hann að lokum. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.